Morgunblaðið - 22.05.1999, Side 50
> 50 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LÁKUS GARÐAR
LONG
+ Lárus Garðar
Long fæddist á
Staðarfelli í Vest-
mannaeyjum 22.
mars 1931. Hann
lést á sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 13.
mai síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Bergþóra
Ástrós Árnadóttir
og Jóhannes Hróð-
nýr Jóhannsson.
^ Lárus var yngstur
fimm systkina. Elst-
ur var Árni Theo-
dór, látinn, Anna
Hulda, Ólafur, látinn, og Jó-
hanna Dóra.
Hinn 13. septenber 1952
kvæntist Lárus Unni Her-
mannsdóttur frá Flatey á
Skjálfanda, dóttur hjónanna
Sigurveigar Ólafsdóttur og
Ingjalds Hermanns Jónssonar.
Börn Lárusar og Unnar eru: 1)
Jóhannes Long, f. 2.4. 1952,
kvæntur Ástu Jak-
obínu Ágústsdóttur
og eiga þau tvö
börn, Lárus Long
og Huldu Long. 2)
Sigurveig Long, f.
30.5. 1958, gift
Snorra Jóhann-
nessyni og eiga þau
tvær dætur, Unni
Helgu og Láru
Hleiði. 3) Anna
Hulda Long, f. 17.5.
1963, gift Magnúsi
Ríkarðssyni og eiga
þau þrjú börn, Hel-
enu Osk, Sólveigu
Rut og Ríkarð. 4) Hermann Ingi
Long, f. 16.12. 1966, unnusta
hans er Jóhanna Lilja Eiríks-
dóttir, sonur hennar og fóstur-
sonur Hermanns er Gunnar
Hreindal.
Utför Lárusar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Elskulegur tengdafaðir minn
hefur nú hvatt þetta jarðlíf, eftir
. erfið veikindi frá síðastliðnu hausti.
Manni finnst það óraunverulegt því
þú ert svo ljóslifandi í huga manns
og minningarbrotin eru mörg.
Komung kom ég inn í fjölskylduna
þegar við Jóhannes kynntumst.
Fann ég þá mjög sterkt hvað ég
var innilega velkomin og leið vel í
návist ykkar Unnar. Samband ykk-
ar Unnar hefur alltaf verið einstakt
í mínum augum og varð mér fljót-
lega ljós hin gagnkvæma ást og
virðing sem var á milli ykkar. Aug-
_>ljóst var að þið voruð einstaklega
samtaka í lífsbaráttunni, saman
endurbyggðuð þið ykkar fallega
heimili eftir að það brann til
grunna í eldgosinu 1973 og kom
ekki annað til greina en að halda
áfram lífið í Eyjum. Gaman var að
sjá og fylgjast með hve fallegur
garðurinn ykkar er ávallt og hvað
þið nostruðuð við hann eins og lítið
ungviði. Ekki var hægt að hugsa
sér betri tengdafóður en þig, svo
mikið góðmenni sem þú varst.
Alltaf varstu tilbúinn að aðstoða
okkur Jóhannes ef á þurfti að
halda svo sem að mála heila íbúð í
hvelli og þar fram eftir götum.
Hugulsamur varstu alltaf og ófáa
" bíltúrana bauðstu afabami þínu og
nafna Lárusi í, sem hann minnist
oft á, þegar afi fór með hann í
bfltúr á bryggjurnar og um alla
eyju. Það fannst honum reglulega
gaman. Mér fannst þú alltaf sér-
stakur jólamaður og naut maður
þess óspart þegar þú komst til okk-
ar færandi hendi með híasintu-
skreytingar og fleira sem þú varst
alltaf að nostra við íyrir jólin. Ég
vil að leiðarlokum, elsku Lalli,
þakka þér íyrir að hafa eignast
svona góðan tengdafóður, sem
varst áhugasamur um velferð okk-
ar og elskaðir okkur eins og við er-
um og lést okkur finna það í stóru
og smáu. Lifi minningin um þig,
elsku Lalli.
Ásta Bína.
Ég vil þakka tengdaföður mín-
um þessi alltof stuttu en góðu
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
^ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
^skrár. Ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect eru einnig auðveld í úr-
vinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
^línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar
'eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
kynni. Ég kynntist unnusta mín-
um í október 1995 og kem í mína
fyrstu heimsókn stuttu eftir það
til þeirra Unni og Lalla, þau hjón-
in tóku mér og syni mínum mjög
vel. Enda leið ekki langur tími þar
til hann fer að kalla þau ömmu og
afa. Lárus var ekki margmáll
maður en með húmorinn á réttum
stað, traustur og hafði ríkulegan
skerf af þolinmæði fyrir lítinn
peyja sem stundum fer mikið fyr-
ir. Honum féll aldrei verk úr hendi
og átti sér mörg áhugamál, t.d.
var hann nýbúinn að kaupa sér
bandsög og ætlaði sér að fara að
nota tímann til að smíða enda var
hann mjög laghentur, verst er að
hann hafi ekki getað notið þess
lengur. Um hver jói kom hann og
færði okkur fallegar jólaskreyt-
ingar. Eins voru Unnur og Lalli
einstaklega dugleg í garðinum sín-
um enda er hann einn sá fallegasti
í Eyjum.
