Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Geðlæknirinn góði Michael Stone EKLENDAR BÆKIIR Spcnnusaga „FAULT LINES" eftir Anna Salter. Pocket Star Books 1999. 349 síður. ANNA Salter heitir nýr spennu- sagnahöfundur bandarískur. Hún hefur aðeins skrifað tvær bækur, „Shiny Water“, sem kom út fyrir nokkrum árum, og síðan þessa sem hér um ræðir, „Fault Lines“, er Pocket Star Books gaf út í vasabroti fyrr á árinu. Anna Salter er réttar- geðlæknir eins og aðalpersónan í bókunum hennar tveimur, Michael Stone. Stone þessi er kvenmaður þrátt fyrir nafnið og þarf að glíma við margskonar vandamál á stof- unni sinni auk þess sem erkióvinur hennar gengur laus, Alex B. Willy, barnaníðingur og sadisti. Honum hefur verið sleppt úr fangelsi á ein- hverjum tæknilegum forsendum og það líður ekki á löngu áður en hann hefur samband við uppáhalds geð- lækninn sinn og við tekur leikur kattarins að músinni. Sá leikur verður nokkuð langdreginn en bók- in er aldrei leiðinleg, þökk sé áhugaverðum aukapersónum. KRISTIN R. Sigurðardóttir sópransöngkona, Jóhann Stefáns- son trompetleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari halda tónleika í Reykholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Flutt verða verk eftir Allessandro Scarlatti, Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Handel, Henry Purcell og Aldrovandini. Efnisskráin hefst á tveimur arí- um (úr flokki sjö aría) fyrir rödd, trompet og fylgirödd (continuo) eftir Scarlatti. Fyrri arían, Rompe sprezza, fjallar um unga konu sem hryggbrýtur menn. Þar líkir trompetinn eftir eða berg- málar söngröddina. Seinni arian, Mio tesoro, per Le moro, er harmljóð í formi fransks menú- etts, og fjallar um harmakvein konu til fjarlægrar ástar. Þar TOJVLIST I ðnó STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Andrés Björnsson, Bjarni Freyr Ágústsson, Birkir Freyr Matthíasson, Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Orri Ólafsson, trompetar; Oddur Björns- son, Sigurður Þorbergsson, Björn R. Einarsson og David Bobroff, básún- ur; Sigurður Flosason, Stefán S. Stef- ánsson, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson og Davíð Þór Jónsson, saxófónar; Ástvaldur Traustason, pianó, Eðvarð Lárusson, gítar, Gunnar Hrafnsson, bassi, og Jóhann Hjörleifsson, trommur. Stjórnandi Grcg Hopkins, sem jafnframt lék á trompet og flygilhorn. Verk eftir Greg Hopkins, Dukc Ellington og flciri í útsetning- um Hopkins. Miðvikudagskvöld 19. mai. ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en að Stórsveit Reykjavíkur hafi staðið í ströngu þennan vetur. Þrír erlendir gestastjórnendur: Frank Foster, Ole Kock Hansen og Greg Hopkins, auk þess sem Sæbjörn Jónsson stjórnaði tvennum tónleik- um og Stefán S. Stefánsson einum. Sérhver stjómandi setur sinn svip á hljómsveitina og ekki voru tónleik- amir sem Greg Hopkins stjómaði sístir tónleika vetrarins. Þeir vom satt að segja þrusugóðir þó að ýmsir af fastaspilurum sveitarinnar hafí Kynferðisafbrotamenn Kunnátta og þekking Önnu Salt- er í geðlæknisfræðum skín alls stað- ar í gegn en hún er enn einn banda- ríski sakamálahöfundurinn sem á langt háskólanám að baki og nýtir sérþekkingu sína til þess að búa til spennusögur. Hún er sérfræðingur í kynferðisafbrotamönnum og hefur skrifað bækur um kynferðislega misnotkun á bömum og haldið um efnið íyrirlestra bæði í Bandaríkj- unum og víðar. Sérfræðiþekkingin kemur að mjög góðum notum í „Fault Lines“, sem fjallar öðram þræði um fórnarlamb kynferðisaf- brotamanns en bókin kemur reynd- ar inn á margt fleira í daglegum spilar trompetinn á undan og eft- ir röddinni og gerir þannig söng- inn að þrungnum orðlausum grát. Kantatan Su le sponde del Tebro er næst á eftir, einnig eftir Scarlatti, hún er einnig harmaljóð, gerð fyrir rödd, einn trompet, strengi og fylgirödd (continuo). Trúarlegt harmljóð Næst er fluttur kafli úr kantöt- unni Ich halle viel Bekiimmernis sem er trúarlegt harmljóð. Síðust á dagskrá fyrir hlé er aría eftir Aldrovandini, De Torrnente. Á seinni hluta tónleikanna verður flutt verkið Eternal so- urce eftir Handel