Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 23
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 23 ERLENT Frumvarp gegn unglingaglæpum á Bandaríkjaþingi Hertar skotvopna- reglur samþykktar OLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í fyrrakvöld nýtt frumvarp, sem miðar að því að stemma stigu við glæpum barna og unglinga en kveður ennfremur á um strangari reglur um sölu skotvopna. Samkvæmt frumvarpinu á dóms- málaráðuneytið einnig að rannsaka markaðssetningu ofbeldiskenndra kvikmynda og tölvuleikja til að ganga úr skugga um hvort böm séu meðal helstu markhópanna. Framvarpið var samþykkt með 73 atkvæðum gegn 25 og kveður á um ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að unglingar geti keypt byssur. Til að mynda er kveðið á um að kanna verði feril allra þeirra, sem kaupa skotvopn á byssusýning- um og ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fólk undir 18 ára aldri geti eignast hálfsjálfvirk skotvopn. Pá verður bannað að flytja inn ákveðn- ar skothylkjaklemmur í fjölskota- eða hríðskotabyssur, auk þess sem byssukaupmönnum er gert skylt að að selja gikklása með hverri skammbyssu til að koma í veg fyrir að börn geti hleypt af henni. Akvæðið um byssusýningamar lokar smugu í núverandi lögum, sem skylda aðeins byssukaupmenn með verslunarleyfi til að kanna feril viðskiptavina sinna á byssusýning- um. Þeir selja aðeins um 60% þeirra skotvopna, sem seld eru á sýning- unum, en hin koma frá söfnurum og byssuáhugamönnum. Fulltrúadeildin þarf einnig að samþykkja frumvarpið til að það verði að lögum. Demókratar nýttu meðbyrinn Að sögn The New York Times sætir það mestu tíðindum að þessar ráðstafanir skyldu yfírleitt hafa verið ræddar á þinginu og notið stuðnings þingmanna úr báðum flokkunum. Demókratar, sem höfðu m.a. rakið kosningaósigur sinn í þingkosningun- um 1994 til stuðnings þeirra við herta byssulöggjöf, gerðu sér skyndilega grein íyrir því að málið hafði snúist þeim í hag eftir blóðsúthellingamar í framhaldsskólanum í Littleton í síð- asta mánuði. Demókratar notuðu þennan meðbyr til að knýja fram tillögur sínar og margir repúblikanar féllust á þær, virtust vera hrædd- ari við að fæla frá sér stuðnings- menn hertrar byssulöggjafar en að ergja samtök byssueigenda og íhaldssömustu kjósendurna. Þótt ráðstafanirnar, sem voru samþykktar í fyrrakvöld, gangi ekki mjög langt bendir atkvæða- greiðslan til þess að „ný pólitísk miðja“ sé að skapast í Bandaríkj- unum í umræðunni um byssur og ofbeldi barna og unglinga, að sögn The New York Times. Blaðið sagði í forystugrein að þingið þyrfti að gera miklu meira til að koma í veg fyrir að unglingar gætu útvegað sér skotvopn. Atkvæði Gores réð úrslitum Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var samþykkt var mikil spenna í öldungadeildinni þeg- ar atkvæði voru greidd um breyt- ingartillögu demókrata þess efnis að kanna beri feril allra þeirra sem kaupa skotvopn á byssusýningum. A1 Gore greiddi oddaatkvæði um það mál þannig að tillagan var sam- þykkt með 51 atkvæði gegn 50. Er þetta aðeins í fjórða sinn sem at- kvæði hans hefur ráðið úrslitum í öldungadeildinni frá því hann varð varaforseti. Rúmum þremur klukkstundum áður en öldungadeildin greiddi at- kvæði um breytingartillöguna hafði unglingspiltur sært sex nemendur í skotárás í menntaskóla bæjarins Conyers í Georgíu-ríki. Einn þing- mannanna, Max Cleland, demóki-ati frá Georgíu, sagði að skotárásin hefði ráðið úrslitum um þá ákvörðun hans að styðja tillöguna. Áður höfðu fímmtán manns beðið bana í skotárás tveggja unglinga í fram- haldsskólanum í Littleton og sú árás olli straumhvörfum í umræðunni um hvort herða ætti byssulöggjöfina. Samtök bandarískra byssueig- enda beittu sér gegn ákvæðinu um byssusýningarnar og sögðu eftir at- kvæðagreiðsluna að öldungadeildin hefði leitt stærra vandamál hjá sér; hún hefði ekki tekið á því hvemig framfylgja ætti betur núgildandi byssulöggjöf. Demókratar