Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 42

Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vanhugsað- ur hernaður Loftárásirnar í Júgóslavíu eru ólíklegar til að ná tilœtluðum árangri og stefna fram- tíð Atlantshajsbandalagsins í hœttu. ~ S Ur því sem komið er sýnist um fátt annað að ræða en halda áfram að dengja sprengjum yfir Belgi'ad og undirbúa landhemað. Aðeins með því að sýna fulla hörku gæti Atlantshafsbandalag- inu tekist að bjarga sér út úr þeim ógöngum sem ráðvilltir leið- togar þess hafa stefnt því í. En hætt er við að niðurstaðan verði allt önnur - einhvers konar mála- miðlun sem skilur slátrarana í Belgrad eftir sem sigurvegara en Atlantshafsbandalagið í sái'um á 50 ára afmæli sínu. Ef að líkum lætur munu Bandaríkjamenn ekki treysta sér í landhemað gegn Serbum. Clinton man glöggt hrakfarirnar í Sómalíu og A1 Gore mun leggjast gegn því af fullu afli að bandarískt VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson herlið ráðist inn í Júgóslavíu, því sá hemaður myndi dragast á langinn og á næsta ári era forsetakosningar í Bandaríkjunum. Það er ljóst að leiðtogar Atl- antshafsbandalagsins hafa stór- lega ofmetið áhrifamátt loft- árásannna. Loftárásirnar vora hafhar í trausti þess að yfírburðir í vopnaeign nægðu til sigurs. Lexían frá Víetnam var gleymd. Þrátt fyrir hemaðarlega yfírburði sína hefur Atlantshafsbandalagið ekki haft neina stjóm á fram- vindu mála, heldur smám saman sogast inn í síharðnandi átök sem ekki sér fyrir endann á. Yfírlýst markmið var að stöðva ofbeldisverk Serba í Kosovo, en hemaðaraðgerðir fyrstu dagana sýnast fyrst og fremst hafa miðað að því að tryggja að flugher Atl- antshafsbandalagsins yrði fyrir sem minnstu mannfalli! Meðan hersveitir Serba gengu hvað harðast fram í því að flæma Al- bani út úr Kosovo var Atlants- hafsbandalagið upptekið af því að eyðileggja loftvarnarstöðvar Serba. Orvænting greip um sig í Hvíta húsinu þegar þrír banda- rískir hermenn voru fangaðir. I sjö klukkustundir máttu yfirmenn hemaðaraðgerðanna ekki um annað hugsa en hvort tækist að bjarga einum bandarískum flug- manni sem Serbar höfðu skotið niður. Slík ofurviðkvæmni fyrir mannfalli er ekki líkleg til árang- urs í styrjöld við grimmdarseggi. Leiðtogar Atlantshafsbanda- lagsins hafa viðurkennt að at- burðarás undanfarna daga hafí komið þeim í opna skjöldu. Hvers vegna? Komið hefur fram að bandaríska leyniþjónustan, CIA, varaði starfsmenn Hvíta hússins við því að svona kynni að fara. Háttsettir herforingjar í Banda- ríkjaher vöraðu Clinton jafnframt við því að óvíst væri að markmið hans næðust með lofthernaði, auk þess sem veðrið myndi að öllum líkindum setja strik í reikninginn. En Clinton kaus áð hafa þessi varnaðarorð að engu. Hann taldi það siðferðilega skyldu sína að stöðva hroðaverk Serba áður en þau kæmust á Bosníu-stigið, eins og komist var að orði. Ekki er sjálfgefið að gott eitt hljótist af því að vinna góðverk - eins og við höfum nú fyrir augun- um í Kosovo. Loftárásimar sem áttu að bjarga Kosovo-Albönum hafa stórkostlega aukið vandræði þeirra og kallað yfir þá ómældar hörmungar, auk þess sem al- þjóðasamfélagið þarf nú að glíma við illleysanlegt flóttamanna- vandamál í Evrópu og enn meiri óróa á Balkanskaga. En hvað átti til bragðs að taka? Attu Vesturlönd að horfa