Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Þríheilagt
ER ÉG á dögunum
rakst inn á heimasíðu
menntamálaráðherra
var einkum þrennt er
ég staðnæmdist við, en
sammerkt með þessum
þremur hugleiðingum
ráðherrans var að þær
lutu allar að einkavæð-
ingu en þó hver með
sínum hætti. I fyrsta
lagi var þar lofað hve
sala Skólavörubúðar-
innar hafi gengið frið-
samlega fyrir sig. Ekki
sé ég hverjum sú sala
hefði átt að valda geðs-
hræringu því hún er
tæpast umtalsverð
stærð á útsölumarkaði
ríkisstjórnarinnar um þessar mund-
ir. Þegar sveitarfélögin hafa nú tek-
ið við rekstri grunnskólans er þeim
efalaust sama hvort þau greiða til
einkaaðila, vegna búnaðar skóla,
svipaða upphæð og þau áður
greiddu til ríkisins, geti það orðið til
þess að menn í menntamálaráðu-
neytinu sofi værar um nætur.
títboð á gerð námsefnis
var og verið hafði í ára-
tugi - stundum var ekki
einu sinni veitt fé til
slíks.
Fjárhæð sú er hér er
ætluð til námsefnis-
gerðar hefur lengst af
verið u.þ.b. þrisvar
sinnum lægri á hvern
nemanda en á hinum
Norðurlöndum. Ég efa
ekki að ef við þreföld-
uðum fé til námsefnis-
gerðar gætum við
framleitt a.m.k. eins
fjölbreytt efni og þar er
gert.
Hjá Námsgagna-
stofnun er samankomin
mikil reynsla í gerð
námsefnis og þar starfa sérfræðing-
ar sem leggja sig fram af einstakri
óséi’plægni þrátt fyrir erfiðar að-
stæður. Augljóst er að markvisst
Stjórnmál
Sammerkt með þessum
þrem hugleiðingum
Sigríður
Jóhannesdóttir
En merkilegri tíðindi mátti finna
á heimasíðunni.
Ráðherra vitnaði í leiðara Dag-
blaðsins í því skyni að setja ofan í
við leiðarahöfund Morgunblaðsins.
Tilvitnunin var svohijóðandi:
Menntamálaráðherra hefur jafn-
framt lagt á það áherslu við Náms-
gagnastofnun að námsefnisgerð
verði í auknum mæli boðin út.“ Og
síðan hélt leiðari Dagblaðsins
áfram: Þetta er mikilvæg yfirlýsing
og veit vonandi á betri tíma. Með
henni er rudd leið fyrir einkaaðila
til að hasla sér völl við gerð náms-
efnis fyrir grunnskóla með líkum
hætti og fyrir framhaldsskóla. Stað-
reyndin er sú að Námsgagnastofn-
un í núverandi mynd er úrelt fyrir-
bæri sem kemur í veg fyrir blóm-
lega samkeppni um námsefni ...“
Fyrst gefur menntamálaráðhen'a
út yfirlýsingu, því næst vitnar Oli
Bjöm Kárason í yfirlýsinguna í blaði
sínu og auglýsir skylduga aðdáun á
ráðherranum; þessu næst vitnar ráð-
herrann með mikilli velþóknun í um-
fjöllun ritstjórans. Það fer ekki hjá
því að manni komi í hug lýsingin á
þeim fóstbræðrum Þorgeiri Hávarðs-
syni og Þormóði Kolbrúnarskáldi er
bjuggu að þeirri aðdáun hvor á öðr-
um er á skorti hjá almúganum. En að
því slepptu koma mér sem fyrrver-
andi stjórnarmanni í Námsgagna-
stofnun nokkuð á óvart tilmæli
Bjöms Bjamasonar um að bjóða út
námsefnisgerð í auknum mæli.
Ég minnist þess gjörla að hér á
ámm áður, þegar búið var að ákveða
upphæð þá sem Námsgagnastofnun
var ætluð, tóku við fundir margir
þar á bæ því menn neyddust til að
skera niður metnaðarfullar hug-
myndir um nýtt námsefni, síðan var
skorin niður nauðsynleg endurnýjun
og loks sátum við uppi með það að
ekki var veitt fé til annars en þess
að viðhalda því námsefni sem fyrir
Upplýsingakerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Simi 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
ráðherrans var, segir
Sigríður Jóhannsdótt-
ir, að þær lutu allar að
einkavæðingu, en þó
hver með sínum hætti.
hefur verið unnið að því að
fjársvelta þá stofnun og með þeim
hætti að skapa vantraust á henni hjá
þeim er illa þekkja til.
