Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 43
 MORGUNBLABIÐ__________________________________ UMRÆÐAN Af hverju ekki að flár- festa í heilsu þinni? VIÐ erum alltaf að fjárfesta í einhverju, t.d. fasteign, bifreið, verðbréfum, lífeyris- sparnaði o.fl. o.fl., síð- an tryggjum við fast- eignina og bílinn til að bregðast við óvæntum áfóllum svo við getum verið róleg. Til að halda verðgildi eigna okkar verður að við- halda þeim, annars skemmast þær og verða verðlausar, fæstir vilja það! Hvað með heilsuna? Er þörf á að fjárfesta í henni? Sjaldnast pælum við í því. Fjárfesta í heilsu, hvers konar bull er nú það! Allt í lagi, tökum dæmi. Hvers virði er það að eiga flotta eign, marga bíla, fullt af verðbréfum, góðan lífeyri (t.d. Sunlife), loksins orðin(n) fjárhags- lega sjálfstæð(ur), hætt(ur) að vinna og - heilsan hrunin?! 85% þeirra sem eru komnir yfir 65 ára aldurinn eru komin með króníska hrörnunarsjúkdóma, sem þýðir jafnvel komin á stofnun sem reynir á rándýran hátt að bjarga ein- hverju sem er algjörlega vonlaust. Ég hef komið inn á nokkur dvalar- heimili íyrir aldraða og mér var nokkuð brugðið að sjá hvernig komið var íyrir sumu fólki á besta aldri, á þetta að vera svona? Þetta er ekki falleg mynd sem er dregin upp hér, en engu að síður alltof algeng. Vegna stórkostlegra útgjalda í þessum geira er ávallt reynt að spara og spara, sem þýðir minni og minni þjón- usta við það fólk sem ætti í raun að fá þá bestu umönnun sem völ er á, þetta er fólkið sem ól okkur upp. Við getum afstýrt þessu að miklu leyti, það er stað- reynd að 70% allra sjúkdóma sem hrjá okkur mannfólkið má rekja til ónógrar nænngar. - Ha, hvað meinar þú?! Ég borða sko þjóðleg- an og hollan mat! Þetta er algengt svar sem ég heyri, en það er nú samt þannig að alveg sama hvað þú ert dugleg(ur) að setja saman holla máltíð, hún kemur aldrei til með að innihalda 100% öll þau næringar- og bætiefni sem þú þarft, það vantar að meðaltali u.þ.b. 5 vítamín og 8 steinefni á dag. - En ég tek sko fjölvítamín og lýsi alla daga! kemur þá oft í kjöl- farið, sem er mjög gott ef bara lík- aminn gæti nýtt sér þau. Það er nú Heilsurækt Fæðubótarefnin, segir Gestur Traustason, eru komin til að vera. þannig að meltingarvegurinn í okk- ur Vesturlandabúum er meira og minna stíflaður, sem þýðir að upp- takan er léleg. Hver kannast ekki við að finna sáralítinn mun á sér þrátt fyrir góð vítamín og annað sem prófað er, sem síðan lendir alltof oft uppi í skáp hjá öllum hin- um „töfralausnunum". Það verður að byrja á því að hreinsa þarmana vel og halda þeim síðan hreinum, alltaf, þannig að hámarksupptaka náist. Það sem gerist þegar líkam- inn fær ekki sína 100% næringu daglega er ekki flókið, hann fer að hrörna smátt og smátt, mótstöðu- aflið minnkar, síþreyta og slen verður daglegt brauð, alls konar kvillar fara að gera vart við sig, s.s. morgunþyngsli, höfuðverkur, offita, kvíði, ofnæmi, hækkandi blóðfíta, ristilvandamál, mataróþol, ótímabær öldrun o.fl. o.fl. sem þýð- ir að ef þú byrjar að fjárfesta í heilsu þinni áður en í óefni er kom- ið getur þú notið góðs og heilsuríks lífs. Oftast hugsum við ekkert út í Gestur Traustason Kjör námsmanna NÝLEGA var loks hlustað á kröfur náms- manna og kjör þeirra lítillega