Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KARÓLÍNA KRISTÍN
BJÖRNSDÓTTIR
+ Karólína Kristín
Björnsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 22.
nóvember 1919.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 29.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jónína
Jónsdóttir, f. í Efri-
Holturn undir Eyja-
íjöllum 11.7. 1892, d.
** 1976, og Björn Jóns-
son útgerðarmaður
frá Akurey í Land-
eyjum, f. 9.6. 1886,
d. 1924. Systkini Karólínu Krist-
ínar voni Oddur, f. 13.9. 1921, d.
1.2. 1950, hann starfaði um ára-
bil í Rafha í Hafnarfirði; og
Björney Jóna, f. 9.8. 1924, hjúkr-
unarfræðingur, búsett á ísafírði,
giftist Magnúsi Elíassyni frá
Grunnuvík í Jökulfjörðum, f.
12.6. 1908, d. 26.3.1991.
Eiginmaður Karólínu var Lárus
Jónsson organisti, f. 26.3. 1896,
d. 15.4. 1975 frá Giljum í Mýr-
dal. Karólína og Lárus eignuð-
ust íjögur börn. Þau eru: 1)
Jónína Sigríður, f. 5.5. 1947,
verslunarmaður, gift Gísla Hin-
rik Sigurðssyni framkvæmda-
stjóra, f. 16.12. 1944. Börn
þeirra eru: a) Sigurð-
ur Björn, verkfræð-
ingur, f. 1.5. 1966,
kvæntur Sæunni Þór-
isdóttur, f. 30.7. 1967.
Þeirra börn eru:
Sunna Jónína, f.
10.12. 1985, Tinna
Þuríður, f. 1.6. 1990,
Ester Jóhanna, f.16.6.
1994, og Salome Lilja,
f. 19.4. 1996. b) Krist-
ín Helga, uppeldis-
fræðingur, f. 19.7.
1969. Barn: Tómas
Arni Tómasson, f.
10.4. 1989. Sambýlis-
maður Sigurður Þorsteinsson bif-
vélavirki, f. 17.12. 1968. Barn:
Gísli Snær, f. 8.8. 1997. c) Olga
Björney, B.A., f. 19.7. 1970, gift
Davíð Gunnarssyni verkfræðingi,
f. 22.11. 1968. Barn: Gunnar Ingi,
f. 4.2. 1999. d) Jóna Björk, nemi, f.
17.10. 1978, unnusti Jens Sigurðs-
son nemi, f. 22.11. 1977. 2) Birna,
hjúknmarfræðingur, f. 26.7.
1949, gift Karli Þorsteini Guð-
mundssyni sjómanni, f. 31.5. 1947,
d. 5.12. 1973. Giftist Val Hugasyni
framkvæmdastjóra, f. 18.11. 1956.
Börn þeirra eru: a) Axel Karlsson,
múrari, f. 31.3. 1969. b) Lárus
Steinar Karlsson, málari, f. 11.11.
1970. Barn: Daníel Aron, f. 20.2.
1996. Móðir Ðaníels er Jóna
Lilja Dosmaacar. c) Sigríður
Anna Óladóttir, f. 28.12. 1975.
Sambýlismaður: Albert Svein-
jónsson verslunarmaður. Börn:
Helena Natalía, f. 20.6. 1996, og
Albert Óli, f. 5.12. 1998. d)
Henný Hugadóttir, nemi, f. 3.2.
1978. 3) Oddný Fjóla, sjúkraliði,
f. 11.2. 1955, gift Finnbirni Þor-
bergs Kristjánssyni verktaka, f.
26.1. 1955. Börn þeirra eru: a)
Kristján Jóhann, bifvélavirki, f.
1.4. 1972, barn: Jökull Þór, f.
15.12. 1996. b) Magnús, nemi, f.
10.2. 1980, unnusta Sara Björk
Kristjánsdóttir, nemi, f. 11.10.
1981. c) Karólína, nemi, f. 10.9.
