Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 21 NEYTENDUR Nýtt Nýjar vörur frá McCain HEILDVERSLUNIN Dreifing hóf í vikunni sölu og dreifingu á tilbún- um frosnum vöfflum frá McCain. Vöfflurnar verða boðnar í þremur bragðtegundum og eru átta vöfflur í pakka. Aðeins þarf að hita vöfflurn- ar upp í ristavél eins og venjulegt brauð og eru þær þá tilbúnar eins og þær væru nýbakaðar. Vöfflurnar fást í öllum helstu matvöruverslun- um landsins. Fyrsta sending seldist upp á örskömmum tíma, segir í fréttatilkynningu frá Dreifingu. Blautklútar á augn- og and- litsfarða FARIÐ er að selja blautklúta sem notaðir eru á augn- og andlitsfarða. í fréttatilkynningu frá i&d ehf. kemur fram að klútamir eru unnir úr viskósefni og í þeim er hreinsi- mjólk, hreinsivatn og raki. Blaut- klútamir koma í 20 stykkja pakkn- ingum og þeir fást í lyfjaverslunum og hjá Nýkaupi, Hagkaupi og víðar. Náttúrulegur nefúði KOMINN er á markað náttúrulegur nefúði, Stérimar, sem gerður er úr dauðhreinsaðri jafngildri sjávar- blöndu. í fréttatilkynningu frá Ýmusi ehf. kem- ur fram að efnið sé fyrir alla ald- urshópa og úð- ann má nota 2-6 sinnum á dag. Stérimar er fá- anlegt í 50 og 100 ml úðahylkj- um og fæst í ap- ótekum um land allt. Nýkaup á Eiðistorgi formlega opnað eftir breytingar Ferskar vörur og til- búinn heitur matur í GÆR, föstudaginn 21. maí, var Nýkaup á Eiðistorgi formlega opn- að eftir umfangsmiklar breytingar. Að sögn Finns Arnasonar fram- kvæmdastjóra hjá Nýkaupi er nú lögð áhersla á þjónustu við við- skiptavini, ferskar vörar, tilbúinn heitan mat og mikið vöraúrval. Búið er að koma upp nýju kjöt- og fisk- borði og aðstöðu fyrir tilbúinn heit- an mat. Þá var sett upp nýtt ávaxta- og grænmetistorg, nýtt bakarí og mjólkurtorg. Finnur segir að margir hafi kom- ið að þessum breytingum en hönn- unin var í höndum arkitektanna Donald Stone og Kent Wells írá Charles Sparks & Co í Chicago. Finnur segir að markmiðið með þessum breytingum sé að koma til móts við væntingar viðskiptavina til hverfisverslunar sem leggur áherslu á ferskleika, gæði, þjónustu, vöruúrval og kost á hagkvæmum innkaupum á algengum heimilisvör- Morgunblaðið/Ásdís FINNUR Árnason framkvæmdastjóri Nýkaups. Sala hafín á nýrri tegund nautakjöts SALA á fyrstu nautgripunum af Limousine kyni á Islandi hófst í vikunni. Gripirnir koma frá Gunnari Jónssyni á Egilsstöðum. I fréttatilkynningu frá Nýkaupi kemm- fram að Limousine nautgripir séu taldir gefa matbesta kjötið með tilliti til bragðgæða og hefur kjötið einnig verið talið mjög meyrt og er það m.a. ástæða þess að kynið var valið til ræktunar hér. Limousine gripir ná 280 kg þyngd á 18-22 mánuðum, sem er sami tími og tekur venjulega íslenska gripi að ná um 220 kg þyngd. Nýkaup og Ferskar kjötvörar hafa samið um kaup á þeim gripum sem falla til á þessu ári frá Gunnari, en gera má ráð fyrir 2-10 gripum á mánuði út þetta ár, en síðan má búast við auknu framboði. I fréttatUkynningunni frá Nýkaupi kemur fram að Gunnar hafi náð góðum árangri í þessari ræktun og sé framkvöðuU á þessu sviði hér á landi. Nú var slátrað 8 gripum og var sá stærsti 440 kg. Þar sem takmarkað magn kom á markað verður kjötið af gripunum eingöngu selt í verslun Nýkaups í Kringlunni og verslun Nýkaups við Eiðistorg. Nautalund af stærsta gripnum frá EgUsstöðum var um 3 kg að þyngd en lund af venjulegum íslenskum nautgrip er 1,3-1,4 kg að þyngd. Innralærisvöðvi mældist 7 kg, en algeng vigt af íslenskum nautgrip er 3,5 kg. Nóatún Fyrstu svart- fuglseggin FYRSTU svartfuglseggin eru kom- in í Nóatún. Að sögn Jóns Þorsteins Jónssonar markaðsstjóra hjá Nóa- túni kostar stykkið af þeim 129 krónur en eggin koma af Langa- nesi. Jón segir að fyrstu eggin séu sex dögum seinna á ferðinni en' í fyrra og hann bendir á að um leið og meira fer að berast af eggjum lækki verðið. Molta seld í Blómavali og Fossvogsstöðinni MOLTA hefur um árin verið seld pokuð og í lausu á endurvinnslu- stöðvum Sorpu. Nú hefur starfsemi stöðvanna breyst og þvi var ókveðið að hefja samstarf við Blómaval í Sig- túni og Fossvogsstöðina um smásölu á Moltu í pokum. í fréttatilkynningu frá Sorpu kemur fram að Sorpa muni eins og áður afgreiða moltu og moldarblandaða moltu í lausu á kerr- ur og vörabíla við móttökustöðina í Gufunesi. Þar hefur verið komið upp nýju athafnasvæði fyrir moltu- vinnsluna. Sorpa væntir þess að umrædd þrjú fyrirtæki muni í framtíðinni þróa ýmsar sérhæfðar moltublöndur. HOFTEIGUR 24 TVEGGJA ÍBÚÐA HÚS Opið hús í dag, laugardag, milli kl. 14 og 16. Um er að ræða þetta fallega einbýli/tvíbýli sem er kjallari, hæð og ris, 180 fm ásamt 60 fm bilskúr. í kjallara er 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. Frábær staðsetning. Gerið svo vel að líta inn. Verð 17,5 milljónir. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. Veiðimaðurinn Veiðimaðurinn tilkynnir Móttaka fyrir viðgerðarþjónustu á hjólum og stöngum er í eftirfarandi verslunum: Útilíf • Vesturröst • Intersport Nánari upplýsingar fást í GRÆNNI LÍNU. j^Abu Garcia for life.„ $dttw pmni t PARKER SONNET
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.