Lalli sýndi mikinn dugnað í veik-
indum sínum og Unnur stóð við hlið
hans eins og klettur allan tímann.
Það hefur stórt skarð verið
höggið í þessa yndislegu fjöl-
skyldu. Elsku Unnur, missir þinn
er mestur. Vil ég biðja guð að
styrkja þig og eins böm, tengda-
böm og barnabörn, í þessari miklu
sorg. Eftir standa ljúfar minningar
um einstaklega góðan mann.
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir.
Jæja afi minn, þá ert þú farinn,
farinn á stað þar sem ég veit að
þér mun líða vel. Þú barðist hetju-
lega við erfiðan sjúkdóm sem bar
þig ofurliði. Sorgin hjá mér er
mikil en ég næ að milda hana með
öllum góðu minningunum sem ég
hef um þig. Það er margt sem
kemur upp í huga minn þegar ég
hugsa um þær stundir sem við átt-
um saman nafnarnir. Það var oft
sem þú tókst mig í bíltúr um eyj-
una og sýndir mér bátana og sagð-
ir mér frá fjöllunum í kring, þetta
var það skemmtilegasta sem ég
gerði að fara í bíltúr með afa, oftar
en ekki endaði bíltúrinn í blóma-
búðinni þar sem þú vildir kaupa
falleg blóm til þess að færa ömmu
og ég fékk auðvitað að velja mér
einn bíl eins og venjulega. Þjóðhá-
tíðin var alltaf mikið tilhlökkunar-
efni hjá mér og alltaf byrjaði hún
þannig að þú tókst mig í dótabúð-
ina í dalnum til að velja mér dót,
aldrei gleymdir þú því. Þegar ég
var sjö ára fluttist ég svo frá Vest-
mannaeyjum, en heimsótti ykkur
reglulega, alltaf hlakkaði ég mikið
til þess að koma í heimsókn á Tún-
götuna. Mjög oft kom ég til Eyja
til þess að keppa í fótbolta og auð-
vitað varst þú mættur að horfa á
mig, og oft hést þú á mig einhverj-
um aur ef ég rambaði á að skora
mark, það fannst mér alltaf mjög
spennandi. Minningarnar eru ótal
margar og alltof margar til þess
að segja frá þeim öllum hér. Afi
minn, þú hefur alltaf staðið þétt
með okkur fjölskyldunni í einu og
öllu, hagur fjölskyldunnar var
alltaf ofar öllu hjá þér. Missirinn
er mikill en minningarnar munu
aldrei hverfa úr huga mér. Ég veit
að þér líður vel núna og ég veit að
þú heldur áfram að fylgjast með
mér og ég með þér. Elsku amma,
megi Guð fylgja þér eftir þennan
mikla missi, þið voruð eitt, amma
og afi eins og alla dreymdi um að
eiga.
Lárus Long.
Enn og aftur er höggvið skarð í
nágranna- og vinahópinn. Lárus
Garðar Long kvaddi þetta jarð-
neska líf fimmtudaginn 13. maí sl.
(Uppstigningardag). Við Lalli vor-
um félagar í Akóges til margra ára
og lét hann þar gott eitt af sér
leiða eins og annarsstaðar þar sem
hann var félagi. Akógesar sakna
góðs vinar og kveðja hann með
söknuði. Auk þess að vera félagar í
Akóges unnum við saman í Fisk-
iðjunni frá 1968, er hann hóf þar
störf, allt þar til á sl. ári. Árið 1969
varð Lalli verkstjóri í Fiskiðjunni.
Margur unglingurinn í Eyjum
byrjaði sitt brauðstrit undir hand-
leiðslu hans, við að slíta og pakka
humri. Þó lífsstarf Lalla hafi orðið
verkstjórn í Fiskiðjunni var hann
málarameistari að mennt og greip
hann oft í pensilinn við að mála
sali, tól og tæki á milli vertíða, svo
allt yrði fínt og fágað fyrir næstu
törn. Saga samneytis okkar Lalla
er ekki öll sögð með þessum fá-
tæklegu orðum. Við vorum einnig
nágrannar í Túngötunni yfir þrjá-
tíu ár. Heimili hans að innan sem
utan lýsti því best hvern mann
Lalli Long hafði að geyma, þar
sem umhyggja fyrir fjölskyldunni
og snyrtimennskan var í fyrirrúmi.