bætt. Gott svo langt sem það nær en tekjuþak undir raun- verulegum framfærslu- kostnaði er enn til stað- ar. Finn kosningalykt af þessu. Fór í skóla 36 ára gamall eftir langt hlé. Hef sem fjölmargir aðrir sterklega á til- finningunni að hafa verið frystur úti þar sem ég lauk ekki námi heima hjá mömmu. Hér útskýri ég hvers vegna. Einstaklingur í eigin eða leiguhúsnæði fékk lán uppá 57.600 á mánuði níu mánuði ársins en það var hækkað í 60.500. Sú upphæð lækkar svo um 2-3 þús. vegna bankakostnaðar. Um það bil 58 þús. til ráðstöfunar. Eftir að 185 þús. árstekjum var náð skertist lánið. Var hækkað í 250 þús. Bankakostnaðurinn kemur til vegna þess að ekki er um að ræða beingreiðslur frá LÍN heldur lánar bankinn þar til greiðslan frá LÍN kemur í lok annar. Ef eitthvað kemur upp á, t.d. fall í fögum eða veikindi, ertu kominn í skamm- tímaskuld við bankann. LÍN er stikkfrí. Hefur dottið í hug að fyrir stjórnsýslulegan klíkuskap hafi verið ákveðið að velta þessu öllu gegnum bankana til tekjuauka fyr- ir þá. Væri þá ekki bara betra að einkavæða námslánin alveg og láta bankana um þetta? Pör hafa oft þann háttinn á að fara í nám til skiptis og sá sem ekki er í námi vinnur sem mest hann getur. Þetta vita yfirvöld og skerða lán þess sem er í námi. Tekjuþakið skal gilda! Mörgum tekst að draga fram lífið af umræddri upphæð svo kannski þjáist ég bara af heimtu- frekju. En hér er ekki um að ræða gjöf heldur lán þótt reyndar séu vextir niðurgreiddir. Ef til vill eru hér líka skilaboð um að hver bjargi sér sem best hann getur með svartri vinnu í þessu villimannaþjóðfélagi. Þeim sem vinna er refsað. Sjálfsbjargarvið- leitnin er barin ofan í skítinn. Þetta eru tvö- fóld skilaboð í þessu vinnusjúka þjóðfélagi þar sem dýrðarljómi hvílir yfir mikilli vinnu. Námsmenn skulu lifa undir fátæktarmörk- um. Þetta á einnig við um aðra hópa svo sem öryrkja og aldraða. Trúi því ekki að náms- mannasamtök muni sætta sig við þetta. Há- menntaðir fræðingar hafa samt ör- ugglega reiknað út að hægt sé að lifa sómasamlegu lífi af þessari upphæð. Hér er ekki gerð krafa um að geta lifað munaðarlífi í skóla heldur aðeins að vera laus við basl og fjárhagsáhyggjur sem geta truflað námið. Best er að svelta fólk til hlýðni sem yngst. Set þetta í beint samhengi við yfirlýsta lág- launastefnu undanfarinna ríkis- stjórna. Ríkisstjómin sendi bæk- ling til erlendra stóriðjurekenda og auglýsti að laun hér væru lægri en annars staðar í Vestur-Evrópu og ekki væri útlit fyrir breytingar. Skömm er þeim fóðurlandssvikur- um og auðvaldsundirlægjum sem að þessu stóðu. Líklega er mein- ingin að gera ísland að einhvers konar bananalýðveldi sem réttara væri að kalla slor-mafíuveldi. Er sú gamla hugsun að skólagengnir séu ólíklegri til að vilja starfa við hefðbundin landbúnaðar- og fisk- vinnslustörf enn á lífi? Það held ég! Dagskráin í fullum skóla get- ur verið allt að 48 kennslustundir á viku, rúmlega 40 klst. viðvera fyrir utan heimalærdóm. Má reikna með 50-55 tímum. Þegar allt að 40 tíma kvöld- og helgar- vinnu auk þess að sjá um heimili er bætt ofan á þessa dagskrá er hætt við að það komi niður á mæt- ingu og frammistöðu í skólanum. Námslán * Eg hef á tilfinningunni að hafa verið frystur úti þar sem ég lauk ekki