Morgunblaðið - 08.04.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 08.04.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 55 hjá Guði sem mun passa þig og varðveita. Ég mun aldrei gleyma þér. Mig langar til þess að kveðja þig með vísu sem ég var að læra: Ó, Jesú bróðir besti, og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína, á bamæskuna mína. Bless, elsku afi minn, ég skal passa ömmu. Þinn Ragnar Már Garðarsson. Góður vinur er genginn. Olafur, mágur minn, Sigurjónsson er látinn. Alltaf kemur kallið jafn óvænt, skilnaðarstundin svo fjarri og ótímabær. Nú að leiðarlokum er margs að minnast og í huga okkar vakna minningar sem eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Fyrst og fremst minningar um góðan og heil- stejrptan mann og mikinn fjöl- skylduföður. Ofarlega í minningunni er þegar ég sem unglingsstelpa fékk að fara með Stínu systur minni austur und- ir Eyjafjöll á dansleik í Skarðshlíð. Það var mikil eftirvænting í loftinu á leiðinni á ballið. Þegar á áfanga- stað var komið vissi ég hvers vegna, þvi það leið ekki á löngu þar til syst- ir mín sveif út á dansgólfið með afar glæsilegum pilti og þar sem ég sat úti í horni svo einmana og umkomu- laus rann upp fyrir mér að þarna væri kominn Óli draumaprinsinn hennar og fullviss var ég þegar ég sá þau leiðast út í hausthúmið svo ung og ástfangin. Það er bjart yfir minningunum. Stína og Óli fóru að búa í Ormskoti undir Eyjafjöllum og þar fæddust börnin hvert af öðru. Mikill mynd- arbragur var þar á öllu, bæði utan húss og innan og búnaðist þeim vel. Sérstaklega er skemmtilegt að minnast þess þegar þau komu í heimsókn að Núpi til mömmu og pabba á bláa Willysjeppanum með börnin öll, það var ótrúlegt hvað jeppinn rúmaði. Mikið var þá oft glatt á hjalla. Arin liðu og þau fluttust á Hvols- völl, að Stórólfshvoli. Það var mikil gleði fyrir okkur í fjölskyldu Stínu að fá þau í nágrennið, enda var oft komið við á Hvoli á ýmsum tyllidög- um í fjölskyldunni eða við önnur tækifæri og alltaf fann maður þetta hlýja og notalega viðmót sem ein- kenndi Óla og fjölskylduna alla. Á Stórólfshvoli leið þeim vel og var það góður tími í lífi þeirra. En börnin uxu úr grasi og lá leið þeirra hvers á eftir öðru til Reykjavíkur. Þegar Stína og Óli brugðu búi fyrir tveimur árum lá leið þeirra einnig til Reykjavíkur. Settust þau að í Gljúfraseli 11 og reistu þau sér þar fagurt heimili og undu hag sínum sérlega vel og kannski ekki síst fyr- ir það að vera komin í nábýh við börnin sín. Rómuð er samheldnin og kærleikurinn innan fjölskyldunn- ar svo leitun er að öðru eins og munu þau nú styðja hvert annað og styrkja á þessum erfiðu tímum. Sárt er að tíminn skyldi ekki vera lengri hjá þeim hjónum saman í Gljúfraselinu. Við erum þakklát fyiár það sem liðið er og huggum okkur við ljúfar og góðar minningar. Næst þegar stórfjölskyldan frá Núpi kemur sam- an munum við sakna vinar í stað en minningin lifir um góðan mann. Við þökkum þér, Óli, fyrir allai- þær góðu og glöðu stundir sem við höfum átt með þér í gegnum árin. Elsku Stína mín og fjölskylda, við í Laxár- hlíð sendum ykkur öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi góður guð styðja ykkur og styrkja. Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (J.H.) Sigríður Guðmundsdóttir. Veturinn í ár hefur verið mildur Sunnlendingum og ekki síst okkur Hvolhreppingum. I þann mund sem vetur konungur kveður, kvaddi þennan heim Ólafur Sigurjónsson, fyrrum bóndi á Stórólfshvoli og síð- ar stöðvarstjóri Sláturfélags Suður- lands á Hvolsvelli. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs og fluttist til Reykja- víkur, þar sem hann andaðist. Kynni mín af Ólafi urðu nánari þegar hann var stöðvarstjóri SS og ég vann undir hans stjórn. Líkt og vetur konungur, sem senn kveður, var hann mildur og góðlyndur og hafði jákvætt hugarfar til starfs- fólks síns og vinnunnar en þó ákveðinn þegar það átti við. Ólafur var mjög vinnusamur og vel verki farinn og vildi helst alltaf hafa eitt- hvað fyrir stafni. Heima fyrir var hann því sífellt að laga, bæta eða mála það sem þau hjón töldu að betur mætti fara enda áttu þau glæsilegt heimili. Það má segja að snyrtimennska og reglusemi í um- gengni einkenndu öll hans störf hvort sem var úti eða inni, í vinn- unni eða heima. Trúmennska og virðing fyrir því sem honum var trúað fyrir rækti hann af sam- viskusemi og nákvæmni og vildi að starfsfólkið gerði slíkt hið sama. Ekki er hægt að minnast Ólafs án þess að geta hans góðu konu, Krist- ínar Guðmundsdóttur, frá Núpi í Fljótshlíð, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi og bera foreldrum sínum gott vitni og eru góðir og nýtir þjóðfélags- þegnar. Ólafur fylgdist vel með barnabörnum sínum og sagði stolt- ur frá þroska þeirra og framförum. Þegar um fór að hægjast hjá þeim hjónum í barnauppeldinu gáfu þau sér tíma til að ferðast utanlands. Hann hafði mjög gaman af sh'kum ferðum og segja frá þeim þegar heim kom. Ólafur var góður húsbóndi og við áttum gott samstarf. Fyrir það vil ég þakka og mér finnst ég ríkari eftir hin góðu kynni af Ólafi Sigur- jónssyni. Eiginkonu, bömum, tengdabörnum og barnabörnum votta éjg innilega samúð okkar hjóna. Eg bið Guð að styrkja þau um ókomna tíð. Ingibjörg Þorgilsdóttir. Upphaf kynna okkar Óla var síð- sumars fyrir fimmtíu og fimm ár- um, þegar við nálega þrjátíu nem- endur hófum nám við Bændaskól- ann á Hvanneyri. Þar var valinn maður í hverju rúmi og þar mynd- aðist samfélag sem var svo sterkt að það lifir góðu lífi enn í dag. Þó hafa margir sterkir hlekkir brostið. Við komum alls staðar að og áttum margt sameiginlegt, vorum næstum allir um tvítugt, höfðum ekkert lært nema í bamaskóla, aldir upp í litlum einangruðum heimi og höfðum flest- ir ekki farið nema rétt til næsta bæjar. Næstum allir blankir. Við vorum af öllum stærðum og gerð- um. Óli var af stóru og myndarlegu gerðinni. Hann var svo sterkur að hann gat hlaupið með okkur skóla- bræður sína sinn undir hvom hendi, án þess að blása úr nös. Hann hafði mikinn og góðan skrokk og ofan á honum vel skapaðan haus með miklu eldrauðu og liðuðu hári sem alltaf var eins. Ekki veit ég hvort hann greiddi það hundrað sinnum á dag, - eða aldrei. Hann var mikið snyrtimenni. Af þessu má sjá að ekki vorum við nú líkir. Ekki heldur í okkur. Hann með enda- lausa prúðmennsku og samvisku- semi á meðan ég og sumir aðrir fé- lagar okkar lékum okkur og frömd- um strákapör. Ekki tók hann Óli þátt í þeim, í mesta lagi að hann brosti og í brosinu mátti einstaka sinnum sjá ofurlítið glott. Hann var góður námsmaður. Hluti af námi okkar var verknám. Þar áttum við að læra til verka. Fyrir það voru gefnar einkunnir, m.a. fyrir dugnað. Hann gat allt og var svo mikill og góður verkmaður að hann hlaut að launum stærstu gerð af ágætiseinkunn. Hann átti það skilið. Ég get um þetta vegna þess að þessari einkunn hélt hann allt sitt líf. Hvar sem hann kom og hvert sem hann fór, þá fékk hann sama vitnisburðinn. Samhugur og samvinna okkar „bræðra" var og er svo mikil, að ætla mætti að við hefð- um allir verið framsóknarmenn af „gömlu gerðinni". - Það var Óli. Við hittumst þrjátíu ára búfræð- ingar, fjörutíu ára og fimmtíu ára og á hverju ári eftir það. Fórum í löng ferðalög, m.a. til Færeyja. Þá kynntist ég að sumu leyti allt öðrum Óla og hann allt öðrum Jóni. Alvöru lífshlaupi okkar var nærri lokið. Við höfðum báðir unnið eins og vitleys- ingjar, hlaðið niður bömum (auðvit- að hafði Óli vinninginn) og róið líf- róður íyrir heimilum okkar. Nú