aðgerðarlaus á hroðaverk Serba? Nei, en þau áttu ekki að grípa til vopna fyrst reynslan kenndi að það bæri ekki tilætlaðan árangur og gæti jafnvel gert illt verra, fyrst ekki var meiningin að láta kné fylgja kviði. I flestum tilvik- um á alþjóðasamfélagið fárra kosta völ gagnvart harðstjórum sem láta við það sitja að pína eig- in landsmenn. Það var því ekki um annað að ræða en herða efna- hagsþvinganirnar gegn stjórninni í Belgrad og reyna að einangra hana á alþjóðavettvangi, auk þess sem halda átti alþjóðleg réttar- höld yfir Milosevic og hans hyski fyrir glæpi gegn mannkyni. Meira var því miður ekki unnt að gera fyrst Serbar frömdu ofbeldisverk sín innan eigin landamæra. Allt öðru máli hefði gegnt ef Milosevic hefði ógnað nágrannaríkjum sín- um. Það er alkunna að auðveldara er að hefja stríð en að ljúka þeim. Ef að líkum lætur munu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins því grípa fyrsta raunhæfa tækifærið sem gefst tO að semja við Milosevic. Þá verður gangurinn væntanlega sá að Primakov, vinur Saddams, hefur forgöngu um samningavið- ræður við sinn gamla bróður í kommúnismanum, Slobodan. Kosovo verður skipt á þann veg að í hlut Serba fellur sá partur sem þeim er sögulega og efna- hagslega mikilvægur, en restin látin Kosovo-Albönum eftir. Milocevic mun þar með hafa feng- ið það sem hann ætlaði sér. Eftir standa leiðtogar Vesturlanda með það erfiða verk fyrir höndum að reyna að skapa hinum marg- hrjáðu Albönum eðlilegt líf í um- hverfi sem býður ekki upp á mikla möguleika, auk þess sem þeir sitja uppi með tugþúsundir albanskra flóttamanna í löndum sínum. Mestu varðar þó að trúverðug- leiki Atlantshafsbandalagsins verður ekki samur. Harðstjórarn- ir munu ekki óttast NATO tiltak- anlega framar. Þeir vita að lýð- ræðisþjóðirnar munu ekki treysta sér út í alvöru hernað, að hótanir þeirra eru orðin tóm. Og Atlantshafsbandalagið sjálft veit ekki lengur gjörla hvert hlutverk þess er. Það er ekki lengur ein- vörðungu vamarbandalag - en hvers konar bandalag er það orð- ið? Er það ætlan leiðtoga Atl- antshafsbandalagsins að gera NATO að einhvers konar lög- reglu sem á að stilla til friðar í innanlandsátökum ríkja sem standa utan bandalagsins (en án þess að sýna fullan mátt sinn)? Engum dettur í hug að NATO geti verið sjálfu sér samkvæmt í því að taka í lurginn á harðstjór- um og því munu væntanlega hreinar geðþóttaákvarðanir stjómmálamanna (sem eru upp- teknir af skoðanakönnunum) ráða því hvenær látið verður til skarar skríða. Nauðsynlegt er að efna til sem víðtækastra umræðna um framtíðarhlutverk Atlantshafs- bandalagsins í aðildarríkjum þess, því núverandi leiðtogar bandalagsins, kenndir við hina óljósu miðju, hafa sýnt í verki að þeim er ekki treystandi til að móta framtíð þess. Eilíf sjáif- stæðisbarátta GLOGGAR konur og menn hafa tekið eftir að tveir áfanga- sigrar urðu í hinni ei- lífu sjálfstæðisbaráttu Islendinga nýverið. í fyrsta lagi ákvað ríkis- stjórnin 23. febrúar sl. að skrifa ekki undir svokallaða Kyotobók- un (um „gróðurhúsaá- hrif‘). í öðru lagi ákvað Alþingi 10. mars sl. að hvalveiðar gætu hafist á ný. Það sem er eftirtektarvert er að íslendingar standa í báðum tilfellum einir á alþjóðavettvangi að þessum ákvörðunum, í andstöðu við fjöldann. íslendingar eru eina þjóðin í samtökum þróaðra ríkja (OECD) sem