námi heima hjá mömmu, segir Ragnar Jónsson, og útskýrir hér hvers vegna. Auðvitað er alltaf hægt að benda á óþreytandi vinnuþjarka sem finna varla fyrir þessu og saka hina um leti og aumingjaskap. Neyddist á tímabili til að keyra mig áfram á geysilegu koffein- magni og öðru sterkara. Svona hraður einstefnuakstur getur líka verið hættulegur heilsunni og gef- ur varla tíma til að hugsa, aðeins læra eins og páfagaukur. Svo er það oft verra í öðrum löndum, stríðshrjáðum eða frumstæðum. 35 þús. kostnaður á mánuði af eig- in eða leiguhúsnæði kallast vel sloppið. Þá eru eftir rúmlega 20 þús. fyrir fæði og öllu öðru. Ekk- ert upp á að hlaupa til að greiða óvæntan kostnað, t.d. tannlækna. Ef eitthvað óvænt kemur upp á er ekki um annað að ræða en hætta í skólanum eða bæta á sig vinnu og sprengja tekjuskalann, fá ekki áframhaldandi lán. Þessi kjör eru boðin hjá einni ríkustu þjóð heims. Þóttist tilbúinn að færa nauðsyn- legar fórnir til að geta lifað af þess- ari upphæð, 55 þús. M.a. henda bílnum, en ég átti gamlan og í raun löngu ónýtan bíl sem ég hafði hald- ið við sjálfur með lágmarkstil- kostnaði, og láta innsigla sjónvarp- ið. Hefði varla haft efni á strætókorti. í sambandi við matar- kostnað hefði verið hægt að nota kínversku aðferðina og kaupa 50 kg sekki af hrísgrjónum í Bónus og hafa í öll mál. Var hins vegar ekki tilbúinn til að flytja úr íbúðinni en Ragnar Jónsson LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 43 i svona lagað fyrr en í óefni er kom- ið, hver kannast t.d. ekki við hjartasjúkhng sem búinn er að fá áfall, gangast undir erfiða aðgerð og síðan langa endurhæfingu, hvað viðkomandi verður meðvitaður um hollt mataræði og næga hreyfingu eftir á! Það er nefnilega hægt að byrgja brunninn, við þurfum bara að byrja á því fyrr, ef ekki, þá bara dettum við ofan í hann, og þá er oftast orðið of seint að byrja á því hversu mikið sem okkur langar til þess. Hver kannast ekki við „Ef ég hefði nú bara“...? En við erum nú einu sinni þannig að við flækjum oft ótrú- lega einfalda hluti fyrir okkur, og hvernig er hægt að ætlast til að okkur líði vel miðað við allt „ruslið“ sem við látum daglega ofan í okkur? Þetta eru stór orð en eiga við um, því miður, allt of marga. Offita og aðrir heilsu- farslegir sjúkdómar sem rekja má til rangrar næringar eru orð- in að einum stærsta heilbrigðis- vandanum í dag. Streita, lyfja- notkun, reykingar, áfengi, léleg- ar matarvenjur og síðast en ekki síst matvælaframleiðsla nútím- ans gera það að verkum að við fáum ekki þá næringu sem við þurfum. Ef við eigum gæludýr þá er þetta einfalt; við kaupum bara tilbúið fóður, en þetta til- búna fóður er háþróaður matur sem sérfræðingar hafa sett sam- an sérstaklega fyrir viðkomandi dýr svo það dafni vel, þetta reyn- ist okkur ekki erfitt að skilja. En þegar kemur að okkur sjálfum þá förum við að flækja málið verulega. Sem betur fer er til fólk sem reynir að passa samsetningu búið var að gefa mér þau fáránlegu ráð að gera það, leigja hana svart, pakka niður eða losa mig við innbú og flytjast í eitt herbergi. Hætti við þessa niðurskurðarleið vegna þess að endurskoðandanum var ekki vel við að láta frá sér skýrslu sem þó sýndi hærri tekjur en þær sem LIN segir vera hægt að lifa