var kominn tími til þess að fara í ferða- lög, setjast niður og ræða málin. Það gerðum við líka. Gott var að koma í Gljúfrasel. Hann Óli var nú aldeilis ekki einn. Það lék við hann lánið. Hann giftist henni Kristínu og lengi mátti leita til þess að finna glæsilegri hjón. Á því leikur enginn vafi að fyrh’ hennar ævistarf, dugn- að, hagsýni og skörungsskap mun hún hljóta sömu einkunn og bóndi hennar, a.m.k. ef ég væri prófdóm- ari. Þau hjón söfnuðu miklum auði, þá á ég ekki við þeirra afburða fal- lega heimili, heldur þeirra stóra bai-nahóp, maka þeirra og barna- börn. Þau þekki ég h'tið, en finnst ákaflega ósennilegt annað en að þar fari fríður og myndarlegur flokkur, eins og hann á kyn til. Nú hefur Óli gengið sín síðustu spor. Við hinir röltum á eftir, mis- hratt en allir í eina átt. Allh’ að sama markinu. Allir munu að end- ingu skora. Svo, þegar við ferðafé- lagar hittumst á Öngulstöðum í vor, þá mun standa þar auður stóll. Við munum hugsa með hlýhug, virðingu og þökk til þess manns sem þar átti að sitja. Kristín mín góð. Þú manst þegar við hjónakornin fórum síðasta bíl- túrinn okkar sl. sumar. Þá voru fjöll og dalir fegurri en nokkru sinni fyiT. Stórkostlegast af öllu var þó sólarlagið. Fegurð þess og friður var ofar öllu. Vona að þú eigir svo- leiðis elli. Með allra, allra bestu kveðju frá mér og nöfnu þinni til þín og þinnar stóru fjölskyldu. Jón Bergþórsson. Á vordögum árið 1960 urðu ábú- endaskipti á hinu forna höfuðbóli, Stórólfshvoli í Hvolhreppi. Við ábúðinni tóku ung, fríð og gjörvu- leg hjón, Kristín Guðmundsdóttir, ættuð frá Núpi í Fljótshlíð, og Ólaf- ur Sigurjónsson, búfræðingur frá Mið-Skál í Vestur-Eyjafjallahreppi. Áður höfðu þau búið í rúman ára- tug á kirkjujörðinni Ormskoti undir Eyjafjöllum og sýnt þar og sannað dugnað sinn og búvit. Ormskot er fremur landlítil jörð en góðar engj- ar í Holtsmýrinni. í Ormskoti end- urbyggðu þau gamalt íbúðarhús og settu á það myndarlegt ris. Bæði hjónin ólust upp í stórum systkina- hópi þar sem heimilisbragur var hlýi’, aldrei kallað á samfélagshjálp í erfiðleikum kreppuáranna, en mikið unnið og hvers manns bón leyst með sannri gleði. f sláttubyrjun árið eftir að Ólafur og Kristín tóku Stórólfshvol á leigu kom nýi bóndinn á fund byggingar- nefndar Rangárvallasýslu með teikningu að stóru og myndarlegu íbúðarhúsi, sem hann óskaði eftir að fá að byggja á eigin kostnað á neðanverðu Stórólfshvolstúni við Fljótshlíðarveg og vasklega var svo unnið að byggingunni. Sýslan átti þá höfuðbólið, sem er víðlent og nær að Eystri-Rangá til vesturs. Ungi bóndinn hófst þegar handa við að stækka töðuvöllinn og tók stóra spildu til ræktunar vestan við gamla túnið á Stórólfshvoli og lyng- móinn reyndist góður til ræktunar. Á þessu nýja túni reis fljótlega hin yngri byggð Hvolsvallarkauptúns. Það var blessun í búi á Stórólfs- hvoli. Stór hópur efnilegra barna óx úr grasi, og vitnaði um gott heimili. Vinnusamt fólk eins og foreldarnir, og stendur sig nú alls staðar vel í störfum sínum. Nokkrum mánuðum eftir að Ólafur og Kristín gerðust ábúendur á Stórólfshvoli kom til tals að Sam- band ísl. samvinnufélaga kæmi á fót heymjölsverksmiðju á Hvols- velli og falaðist í fyrstu lotu eftir 300 hekturum af landi Stórólfs- hvols. Nýi bóndinn var enn boðaður á fund í byggingarnefnd sýslunnar og vildi fúslega láta af hendi nefnt land og þannig greiða fyrir fram- gangi málsins, þótt það þá og síðan þrengdi kost hans sem ábúanda Stórólfshvols, en Ólafur hafði bygg- ingarbréf fyrir allri jörðinni. Þannig var Ólafur Sigurjónsson og þannig var hann þegar byggð lagði nýju túnin hans undir sig og fór síð- an að teygja sig upp í gamla túnið á Stórólfshvoli, þar sem nú stendur Dvalarheimilið Kirkjuhvoll, Heilsu- gæslustöð og dýra- og