Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 28
28 LAUGAKDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hver er litur dauðans? MYNDLIST Mokka, Skólavörðnstíg KLIPPIMYNDIR MESSÍANA TÓMASDÓTTIR Til 4. júní. Opið daglega frá kl. 10-23:30, en sunnudaga frá ki. 14-23:30. í BYRJUN næsta mánaðar verður óperuleikurinn Maður lif- andi eftir Karólínu Eiríksdóttur og Ama Ibsen frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins. Um leik- mynd verksins sér Messíana Tóm- asdóttir, og hefur hún tekið eilítið forskot á sæluna með sýningu 18 klippimynda á Mokka, sem lýsa óperuleiknum með óhlutbundnum hætti. Raunar væri erfitt að sjá nokk- ur prógrammatísk tengsl milli mynda Messíönu og óperu Kar- ólínu ef þess væri ekki rækilega getið í sýningarskrá. Verk Messíönu eru nefnilega geometrísk og láta ekkert uppi um innihald annað en þá myndbygg- ingarlegu lykla sem stýra gerð myndanna. I óperunni segir af Dauðanum sem gerir sér ferð til mannheima til að heimta til sín Lifandi mann- inn, en hann reynir að verjast feigðinni með hjálp eiginleika sinna. Þekkingin verður loksins förunautur hans yfír móðuna miklu, en með hennar aðstoð tekst honum að sætta sig við Dauðann. Ólíkt öllum táknrænum get- spám er það rauði liturinn í mynd- um Messíönu sem stendur fyrir dauða mannsins, en í flestum sym- bólskum fræðum er blár litur dauðans, ef ekki svartur, en báðir litir koma fyrir í klippimyndum Messíönu. Áhorfandinn hlýtur að spyrja sig hvort aðrir litir en rauð- ur hafi sambærilega þýðingu. Það er nefnilega erfitt að ráða beint í þessa litrænu symbólík. Hitt er öllu augljósara að Messíana hefur mikið lært af þeim Stijl-mönnum í notkun ferhyrndra flata þótt ef til vill megi finna aðra áhrifavalda. Manni verður einkum hugsað til Mondrian og Bart van der Leck og leik þeirra með fern- inga á hvítum fleti. En hver svo sem áhrifin kunna að vera þá eru þessar litlu klippimyndir Messíönu einkar fallegar og stfl- hreinar. Þær gætu staðið fylhlega sjálfstæðar, óháð þeim tengslum sem réðu tilurð þeirra. Halldór Björn Runólfsson LISTIR Tímarit • MANNLIF og saga fyrir vestan. Þjóðlegur fróðleikur, gamall og nýr er 6. heftið í ritröðinni er hefiu- að geyma ýmsa þætti úr sögu kynslóð- anna á Vestfjörðum, bæði á alvar- legum og gamansömum nótum. Aðalefnið að þessu sinni er um að- draganda íþróttaæfinga á Þingeyri, sem hófust um 1885, og íþróttafé- lagið Höfrung, sem er eitt elsta íþróttafélag landsins og er sú um- fjöllun aðallega eftir Gunnar Andrew, sem var einn helsti æsku- lýðsleiðtogi á Vestfjörðum á sinni tíð. Þá má nefna nokkrar sjóferða- sögur af Eggerti Guðmundssyni í Haukadal, skráðar af Jóni Þ. Egg- ertssyni, gamansögur úr Mýra- hreppi, eftir Össur Torfason og þátt- ur er af Halldóri Laxness að kynna sér fomt vestfirskt málfar í Mýra- hreppi, eftir Davíð H. Kristjánsson. Gunnar S. Hvammdal bregður upp myndum úr Hvammi í Dýrafirði og fjallar einnig um Guðlaugu Hall- dórsdóttur í Rúlluhúsinu á Þingeyri. Útgefandi er Vestfírska forlagið á Hrafnseyri. Ritstjóri er Hallgrímur Sveinsson. Gunnar S. Hvammdal annaðist sögulega ráðgjöf og ætt- fræði. Heftið er 80 bls., unnið í Prentmiðlun ehf. á Isafírði og Odda hf. Verð: 1.200 kr. Nýjar geislaplötur • KVOLDS TUND við orgelið er með orgelleik Marteins Hunger Friðrikssonar dómorganista og inni- heldur níu orgelverk innlendra og erlendra tónskálda sem leikin eru á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík. Verkin eru eftir Dietrich Buxtehude, J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bart- holdy, Pál ísólfsson, Jón Þórarins- son, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Marteinn er fæddur og uppal- inn í Meissen í Þýskalandi. Hann stundaði nám í Kirkjumúsíkskól- anum í Dresden og í Tónlistarháskóla F. Mendelssohn- Bartholdy í Leip- zig. Marteinn kom til íslands árið 1964 og starfaði fyrst við Landakirkju í Vestmannaeyjum. Marteinn tók við starfi dómorganista 1978, en hafði áður starfað sem organisti við Háteigs- kirkju (frá 1970) og stjómandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Utgefandi er Dómkórinn. Hijóð- ritun fórfram í Dómkirkjunni 1998 og 1999. Upptöku stjómaði Sigurður Rúnar Jónsson. SLÍÐUR, I-n-m. Ljósmynd/BÁ. Fylkingar MYNDLIST Sverrissalur LISTIÐNAÐUR GUÐNÝ HAFSTEINSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 31. maí. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. GUÐNÝ Hafsteinsdóttir sem heldur sína fyrstu einkasýningu í Sverrissal Hafnarborgar, er vel menntaður listamaður á sínu sér- sviði. Hún er B.Ed frá Kennarahá- skóla íslands 1981 með handmennt og sögu sem sérgreinar. Húnn hefur verið á námskeiði í skóla fyrir hand- menntir og hönnun í Danmörku 1991, setið í MHÍ 1991-95, og á tímabilinu tekið þátt í námskeiðum í Finnlandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir þátttöku á heilum 14 samsýn- ingum heima og erlendis, að hún var bæjarlistamaður Kópavogs 1996, verið útnefnd til menningarverð- launa DV 1998 og fengið starfslaun í 6 mánuði 1998, er þetta sem sagt fyrsta sérsýning listakonunnar. Það verður hins vegar ekki sagt að það sé neinn svipur fmmraunar yfir gjörningnum, sem ákaflega vel er staðið að, ber vott um drjúga eðl- isgáfu, góðan faglegan þroska og að auk djúpan ljóðrænan streng. Listakonan hefur gefið sýning- unni nafnið, Þá-Nú, sem vísar til þess að hún leitar fanga í fortíð en útfærir verkin á nútímavísu, sem er mjög i takt við það verðmætasta er fram hefur komið á sviði sjónlista hin síðari ár, allt frá frjálsri mynd- list, yfir í listiðnað, hönnun og húsa- gerðarlist. Guðný leitar þannig ekki fmm- leikans, heldur finnur hún hann í al- mennum hlutum notagildis, efni- viðnum handa á milli og verklagni. Hún vinnur mikið í endurtekningum sem stigbreytast og nefnir fram- ganginn, Fylkingar, og hér er klár- leikinn í fyrirrúmi eins og getur strax að líta er inn í salinn er komið. Þá sandblæs hún ýmis glerform og gæðir þau nýju lífi, ósjaldan á ein- staklega hreinan, nettan og kíminn hátt. Geta verið flöskur af margvís- legri gerð og til margra nota, þar sem tapparnir era í mynd klerka, konunga og goða, og ef betur er að gáð sér í sandblásið mynstur á gler- inu og í beinu samhengi við tappana. Ekki einungis, að sýningin í heild hafi yfir sér svip upphafins hrein- leika og látleysi, sem undirstrikað er með hvítum glemngi munanna, heldur skynjar skoðandinn eitthvað meira á bak við þessi einfóldu form, eitthvað sagt en þó meira ósagt sem felur í sér safa og vaxtarmagn. Og það er hinn mikli galdur ... Bragi Ásgeirsson Augnakonfekt MYNDLIST Listasafn ASÍ MÁLVERK ÞORRI HRINGSSON Opið alla daga nema mánudaga frá 14 til 18. Til 30. mai'. ÞORRI Hringsson sýnir í báðum sölum Listasafns ASÍ, tólf málverk í efri sal og sex í Gryfju. Á myndunum birtast dúkuð borð sem svigna undan litríkum krásum, og andlits- myndir sem geisla af æsku, yndisþokka og gleði. Lífsnautn og munúð er allsráðandi. Þó era myndimar undarlega gamaldags og þurr- ar. Ástæðan fyrir því er að Þorri notar gamlar matreiðslumyndir sem tilheyra Betty Crocker- kúltúr eftirstríðsáranna, og andlitsmyndir úr glanstímaritum sem fyrirmyndir að málverk- um sínum. Hvers vegna að mála myndir af öðram myndum? Ymsir forverar Þorra hafa farið svipaða leið, og Erró kemur náttúrlega upp í hugann. Maður gæti látið sér detta í hug að hér væri á ferðinni afturhvarf til popp-listar, en ég held þó ekki. Málverkin vekja upp spumingar um í hverju aðdráttarafl mynda sé fólgið og hvað felist í því að njóta myndar. Sá sem skoðar matreiðslubók og hrífst af myndunum, skoðar myndirnar vegna mat- reiðslunnar, og myndin gerir matreiðsluna gimilega: smakkað