Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 56
•^56 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GRÍMUR
JÓNSSON
+ Grímur Jónsson
fæddist 6. ágfúst
1927 á ísaflrði.
Hann iést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 16. maí
síðastliðinn.
Foreidrar hans
voru Jón Grímsson,
málafærslumaður á
ísafirði, f. 18. des.
1887, d. 25. septem-
^ ber 1977 og Ása
Thordarson, hús-
freyja, f. 18. maí
1892, d. 15.
1971. Systkini
Gríms eru: Hjörtur loftskeyta-
maður, f. 16. nóvember 1915, d.
10. janúar 1993, Finnur Th.
skrifstofúmaður, f. 25. ágúst
1918, d. 6. júní 1976, Steinunn
Hunt skrifstofumaður, f. 25.
ágúst 1920, Ámi Þorvaldur
skipstjóri, f. 24. ágúst 1923,
Inga Þórhildur skrifstofumaður,
f. 12. október 1929 og Ragnar
Áki sölumaður, f. 20. júlí 1932.
Grímur kvæntist 5. nóvember
1950 eftirlifandi eiginkonu
«.y sinni, Jóhönnu Bárðardóttur, f.
16. maí 1924. Böm þeirra era:
1) Rúnar Þröstur forsljóri, f. 15.
júní 1949. Maki: Jóna Magnús-
dóttir. Þau eiga tvö böm. 2)
Sigurður kvikmyndagerðar-
maður, f. 20. mars 1951. Maki 1:
Hólmfríður Sigurð-
ardóttir. Þau eiga
tvö böra. Maki 2:
Angelika Andrees.
3) Jón skipstjóri, f.
20 september 1954.
Maki: Linda Gríms-
son. Þau eiga tvær
dætur. 4) Sigrún
skíðakennari, f. 13.
nóvember 1955.
Maki 1: Birgir
Aspar. Þau eiga
einn son. Maki 2:
Magnús Már Krist-
insson. 5) Ása kenn-
ari, f. 12. júní 1957.
Maki: Siguijón Guðmundsson
Þau eiga fjögur böra. 6) Bárður
Jón verksmiðjustjóri, f. 18. des-
ember 1958. Maki: Aðalheiður
S. Sigurðardóttir. Þau eiga tvö
böra.
Grímur lauk loftskeytaprófi
árið 1948 og starfaði sem loft-
skeytamaður á togurum frá ár-
inu 1948 til 1957 og hjá Land-
helgisgæslunni frá 1957 til
1963. Hann starfaði fyrir Flug-
málastjóm frá 1963 til 1994.
Grímur bjó lengst af á ísafirði
en flutti 1994 til Reykjavíkur og
bjó þar til æviloka.
Grímur verður jarðsunginn
frá Garðakirkju á Álftanesi í
dag og hefst athöfninklukkan.
14.
Einhverjar fyrstu minningar
mínar eru bundnar ferðum mínum
yfir á Ölduna, þetta stóra og reisu-
lega hús á sjávarkambinum við
Fjarðarstrætið sem staðið hefur í
^móti öldum hafsins nú bráðum í
^heila öld. Þama iðaði og ólgaði mik-
ið mannlíf og fjölskrúðugt en þar
bjuggu þá Jóhanna móðursystir
mín og Grímur Jónsson með strák-
unum Rúnari og Sigurði en síðan
komu þau ff ændsystkin mín hvert á
fætur öðru, Sigrún, Jón, Ása og
Bárður. Nokkru innar í Mánagötu
bjó Ragnar móðurbróðir minn og
Sigríður, kona hans með bömum
sínum, Margréti, Bárði og Ásrúnu
og fáeinum húslengdum ofar uppi á
homi Sólgötu og Fjarðarstrætis bjó
Jón, móðurbróðir minn og Salóme
með sonum sínum, Grétari, Emi
Bárði og Friðriki, og vom því þama
á litlum bletti saman komnir flestir
^niðjar þeirra gömlu hjónanna úr
"“■Bolungarvík, Bárðar og Sigrúnar,
sem bjuggu í sambýli við foreldra
mína í Fjarðarstræti 33. Hið ein-
falda líf þessa tíma með endalausum
leikjum sumarlangan daginn og
snjóhúsagerð á vetmm er horfið en
minningamar lifa. Grímur Jónsson
er alltaf í þessum minningum, öllum
ógleymanlegur sem kynntust hon-
um, leiftrandi af lífi, kímni og
óborganlegri frásangarlist. Ég held
ég hafl aðeins einu sinni kynnst
manni sem hafði viðlíka frásagnar-
gáfu og Grímur Jónsson og hkt var
þeim báðum farið, að þeir vom svo
miklir menn stundarinnar, að
ómögulegt var að sviðsetja þá, frá-
sagnarlist beggja var eðhleg, ólærð
og meðfædd.