læknisbú- staðir. Eftir margra ára farsælan sveitabúskap fór Ólafur að starfa í Kaupfélagi Rangæinga í pantana- deild. Þetta var áður en bílaeign varð almenn. Bændafólk hringdi þá enn og skrifaði í kaupfélagið eftir því sem það vantaði. Ólafur var strax vinsæll í þessu starfi, glaður, hressandi og ábyggilegur. Hann hafði lag á að að láta samstarfsfólk- inu líða vel, unglingar dáðu hann. Síðar var hann stöðvarstjóri hjá hinu stóra og myndarlega fyrirtæki Sláturfélagi Suðurlands á Hvols- velli. Það verkefni fórst honum og vel úr hendi. Mannkostir og hlýja einkenndu hann í því starfi, sem öðrum. Hann ýtti sér ekki fram til mannvirðinga. Það er aldrei hávaði í heima- byggðum um það fólk sem hugsar vel um og hlynnir að kirkjunum sín- um. Ólafur var lengi formaður sóknarnefndar og kirkjukórsins á Stórólfshvoli og Kristín kona hans lagði alúð við að notalega kirkjan okkar væri hlý og hrein. í þessum hljóðlátu störfum voru hjónin sam- hent og einhuga. Alls staðar jákvæð og vel séð í félagslífi Hvolhrepps. Kristín húsfreyja á Stórólfshvoli var lengi formaður Kvenfélagsins Einingar. Stjórnarstörfum hennar fylgdu góður andi, gleði og myndar- skajiur. Olafur bóndi, eins og við Hvolsvallarbúar nefndum hann jafnan, gekk undir miklar læknis- aðgerðir hin síðari ár. Aldrei heyrð- ist hann kvarta. Alltaf átti hann brosið, sem einkennir þá, sem hugsa fallega. Það er ein af góðum gjöfum lífsins, að hafa átt langa / samleið með slíkum manni. Fyrir það þakka ég og mitt fólk. I helgri bók má lesa: Gott mann- orð er dýrmætara en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull. Pálmi Eyjólfsson. I dag kveðjum við ti’yggan vin, Ólaf Sigurjónsson frá Stórólfshvoli, hinstu kveðju. Það var harmafregn, sem okkur barst, að þú værir farinn svo snögglega. Þú hafðir marga hildi háð við langvarandi sjúkdóm, en í þetta sinn beiðstu lægri hlut í erfiðri glímu. Við hjónin og börn okkar minn- umst með djúpu þakklæti vináttu og tryggðar ykkar Ki’istínar í áratugi í okkar garð. Við komum ung með fimm börn að Stórólfshvoli og var strax tekið opnum örmum af ykkur hjónum og börnum ykkar sjö, og betri ná- granna var ekki hægt að óska sér. Kynni okkar af þér og þínu fólki hafa reynst okkur ómetanleg í gleði og sorg í gegnum árin, og hefur þar aldrei skugga borið á. Að leiðarlokum færum við Krist- ínu og fjölskyldu innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum guð að styrkja r þau í sorg þeirra. Þar sem góðir menn ganga eru guðsvegir. Þótt líkami falli að foldu og felist sem stráið í moldu þá megnar guðs miskunnarkraftur af moldu að velqa hann aftur. (Stef. Thor.) Kolbrún og Isleifur. t Faðir okkar, GÍSLI EIRlKSSON, Eyrarvík, Giæsibæjarhreppi, lést þriðjudaginn 6. apríl. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Börn hins látna, Anna, Ólafur, Nils, Jóna, Jóhann, Helga, Sigurður og Davíð. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN GUNNAR HELGASON fyrrverandi bóndi, Unaðsdal, til heimilis á Skeljatanga 21, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 8. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas, Krabbameinsfélag íslands eða Unaðsdalskirkju, reikningsnr. 61327, Landsbankanum ísafirði. Salvör Stefanía Ingólfsdóttir, Elín Anna Kjartansdóttir, Hrafnkell B. Þórðarson, Helgi Kjartansson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Einar Magnússon, Ingólfur Kjartansson, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Kæri bróðir og frændi, EINAR J.B. JÓNASSON, lést á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 24. mars 1999. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bestu þakkir til stjórnar og starfsfólks á elliheimilinu Grund fyrir frábæra aðhlynningu. Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.