Morgunblaðið - 22.05.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 37
Intel kynnir nýjan
RlSC-örgjörva
INTEL er helsti örgjörvaframleið-
andi heims á svið einkatölva. Fram-
leiðsla fyrh'tækisins og veldi hefur
lengstaf byggst á svonefndum CISC-
örgjörvum sem verða því erfiðari
viðureignai- sem þeir verða öflugri
og svo komið að ekki er hægt að
gera miklu betur. Við því hefur fyrir-
tækið brugðist meðal annars með því
að samþætta við ClSC-skipan Penti-
um-örgjörva sinna, RlSC-högun, ef
svo má segja, en þó haldið sig að
mestu við eldri hönnun. Næsta skref
í þeim efnum verður að Intel hyggst
skipta yfír í 64 bita örgjörva, sem
fyrsta gerð hans, Mereed, kemur á
markað í haust, en HP lagði Intel lið
við smíði á honum. Intel-menn eru
þó með fleiri járn í eldinum því
skammt er síðan fregnir bárust af
nýjum örgjörvum frá Intel sem
byggjast á hönnun annars aðila.
Orgjörvar þeh- sem Intel hefur
framleitt hafa þótt henta heldur illa í
ferðatölvur, hvað þá í lófa- eða vasa-
tölvur, því þeir nýta orku illa, hitna
of mikið og eyða allt of miklu raf-
magni fyrir tölvur og tól sem byggj-
ast á rafhlöðum. Fyrir vikið hafa
ýmsir framleiðendur séð sér leik á
borði að framleiða örgjörva í smá-
tölvur, en gríðarlegur markaður er
fyrir slíka örgjörva nú þegar og á
eftir að vaxa stórlega á næstu miss-
erum. Þannig hafa ýmis fyrirtæki
makað krókinn á lófa-/vasatölvu-
markaði og algengustu örgjörvai-
þar verið SH/3 frá Hitachi og MIPS
frá SGT/MIPS. Við því átti Intel ekk-
ert svar, því þótt fyrirtækið hafi sett
á markað hitaeiningasnauða útgáfu
af Pentium-örgjörvum sínum er ill-
mögulegt að gera þá svo neyslugr-
anna að dugi í svo litlar vélar.
A Bretlandi starfaði til skamms
tíma fyrirtækið Advanced Risc
Machines, skammstafað ARM, og
hannaði 32 bita örgjörva sem Intel
keypti fyrir skemmstu, reyndar af
Digital, sem komist hafði yfir hönn-
unina íyrir löngu. Digital hafði miðað
hönnuninni talsvert áfram, gert ör-
gjörvann enn öflugri með tilliti til
orkunotkunar og afls, og nefnt
StrongARM, svona rétt til að undir-
strikaþað.
StrongARM öi-gjörvinn er þegar
notaður í nokkrar gerðir lófatölva,
þeirra helstri líklega Jomada 820-
tölvuna frá Hewlett-Packard, en sú
er með 190 MHz StrongARM ör-
gjörva. Intel sér þó fyrir sér að ekki
verði þeir bara notaður í lófa- og
vasatölvur, heldur verði þá einnig að
finna í sjónvörpum, örbylgjuofnum,
farsímum, fjarstýringum, bílum og
svo má telja. Fyrir vikið eru fjöl-
margar gerðir örgjörvans í smíðum,
Höfrungur
frá Nin-
tendo
EINS og áður hefur komið fram er
Nintendo að leggja drög að 128 bita
leikjatölvu sem kallast Dolphin,
höfrungur, enn sem komið er. Dolp-
hin er ætlað að keppa við PlaySta-
tion II í verði en slá henni við í gæð-
um og kemur á markað í Japan
nokkrum mánuðum á eftir PSX II.
IBM og Matsushita sjá um vél-
búnaðinn, en gert er ráð fyrir því að
vélin verði tilbúin í lok næsta árs.
Eins og áður hefur komið fram er
örgjörvinn 0,18 míkrona kopar
PowerPC úr smiðju IBM, 400 MHz
og kallast Gekko. Grafikörgjörvinn
er saman settur af ArtX og verður
0,18 míkron, 200 MHz Embedded
DRAM. Minni tölvunnar verður há-
hraða DRAM með 3,2 Gb á s. band-
vídd. Matsushita er að ganga frá
gagnasniðinu á DVD diskunum sem
vélin kemur til með að nota, en ekki
á að vera hægt að gera af þeim ólög-
ætlaðar í ólík tæki og tól, og næsta
ári eru væntanlegir örgjörvar með
hraða frá 33 upp í 600 MHz, sem eru
með orkuþörfina frá 40 upp í 450
millvött. Til gamans má geta þess að
hefðbundin sparnaðarútfærslá
Pentium örgjörva fyrh- fartölvur
þarf að minnsta kosti átta vött.
Örgjörvafræðingar hafa lengi bor-
ið lof á StrongARM-örgjörvann fyrir
það hve hönnun hans er sveigjanleg
og imeð hann að vopni hyggjast In-
tel-menn ná viðlíka yfirburðum á
markaði fyrir til að mynda sam-
skiptabúnað, lófatölvur og farsíma,
svo dæmi séu tekin. Þar mætast stál-
in stinn þar sem MIPS hefur komið
sér víðá fyrir og IBM stendur einnig
'sterkt að vígi með PowerÞC-örgjör-
■ valínu sína, aukinheldur sem fyrir-
tæki eins og Lucent horfa girndar-
augum til markaðarins.
rrongAB^
Sm
• - wam
Ertu á leið í sumarfrí? Komdu þá fyrst í Intersport. Hjá okkur færðu allt sem þig vantar. Sumarjakkar, sport-
fatnaður, íþróttaskór, strigaskór, sundfatnaður o.fl. o.fl. sem gerir fríið ánægjulegra.
ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG
VINTERSPORT
Blldshöfða 20 • 112 Reykjavlk • sími 510 8020 • www.intersport.is