Morgunblaðið - 22.05.1999, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 15 AKUREYRI Martin-fjölskyldan hafði viðkomu í Grímsey á leið til Færeyja s Ast við fyrstu sýn er s við litum Island augum Grímsey. Morgunblaðið. BANDARÍSKU hjónin Jaja og Dave Martin, sem dvöidu í skútunni Driver ásamt börnum sínum, Chris, 9 ára, Holly, 7 ára, og Teiga, 3 ára, við Akur- eyrarhöfn síðastliðinn vet- ur, dvöldu í sólarhring í Grímsey nýlega. „Við vorum hér í Gríms- ey í tíu daga síðasta haust og urðum að koma hingað aftur áður en við færum frá íslandi," sagði Dave Martin. Hann sagði að það væri sérstök tilfinning að vera í Grímsey vegna legu eyjarinnar, það að geta horft suður yfir til lands- ins væri stórfenglegt vegna hins íjölskrúðuga fuglah'fs og ekki síður vegna íbúanna sem þeim þykja svo rólegir og yfir- vegaðir. „Grímsey er að líkind- um kyrrlátasta eyjan sem við munum heimsækja í bráð,“ bætti Dave við. „Það varð ást við fyretu sýn þegar við Iitum ísland augum og okkur þykir gestrisni og alúðlegt við- mót einkenna íslendinga," sagði Jaja Martin. Fjölskyldan vill þakka öllum þeim sem tóku á móti þeim á leiðinni norður frá Reykjavík og nefndu sérstaklega Vestfirðina í því sambandi. Þau þakka Akureyringum frá- bærar móttökur og sér- stakar þakkir senda þau Brekkuskóla, þar sem frá- bærlega vel var tekið á móti þeim öllum og þá sér- stöku hlýju og nærgætni sem bömunum var sýnd. Starfsfólk Amtsbókasafns- ins á Akureyri, Islands- pósts og Sundlaugar Akureyrar fær einnig þakkir frá fjölskyldunni. „Það er áberandi hvað Akureyringar eru vinsam- legir og hjálpsamir. Okk- ur var alls staðar vel tekið og komum hvarvetna að opnum dymm,“ sagði Da- ve. „Við fömm frá íslandi með yndislegar minning- ar. A þeim tólf ámm sem við höfum ferðast um heiminn var erfiðast að kveðja Island, við kveðjum með tár í augum,“ bætti Jaja við. Dvelja í Danmörku næsta vetur Ferð Martin-fjölskyld- unnar er heitið til Morgunblaðið/Margit Elva Einarsdóttir Færeyja þar sem þau áætla að dvelja í um tvær til þrjár vikur. Á leiðinni ætla þau að sigla til Norðfjarðar með viðkomu á Raufarhöfn. Frá Færeyjum halda þau síðan til Skotlands og Noregs og ráðgera að dvelja í Danmörku næsta vetur. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Hátíð- armessa kl. 11 á morgun, hvíta- sunnudag. Guðsþjónusta á FSA kl. 10.30. Guðsþjónusta á Seli kl. 14. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17. Morgunbæn í Akureyrar- kirkju kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag en hún hefst með org- elleik. GLERÁRKIRKJA: Hátíðar- messa og ferming kl. 14 á morg- un, hvítasunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma kl. 20 á morgun, sunnudag. Allir velkomnir. Flóa- markaður alla föstudaga frá kl. 