skrifa ekki undir Kyotobókunina nú. Islendingar gengu einmana úr Alþjóða hval- veiðiráðinu og ákveða nú að hefja hvalveiðar þrátt fyrir hótanir. Röksemdir Islendinga eru eins og áður þær að um grundvallar at- vinnuhagsmuni landslýðs sé að ræða. Abyrgir vísindamenn hafa fyrir löngu kveðið upp úr með að hvalastofnar þoli veiði. Fiskiðnað- ur þjóðarinnar, undirstaða þjóðar- búsins, er í samkeppni við fiskætur hafsins. Alþingi hefur góðan mál- stað að leyfa hvalveiðar að nýju. Kyotobókunin ónothæf hér Kyotobókunin um takmörkun á útblæstri kolsýrings mundi setja hömlur á nýtingu íslenskra orku- linda til atvinnusköpunar. Fram- tíðár orkufrekur iðnaður hérlendis mun senda frá sér kolsýring, en þó aðeins brot af því sem yrði annars staðar þar sem kol og gas yrðu notuð til orkuframleiðslunnar, hér yrði notuð fallvatnsorka eða jarð- gufuorka. Og það sem hefur enn meiri áhrif er að sú léttmálma- framleiðsla, sem hugmyndin er að byggja upp hér, minnkar bensín- notkun og kolsýringsútblástur bíla mun meira en sem svarar út- blæstrinum við framleiðslu létt- málmanna hér (athugið að kolsýr- ingur er líka kallaður koltvísýring- ur, kolildi eða koldíoxíð, sem er ekki það sama og hinn eitraði en skammlífi koleinsýringur, kolmónoxíð). Rifist um atvinnuuppbyggingu Menn verða seint sammála um hvernig á að standa að uppbygg- ingu orkuiðnaðar í landinu. Sum- um finnst að verið sé að bjóða hingað risafyrirtækjum til að græða og spilla landinu með fyrir- hleðslum, öðrum finnst stóriðja vera sáluhjálparatriði. En eftir stendur að orkulindirnar eru einu stóru ónýttu náttúruauðlindir Is- lands. Þær verða nýttar fyrr eða síðar, ef Islendingar hafa ekki sjálfir djörfung til þess að nýta þær til atvinnusköpunar þá verða þær nýttar af öðram mönnum (sem koma sjáifsagt á gullkálfmum í einhverri framtíðar kreppunni, það er aldrei að vita nema þeir taki orkuna bara með sér til baka á gullkálfínum til Evrópu, leiði hana burtu með sæstreng þannig að engin atvinna skapist á Islandi!). Það sem byggt hefur verið upp nú þegar af orkufrekum iðnaði hér- lendis hefur orðið landinu til mikils hagsældar- og menningarauka, jafnvel þó að íslendingar séu ekki stórir eignaraðilar að verksmiðj- unum ennþá. En það atriði getur breyst hægt og hægt, möguleiki er að standa þannig að framtíðar orkuiðnaðarfyrirtækjum að Is- lendingar eigi hlut óg hirði giúða af þeim. Ábyrg afstaða Ríkisstjórn Islands hefur með rögg tekið ábyrga afstöðu um Kyotobókunina. Eins og kom fram í yfirlýs- ingum frá henni er órökrétt að skrifa undir Kyotobókunina við núverandi aðstæð- ur, viðsemjendur okk- ar um uppbyggingu orkuiðnaðar mundu missa tiltrú á okkur og við gætum ekki stáðið við bókunina. Bent var á smæð þjóðarinnar og mikil áhrif af einstökum verkefn- um þess vegna, einnig á samanlagt jákvæð áhrif sem nýting endurnýj- anlegrar orku íslands hefur á kol- sýringsútblásturinn. Það sem vek- ur mesta athygli í þessu sambandi er, að þegar öll kurl eru komin til Umhverfismál Það sem er eftirtektar- ------------7------------ vert er að Islendingar standa í báðum tilfell- um einir á alþjóðavett- vangi að þessum ákvörðunum, segir Friðrik Daníelsson, í andstöðu við fjöldann. grafar er ríkisstjórn íslands í raun, með því að skrifa ekki undir Kyotobókunina, að stuðla að minni kolsýringslosun en hún