við texta skáldsins Ambrose Philips. Þar skiptast rödd og trompet á um að elta og bergmála hvort annað. Þá verður fluttur heróðurinn The verið forfallaðir þetta kvöld. Greg Hopkins er fínn trompetleik- ari, ágætur útsetjari og fantastjóm- andi. Hann hefur líka heldur betur gengið í gegnum harðan stórsveitar- skóla - bæði leikið með Woody Herman og Buddy Rich og íyrir Buddy útsetti hann mikið. Fyrstu kynni mín af Greg var skífa Buddys: The Roar of 74 þarsem Greg útsetti eigin lög og In a Sentimental Mood Ellingtons. Greg hóf tónleikana á fullum dampi með minningarópus sínum um Clifford Brown: This one for Brown. Sveiflubopp þarsem Greg blés ágætan trompetsóló í anda Browns og Flosason skreytti sóló sinn með Bostic. Verkið samdi Greg fyrir 25 áram og hljómsveitin var í Buddy Rich stuðinu. Það breyttist snarlega í næsta verki: Okowanko eftir Greg. Það upphófst mjög ell- ingtonískt - hljómaði einsog kafli í einhverri afrósvítu hans. Bassaklar- inett Sigurðar Flosasonar setti car- neyskan blæ á sveitina og Greg blés í flýgilhom. Þá fór nú Ellington að störfum geðlækna séð með augum Mikaelu Stone, sem er sögumaður bókarinnar. Stone þessi býr ein og hefur lítinn tíma fyrir sjálfa sig í öllu því stressi og vinnuálagi sem geðlæknir í henn- ar sporam býr við. Hún hefur dulít- inn áhuga á lögreglumanni sem heitir Adam og bjargaði henni frá morðingja í fyrri sögunni en annars lifír hún fyrir starf sitt og er næsta óviss um stöðu sína í lífinu. „Endr- um og sinnum tók ég mér í hendur þessar bækur sem sögðu eitthvað eins og: Menn eru frá Mars, konur era frá Venus. Þær fengu mig einatt til þess að halda að ég væri frá Plútó. Það var eins og ég passaði hvergi inn í myndina." Partur af trumpets loud clangour, einnig eftir Hándel. Næstu tvö lög eru eftir Purcell; The fifth songs with trumpet og A song with trumpet. Það fyrra er úr Ode for the birt- hday of queen Mary, síðasta verkið sem Purcell tileinkaði drottningunni. Sfðasta verkið sem flutt verður á tónleikunum er Let the bright Seraphim úr óratoríunni Samson eftir Hándel við texta eftir Milton, en byggt á hverfa og var allur um það leyti sem Eðvarð Lárasson lauk ágætum gít- arsóló sínum. Næst var útsetning Hopkins á Body and Soul eftir Johnny Green og var Jóel Pálsson þar í aðalhlutverld, enda útsetningin tileinkuð John Coltrane, sem kom laginu af Hawkins-kortinu með hljóðritun sinni 1960. Jóel blés sóló sinn fimavel og var trár Coltrane framanaf en undir lokin vísaði hann veginn aftur með léttum trillum og mjúkum titring. Þá kom ballaða eftir Randy Brecker: Susino þarsem Ólaf- ur Jónsson blés fallegan mjúkbopp- aðan sóló. Síðan gerðist ekkert merkilegt fyrir utan hlé nema hvað gaman var að heyra Bjöm R. blása sóló í heldur litlausri útsetningu á heldur djasslausum Berlin- söngvadansi. Eftir hlé var tónlistin helguð Ell- ington. Bandið lék kafla úr Shakespeare-svítu Ellingtons og Strayhoms: Such Sweet Thunder frá 1957 og Far East svítunni er skrifuð var áratug síðar. Svo var Ell- ington-kaflanum lokið með skýringunni getur verið sá að Stone missti bamið sitt fyrir nokkram ár- um og hefur enn ekki náð jafnvægi í líf sitt. Áhugaverð persóna Stone er ákaflega mikið í mun að fara eftir siðareglum í samskiptum við sjúklingana sína og má segja að Önnu Salter takist að gera sögurnar af þeim á köflum áhugaverðari en sjálfa spennufléttuna. Einn heitir Ginger, sem hefur þá áráttu að líma sig fasta við geðlæknana sína svo þeir fá aldrei frið. Annar er Ka- milla, sem varð fyrir árás kynferðis- glæpamanns og á langt í land með að ná sér eftir það. Þriðja er Lorraine, sem á bágt með að þola krakkana sína þrjá. Og inn á milli þeirra lúrir Alex B. Willy og bíður færis að hremma Stone. Willy þessi dettur úr sögunni á svo löngum kafla að lesandinn næstum gleymir honum, sem hlýtur að vera bagalegt fyrir óþokka eins og hann, og lokauppgjörið þar sem þau tvö mætast, Stone og hann, hefði mátt vera spennuþrungnara. Hins vegar er margt gott í sögunni, Stone er áhugaverð persóna og starf hennar hið forvitnilegasta og víst er að hún á eftir að fá fleiri sög- ur um sig