Þetta er raunar þekkt aðferð.
Þegar ríkisfyrirtæki standa sig ekki
nægilega vel vegna fjárskorts þá er
hægur vandi og vinsæll að láta
einkageirann leysa vandann, fyrir
margfalda þá upphæð sem áður var
varið til verkefnisins.
Sveitarfélög munu því greiða
námsgögn hærra verði því þrátt fyr-
ir trúnaðartraust til útboða og einka-
aðila dettur engum í hug að forlög
hér muni framleiða námsgögn jafn-
góð og hjá nágrönnum okkar fyrir
þriðjung af því verði er þar tíðkast.
Því er það að menntamálaráðu-
neytið ætlar í ár að veita til náms-
efnisgerðar 40 milljónir umfram það
sem áætlað var á fjárlögum og er
slík ákvörðun að sjálfsögðu þakkar-
verð þótt örlætið sé kannski ekki
umtalsvert þar sem sala Skólavöru-
búðarinnar skilaði í ríkiskassann
tæpum 37 milljónum.
Einkaframkvæmd
skóflustunga
Að þessu sinni var þríheilagt hjá
menntamálaráðherra því hann lét
þess getið að hann hefði nú tekið
fyrstu skóflustunguna að Iðnskólan-
um í Hafnarfirði en skóli sá verður
rekinn og byggður sem einkafram-
kvæmd.
í tilefni af því, að við Drífa Snæ-
dal höfðum haft nokkrar efasemdir
um ágæti þeirrar bókhaldsbrellu
kemst ráðherra að þeirri niðurstöðu
að við munum vera í einhverjum
dularfullum félagsskap sem sé á
móti litasjónvarpi.
Þetta er óneitanlega nokkuð
frumleg hugmynd en, þótt eins og
alþjóð veit, sé það siður mennta-
málaráðherra að sitja á síðkvöldum í
bláu skini tölvunnar og skrásetja
hugleiðingar sínar um lífið í landinu
og þó einkum um afrek sín frá degi
til dags, sem er að sjálfsögðu til
hinnar mestu fyrirmyndar, þá get
ég ekki að því gert að finnast um-
rædd síða að þessu sinni vera að
mestu í sauðalitunum.
Höfundur er alþingismaður.
Hvernig væri að deila
draumnum með öðrum?
Hringdu
Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332
Skipulag á
miðhálendinu
ÞEGAR aðliggjandi
sveitarfélögunum var
falið að annast gerð
svæðis-, aðal- og
deiliskipulagáætlunar á
miðhálendinu komu
upp hörð mótmæli af
hálfu stjórnarandstöð-
unnar svo og fjöl-
margra samtaka um
náttúruvernd og úti-
vist. Mótmælin byggð-
ust m.a. á þeim sjónar-
miðum að ekki væri
rétt að Alþingi fæli
öðrum vald til skipu-
lags á miðhálendinu áð-
ur en það hefði í meg-
indráttum mótað
stefnu og tekið bind-
andi ákvarðanir um meðferð þessa
víðfeðma svæðis og hagnýtingu
þess. Það jafngilti því að fela öðrum
vald til stefnumótunar í nokkrum
stærstu málum þjóðarinnar, s.s.
stefnumörkun um sjálfbæra þróun
fyrir stóran hluta landsins, og
stefnumörkun í umhverfis- og orku-
málum, iðnaði og ferðaþjónustu, í
þessu tilviki lægra settu stjómvaldi.
Þá töldum við mikilvægt að tryggja
samræmt skipulag sem byggðist á
heildarsýn en það eiga hin ólíku
sveitarfélög erfitt með að tryggja.
Því var lagt til að miðhálendið yi'ði
gert að sérstöku stjórnsýslusvæði
sem færi með skipulags- og bygg-
ingarmál.
Sérstakt umhverfis- og auð-
lindaskipulag á hálendinu
Við í Samfylkingunni teljum að
sjónarmiðin hér að ofan eigi enn við.
