Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 68
J 68 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MYNPBÖND
1 Glysrokkið
er dautt
Flauelsnáman
(Velvet Goldmine)
S ö n g v a in .y n d
★y2
Framleiðendur: Christine Vaehon.
Leikstjóri: Todd Haynes. Handrits-
höfundur: Todd Haynes. Kvikmynda-
taka: Maryse Alberti. Tónlist: Carter
* Burwell. Aðalhlutverk: Jonathan
Rhys-Meyei's, Ewan McGregor,
Christian Baie, Eddie Izzard, Toni
Colette, Michael Feast. 103 mín.
Bretland. Myndform 1999. Myndin er
bönnuð börnum innan 16 ára.
MYND þessi byrjar í Dublin ár-
ið 1874 á fæðingardegi Oscars
Wilde, sem að mati kvikmynda-
gerðamannanna
lagði grunninn
að því hvað felst
í því að vera
poppstjama.
Myndin flytur
sig síðan til 20.
aldarinnar þar
sem hún flakkar
frjálslega á milli
upphafs 8. áratugarins og 1984, þar
sem blaðamaður nokkur er að setja
saman grein um glansgoðið Brian
Slade sem sviðsetti eigið morð und-
ir lok ferils síns. Pessi „Citizen Ka-
ne“-íska frásagnaraðferð gefur
okkur mynd af Brian Slade (sem er
greinilega mótaður eftir David
Bowie) allt frá fyrstu skrefum hans
í popp-bransanum og til óljósra
endaloka hans eftir að hann hefur
) náð á toppinn í Bretlandi.
Todd Haynes er „cult“-nafn inn-
an kvikmyndaheimsins, en fyrsta
mynd hans hét „Superstar" og
fjaliaði um ævi Karen Carpenter.
Fóru Barbie-dúkkur með aðalhlut-
verkin í þeirri mynd og hafa aðrar
myndir hans ávallt fengið stimpil-
inn að vera sérviskulegar og at-
hyglisverðar. Flauelsnáman er tví-
mælalaust sérviskuleg kvikmynd
en hún hættir að vera athyglisverð
eftir 45 mínútur. Utlitslega er hún
mjög glæsileg og á búningahönn-
uðurinn Sandie Powell vel skilið
það lof sem hún hefur fengið.
Helsti gallinn er persónan Brian
Slade, sem er einstaklega óáhuga-
verð og illa leikin af Jonathan
Rhys-Meyer, einnig er Christian
Bale slappur í hlutverki blaða-
mannsins. Toni Colette (eiginkona
Slade), Ewan McGregor (í hlut-
verki Iggy Popp-legs ástmanns
Slade) og Eddie Izzard (fégráðug-
ur umboðsmaður Slade) bjarga því
sem bjargað verður og er það þeim
að þakka að myndin er ekki algjör
hörmung.
Ottó Geir Borg
g-shock meðöllu
(r o(j xna/'fy/'f/ji/
. {wujavey/ 6 /
ít/nú óó2 /y<io
FÓLK í FRÉTTUM
RICHARD Widmark seni vasaþjófurinn í Pickup
On South Street, (‘52).
SAMUEL Fuller ásanit kollega sínum og aðdáanda, Wim Wenders,
við gerð The State of Things, ‘82)
STRÍÐSMYNDIR eru allt í einu
koninar aftur uppá pallborðið í
Hollywood. Stórar inyndir og gust-
miklar, gerðar af bestu sonum
borgarinnar, fyrir mikið fé og allri
hugsanlegri nútimatækni beitt svo
árangurinn verði sem mikilfeng-
legastur. Sem leiðir hugaim til
Samuels Fuller, sem gerði sína
bestu mynd, stríðsádeiluna The
Big Red One, fyrir smámynt árið
1980. Hún hefur staðið af sér dýr-
ari og ábúðarmeiri samkeppni og
er enn ein skarpasta mynd sem
gerð hefur verið um hörmungar
síðari heimsstyrjaldarinnar. Og
allra stríðsátaka, ef útí þá sálma er
farið. Onnur minnisstæð mynd frá
síðasta ári um óvenjulegt efni var
Óskráða sagan - Atnerican History
X, þar sem tekið er vettlingalaust
á kynþáttamisrétti, nýnasisma,
hatri og fordómum. Það efni var
Fuller engu síður ókunnugt.
Fuller er sjálfsagt lítt kunnur
hérlendis og kemur margt til.
Greinarhöfundur kynntist fyrst
verkum hans í Kanasjónvarpinu
umdeilda, sem allavega bauð upp
ómetanleg kynni við bandarískar
kvikmyndir af öllum hugsanlegum
stærðum, gerðum og árgöngum.