í framtíðinni. sögn úr bibliunni. Kristin Ragnhildur Sigurðar- dóttir lauk námi frá Söngskólan- um í Reykjavík og stundaði fram- haldsnám á ítah'u. Jóhann I. Stefánsson útskrifað- ist frá blásaradeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík árið 1992. Brynhildur Ásgeirsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhalds- nám í' Hollandi. Cottontail, glansnúmerinu sem Ell- ington skrifaði fyrir Ben Webster 1940. Stórsveitin hljómaði ótrálega vel í þáttunum úr Far East svítunni, það brá meirað segja fyrir ellingtonísk- um tónalitum. Blúsinn var þéttur og Oddur Bjömsson í hlutverki Lawrence Brown í Amad-dansinum, og síðan kom hápunktur tónleik- anna, stórkostleg túlkun Sigurðar Flosasonar á sóló Johnny Hodges í Isfahan. Það var ekki síðri túlkun en þegar Jesper Thilo túlkaði sóló Hod- ges í Day Dream með Stórsveit danska útvarpsins undir stjórn Thad Jones. Cotton Tail var dáhtið útúr kort- inu eftir það - þó ekld vantaði stuðið og Greg og Eðvarð Lárasson ættu góða sólóa áðuren kom að söxunum, sem blésu allir og gaman að heyra hversu vel ungliðinn Davíð Þór stóð sig í hópi kappanna þaulreyndu. Skemmtilegastur var þó saxkaflinn sem Duke skrifaði eftir Webster og strákamir blésu saman með glans. Auðvitað varð sveitin að leika aukalag og var það kynningarlag Tommy Dorseys: I’m Gettin’ Senti- mental Over You og flýgilhorn Hop- kins í stað flauelsmjúkrar básúnu Tommys. Góð lok á fínum tónleikum sem sýndu enn og sönnuðu að Stór- sveit Reykjavíkur vex við hvert verkefni er hún glímir við og hrynsveitin er í framfór. Vernharður Linnet Myndlist- arsýning í Ólafsvík ÓlafsvíkvMorgiuibladið. SIGRÚN Hansdóttir opnar myndlistarsýningu í Gistiheim- ilinu Höfða í Olafsvík laugar- daginn 22. maí. A sýningunni verða vatnslita- myndir frá þessu ári, en myndefnið er sótt aðallega í hið stórbrotna landslag á Snæfells- nesi, það landslag sem Sigrún hefur alist upp í og er partur af lífi hennar. Þetta er fyrsta einkasýning Sigránar Hansdóttur, en áður hefur hún tekið þátt í nokkram samsýningum. Hún hefur stundað myndlist um nokkurra ára skeið og sótt nokkur mynd- listarnámskeið, meðal annars hjá Gunnari Gunnarssyni í Stykkishólmi, Sigríði Gísladótt- ur á Bjamarfossi, Helga Þorgils Friðjónssyni í Reykja- vík og hjá Cecile Noyes í Kali- fomíu. Sýningin stendur til 30. maí og er opin frá 14-18 alla dag- ana. Myndimar era allar til sölu. Tónleikar Hornleikara- félags Islands HORNLEIKARAFÉLAG ís- lands stendur fyrir tónleikum í anddyri íslensku óperannar í dag, laugardag, kl. 17. Leikin verða verk eftir ýmsa höfunda, ýmist samin eða útsett fyrir horn. Hornleikarafélag íslands var stofnað árið 1996 og er mark- mið þess að efla íslenska horn- menningu. Kynning á Ro- bertson Davies í FRÉTT í blaðinu í gær, um kynningu á kanadíska rithöf- undinum Robertson Davies, er hún sögð vera í dag. Það er ekki rétt. Kynningin verður laugar- daginn 29. maf. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Sýningum lýkur Listasafn íslands FJÓRUM sýningum listasafns- ins lýkur mánudaginn 24. maí. Það eru sýningarnar Hreyfiafl litanna, verk Þorvaldar Skúla- sonar, Kjarvalssýningin Andlit að austan, Nýraunsæi í mynd- list 8. áratugarins og sýning margra listamanna; Náttúruá- hrif. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Borgarleikhúsið SÍÐASTA sýning á Fegurðar- drottningunni frá Línakri verð- ur í kvöld, laugardagskvöld. Leikfélag Reykjavíkur sýnir verkið á Litla sviði Borgarleik- hússins. Verkið er eftir breska leikskáldið Martin McDonagh í þýðingu Karls Guðmundssonar. Aðalpersónur era mæðgurnar Mag og Maureen, sem búa sam- an við sérkennilegar aðstæður á litlu þorpi á írlandi. Samskipti þeirra einkennast af grimmd og gagnkvæmri niðurlægingu. Leikendur era Sigrún Edda Bjömsdóttir. Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ellert A. Ingi- mundarson og Jóhann G. Jó- hannsson. Arnaldur Indriðason Harmljóð og heróðir í Reyk- holtskirkju JÓHANN Stefánsson, Brynhildur Ásgeirsdóttir og Kristín R. Sigurðardóttir á æfingu. Ellington í Iðnó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.