Það er mikilvægt að allur almenn-
ingur á Islandi komi að stefnumót-
un í umhverfis- og orkumálum, iðn-
aði og ferðaþjónustu á öræfum
landsins. Þetta eru helstu málefni
þjóðarinnar og þau
taka til landsins alls.
Þá er og nauðsynlegt
að skipulagið byggist á
heildarsýn svo að gætt
verði samræmis. Því
leggur Samfylkingin til
að komið verði á sam-
ræmdu umhverfis- og
auðlindaskipulagi á Is-
landi sem nær til mið-
hálendisins. Umhverf-
is- og auðlindaskipu-
lagið yrði á stjórn-
sýslustigi ríkis og unn-
ið af stofnunum þess.
Sveitarfélögin væru
bundin af því. I um-
hverfis- og auðlinda-
skipulagi yrði útfærð
stefna stjórnvalda sem tæki til
stærstu þátta í nýtingu lands og
samþættingar áætlana um land-
Hálendið
Það er mikilvægt, segir
Rannveig Guðmunds-
dóttir, að allur almenn-
----------------------
ingur á Islandi komi að
stefnumótun í umhverf-
is- og orkumálum, iðn-
aði og ferðaþjónustu
á öræfum landsins.
notkun og landnýtingu. Þar yrði
fjallað um samgöngur, fjarskipti,
orkumannvirki, náttúruvernd, varð-
veislu sögulegra minja og landnotk-
un í þágu atvinnuvega og byggðar í
meginatriðum.
Rannveig
Guðmundsdóttir
Við erum
sjálfbjarga
30. MARS sl. var
ársfundur Seðlabank-
ans. Þar var greint ít-
arlega frá efnahagsþró-
un liðins árs. í stuttu
máli má segja að okkur
hafi gengið vel 1 efna-
hagslegu tilliti og út-
koma liðins árs er mjög
mikil viðurkenning á
farsælum störfum
stjómvalda.
Árið 1998 var þriðja
árið í röð þar sem hag-
vöxtur á íslandi var
meiri en 5% en það er
einstakt meðal iðnríkja.
I þeim löndum Evrópu-
sambandsins sem eru
aðilar að myntbanda-
laginu var á sama tíma hagvöxtur-
inn 2,9% og í Bretlandi 2,5%.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna óx
á sl. ári um 9% og hefur á kjörtíma-
bilinu vaxið í kringum 25% að með-
altali. Þrátt fyrir þessa miklu kaup-
máttaraukningu hækkaði verðbólga
innan við 2% á árinu 1998 og á
þessu ári spáir Seðlabankinn 1,9%
verðbólgu milli ára.
Atvinnuleysi er næstum horfið.
Það er nú 2% en var um 7% á út-
mánuðum 1995. Ríkissjóður er rek-
inn með afgangi og ríkið lækkar
skuldir sínar um 30 milljarða á ár-
unum 1998 og 1999.
Önnur þróun í EB
Á sama tíma og þessi glæsilega
þróun verður hér á
landi gengur flest í öf-
uga átt í Evrópusam-
bandinu. Þar er mikið
og viðvarandi atvinnu-
leysi, hagvöxtur miklu
lægri og kaupmáttar-
aukning miklu minni
en hér. Þess vegna
skýtur það skökku við
þegar sumir hér á
landi eru ennþá að
gera því skóna að það
gæti hentað okkur ís-
lendingum að tengjast
mynt Evrópu eða jafn-
vel ganga í Evrópu-
sambandið. Reynsla
undanfarinna fjögurra
ára hefur sannað það
rækilega að Islandi er betur borgið
utan Evrópusaambandsins en innan
þess. Svo fremi að stjórnvöld á Is-
landi kunni fótum sínum forráð
þurfum við engu að kvíða.
Stjórn fiskveiða hefur í stórum
dráttum tekist vel og flestir stofnar
nytjafíska gefa þjóðarbúinu aukinn
arð.