Grímur hafði óvenjulega fjöl-
breyttar gáfur. AUt lék í höndum
hans og hann var bráðskarpur og
fljótur að tileinka sér hvaðeina sem
hann þurfti við að fást. Hann var
loftskeytamaður, fyrst á togurum
og varðskipum, síðan lengi hjá
Flugmálastjóm. Hann var bráðfl-
inkur fagmaður sögðu þeir sem vit
höfðu á enda hlaut hann það hlut-
skipti í stórfjölskyldunni að vera
bjargvættur í öllum tæknimálum og
viðgerðarmaður á öll tól og tæki.
^Ekki var hann síðri í bókhaldi og
reyndar svo margt til hsta lagt að
segja má að hann væri þúsund þjala
smiður. Hann var örgeðja og orð-
heppinn eldhugi sem kom inn í
þessa afskaplega jarðbundnu móð-
urætt mína sem oftast hugsaði seint
en ömgglega enda hafði Grímur
^iæmt auga á það skoplega í fari
*tengdafólksins og fór vel með. Þeir
sem hittu á góða stund með Grími
munu aldrei gleyma honum og sög-
um hans. Maðurinn var skáld sem
skrifaði ekki. Sögur hans voru að-
eins skráðar í foksand andartaksins
og geymast í minningu þeirra sem
fengu að njóta.
Síðari árin voru þeim Jóhönnu
móðursystur minni á ýmsan hátt
erfið. Grímur hefur verið að berjast
við illvígan sjúkdóm nú í nokkur ár
og dauðinn því líkn úr því sem kom-
ið var. Jóhanna hefur gengið gegn-
um ótrúlegar sjúkdómsraunir á
hðnum árum en alltaf staðið upp á
nýjan leik. Hún er hetja. Allt henn-
ar líf hefur raunar verið eitt sam-
fellt kraftaverk. Henni hefur verið
gefið óvenjumikið æðruleysi og
seigla. Ég veit að það verður tóm-
legt hjá henni nú, þegar lífsfóru-
nautur hennar nú í bráðum hálfa
öld er frá henni farinn, en það væri
ólíkt henni að láta deigan síga.
Ég sendi henni og börnum henn-
ar og fjölskyldum fyrir hönd okkar
systkinanna og fjölskyldna okkar
hjartanlegustu samúðarkveðjur og
bið þeim Guðs blessunar.
Bárður G. Halldórsson.
Ástkær frændi okkar og vinur
Grímur Jónsson er látinn eftir langa
baráttu við krabbamein. Okkur
systkinin langar til að minnast hans
með fáeinum orðum.
Kynni okkar af Grími hófust í
bemsku okkar og má segja að hann
hafí alltaf verið hluti af okkar lífi.
Hann var móðurbróðir okkar og
jafnframt uppáhaldsfrændi. Tengsl
fjölskyldnanna hafa alltaf verið ná-
in. Á uppvaxtarárum okkar starfaði
hann við radar Flugmálastjórnar í
Hnífsdal. Hann var þá heimagangur
á heimih foreldra okkar, kom við
daglega, fékk sér kaffi og sígarettu
og lét gamminn geisa. Hann var hár
og grannur með óstýrilátt hár og
gekk um gólf meðan hann talaði.
Frásagnagleði hans, orðsnilld og
kímni voru einstök og hreif hann þá
með sem á hlýddu. Það sama gilti
um okkur systkinin, sem gleymdum
að borða og störðum opinmynnt á
Grím og gleyptum í okkur hvert
orð. Það voru ógleymanlegar stund-
ir.
Stærstan hluta starfsævi sinnar
vann Grímur við loftskeytastörf.
Náði starfsvettvangurinn frá Norð-
ur-íshafí, austur til Japans og suður
til Líbýu en þar vann hann um skeið
við að „búa til rigningu handa
Ghaddafi" eins og hann lýsti því
sjálfur. Líbýuferðin bætti enn frek-
ar í sagnabrunn Gríms sem af flest-
um var talinn sneisafullur fyrir.
Grímur frændi átti sér ótal áhuga-
mál. Meðal annars stundaði hann
gæsarækt í Hnífsdal og fengum við
systkinin stundum að aðstoða hann
við að fóðra gæsimar, þó að okkur
hafi staðið stuggur af þessum ill-
skeyttu kvikindum. Á tímabili var
hann með nokkra kálfa vestur á
Gilsbrekku og var stjanað við þá
eins og þeir væru á fimm stjörnu
hóteli. Á heimih hans og Jóhönnu
var skrautlegt samansafn gælu-
dýra; hundur, köttur, páfagaukur,
skjaldbaka og taminn hrafn svo að
eitthvað sé nefnt. Hann var sannur
dýravinur og barðist hatrammlega
gegn þeim hugsunarhætti að dýr
hafi ekki tilverurétt nema hægt sé
að éta þau. Það var aldrei nein logn-
molla í kringum Grím. Hann var
skapmikill, hafði ríka réttlætis-
kennd og sagði álit sitt umbúða-
laust. Hrokafullir embættismenn
fóru einkanlega fyrir brjóstið á hon-
um og átti hann mjög erfitt með að
sitja aðgerðarlaus þegar honum
þótti yfirvöld ganga of langt gagn-
vart samborgurum sínum. Þá stakk
hann gjaman niður penna, og gat sá
verið æði beittur.