Lengi vel gerði hann svonefndar
B-myndir, þær þurfa ekki að vera
vondar, heldur er grundvallarskil-
greiningin ódýrar myndir sem
gerðar voru fyrst og fremst til
sýninga sem mynd B með stór-
myndunum. Þetta fyrirkomulag
var feikivinsælt í vesturálfu fram á
áttunda áratuginn. B-myndin
skipti miklu máli fyrir unga og al-
varlega Ieikstjóra og handritshöf-
unda, þarna fengu þeir sín fyrstu
tækifæri, og annað sem ekki er
síður mikilvægt ; þeim leyfðist að
vera nokkuð sjálfstæðir í efnisvali.
Urmull frægustu leikstjóra sam-
tímans, einsog Coppola og Scor-
sese, kom úr þessum jarðvegi.
Fuller hefur haft gífurleg áhrif
á kvikmyndagerðarmenn á síðari
hluta aldarinnar. Frakkar „upp-
götvuðu hann“ fyrstir, hann var
einn þeirra sem voru leiddir fram í
dagsljósið í hinu virta, franska
kvikmyndatímariti Cahiers du
Cinéma, sem einn af frumkvöðlum
politique des auteurs, höfundar-
kenningarinnar frægu, enda skrif-
aði hann jafnan handrit mynda
sinna. Þeir sem lyftu honum í há-
sætið voru engir aukvisar, meðal
blaðamanna og gagnrýnenda Cahi-
ers á velgengnisárum þess um og
eftir 1960, voru kvikmyndaskáld
frönsku nýbylgjunnar; Jean Luc
Godard, Francois Truffaut, Claude
Chabrol og Eric Rohmer. Síðar
ineir lék hann talsvert í nokkrum
myndum evrópskra aðdáenda
sinna, einsog Godards, Wim Wend-
ers og Aki Kaurismaki. Margir af
fremstu Ieikstjórum Bandaríkj-
anna í dag, menn á borð við Tar-
antino, Scorsese, Malick og
Jarmusch, telja hann einnig í hópi
sinna áhrifamestu lærimeistara.
Fuller (f. í Massachusetts 1911),
vann sig hægt og bitandi sem
blaðamaður, þvert yfir Bandarík-
in, til Hollywood. Þar skrifaði
hann fyrstu kvikmyndahandritin
(og heldur ómerkilega reyfara), og
var að vinna sér nafn þegar Sámur
frændi kallaði hann til þjónustu í
síðari heimsstyijöldinni. Fuller var
SAMUEL
FULLER
LEE Marvin sem árvökull leiðtogi fimm manna fótgönguliðaflokks á
blóðvelli seinna stríðs frá Norður-Afriku til Þýskalands. Byggð á
minningum leikstjórans.
sannkallaður harðnagli sem aldrei
átti inni hjá öðmm, fór sínu fram á
hveiju sem gekk, var ómengaður,
gagnrýninn föðurlandsvinur í eðli
sínu. Það nýttist honum vel í stríð-
inu, þar sem hann hlaut þijár
æðstu heiðursorður Bandaríkj-
anna fyrir hetjudáðir og hugrekki.
Stríðsreynslan breytti kvikmynd-
argeðarmanninum, áhrif stríðsins
voin auðsæ í flestum hans verkum
eftir þetta. Reyndar byggði hann
eina bestu inynd sína, The Big Red
One, (‘80), á þessari lífsreynslu.
B-mynda framleiðandinn Walter
Lippert (myndir hans voru jafnan
sýndar í Nýja Bíói), gaf Fuller
fyrsta tækifærið sem auteur,
handritshöfundur/leikstjóri.
Afraksturinn er lítt minnisstæður
en sýndi strax þau einkenni sem
gerðu Fuller að áhrifamanni í
kvikmyndagerð. Langar tökur,
mikil notkun á nærmyndum, bein-
skeytt notkun tökuvéla - oft frá
óvenjulegum sjónhornum (stíll
sem hann notaði fyrst til að ná
sem mestu útúr fátæklegum sviðs-
myndum verka sinna). Þaðan er
sjálfsagt einnig ættuð s/h mynda-
takan, sem hann hélt tryggð við
lengi, óvægið ofbeldi, fiekkaðar
persónur. Til samans skapaði
þetta sterkan, sjónrænan stíl sem
menn hafa löngum sótt í að endur-
skapa. Lippert var e.k. undirverk-
taki hjá 20th Century Fox, sem
von bráðar bauð hann velkominn
til starfa á fyrsta farrými. Byijun-
arverk Fullers í úrvalsdeildinni
var Pickup On South Street, (‘52),
í kjölfar þeirrar mögnuðu myndar
komu nokkrar um Kóreustríðið,
m.a. The Steel Helmet, (‘50) og
Fixed Bayonets, (‘51). China Gate,
fyrsta myndin uin átök skæruliða í
Víetnam, kom ‘57, en Fuller var
alla tíð svarinn andstæðingur
kommúnista.
