Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 19 VIÐSKIPTI Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans „Bankarnir eiga ekki sök á þenslunni“ JÓN Adolf Guðjónsson, bankastjóri í Búnaðarbankanum, segir að ásak- anir á hendur ríkisbönkunum um að þeir eigi sök á útlánaþenslunni komi sér á óvart og teiur hann að hluta- fjáraukningin á síðasta ári hafi ver- ið fullkomlega eðlileg. „Eg tel að ákvörðun ríkisstjórn- arinnar hafi verið skynsamleg og sé ekkert að því að farið hafi verið út í að styrkja stöðu bankanna með þessum hætti,“ segir Jón. Hann bendir sérstaklega á að aukin útlán til einstaklinga fari að langmestu leyti fram hjá bönkun- um. „Þessi lán, eins og til dæmis bíla- lán, eru hreinlega ekki í bankakerf- inu og hjá Búnaðarbankanum hefur hlutur einstaklinga, þ.e. húsnæðis- og neyslulán, verið að minnka að undanförnu. Arið 1997 námu lán til einstklinga þannig 26,8% af heildar- lánum bankans en voru komin niður í 23,3% af heild um síðustu áramót. Spurningin er þá í hvað Búnaðar- bankinn hefur verið að lána. I fyrsta lagi hafa áherslur í starfseminni breyst nokkuð með tilkomu Verð- bréfasviðs Búnaðarbankans. Nú tökum við þátt í útboðum fyrirtækja sem eru á Verðbréfaþinginu og lán- um stórum fyrirtækjum sem ekki endilega eru viðskiptamenn okkar að öðru leyti. Þessi verðbréfakaup eru aðalskýringin á útlánaaukningu okkar á síðasta ári. Önnur skýring er að á síðasta ári hafa fyrirtæki hér á landi mikið ver- ið að endurfjármagna sig og við höf- um tekið þátt í því eins og aðrir en þessi endurfjármögnun kemur að mestu leyti fram hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Búnaðarbankinn hef- ur um skeið haft þá stefnu að auka hlutdeild sína í sjávarútvegi og var hlutur sjávarútvegsfyrirtækja þannig kominn upp í 15 prósent af heildarútlánum bankans í fyrra, hafði þá hækkað úr 12,7 prósent ár- ið áður,“ sagði Jón Adolf. Morgunblaðið/Ásdís Starfsfólk SAS í nýjum einkennisfatnaði. Áhersla var lögð á að fatnaðurinn væri ftjálslegur og starfsfólkið gæti valið sér mismunandi flíkur eftir því hvað best hentaði. Breytingar á þjónustn SAS FLUGFÉLAGIÐ SAS kynnir um þessar mundir nýtt útlit félagsins annars vegar og hins vegar viða- miklar breytingar á þjónustu þess. í fréttatilkynningu frá fé- laginu kemur fram að markmiðið með þessum breytingum sé að mæta harðnandi samkeppni og koma til móts við auknar kröfur viðskiptavina félagsins. Félagið hefur undanfarin ár staðið fyrir ítarlegum markaðs- rannsóknum til að kanna óskir og þarfir farþega sinna víða um heim. Áralöng hönnunarvinna liggur að baki breytingunum enda snerta þær alla þætti starf- seminnar, s.s. merki félagsins, flugvélar, fatnað starfsfólks og allt sem viðkemur þjónustunni. Að sögn Steinunnar Bjarna- dóttur, framkvæmdasljóra SAS á Islandi, mun flugfélagið gera víð- tækar breytingar á öilum sinum flugvélum, bæði útliti og innrétt- ingum, og á því að Ijúka fyrir ár- ið 2000. Nýtt merki SAS hefur þegar verið tekið í notkun og nýr ein- kennisfatnaður hinn 7. maí síð- astliðinn. „Einnig verða miklar breyting- ar gerðar á þjónustunni og mikil áhersla lögð á valfrelsi viðskipta- vinarins. Mest verður valið á við- skiptafarrými og þjónustan þar aukin mest. Þar verður til dæmis hægt að velja sér mat og mynd- band auk þess sem sími verður við hvert sæti,“ segir Steinunn. SAS ér skandinavískt flugfélag og eru uppruni flugfélagsins, saga og menning afgerandi þætt- ir í hinni nýju hönnun. Hinn 1. apríl voru 30 ár liðin frá því að söluskrifstofa SAS var opnuð á íslandi og í dag starfa þar 10 manns. Ársfundur Samvinnulifeyrissjóðsins Ungu fólki tryggð full réttindi fyrir iðgjöld GUNNAR Birgisson, stjórnarfor- maður Samvinnulífeyrissjóðsins" sagði m.a. á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var 20. maí síðastliðinn að sjóðurinn hefði á seinasta ári sett á fót aldursháða sameignardeild, ásamt séreignardeild, og störfuðu þær við hlið hinnar hefðbundnu sameignardeildar. „Eftir þessar að- gerðir er Samvinnulífeyrissjóðurinn í fararbroddi lífeyrissjóðanna í dag,“ sagði Gunnar. „Við erum fyrstir, fyrir utan Líf- eyrissjóð verkfræðinga, til að tryggja ungu fólki full réttindi fyrir iðgjöld greidd til sjóðsins. Til sam- anburðar má til að mynda benda á stærstu lífeyrissjóði landsins, sem hafa alveg ótrúleg réttindi af unga fólkinu og einnig af láglaunafólki, með því að bjóða ekki upp á okkar kost, það er aldursháða