er á matnum í gegnum sjónskynið. Það mætti ætlað að Þorri sé að benda á að þessu sé svipað farið í myndlistinni. Að sjálf- sögðu skoðar enginn myndir Þorra eins og matreiðslubók. Enda era þetta ekki myndir af matreiðslu, heldur myndir af matreiðslumynd- um. Myndefni Þorra er hinn upphafni heimur matreiðslumyndanna, þar sem allt er eins og best verður á kosið, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi, og allir geta fundið eitthvað sem þá langar í. Matreiðslubækur og myndir þeirra gefa fyrirheit um sælustund. Eg skil það svo, að það sem Þorri er að fást við, og fær hann til að taka upp þetta sérkennilega myndefni, er þessi hugmynd um myndina sem fyrirheit um fullkomna sælu og uppfyllingu óska. Einu sinni gegndi myndlist því hlutverki að vera hvort tveggja fyrirmynd og fyrirheit. Hún gat gert óskir, þrár og drauma sýnilega og trú- verðuga. Nú hafa glanstímarit og matreiðslu- bækur tekið við því hlutverki, að uppfræða okkur um hvernig fyrirmyndarlíf lítur út og sýna okkur, að með því að fylgja einfaldri for- skrift matarappskriftarinnar (eða nota rétta sjampúið), þá er líf í sælureit innan seilingar. Matreiðslumyndir gegna því tvíþætta hlutverki að vera eftirmyndir af matreiðslu, en jafnframt fyrirmyndir til að keppa að og tileinka sér. Þorri passar sig á því að gera ekki matinn of girnilegan og raunsannan, því myndir hans era málverk, ekki matreiðslumyndir. Hann er heldur ekki að keppa við hollensku kyrralífs- málara 17. aldar, því hann er ekki að sýna heiminn eins og augað sér hann. Ástæðan fyrir því að Þorri notar gamlar myndir frekar en nýjar er kannski sú, að gömlu myndirnar gefa okkur ákveðna fjarlægð á matinn og andlitin, „SUMARHLAÐBORÐ", málverk eftir Þorra Hringsson, 1997. þau eru gamaldags og snerta okkur ekki leng- ur, en skilaboð þeirra eru skýr. Auk þess var prenttækni ekki eins góð og litir áttu til að vera ýktir og óraunverulegir. Þorri notfærir sér þetta og bætir við sjálfur, eins og sést í mynd- inni „Konfekt með glassúr", þar sem litadýrðin er óhófleg og dísæt. Andlitsmyndirnar gefa enn frekari vísbend- ingu um að það sem Þorra er hugleikið er frek- ar ímynd fegurðar í myndum sem nokkurs kon- ar fyrirmynd. Þær era almennt ekki eins spennandi myndlist, en koma þó vel út í þessu samhengi. Það er hægt að skoða myndir Þorra út frá tveimur sjónarmiðum. Annars vegar út frá hinni táknrænu þýðingu myndefnisins og hvernig hann nálgast hana. Ulfhildur Dags- dóttir fer þessa leið í áhugaverðri og skemmti- lega skrifaðri grein í sýningarskrá, „Matur er mannsins megin?“. Hins vegar er hægt að líta á myndirnar út frá myndrænum þáttum, eins og litum og myndbyggingu. Mér sýnist að síðar- nefnda sjónarmiðið skipti ekki síður máli, og þau útiloka ekki hvort annað. Tvær myndir sem hanga hlið við hlið, „Núðluhringir með kjúkling“ og „Kartöflulaxabaka" era byggðar upp á mjög svipaðan hátt, eins og tilbrigði við sama mótív. Smekkleg uppröðunin á borðdúkn- um í „Sumarhlaðborð“, þar sem allt er í röð og reglu, án þess að vera stirðbusalegt, byggir á fagurfræði sem á sér hliðstæðu í málaralistinni: óþvinguð og frjáls regla. Svo era líka ákveðin tæknileg atriði sem Þorri er að fást við og reyna að leysa. Ef „Sissý terta“ frá 97, er borin saman við þær sem eru málaðar 98 og 99, t.d. „Jólakonfekt“ og „Snjó- boltar“, þá má sjá að hann hefur tekið umtals- verðum framfóram í tæknilegri útfærslu, sem skiptir talsvert miklu máli með myndir af þessu tagi. Hér á ég ekki við smásmyglislegt raunsæi, heldur fágun og samkvæmni yfir heildina. Málverk Þorra era skemmtilega margræðar ásamt því að bjóða upp á safaríka myndlist. Sýningin í heild kemur mjög vel út og staðfest- ir að hann er greinilega vaxandi myndlistar- maður og sýningin listrænn áfangasigur. Gunnar J. Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.