Síðar á sama ári kom vestr-
inn Forty Guns, með Barböru
Stanwyck, fyrsta myndin sem
heillaði fransmennina og var í
rauninni upphafið á hrifningu
þeirra á leikstjóranum, sem hélst
óslitið síðan. Verboten!, (‘58), var
gallhörð ádeila á kynþáttamis-
rétti; í The Crimson Kimono, (‘59),
skammast aðalpersónan, lögreglu-
maður í Los Angeles, sín fyrir að
vera af japönskum ættum. Und-
erworld USA, (‘61), var óvenjuleg,
grimm og vel leikin mynd um son
bófaforingja (Cliff Robertson),
sem snýst gegn glæpasamtökun-
um er hann verður vitni að því að
þau standa fyrir morði föður hans.
1963 kom eitt af ineistaraverk-
um Fullers, Shock Corridor, mynd
sem flestir gagnrýnendur vestan
liafs hökkuðu í sig en hafa verið
að éta orð aín aftur eftir að
Truffaut opnaði augu þeirra á síð-
um Cahiers. The Naked Kiss, (‘64),
fékk sömu útreið, en er í dag al-
mennt talin til snilldarverka. Mót-
lætið fékk hann til að leika í Pier-
rot Le Fou, (‘65), fyrir vin sinn,
Godard (þess má til gamans geta
að myndin var sýnd hérlendis (í
Nýja Bíói), líkt og velflest verk
frönsku nýbylgjuleikstjóranna.
Evrópskar myndir voni snar þátt-
ur í kvikmyndalífinu á þessum ár-
um.) Fuller varð nánast innlyksa í
Evrópu næstu 15 árin, ineð einni
undantekningu, The Shark, (‘68),
afleitri mynd með þá lítt, kunnum
Burt Reynolds. Af og til lék Fuller
í myndum vina sinna, líkt og í
einni fyrstu Kvikmyndahátíðar-
myndinni, Der Amerikanische
Freund, (‘77), fyrir Wenders.
Fram til þessa hafði Fuller hald-
ið sig við ódýrar myndir með litlu
sem engu stjörnuskini. 1980, þeg-
ar allir héldu að karl hefði sungið
sitt síðasta, venti hann sínu kvæði
í kross og hratt í framkvæmd
draumaverkefninu um herdeildina
sína í seinna stríði, The Big Red
One. Með stjörnurnar Lee Marvin
og Mark Hamill (sem þá naut,
frægðar Star Wars) innanborðs.
Fuller lék í fjölda inynda.eftir
þetta, beggja vegna Atlantshafs-
ins, en gerði aðeins örfáar mynd-
ir, enga umtalsverða. Hann lést
1997. Aldraður maður og virtur,
sem á sinn sterka, persónulega
hátt, sýndi fyrstur manna kvik-
myndahúsgestum inní harða ver-
öld styijalda, bófa og undirmáls-
manna, undir áður óþekktum,
ögrandi kringumstæðum.
Sígild myndbönd
THE BIG RED ONE, (‘80)
Minnisstæð mynd um reynslu
lítils flokks fótgönguliða í seinna
stríði. Hvernig þeim vegnaði undir
árvökulu auga vinar síns og leið-
toga (Lee Marvin). Ljóðræn mynd
um það besta og versta sem menn
verða að reyna undir ómennskum
aðstæðum, byggð á minningum
Fullers sjálfs um fimm ára þát-
töku hans í stríðinu á ýmsum víg-
stöðvum í Evrópu. Safarík mynd,
hlaðin smáum og stórum atvikum
sem raðast í óvenju heilsteypta
heildarmynd. Malick hefur greini-
lega séð hana nokkrum sinnum áð-
ur en hann gerði The Thin Red
Line
SHOCK CORRIDOR, (‘63)
irtrkVi
Vægast sagt óvenjuleg mynd í
alla staði, og tekur á taugarnar.
Peter Breck leikur blaðamann sem
leikur sig brjálaðan og lætur leggja
sig inná geðsjúkrahús. Leikurinn
gerður til að rannsaka morð á ein-
um vistmanninum. Gengur síðan
sjálfur af vitinu. Svart/hvít, feikna
áhrifamikil, næsta ógeðfelld mynd
sem tekur vafningalaust á umfjöll-
unarefni sem hafði nánast verið
bannvara í kvikmyndaheiminum.
Einstæð mynd sem að margra áliti
jaðrar við meistaraverk.
PICKUP ON SOUTH
STREET, (‘52)
★★★'/>
Frægur, rammpólitískur tryllir
um vasaþjófinn Skip (Richard Wid-
mark), sem óvart rænir míkrófilmu
frá Candy (Jean Peters), fyrrum
vinkonu manns (Richard Kiley),
sem njósnar fyrir Sovétríkin bak við
tjöldin. Svart/hvít, hörð, grimm og
hrottafengin mynd sem fór fyrir
brjóstið á ýmsum vinstri mönnum
sem áróður, en er í dag talin með
bestafflm noir sögunnar. Persón-
urnar dæmigerðar fyrir kvik-
myndaumhverfi Fullers; vasaþjóf-
ur, uppgjafa gleðikona, hál illmenni
og löggur, að ógleymdri Moe
(Thelma Ritter), flækingi og upp-
ljóstrara lögreglunnar. Hún stelur
senunni.
Sæbjörn Valdimarsson