1984. 4) Jón Þórir matreiðslu-
maður, f. 31.3. 1957, d.18.8.
1977.
Karólína bjó á Hverfísgötu 38 b
í Hafnarfírði frá því hún gifti
sig 1941 og þar til hún fluttist á
Hrafnistu í Hafnarfirði árið
1993. Hún starfaði að félags-
málum og var virk í KFUK í
Hafnarfírði, Kvenfélaginu Hr-
ingnum, Kvenfélagi Þjóðkirkj-
unnar í Hafnarfírði, Orlofs-
nefnd húsmæðra í Hafnarfirði
og Góðtemplarafélaginu í Hafn-
arfirði, St. Daníelsher. Karólína
vann hjá Rafveitu Hafnarfjarð-
ar sem matráðskona um árabil
eða þar til hún lét af störfum
vegna heilsubrests.
Utför Karólínu verður gerð frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
Húsið okkar var bakhús við
Hverfisgötuna í Hafnarfirði. Það var
fallegt, hvítt tvílyft hús með grænu
þaki og fallegum trjágarði. Það þótti
frekar stórt hús á þessum tíma. Það
stóð á hæð með einstöku útsýni yfir
Hafnarfjörð. Sund, eins og við köll-
uðum það, lá frá Hverfisgötunni upp
7 að húsinu og brekkunum fyrir fram-
an það. Sundið var þakið rauðamöl
og í kjallaranum á húsinu hans Ella
gamla var brjóstsykursgerð, sem
ilmaði svo yndislega.
Umhverfíð var óspillt hraun og
lautir. A sumrin lékum við okkui-
þarna í mömmuleik og búi, feluleik
og alls kyns ímyndunarleikjum þar
sem klettamir með blóðbergi og
lyngi og grasbalar með fíflum og sól-
eyjum voru í bakgrunninn. A veturna
voru þar sleðabrekkur, tvær langar
og brattari, fyrir stóru krakkana, og
ein lítil og ekki eins brött fyrir þau
yngri - og út um eldhúsgluggann
fylgdist mamma með okkur og stutt
var að hlaupa inn og hlýja sér.
Pabbi vann hjá Rafveitu Hafnar-
^ fjarðar á þessum árum auk þess sem
hann vann sem organisti, söngstjóri
og söngkennari. Hann tók líka nem-
endur heim í orgelkennslu, en forláta
orgel vai- á heimilinu og oft tekið í
það. Pabbi og mamma voru mikið
tónlistarfólk. Mamma með fallega
söngrödd sem hún var ófeimin við að
láta hljóma og pabbi með orgelið sitt,
og oft sömdu þau lög og ljóð í sam-
einingu.
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Á þessum árum eða milli 1950 og
1960 var heimilislífið í fóstum skorð-
um. Það voru heitar máltíðir tvisvar
á dag. Pabbi fór í vinnuna á morgn-
ana og kom heim í hádeginu kl. 12.
Þá var mamma til með matinn og all-
ir borðuðu saman. Þá fór pabbi inn í
rúm og „fleygði sér“ og þegar klukk-
una vantaði 10 mínútur í 1 fór ein-
hver inn og „ýtti við honum“ til að
hann gæti verið mættur í vinnuna
stundvíslega. Það var áríðandi
skyldustarf sem allt heimilisfólkið
bar ábyrgð á. Klukkan 3 var kaffi-
tími fyrir alla nema pabba sem var í
vinnunni. Þá var vinsælt nýbakað
brauð úr Snorrabakaríi sem var neð-
ar í götunni, franskbrauð eða
normalbrauð með mysingi eða
smjöri var í uppáhaldi. Kaffið var
hitað á eldavél í gamaldags kaffi-
könnu og notað smávegis af exporti í
rauðum staukum til að skerpa
bragðið. Klukkan 7 var svo kvöld-
matur og kvöldkaffi seinna um
kvöldið. Pabbi og amma lásu oft upp
ýmsar þjóðsögur og ævintýri eða
spennandi skáldsögur um ástir og
örlög á kvöldin.