sögðu að atkvæða- greiðslan í fyrradag sýndi að áhrif samtakanna hefðu minnkað. Aðgerðir gegn ofbeldi í kvik- myndum og tölvuleikjum Repúblikanar voru í fararbroddi þeirra sem börðust fyrir ákvæðinu um að markaðssetning ofbeldis- kenndra mynda og tölvuleikja yrði rannsökuð, m.a. til að beina athygl- inni frá byssulöggjöfinni. Þingmenn úr báðum flokkunum hafa þó gagn- rýnt afþreyingarfyrirtækin og kraf- ist þess að þau viðurkenni að þau beri einnig ábyrgð á ofbeldi bama og unglinga. Samkvæmt frumvarpinu ber dómsmálaráðuneytinu og Viðskipta- ráði Bandaríkjanna að rannsaka hvemig afþreyingarfyrirtækin markaðssetji ofbeldiskenndar kvik- myndir, sjónvarpsefni og tölvuleiki með það að markmiði að ganga úr skugga um hvort böm séu á meðal helstu markhópanna. Afþreyingarfyrirtækin fá einnig takmarkaða undanþágu frá lögum um auðhringavarnir til að gera þeim kleift að hafa samráð um nokkurs konar siðareglur til að stemma stigu við klámi og ofbeldi í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum. Ennfremur er mælst til þess að kvikmyndahús og myndbandaleigur framfylgi betur reglum kvikmynda- fyrirtækjanna um lágmarksaldur áhorfendanna. Heilbrigðisyfírvöld- um er einnig falið að rannsaka áhrif ofbeldismynda og ofbeldiskenndra söngtexta á hegðun bama. Þá samþykkti öldungadeildin breytingartillögu um að bannað yrði að kvikmynda „samviskulaust og tilefnislaust ofbeldi" á landareign- um bandaríska ríkisins. Ymsum bandarískum stofnunum, m.a. vam- armálaráðuneytinu, strandgæslunni og geimvísindastofnuninni, NASA, verður einnig bannað að aðstoða við slíka kvikmyndun samkvæmt fram- varpinu. Evrópudómstóllinn dæmir í máli Bernards Connollys Brottrekstur réttmætur Lúxemborg. Reuters. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN hefur kveðið upp þann dóm, að fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins (ESB) hafí gert rétt með því að reka brezkan hagfræðing úr starfí, sem skrifað hafði bók þar sem mynt- bandalag ESB var gert tortryggi- legt. Bemard Connolly olli miklum úlfa- þyt árið 1995, þegar bók hans „The Rotten Heart of Europe: The Dirty War for Europe’s Money“ (Hið spillta hjarta Evrópu - Óhreina stríð- ið um Evrópumyntina) kom út. Á þessum tíma var hann af persónleg- EVRÓPA** um ástæðum í leyfi frá starfí sínu sem yfirmaður á þeirri deild fram- kvæmdastjómarinnar, sem sá um undirbúning Eftiahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU). Meðal þess sem Connolly hélt fram í bók- inni var að EMU myndi hrinda af stað valdastríði milli Frakklands og Þýzkalands og leiða til alvarlegs óstöðugleika í fjármálum og stjóm- málum álfunnar. Strax eftir útkomu bókarinnar skipaði framkvæmdastjórnin Connolly í leyfi frá störfum í óákveð- inn tíma en rak hann svo. í október 1996 fór hann þess á leit við undirrétt Evrópudómstólsins að brottrekstur- inn yrði ógiltur. Á miðvikudag kvað síðan rétturinn upp þann dóm að framkvæmdastjómin hefði mátt reka hann þar sem hann bar bókarbirting- una ekki undir vinnuveitanda sinn. ÚTSALA Verðdæmi: Minkapels. Verð áður kr. 695 þús. Verð nú 399 þús. Pelsfóðurskápur. Verð áður kr. 95 þús. Verð nú 59 þús. Sertilboð: Bióruelsar. síðir, verð aðeins 149 þús. ART Litir: Beige, svartur. St. 36-46. Verð kr. 11.800. Einnig fáanlegir með reimum. Sérlega mjúkir skór með DAS kerfi (double air system). SERGIO ROSSI Herraskór úr leðri. Valmiki silkibindi að verðmæti kr. 3.900 Mgi a herraskóm sem kaupauki. Einnig fleiri gerðir af herra- og dömuskóm. Pantanir óskast sóttar. Skóverslun Kringlan, sími 553 2888 Tilboð á kæli- og frystiskápxnn ES Electrolux Mikið úrval af kæli- og frystiskápum á frábæru tilboðsverði HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 UTSALA Lokadagar útsölunnar. Láttu drauminn rætast. 50% afsláttur af öllum fatnaði Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, sími 552 0160. Opið í dag laugardag frá kl. 12.00—17.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.