hefði gert með því að skrifa undir bókunina! Af þessu sést hve vanhugsuð og illa forsenduð Kyotobókunin er hvað Island varðar. Engin hnatthitun? En lítum aðeins lengra fram í tímann. Það sem ríkisstjórn Is- lands sagði ekki, en þolir vel að koma fram hér, er að Kyotóbókun- in og kenningin um hin illu „gróð- urhúsaáhrif af mannavöldum", eru byggð á hrakspám og standa á vís- indalegum brauðfótum. Til dæmis sagði Rannsóknaráð Bandai'íkj- anna (NRC) nýlega að menn vissu ekki hvað væri að gerast með veð- urfarið og að hitamælingunum væri ábótavant. Framleiðsla manna á gróðurhúsalofttegundum er hverfandi lítil miðað við fram- leiðslu jarðarinnar sjálfrar, ábyrg- ir vísindamenn geta ekki sagt með neinni vissu hvað veldur mestu um sveiflurnar á kolsýiingsstyrknum í lofthjúpnum, þar getur verið um að ræða mjög flókið samband áhrifaþátta. Menn vita ekki einu Friðrik Daníelsson sinni hvort gæti valdið, meiri kol- sýringur hærri hita eða hærri hiti meiri kolsýring! Gróðurhúsaáhrif jákvæð? Það gæti verið að meiri kolsýr- ingur í lofthjúp jarðar og möguleg framtíðar gróðurhúsaáhrif gætu haft jákvæð áhrif á líf jarðarbúa almennt, sérstaklega^ á marka- svæðum eins og á Islandi. Það gæti líka verið að Litla ísöldin, sem hófst um það leyti sem Vín- land týndist og skömmu áður en Grænland fór í eyði, væri við lýði ennþá ef ekki hefði komið til auk- inn kolsýringur í loftinu (ein af fá- um vörnum manna við næstu ísöld gæti orðið að reyna að auka kol- sýringinn í lofthjúpnum). Upp- skeran eykst með auknum kolsýr- ingsstyrk í loftinu, rannsóknir sýna að hann ræður miklu um vaxtarhraða gróðurs jarðar, oft meira heldur en viss næringarefni í jarðvegi (sjá til dæmis Nadelhof- fer, K.J. et al, Nature, 11.3. 99. Þróun árstíðasveiflna í kolsýrings- styrk lofthjúpsins, sjá til dæmis mælingarnar frá Hawai, NCAR, gefa vísbendingar um fylgni kol- sýringsupptöku lífhjúps jarðar við kolsýringsstyrk lofthjúpsins). Hræða á brauðfótum Vísindamenn vita ekki nákvæm- lega hvernig gróðurhúsaloftteg- undir eða lofthjúpur jarðar hegða sér. Menn hafa haldið að ís- borkjarnar frá Grænlandi og sér- staklega frá Suðurskautslandinu gefi nákvæmar upplýsingar um sögu lofthjúpsins. En svo er ekki, sveiflur sem vara nokkrar aldir (eins og til dæmis sú gæti verið sem er nú) sjást illa í kjömunum vegna hægrar lokunar íssins. Vís- indamennimir sem klöktu út gróð- urhúsakenningunni á síðasta ára- tug eru margir búnir að draga í land. Kenningin er orðin hræða á brauðfótum (gömlu fuglahræðurn- ar stóðu á spýtum!). Ríkisstjórn með kjark Það er ekki í fyrsta skipti nú sem Islendingar þurfa að standa einir, greiða einir atkvæði gegn alþjóðleg- um upphlaupum og vanhugsuðum skipulagstillögum. Á hafréttarráð- stefnunni í Genf, 26. aprfl 1960, greiddu íslendingar, einir þróaðra vestrænna þjóða, atkvæði á móti til- lögu frá gömlu iðnaðarþjóðunum um að takmarka framtíðar fiskveiði- landhelgi við 6 mílur og aðrar 6 eftir 10 ár. Tillagan var felld með eins at- kvæðis mun. Það sem gerði gæfumuninn fyrir íslendinga 26. aprfl 1960, eins og nú, 23. febrúar og 10. mars 1999, var að ísland er (enn- þá) sjálfstætt ríki og við eigum Al- þingi og ríkisstjórn með kjark og dug til að til að standa vörð um grunnhagsmuni landsmanna. Höfundur er efnaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.