Hverfið okkar var heimur út af
fyrir sig. Við höfðum allt við hönd-
ina, þurftum ekki á bíl að halda,
enda voru þeir fágætir á þessum
tíma. Þarna var Hallabúð sem sá
okkur fyrir nýlenduvörum, Mjólkur-
búið var niður við læk, Skálholt, sem
hægt var að fara í þegar aðrar búðir
voru lokaðar, og Betubúð, þar sem
við fengum allt til sauma, en
mamma átti fótstigna saumavél sem
hún var dugleg að nota, því hún
saumaði mikið á okkur og hafði
gaman af að hafa okkur vel til fara.
A sunnudagsmorgnum fengum við
oft að fara með pabba í Mjólkurbúið
að kaupa mjólkina sem var þá á
flöskum. Á heimleiðinni kom pabbi
oft við hjá Siggu frænku og hún
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐAíJSTRÆ'n 4B • 101 REYKJAVÍK
LÍKKJSÍUVINNUS1OEA
EYVINDAR ARNASONAR
lumaði alltaf á góðgæti til að stinga
upp í okkur, en ekki var það nú
alltaf vel séð hjá mömmu, því hún
beið heima með sunnudagssteikina
og vildi síður að við bofðuðum á
„milli mála“.
Mamma var hetjan okkar og sá
möndull sem heimilislífið snerist um.
Hún var þessi sterki, heillandi per-
sónuleiki, listræn og gáfuð. Hún var
alla tíð mjög hraust og ósérhlífin og
gekk í að gera það sem gera þurfti.
Eg man eftir henni úti í þvottahúsi
þar sem gufuna lagði um allt hlaðið
þegar hún var að sjóða þvottinn í
þvottapotti og nudda á þvottabretti
og skola í ótal bölum áður en hann
var undinn og hengdur út á snúru.
Mömmu datt alltaf í hug að gera
hreint á góðviðrisdögum, okkur
stelpunum til mikillar armæðu, því
við vildum fá hana út í sólina með
okkur. Mamma hafði alla tíð mikinn
áhuga á félagsstörfum og hún pass-
aði upp á að við færum í Sunnudaga-
skóla KFUM og K til hans Jóels á
sunnudagsmorgnum og aldrei
komumst við hjá því að selja merki
kvenfélagsins Hringsins þegar
merkjasöludagar voru.
Mamma kenndi mér margt. Ein af
mínum allra fyrstu minningum er frá
því ég var lítil og myrkfælin.
Mömmu ráð við myrkfælni var ein-
falt; fara bara og gá, kveikja ljós og
skoða það sem ég var hrædd við. Það
virkaði alltaf. Mamma kenndi okkur
líka að vera góð við lítilmagnann,
dýr, fugla og börn. Hún gaf alltaf
fuglunum úti í garði og ýmsa flæk-
ingsketti hændi hún að sér og gaf.
Hún var í miklu uppáhaldi hjá
barnabömunum því hún sinnti þeim
alltaf mikið, las fyrir þau, söng, og
lék við þau endalaust.
Síðustu æviár mömmu voru henni
erfið. Hún fékk blæðingu inn á heil-
ann að vetri til þegar hún fór út að
moka snjó frá húsinu sínu. Hún
vissi að ég var að koma í heimsókn
og vildi taka vel á móti mér. Eftir
það hrakaði henni stöðugt og síð-
ustu árin var lítið orðið eftir af
hennar leiftrandi persónuleika. En
H ' ' ■£
H
Erfisdrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
P E R L A N
Sími 562 0200
miiiiiiixxxiiii:
hún var alltaf jákvæð og kvartaði
aldrei og kvæðin og vísurnar sem
hún kunni ógrynnin af komu sjálf-
krafa þegar tækifæri gafst, þótt allt
annað væri gleymt. Hún lést í her-
berginu sínu á Hrafnistu í Hafnar-
firði 29. mars síðastliðinn; umkringd
börnunum sínum og barnabörnum
sem elskuðu hana og skiptust á að
sitja við rúmið hennar þar til yfir
lauk.