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karlamorgunn í dag, laugardag, kl. 10. Bænastund í kvöld kl. 20. Samkoma kl. 14 á morgun, hvítasunnudag. Fjalar Freyr Einarsson predikar. AJlir vel- komnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkj- unni við Eyrarlandsveg 26. Golfvölluriim opnaður GOLFVÖLLUR Golfklúbbs Akureyrar verður opnaður formlega í dag, laugardag, kl. 13.00. Völlurinn hefur komið vel undan vetri og verður kylfingum hleypt inn á nánast allar flatir vallarins. Á annan hvítasunnudag er svo stefnt að því að halda óformlegt mót, sem jafnframt er þá fyrsta mótið á keppnistímabilinu. Áhugasamir kylfingar geta því farið að dusta rykið af golfsettum sínum, drifið sig á völlinn og æft sveifluna. f Opinn fyrirlestur Titill: Class Exploitation and the story of Shmoo' (Stéttaskipting í nútímaþjóðfélagi) Fyrirlesari: Dr. Erik Olin Wright, prófessor við félagsfræðideild Háskólans í Wisconsin, Madison, Bandaríkjunum. Tími: Miðvikudagur 26. maí, kl. 16.00 Staður: Stofa 14 (salur) Pingvallastræti 23 *The story of Shmoo vísar til frægrar bandarískrar teiknimyndasyrpu, Little Abner. earidrtdi tölvusumdr fyrir hressa krakka Framtíðarböm bjóða öllum bömum á skólaaldri upp á frábær tölvunámskeið í sumar þar sem nemendur læra að nýta sér fjölbreytta möguleika tölvutækninnar. Námskeiðin standa frá 7.6.- 9.7. og 3.8.- 20.8. Litlir aldursskiptir hópar og nokkrir sérhópar fyrir stelpur 7 -11 ára. Bömin fá hressingu á staðnum. Kennt verður 4 daga í viku og farið í skemrntiferð 1 dag (Bamaríki eða Darklight). Það er Símanum Intemet mikill heiður að fáað taka þátt í menntun unga fólksins með stuðningi sínum við Framtíðarböm. Sögu- ot> teiknimyndagerö (vikunámskeiö frá kl. 9-12 eöa 13-16) Nemendur fæddir '91, '92 og '93 Uruiið er í vönduðum teikni-, sögugerðar- og margmiðlunarforritum þar sem sköpunar- og frásagnargleði bama fær útrás við teiknun, málun, ritun og talsetningu. Nemendur læra markvisst að nýta sér ýmsa möguleika tölvutækninnar og þjálfast í tölvuumgengni. Ritvinnsla og margmiðiun (vikunámskeið frá kl. 9-12 eöa 13-16) Hópur i: Nemendur fæddir '88, '89 og '90 Hópur 2: Nemendur fæddir '85, '86 og '87 Nemendur vinna að hefti um ýmsar tækninýjungar á 20.öldinni og þeir útbúa einnig kynningarefni fyrir ferðaskrifstofu. Nemendur setja saman texta, myndir, hljóð, tónlist, hreyfimyndir og videó. Nemendur nota stafræna myndavél, híjóðsetja efni og nota Intemetið við upplýsingaöflun. 3. Margmiðtun og forritun (vikunámskeið frá kl. 9-12 eöa 13-16) Nemendur fæddir '88, '89 og '90 Nemendur nota nýja útgáfu af Lógó-forritinu til að hanna margmiðlunarefrú. Nemendur setja saman í eina heild texta, hljóð, tónlist, myndir, hreyfimyndir og videó. Kennd verða nokkur undirstöðuatriði í forritun auk þess sem unnið er með margmiðlun í skemmtilegu og skapandi umhverfi. 4. Tölvusamskipti og yefsíðugerð (2ja vikna námskeið frá kl. 9-12 eða 13 Nemendur fæddir '85, '86 og '87 Nemendur læra um tölvupóst, Intemetið, leit á vefnum, kynnast HTML-málinu og læra síðan að nota vefsíðugerðarforritið Microsoft Frontpage. Nemendur hanna síðan vefsíður fyrir ímyndað fyrirtæki, setja inn á hana ýmsar upplýsingar, nota myndvinnsluforrit til að hanna merki og hreyfimyndir o.m.fI. Skráningarsíminn er 553 3322 Takrnarkað frambcð. Opíð virka daga !cl. 13 -17 Námskeiðin eru með 30% Landsbankaafslætti FRAMTÍDARBÖRN Grensásvegi 13 sími 553 3322 S ÍM1N N Vnternet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.