Þegar daginn fór að lengja og sólin
að skína voru þau komin út í garð
Unnur og Lalli að huga að fyrstu
vorblómunum. Síðan voru þau
hluti af landslaginu og útsýninu
frá stofuglugganum hjá okkur
Hólmfríði allt sumarið. Að hvaða
blómum hann Lalli kemur til með
að hlúa núna veit ég ekki, en ef
eitthvað er til um nærveru hinna
látnu við ástvini sína, þá veit ég að
hann verður með henni Unni sinni
út í garði í sumar sem og önnur
sumur.
Unnur, böm og afaböm, nú er
minninginn um ástkæran eigin-
mann, fóður og afa huggun í sorg
ykkar. Við „gömlu“ grannarnir og
félagar í Akóges vottum ykkur
dýpstu samúð og kveðjum góðan
vin. Blessuð sé minning Lalla
Long.
Guðjón Ólafsson.
Elsku afi minn, mig langar að
skrifa nokkur orð til að þakka
þér, allt frá því við kynntumst,
alltaf varstu til staðar tilbúinn að
hjálpa og gera allt fyrir mig til að
mér liði sem best. Þú hefur alltaf
hugsað fyrst um aðra og svo
komst þú. Ég á margar góðar
minningar um þig, afi minn. Ég
gleymi aldrei fyrstu pysjuveiðun-
um mínum og þegar þið amma
gáfuð mér allt barbie-dótið mitt,
áfram get ég talið hvað þið amma
hafið gert fyrir mig, ég vil þakka
fyrir það. Afi, það væri svo mikið
og margt sem ég gæti skrifað en
þú veist það allt. Því miður höfum
við ekki getað verið alltaf saman,
þú veist líka hvernig mér líður
núna, og að ég á alltaf eftir að
sakna þín. Það verður mjög erfitt
að fara í heimsókn til ömmu og þú
ert ekki þar.
Elsku amma mín, ég vil biðja þig
um að lifa áfram þínu lífi og geyma
vel minningamar um afa. Elsku
amma mín, megi guð blessa þig.
Elsku Kristbjörg mín, ég vil
þakka þér kærlega fyrir hjálpina
með afa þegar hann barðist við
þessa hræðilegu veiki, að leyfa
honum að dveljast hjá þér í
Reykjavík. Guð blessi þig.
Elsku afi minn, Guð geymi þig.
Guð blessi ykkur, amma, mamma,
Anna Hulda, Hermann Ingi, Jó-
hannes og aðrir aðstandendur.
Þín
Unnur Helga.
Vinirnir heilsa - vinimir kveðja.
Nú hefur Lalli Long lotið í lægra
haldi fyrir sjúkdómnum illvíga,
langt um aldur fram.
Fyrsta bemskuminningin er frá
æskuheimili Lalla á Stóra Heiði, en
mæður okkar vora góðar vinkonur
og söngsystur hjá Brynjólfi Sigfús-
syni sem stjómaði kirkjukómum
og Vestmannakór í áratugi. Mér er
ávallt minnisstætt, er ég sá föður-
ömmu Lalla í fyrsta skipti, var hún
rúmliggjandi eftir fótbrot, sat uppi
og reykti úr stórri pípu. Þvílíkt
hafði ég aldrei augum litið - þótti
mér þetta flott amma!
Æskuárin liðu svipað og hjá öðr-
um Eyjapeyjum. Lalli var snemma
liðtækur í fótbolta og keppti með
Þór enda alla tíð einlægur Þórari
og var ósérhlífinn í áraraðir við
undirbúning þjóðhátíða.
Lalli var af kunnu bjargveiði-
mannakyni í móðurætt, jafnan létt-
ur í spori, er hann tók fram lunda-
háfinn og sótti sér í soðið.
Hann var yngstur fimm bama
Bergþóra Amadóttur og Jóhann-
esar Long, 17 ára missti hann föð-
ur sinn í flugslysi, veturinn 1948,
en Jóhannes var þá verkstjóri við
flugvallargerðina hér.
Á unglingsáranum átti Lalli sitt
annað heimili á Sólvangi hjá Aðal-
heiði Árnadóttur og Ágústi Bjarna-
syni.
Lalli lærði húsamálun hjá Guð-
jóni Scheving, og vann lengi við
iðnina hjá Tryggva Ólafssyni, dug-
legur og vandvirkur, en 1971 urðu
breytingar á högum er hann réðst
verkstjóri hjá Fiskiðjunni og síðar
hjá Vinnslustöðinni, er íyrirtækin
vora sameinuð.