sameignar- deild,“ sagði Gunnar. I aldursháðri sameignardeild eru réttindi sjóðfé- laga miðuð við á hvaða tíma sjóðfé- laginn greiddi iðgjald inn í sjóðinn, og miðast réttindin við áunna vexti á iðgjaldið til þess tíma sem út- greiðslur hefjast. Til samanburðar eru réttindi föst í stigakerfi án tillits til hvenær iðgjald var greitt inn í sjóðinn. Gunnar sagði einnig að við trygg- ingafræðilega úttekt á aldursháðu sameignardeildinni væri stuðst við 3,5% framtíðarvexti. Raunin hefði orðið 7,47% ávöxtun í fyrra, og hefði stjórn sjóðsins því ákveðið að bæta réttindi aldursháðu deildarinnar til samræmis. I máli Gunnars á fundinum kom fram að á árinu 1998 greiddu 4.633 launþegar iðgjöld til sjóðsins, og námu heildariðgjöld samtals 545 milljónum ki'óna sem er 13% meira en árið áður. Ávöxtun séreigna- deildar Samvinnulífeyrissjóðsins nam 10,01% og fjárfestingartekjur námu 859 milljónum króna. Rekstr- argjöld sjóðsins voru 24,5 milljónir króna sem er 0,21% af hreinni eign sjóðsins. Lífeyrisgreiðslur voru 547 milljónir króna á árinu 1998 og fjöldi lífeyrisþega var 1.997. Það skýrir rekstrargjöldin að hluta, að Samvinnulífeyrissjóðurinn greiðir hlutfallslega meiri lífeyri en aðrir sjóðir, kom fram í máli Gunnars. I ársreikningi Samvinnulífeyris- sjóðsins kemur fram að heildareign- ir til greiðslu lífeyris námu í árslok 1998 12.056 milljónum króna. Sam- vinnulífeyrissjóðurinn varð 60 ára 1. janúar síðastliðinn og er einn af elstu lífeyrissjóðum á landinu, en aðeins lífeyrissjóður KEA og Líf- eyrissjóður ríisstarfsmanna eru eldri, að sögn Margeirs Daníelsson- ar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Ráðstefna um ný- sköpun, vöruþró- un og hönnun ÞANN 28. maí næstkomandi verður haldin í Háskólabíói alþjóðleg ráð- stefna um nýsköpun, vöruþróun og hönnun. Á ráðstefnunni, sem verður sett af forseta íslands, munu tíu er- lendir og innlendir fyrirlesarar fjalla um viðfangsefnið frá ólíkum sjónarmiðum. Ráðstefnan kallast Getting Ahead og er hún samvinnuverkefni véla- og iðnaðarverkfræðiskorar Háskóla íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Iðntæknistofnunar. I fréttatil- kynningu segir að framsækin fyrir- tæki hafi gert sér grein fyrir mikil- vægi vöruþróunar og hönnunar, og með tilkomu Nýsköpunarsjóðs hafi opnast nýjar leiðir í fjármögnun þróunarverkefna. Með ráðstefnunni vilji aðstandendur hennar efla um- ræðu í þjóðfélaginu og auka sam- vinnu og skilning milli ólíkra fags- viða og viðhorfa. Á ráðstefnunni verður m.a. kynn- ing á markvissum starfsháttum ís- lenskra og amerískra fyiirtækja, stefnumótun með hönnun í alþjóða- fyrirtækinu Philips og framsæknum rannsóknar- og nýsköpunarverk- efnum hér heima og erlendis. Ráð- stefnugestum gefst kostur á að taka þátt í umræðum um framtíðarþróun og hvernig tiyggja megi að íslensk fyrirtæki og þróunarverkefni séu jafnan í fararbroddi. Ráðstefnan er haldin í tengslum við norrænt málþing, sem styrkt er af NORFA (Norrænu rannsókn- arakademíunni). Vísitölur launa og byggingakostnaðar HAGSTOFA íslands hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í aprfl 1999. Launavísitalan er 181,4 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, er 3.967 stig í júní 1999. Vísitala byggingakostnaðar eftir verðlagi um miðjan maí 1999 er 235,9 stig (júní 1987= 100) og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Hún gildir fyrir júní 1999. Samsvar- andi vísitala miðað við eldri grunn (desember 1982= 100) er 755 stig. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,3%, sem samsvarar 1,2% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 2,0%. VELAVERf Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík - Sími 588 26 00 - F ’ Sterkbygg> ir, liprir og fjölhæfir svo au> velt era> athafhasigílitlusvigními. ■ Allara>get>iretuvi> hendina í stjrisarmi svoflærerhægta> framkvæmaánffess a> sleppa arminum. > Rafknúnir, mjúkir og flægilegir í notkun. > Vanda>ira> ger> og kiefjast fM lítils vi> halds sem ttyggir lágan ieksturskostna>. LAGLYFTARI Sterkur-fimur-fínlegur. Lyftigeta 1,4-3 tonn. Láglyftarinn ræ> ur vi> mikla flyngd og réttu hreyfingamar. HALYFTARI Sterkur - hár - knár. Lyftigeta 1,2 -1,6 tonn. Opinn gálgi eykur útsfni og vinnuöryggi einkum flegar lyfta flarf hátt. Á flessari tegund Still er gálginn til hli> ar sem bætir útsfni og vinnuöryggi. Tölvur og tækni á Netinu vDmbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.