Morgunblaðið - 22.05.1999, Page 11

Morgunblaðið - 22.05.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 11 FRÉTTIR „Þriðja leiðin er kjarni hinnar pólitísku umræðu“ Einn af hugmyndasmiðum þriðju leiðar- innar trúir á nýjar lausnir fyrir nýja tíma, eins og Sigrun Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við hann í gær. Morgunblaðið/Ásdís „ÞAÐ er feikilega erfitt að breyta velferðarkerfinu," segir Anthony Giddens, „því það hefur skapað hagsmunahðpa, sem vinna ötullega gegn öllum breytingum.11 Kjarni þriðju leiðarinnar að mati Anthony Giddens 1. Endurskipulagning stjórnkerfisins. Spurningin er ekki minna eða meira kerfi, heldur virkt, kröftugt kerfi. 2. Endurskipulagning hins borgaralega þjóðfélags. Efla þarf þau svið samfélagsins, sem liggja utan efnahagslífsins og stjórnkerfisins. 3. Endurskipulagning hagkerfísins. Áhersla á blandað kerfí, en ekki út frá gömlum skilgreiningum eignarhalds, heldur út frá lagasetningu. 4. Endurskipulag velferðarkerfisins. Skipulag um- hyggju, ekki fyrirhyggju. 5. Vistfræðilegar endurbætur og nýskipan. Það er ekki rétt að vistfræðihyggja og hagvöxtur útiloki hvort annað. 6. Umbreyting hins hnattræna kerfis. í alþjóðavæddum heimi verður að bregðast við hnattrænt, ekki aðeins stað- bundið. HANN kemur fram af breskri yfir- vegaðri ró og talar eins og hinn þjálfaði háskólamaður, sem hann er. En það er kannski tímanna tákn að það er ekki lengur hægt að þekkja í sundur háskólamenn og fjármálamenn á fötunum einum saman. Anthony Giddens er í vel sniðnum jakkafótum, ekki í snjáð- um tweedjakka eins og gjaman hefur einkennt breska háskóla- menn. Giddens var prófessor í félags- fræði í Cambridge, en 1997 varð hann rektor London School of Economics. Og sem slíkur kom hann til íslands í boði LSE-félags- ins, fyrrum nemenda skólans, en það heldur nú upp á 15 ára afmæli. Hann hefur löngu skipað sér á bekk með þekktustu félagsvísinda- mönnum samtímans, skrifað um 30 bækur sem þýddar hafa verið á yf- ir 20 tungumál. Undanfarin ár hafa hugmyndir hans orðið hluti af þeirri endumýj- un lífdaga, sem jafnaðarmenn víða um heim hafa leitað eftir. Þær hef- ur hann reifað í bók sinm, „The Third Way“, Þriðja leiðin. „Eg held mig við hugtakið þriðju leiðina, því það hefur fest í sessi, þótt það hafi verið notað fyrr.“ Fyrirmynd jafnaðarmanna um allan heim er endumýjun breska Verkamannaflokksins, sem Gidd- ens hefur átt ríkan þátt í að hug- myndavæða. í lok maí tekur hann þátt í umræðum stjómmálamanna og fræðimanna, sem Hillary Clint- on mun stýra. Þriðja leiðin viðbrögð við breyttum heimi „Eg starfa náið með bresku stjóminni og styð viðleitni hennar, en ég er ekki stjórnmálamaður," segir Giddens. Það vekur þá spum- ingu hvaða augum hann líti hlut- verk sitt sem boðberi stjórnmála- hugmynda annars vegar og fræði- maður hins vegar. „Eg er reyndar kerfiskarl," seg- ir Giddens og læðir að brosi um leið og hann minnir á að hann sé rektor. „En ég er fyrst og fremst að reyna að leggja mitt til um- ræðna, sem eiga sér stað úti um allan heim. Þótt ég vinni náið með Verkamannaflokknum, er ég fyrst og fremst fræðimaður, auk þess sem ég rek LSE. Meira kemst ég ekki yfir.“ Þú talar um að þriðja leiðin sé viðbrögð við breytingum, sem gengið hafi yfir heiminn. Hvaða breytingar hefurðu í huga? „Mikilvægasta breytingin er al- þjóðavæðingin og þá á ég ekki að- eins við efnahagslega hlið hennar, heldur hið flókna ferli breytinga, sem fylgir því að heimurinn hefur skroppið saman. Alþjóðavæðingin hefur áhrif á öll svið þjóðfélagsins og þá einnig á líf hvers og eins. En það er heldur ekki hægt að tala um að hún sé að- eins af hinu góða eða aðeins af hinu illa, heldur felur hún í sér jákvæða og neikvæða hluti. Sama er með aðrar breytingar. Hinn tvípóla heimur er liðinn undir lok. Það kallar á nýjar aðstæður, sem