Eign fslands ekki EB
Lögum samkvæmt eru fiskistofn-
ar á Islandsmiðum sameign þjóðar-
innar. Það er að segja félagsleg eign
íslendinga sem þjóðar, ekki eign út-
lendinga. Reynt hefur verið í seinni
tíð að snúa út úr þessu lagaákvæði
og leggja þá merkingu í að hver og
einn íslenskur ríkisborgari eigi
Páll
Pétursson
Skipulagsmál á hálendinu
í uppnámi
Samvinnunefnd miðhálendisins
sem nú hefur verið ákveðið að setja
á laggirnar er ekki í stakk búin til
að tryggja að skipulagið endur-
spegli stefnumið stjórnvalda á við-
komandi sviðum eða að gætt verði
samræmis við skipulagningu miðhá-
lendisins. I fyrsta lagi takmarkast
umboð og starfssvið nefndarinnar
við skipulagstillögur eldri sam-
vinnunefndar. En í þeim fjölda um-
sagna sem bárust um þær tillögur
komu fram aivarlegar athugasemd-
ir um að í þeim væri, í veigamiklum
atriðum, ekki tekið tillit til þeirrar
stefnumörkunar sem þegar hefði
verið unnin. Þess í stað væru þar
forsendur um vægi einstakra sjón-
armiða sem sumar gengju þvert á
lög og stefnu stjórnvalda. Ekki
verður séð hvernig samvinnunefnd-
in geti tryggt samfellu og samræmi
í skipulagi miðhálendisins a.m.k.
ekki gegn vilja einstakra sveitar-
stjórna sem fara með aðalskipulag í
sínu sveitarfélagi. Samvinnunefndin
hefur einfaldlega ekki vald til þess.
Skipulag til framtíðar
Nauðsynlegt er að koma á skipu-
lagi sem er á stjómsýslustigi rflds.
Við teljum rétt að láta skipulagið ná
fyrst til hálendisins enda er ágrein-
ingur mestur í samfélaginu í tengsl-
um við skipulagsmál á miðhálendinu.
Næsta ski-ef yrði síðan að láta þetta
samræmda umhverfis- og auðlinda-
skipulag ná til Iandsins alls. Með sér-
stöku auðlinda- og umhverfisskipu-
lagi verðm- mótaður gi'ófur skipu-
lagsrammi byggður á stefnumótun í
skipulagi og meðferð helstu sameig-
inlegu auðlinda þjóðarinnar svo og
umferð og varðveislu viðkvæmra
svæða jafnt í byggð sem óbyggðum.
Þetta skipulag varðar því markmið
ríkisvaldsins og framtíðarnotkun
landsins og gæða þess. Sveitarfélög-
in halda eftir sem áður aðal-, svæða-,
og deiliskipulagsrétti sínum.
Samfylkingin leggur til að komið
verði á samræmdu umhverfis- og
auðlindaskipulagi á miðhálendinu
sem yrði á stjórnsýslustigi ríkis og
unnið af stofnunum þess.
Höfundur er alþingismaður.
ákveðinn hluta af fiskistofnunum.
Það er alrangt og var glöggt skýrt í
greinargerð með lagafrumvarpinu
er hugtakið „sameign þjóðarinnar“
var fyrst lögtekið. Það væri
glapræði að fá Evrópusambandinu
þessa „sameign þjóðarinnar" til um-
ráða. Sá draumur er fjarlægur að
Efnahagsþróun
Okkur hefur gengið vel
í efnahagslegu tilliti,
segir Páll Pétursson,
og útkoma liðins árs
er mjög mikil viður-
kenning á farsælum
störfum stjórnvalda.
Evrópusambandið féllist á einhvern
tímann í framtíðinni að láta ein-
hverjum tilteknum ríkjum banda-
lagsins eftir stjórn ákveðinna haf-
svæða og einkanýtingu þeirra. Fjár-
kúgun Spánverja á hendur ríkja
EES um framlög í þróunarsjóð þótt
samningar þar um séu útrunnir
benda ekki til neinnar rausnar frá
þeim eða bandalaginu.
Stærsta hindrunin
Þótt yfirráð yfir auðlindum þjóð-
arinnar séu Islendingum mjög mik-
ilvæg er þó hin stjórnarfarslega hlið
aðildar að EB miklu hættulegri. Ef
íslendingar játast að fullu undir hið
yfirþjóðlega vald í Brussel biði okk-
ar ekki björt framtíð.
íslendingar þurfa öðru fremur að
kunna fótum sínum forráð í stjóm-
arfarslegum og efnahagslegum efn-
um. Þá munum við verða áfram
sjálfbjarga.
Höfundur cr fdiagsmálaráðhcrra.