Alla tíð var Lalli orðlagður fyr-
ir trúmennsku við húsbændur
sína og vel látinn af öllu sam-
starfsfólki.
Fyrr á öldinni var líflegt í Eyj-
um, þegar vertíðarfólkið streymdi
að úr öllum landshornum. Éyja-
peyjarnir biðu spenntir ef strand-
ferðaskipin komu með hópa í tuga-
og hundraðatali. Margt þessa
ágæta fólks flentist hér og Lalli var
svo lánsamur að í einum hópnum
var höfðingleg stúlka ættuð úr
Flatey á Skjálfanda, Unnur Her-
mannsdóttir, sem varð hans tryggi
lífsföranautur.
Lengst af bjuggu þau í húsi er
þau reistu að Túngötu 17. Þau eins
og fleiri Vestmannaeyingar urðu
fyrir þeirri döpra reynslu að heim-
ilið nánast varð eyðileggingunni að
bráð í jarðeldunum 1973 en þau
gáfust ekki upp, sýndu mikinn
kjark og dug, er þau endurbyggðu
hús sitt á ný, og komu upp fögra
heimili, þar sem Unnur hefur alltaf
verið miðpunkturinn og haldið hús,
sem ber myndarskap hennar fag-
urt vitni. I gegnum tíðina hefur
jafnan verið notalegt að koma á
Túngötuna.
Börn og fjölskyldur Lalla og
Unnar hafa notið þeirra forrétt-
inda að eiga samstiga foreldra í
leik og starfi.
Lalli og Unnur ferðuðust mikið
um landið og nutu fegurðar ís-
lenskrar náttúra jafnframt heim-
sókna til skyldmenna og vina. Þau
áttu ómældar unaðsstundir við sil-
ungsámar, Grenlæk og víðar.
Systur Lalla, Anna og Dóra, lifa
bræður sína, er auk hans vora Árni
og Ólafur, sem einnig kvöddu á
besta aldri.
Sár harmur er nú kveðinn að
samhentri fjölskyldu.
Um leið og ég þakka vináttu og
Ijúfar minningar bið ég alföður að
veita öllum þeim, er sárast sakna,
huggun og styrk um ókomna daga.
Jóhann Friðfinnsson.
GUÐRÚN JÓNA
IPSEN
+ Guðrún Jóna Ip-
sen fæddist í
Reykjavik 21. ágúst
1967. Hún lést á
Kvennadeild Land-
spftalans hinn 23.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Grafar-
vogskirkju 5. mars.
Hið snögga og
óvænta fráfall Guð-
rúnar Jónu er að
sjálfsögðu mikið áfall
fyrir Víði, manninn hennar og
börn þeirra og þeirra fjölskyldur
svo og ættingja og vini. Guðrún
hverfur hins vegar frá góðu og
glæsilegu heimili og fjölmargir
munu geyma góðar minningar um
þessa yndislegu konu sem var
hvers manns hugljúfi.
Þú komst til að kveðja í gær
þú kvaddir og allt varð svo hljótt
á glugganum frostrósin grær
ég gat ekki sofið í nótt
hvert andvarp frá einmana sál
hvert orð sem var myndað án hljóms
nú greinist sem gaddfreðið mál
í gervi hins lífvana blóms.
Er stormgnýrinn brýst inn í bæ
með brimhljóð frá klettóttri strönd
en reiðum og ijúkandi sæ
hann réttir oft ögrandi hönd.
Eg krýp hér og bæn mína bið
þá bæn sem í hjartanu er skráð
ó þyrmd’onum gefð’onum grið
hver gæti mér orð þessi láð.
(Freymóður Jóhannsson.)
Við sendum Víði, bömum hennar
og fjölskyldum þeirra og ættingj-
um innilegar samúðar-
kveðjur.
Elsku Guðrún, við
þökkum þér fyrir ára-
langa vináttu og
traustið sem þú sýndir
okkur í þínum erfiðu
veikindum, þú átt þinn
stað í hjarta okkar og
við munum aldrei
gleyma þér.
Kveðja
Bergljót og Heiðar.
Með þessum ljóðlínum langar
okkur að þakka þér fyrir alla hlýj-
una og alla ástina sem þú varst svo
óspör á að veita okkur.
Mér fmnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga þvi er ver.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Eg harma það en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um
gleymt okkur hjá blómunum
en rökkvar ráðið stjömumál
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrá strönd
fundið stað,
sameinað, beggja sál.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Þú átt þinn stað í hjarta okkar
og við munum aldrei gleyma þér.
Kveðja
Jón Pétur, Nikulás Roel, Jó-
hanna Guðbjörg og Eva Marý.