Mig langar að láta fljóta með eina
af hennar litlu vísum:
Láttu ekki leiðast þér
lífið til þess of stutt er
leitaðu uppi Ijós og yl
svo lífið verði geislaspil.
Með ást og þakklæti, mamma mín.
Jónina Sigríður.
Hún elsku amma Karó hefur kvatt
þennan heim. Það var ekki laust við
að ég fyndi fyrir nokkrum létti, því
ég veit hvað hún var orðin þreytt,
enda búin að vera svo ólík sjálfri sér
í talsverðan tíma. Eg mun ætíð
minnast hennar úr litla eldhúsinu á
Hverfisgötunni, þar sem jafnan var
setið og spjallað er mamma kom með
okkur systkinin í heimsókn.
Skemmtilegast þótti okkur krökkun-
um þó að leika niðri í gjótu. Það var
svo spennandi og hættulegt að bram-
bolta um þetta ski-ýtna og oddhvassa
hraun.
Hún amma var óendanlegur
viskubrunnur. Mér þótti hún svo vit-
ur, virtist bókstaflega vita alla hluti
og var óspör á að miðla af þekkingu
sinni til okkar krakkanna. Svo lét
hún aldrei ógert að fara með vísu
eða syngja kvæði við öll tækifæri,
stór og smá. Alltaf skyldi hún finna
kvæði sem passaði, og ef hún ekki
kunni, þá var það bara búið til á
staðnum. Eg hafði stundum á til-
finningunni að hún talaði einhvers
konar vísna-mál. Ég minnist þess að
iðulega er hún var í heimsókn hjá
okkur í Hvannhólmanum tók hún
litlu systur mína til sín, ruggaði
henni og fór með eina af vísunum
sínum:
Jóna,
viltu fyrir mig prjóna,
litla leppa í skóna,
svo mér verði ekki kalt.
Elsku amma mín. Þú vai’st svo frið-
sæl og falleg þar sem ég sá þig liggj-
andi í rúminu þínu, stuttu eftir að þú
kvaddir. Nú veit ég að þú ert komin á
staðinn sem þú þráðir og ég veit að
þér líður vel. Leiðinlegt þykir mér þó
að þú skyldir ekki ná að sjá nýjasta
langömmubamið þitt, Gunnar Inga,
son okkar Davíðs. Hann er ljósið í lífí
okkar og hjálpar okkur að takast á
við missinn.
Og elsku mamma. Ég veit að þú
áttir svo erfitt að geta ekki verið
með ömmu þegar hún fór, en við vit-
um öll að þú varst með henni og okk-
ur hinum í anda.
Ég kveð þig, amma mín, með þess-
um línum:
Hin langa þraut er liðin,
nú loks hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp ninnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Olga Björney Gísladóttir.
Nú ert þú faiún, amma mín. Þá
rifjast upp fyrir mér allar stundirnar
sem við áttum saman frá því ég var
barn. Það var alltaf svo gaman að
koma til þín á Hverfísgötuna leika
sér í gjótunni og í hrauninu, fara
með þér í Kaupfélagið og niður á
Strandgötu. Við fengum líka að
heimsækja þig í Rafveitunni og
fylgjast með þér elda í öllum stóru
pottunum.
Það voru ýmis ævintýri sem ég
upplifði með þér, eins og að fara til
Reykjavíkur með strætó, en það
fannst mér mikið ferðalag þegar ég
var barn. Þú tókst mig líka með þér í
lengri ferðir, til Eyju frænku á ísa-
firði og í rútuferðir með kvenfélag-
inu, en þar lést þú mig standa upp og
syngja fyrir allar konurnar í rútunni,
ofsalega montin af barnabarninu
þínu.