ekki eru endilega einfaldar eins og stríðið í Kosovo er dæmi um. Aður hefði stríð af þessu tagi getað leitt til heimsstyrjaldar, en nú er þetta staðbundið stríð. Friðarferlið á Norður-írlandi er annað dæmi. Það hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum, þegar kostimir þar voru annað- hvort Ulster eða Norður-írland. Nú koma miklu fleiri þættir til sög- unnar, ný mynstur fullveldis. Vald til ákveðinna svæða var óhugsandi, en er það ekki lengur. Þessi óleys- anlega deila gæti verið leysanleg, því það er hægt að nálgast hana á öðmm gmnni en áður. Önnur jákvæð hlið er breytt staða kynjanna. Það er ekkert þjóðfélag, sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum af framsókn kvenna. En ég sé að sjálfsögðu einnig nei- kvæðar breytingar eins og slæma stöðu þróunarlanda, sem annars vegar em háð aðstreymi fjár- magns og hins vegar með óburð- ugar stofnanir. Við nýjar aðstæður hefur sprottið upp ný tegund hægri- flokka, langt til hægri, sem bregð- ast við með félagslegri og þjóðem- islegri einangmnarhyggju. Frjáls- hyggjan varð bráðkvödd og það gerðist að mínu mati í kjölfar Asíu- kreppunnar. íhaldsflokkar em í upplausn, andstætt því sem er að gerast á vinstrivængnum, sem kemur fram með róttækar hugmyndir. Ekki róttækar í gamla skilningnum, heldur róttækar að því leyti að þar er verið að stinga upp á nýjum leið- um og betri stjómarformum. Þriðja leiðin er kjarni hinnar pólitísku umræðu og það er áhuga- vert. Ég vil gjaman sjá hugsjónir koma aftur inn i stjómmál, en án hugmyndafræði." Gamlar og nýjar viðmiðanir Hefðbundnir vinstriflokkar sóttu fylgi sitt til öreigastéttar og þeirra er samsömuðu sig henni og hægri- flokkar til auðstéttar og þeirra er samsömuðu sig henni. Verka- mannaflokkurinn skírskotar til stærri hóps en áður og um leið er talað um velferð fyrir alla. Er það lykillin að því að ná til millistéttar- innar? Ef velferðarkerfið á aðeins að vera öryggisnet, sem fólk fær greitt frá þegar það þarf, skapast sú tilfinning að þeir sem greiði í kerfið fái ekkert úr því. Það skapar tvískipt kerfi, sem ekki getur náðst samstaða um. Gamla skiptingin í hver kaus hvaða flokk og hvaða flokkur höfð- aði til hvers var byggð á stétta- skiptingu, sem ekki lengur er til staðar. Verkamönnum og bændum hefur fækkað. Orðinn er til fjöl- breyttur hópur miðstéttarfólks og þar fjölgar þeim mest er vinna við upplýsingatæknivædd störf. Miðstéttin og sérstaklega hinir nýju hópar hennar hallast bæði til vinstri og hægri, ekM bara annað- hvort eða. Það er heldur ekM hægt að þvinga öll mál inn í gamla hægri-vinstri rammann. Þess vegna sMptir líka máli að sýna að miðjan er ekki bara auð, heldur fel- ur í sér merMngu. Á miðjunni er rám fyrir róttæk- ar hugmyndir, til dæmis í umhverf- ismálum og eins í velferðarmálum. Ekki síst í síðarnefndu málunum er þörf á því að rífa sig frá gömlum hugmyndum. Þriðja leiðin er ekM aðeins gamlar hugmyndir í nýjum búningi, heldur leið til að finna nýj- an grundvöll. Um allan heim er fólk að leita nýrra leiða, nýs félagslegs sáttmála og nýrra stjórnarhátta. Þrátt fyrir allan sinn vanda er Clinton Banda- ríkjaforseti enn við völd, því fólk metur það við hann að hann hefur reynt að leita nýrra leiða. BóMn mín um þriðju leiðina er lesin í Kína, Kóreu og Suður-Am- eríku, sem sýnir best að þessi leit er alþjóðleg. Ég hélt fyrir skömmu fyrirlestur í Beijing. Þar dettur engum í hug að hægt sé að leita aftur til gamla kerfisins, en freist- ast heldur ekM af því að líta á heiminn sem markað og ekkert annað. Ábyrgur kapítalismi í útfærslu þinni á þriðju leiðinni talar þú um þörfina á „nýju hag- kerfi“. Hvað felst í því „Umræðan hefur lengi snúist um hver hefði eða ætti að hafa undir- töMn í hinum ýmsu geirum þjóðfé- lagsins, ríkið eða einkaframtaMð. Nýja vinstrihreyfingin álítur að einkavæðing