af. Sá líka að þessar tekjur nægðu alls ekki. Aftur tvöföld skilaboð! Skatt- stjóri ög LIN virðast ekki hafa samráð. Veit að margir ofþreytast og brenna út við þessar aðstæður og er sjálfur á mörkunum. Ekki þarf miída stærðfræðikunnáttu til að reikna út að oft borgar nám sig ekki þegar tekið er tillit til vinnu- taps, launa, skatta og afborgunar námslána. Fómarkostnaðurinn er of hár. Ef námi er lokið löngu eftir þrítugt má yfirleitt alveg afskrifa beinan hagnað. Ekki beint hvetj- andi. Margir lenda í þeim víta- hring að safna skuldum yfir vetur- inn og þurfa að vinna myrkranna á milli á sumrin til að ná endum saman. Hafa þar með of miklar tekjur svo lánið skerðist, mæta síðan útkeyrðir í skólann aftur að hausti og svo frv. Komst líka að því að ef þú ferð úr fullri vinnu í skóla, vinnur hlutastarf með, missir starfið eða veikist hefur þú verið sviptur áunnum réttindum. Ert í betri málum liggjandi heima en í skóla. Hér leggjast verkalýðs- félögin á sveif með hinu opinbera og brjóta mannréttindi. Hrein- legra væri að vara fólk sem hygg- ur á nám við þessu og láta það skrifa undir samþykki sitt fyrir þessari skerðingu mannréttinda. Þá kæmi ekki á óvart að hafa minni rétt en afbrotamaður. Helsta stefnumál ríkisstjómarinnar virð- ist vera að viðhalda fátækt og hugsa um hag kolkrabbans, k\ braskaranna og stóriðjunnar. Hef aldrei trúað þeim lygaáróðurs- þvættingi að hér búi hamingju- samasta þjóð í heimi og að hér séu ekki brotin mannréttindi. Segi mig hér með opinberlega úr lögum við þetta falska velferðar- og lýðræðis- þjóðfélag. Þó svo að reglum verði breytt er ég harðákveðinn í að þiggja ekki krónu og berjast áfram á eigin kostnað. Höfundur er nemi í rafeindavirkjun. matarins eftir bestu getu, en það dugar ekki þannig að 100% rétt samsetning náist daglega, en stærri er sá hópur sem hugsar ekkert út í næringargildi og holl- - ustu matarins sem borðaður er, sennilega vegna tímaleysis. Mannslíkaminn er algjört meist- araverk sem þúsundir vísinda- manna út um allan heim rannsaka daglega. Þessu tækniundri, sem samsett er af fleiri þúsund millj- örðum frumna, má líkja við háþró- aða vél sem gengur sleitulaust 24 tíma á sólarhring. Að meðaltali endurnýjast 1 milljarður frumna á klukkutíma fresti, þ.e. líkaminn er að „smíða“ þennan fjölda á hverjum klukku- - tíma. Og til að fruman sem smíð- uð er sé heilbrigð þarf sérhæft og ákveðið smíðaefni sem kallað er „frumunæring". Ef aftur á móti líkamann vantar smiðaefnið þá verður fruman ófullkomin, sem getur þýtt allt frá munnangri til flókins sjúkdóms, því hver sjúk- dómur eða kvilli sem hrjáir okkur byrjar alltaf á einni frumu. Þetta kann allt að hljóma flókið, en er sáraeinfalt, fæðubótarefnin eru komin til að vera. Góð heilsa er gulli betri. Og höfum hugfast að þetta þarf ekki að vera neitt flókið, þetta verður fyrst flókið þegar við förum að A streitast á móti og gerum eins og við höldum að eigi að gera þetta. Notfærum okkur þekkingu Kín- verja, sem hafa notað rætur og lauf í þúsundir ára til að viðhalda góðri heilsu. Málið er að gera þetta einfalt. Þetta er lífsstíll. Höfundur er nyólkurfræðingur. SPEEDO: I Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka áfanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.