Söngur og ljóð er eitt af því sem
einkenndi þig mest í mínum huga. Þú
varst alltaf að fara með ljóð fyrir okk-
ur og allt fram á síðustu árin varst þú
til í að syngja með okkur ef tækifæri
gafst. Mér er minnisstætt þegar við
Siggi fórum að sækja þig á Hrafnistu
til að fara í mat til mömmu og pabba
og þú söngst alla leiðina með Tomma
í aftursætinu.
Þú varst alltaf svo glöð og jákvæð,
sama hvað gekk á og hvernig þér
leið. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman,
amma mín. Guð geymi þig.
Kristín Helga Gísladóttir.
Elsku amma. Nú ertu farin. Ég
minnist þeirra stunda sem við áttum
saman á Hverfisgötunni, söngsins og
leikjanna, fótboltans í bakgarðinum,
bíóferðanna og göngutúra niður í
Kaupfélag.
Til þín er gott að láta hugann reika
um litla stund.
Hjá þér er kærst að hvíla sálu veika
og kælda lund.
Ur minningum og munablómum smáum
ég mynda brú, að andans tignar hugarlönd-
um háum,
þann heim átt þú.
Þar rís einn tindur hæst úr hugans djúpi,
en hulinn snjá.
Að sjá það allt, sem enn er faldað hjúpi,
það er mín þrá.
(Ólína Andrésdóttir.)
Með þessum orðum vil ég kveðja
elsku ömmu mína. Hvíli hún í friði.
Magnús Finnbjörnsson.
Elsku amma. Nú ert þú farin og
því vil ég kveðja þig, og þakka þér
fyrir allar yndislegu samverustund-
irnar. Það var alltaf svo gott að koma
til þín í eldhúsið í Rafveitu Hafnar-
fjarðar, þar sem þú starfaðir með
myndarbrag í fjöldamörg ár. Heima
á Hverfisgötunni áttum við margar
góðar stundir við sögulestur og leiki.
Elsku amma, þú kenndir mér svo
margt um lííið, að kunna að gefa og
þiggja. Ég mun eiga og geyma eilífa
minningu um þig, elsku amma mín.
Hún arama
átti lítið eldhús á Akranesi.
Vaskurinn sneri út í hom
og hjá glugganum voru fjórir skápar.
Einnig var þar ísskápur
sem í þann tíð þótti hið mesta völundarverk
og fáum ætlað.
Stundum
þegar heimurinn varð of stór fyrir lítinn
strák,
lofaði hún amma mér að sitja upp á ísskápn-
um.
Þá hætti lítill strákur að gráta
og hélt heiminum í hendi sér.
Núna
er hún amma dáin
og farin ég veit ekki hvert.
En lítill strákur er orðinn stór,
ber ísskáp á bakinu
og heimurinn heldur honum í hendi sér.
(Arni Ibsen.)
Hvíldu í friði, amma mín, með ei-
lífri þökk fyi-ir allt.
Kristján Finnbjörnsson.
Konan vai- að hringja frá Hrafn-
istu, amma er dáin. Allar góðu minn-
ingarnar komu upp í hugann. Þegar
við fórum í feluleik og ég ætlaði
aldrei finna þig, en þá stóðst þú á
baðkarsbrúninni bak við hurðina og
beiðst eftir mér. Ég man allar sög-
urnai' sem þú last fyrir mig, Friðrik
og Katrín var uppáhalds sagan okk-
ar, og hlógum við alltaf saihan að
henni.
Þú vildir öllum alltaf svo vel. Alltaf
þegar ég kom til þín straukstu hend-
urnar mínar og hlýjaðir þeim.
Þegar allt er inni hljótt
og enginn mig að hugga
er þá gott að eiga sér
eina rós í glugga.
(K.B.)
Elsku amma mín, svona minnist
ég þín. Þú varst glaðlynd og öllum
góð. Þú munt lifa áfram í minningu
minni. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, elsku amma.
Þín nafna,
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Karólína.