geti verið til góðs, en við höfum nóg dæmi um það í Bret- landi að einkavæðing er flóMð ferli og felur ekki alltaf í sér frelsi. Það er því nauðsynlegt að ein- beita sér að þeim þáttum, sem þurfa meiri samkeppni og hvar og hvemig á að beita löggjöfinni. Það ríkir vaxandi eining um alþjóðlegar hömlur á fjármagnsflaum milli landa til að auka á stöðugleika. Því er ég sammála." Einn grundvallarmunur á stjórn efnahagskerfisins í Bandaríkjunum og Evrópu hefur verið að í Evrópu hefur ríkið verið með finguma í spilinu í gegnum eignarhald hins opinbera meðan að í Bandaríkjun- um hefur löggjöf fremur verið not- uð sem stjómtæM. Er það þessi bandaríska leið, sem þú kýst, er þú talar um meiri lagasetningu? „Nei, ég held það sé ekM banda- rísk útgáfa kapítalisma, sem við eigum að fylgja. Það er hægt að hafa áhrif á markaðinn á margvís- legan hátt og fá hann til að hegða sér af ábyrgð. Það er hægt að hafa dreift eignarhald á þýska vísu, samvinnukerfi og skattaívilnanir. Markmiðið er ábyrgur kapít- alisimi.“ Mótsagnir velferðar- kerfísins Þú talar um nauðsyn á róttæMi uppstokkun velferðarkerfisins. I hverju ætti hún að felast? „Við verðum að sníða af ýmsar mótsagnir, sem velferðarkerfið hefur skapað. Það hefur til dæmis verið ónýtt til að skapa vinnu, svo fólk hefur fest í kerfinu. Það felur einnig í sér siðferðislega hættu af því það býður upp á öryggi annars vegar en ýtir um leið undir að fólk nýti sér kerfið og öryggi þess. Kerfið átti í upphafi að hjálpa hinum fátæku að komast af, en þar með einangruðust þeir í kerfinu. Við eigum heldur ekM að láta kerfi með föstum eftirlaunaaldri hindra gamalt fólk í að vinna. En það er feikilega erfitt að breyta velferðarkerfinu, því það hefur skapað hagsmunahópa, sem vinna ötullega gegn öllum breyt- ingum.“ Bæði þú og margir bresMr stjómmálamenn á vinstrivængn- um notið óspart ýmis tískuorð. Þú notar óspart orð eins og nýr, nú- tímalegur, hnattrænn og „win win“-pólitík, pólitík, sem allir hljóti að græða á. Ertu ekkert smeykur um að málflutningur þinn verði með þessu móti yfir- borðskenndur? „Nei, mér finnst sMpta miklu máli að nota orð, sem ná til fólks, sem höfða til þess, líka þegar verið er að ræða saman á fræðilegum grundvelli. Við erum að tala um nýja hætti fyrir nýtt samfélag. Mér finnst það eiga rétt á sér að tala um pólitík, sem allir hagnist af því við erum öll á sama báti.“ Áhugi á stjórnmálum, ekki á flokksmálum Það tala margir um að fólk hafi ekM lengur áhuga á stjómmálum. Finnst þér það mat rétt? „Það felst í þessu ákveðin þver- sögn. Lýðræði breyðist út um heiminn, en samt ber á þreytu fólks á hefðbundnum stjórnmálum. Allar rannsóknir sýna minnkandi traust almennings á stjómmála- mönnum og yfirvöldum. En þrátt fyrir þetta hefur fólk meiri áhuga á stjórnmálum en nokkru sinni áður. En fólM finnst bara að mál, sem sMptir það máli, fjölskyldumál, áhrif vísinda og umhverfísmál, nái ekki til þing- manna. Málið er því að gera stjómmál áhugaverðari og í því sambandi hef ég talað um mikilvægi þess, sem ég kalla önnur lýðræðisvakningin, ekM bara heima fyrir, heldur á vettvangi Evrópusambandsins, sem allir vita að þarf sárlega á meira af því að halda og svo á al- þjóðavettvangi.“ Þú talar um að hin gamla tví- skipting sé horfin, hægrivængur- inn hruninn og stefnan er á eina hugmyndafræði, sem allir geti haft hag af. Er þetta stefnan á eina póli- tík fyrir alla, nánast eins og tráar- brögð? „Nei, það er ekM það sem felst í orðum mínum. Það verða eftir sem áður margir flokkar og munur á þeim. En flokkamir gætu verið meira merktir ákveðinni viðmiðun eins og til dæmis umhverfismálum eða viðsMptum. Við getum ekki rýnt í framtíðina, en það kæmi mér ekkert á óvart að við ættum eftir að annan kost en kapítalismann. Sagan er ekM á enda.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.