Margir vinir Gríms áttu þar
Hauk í homi. Hann átti ófáa skjól-
stæðinga, sem leituðu til hans með
hin ólíkustu vandamál, s.s. frágang
skattskýrslna, bókhaldsóreiðu og
landamerkjadeilur. Þegar vanda-
málið var komið í hendurnar á
Grími unni hann sér ekki hvíldar
fyrr en það var leyst. Handlagni
Gríms átti sér engin takmörk. Þeg-
ar rafmagnstæki kom úr „viðgerð"
frá rafmagnsverkstæði með uppá-
skrifað dánarvottorð var Grímur
ekki í rónni fyrr en hann var búinn
að líta á gripinn. Er skemmst frá
því að segja að „upprisa" rafmagns-
tækja var nokkuð tíð á þeim heimil-
um þar sem Grímur leit inn til að fá
sér kaffísopa. Okkur em minnis-
stæðar heimsóknimar á Engjaveg-
inn til Jóhönnu og Gríms í gamla
daga. Þar var alltaf opið hús og ið-
aði allt af lífi. Bamahópurinn var
stór og auk þess var fjölmargt vina
og vandamanna - svo ekki sé
minnst á ferfætlingana. Einnig
minnumst við sumardaganna á Gils-
brekku þar sem við frændsystkinin
og foreldrar okkar áttum margar
góðar stundir við berjatínslu, kræk-
lingasuðu og veiði. Sjúkraganga
Gríms var löng og erfið. Loksins
þegar sjúksdómsgreiningin lá fyrir,
tók við erfið lyfja- og geislameðferð.
Við veltum því fyrir okkur hvort
hafí farið verr með hann, sjúkdóm-
urinn eða „lækningin“. Grímur var
tilfinningaríkur og viðkvæmur mað-
ur og honum fannst læknar hafa
bmgðist sér. Nú þegar Grímur er
allur, hljótum við sem fylgdumst
með þrautagöngu hans, að velta því
fyrir okkur hversu oft læknar grípa
til sjúkdómsgreiningarinnar „móð-
ursýki“ þegar þeir hafa ekki vilja
eða getu til að finna meinið. Stund-
um snýst umræða þjóðarsálarinnar
eingöngu um auknar fjárveitingar
og fleiri tæki en oft vantar kannski
fyrst og fremst mannlega þáttinn.
Við minnumst elskulegs frænda
okkar með hlýju og þakklæti fyrir
allar samverustundimar sem við
áttum með honum. Jafnvel undir
það síðasta gat hann látið okkur
gráta af hlátri. Skarðið sem Grímur
frændi skilur eftir sig verður vand-
fyllt. Hann var einstaklega hæfileik-
aríkur maður, en þó breyskur eins
og gjamt er um eldhuga. Við vitum
að honum líður vel þar sem hann er
núna og eitt er víst - þar verður
engin lognmolla.
Við sendum fjölskyldu Gríms
frænda innilegar samúðarkveðjur.
Guðbjörg, Páll og Jón Áki
Leifsböra.
Vinur minn Grímur Jónsson rad-
ar- og flugradíómaður á ísafírði er
fallinn eftir röska baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Vágest sem herjað
hafði á hann um nokkurt skeið og
glímt um líf hans og heilsu. Varðist
hann lengi kröftuglega af djörfung
og æðmleysi, stundum svo kapp-
samlega að vart mátti á milli sjá
hvor hefði betur í baráttunni. Áð
lokum eftir snarpa viðureign birtist
almættið í gervi dauðans. Grímur
var allur, hann hafði öðlast kórónu
lífsins. Lífið hafði sigrað að nýju
rétt einu sinni.
Leiðir okkar Gríms lágu fyrst
saman fyrir rúmum þremur áratug-
um er ég í bjartsýni ungs manns hóf
rekstur lítils flugfélags frá ísafjarð-
arflugvelli. Þar starfaði þá Grímur
Jónsson radarmaður á vegum Flug-
málastjómar. Hann vakti strax at-
hygli mína fyrir snaggaralega fram-
komu, greiðvikni en ekki síst fyrir
skemmtilegan frásagnarstíl, kímni
og leifturskarpa hugsun. Gimmi
eins hann var jafnan kallaður varð
brátt á vegi mínum í orðsins fyllstu
merkingu. Ég var bíllaus, en hann
hafði bfl til umráða og var oft á ferð-
inni milli radarsins sem staðsettur
var í Hnífsdal og flugvallarins.
Fékk ég því oft far með honum á
milli staða. Urðu þessar ferðir upp-
haf langra og ánægjulegra sam-
skipta okkar. Hófum við að ræða
saman um alla skapaða hluti, hann
hafði víða farið sem sjómaður á bát-
um, loftskeytamaður á togurum og
varðskipum og m.a verið loftskeyta-
maður á TF-RÁN Katalínuflugbát
Landhelgisgæslunnar. Hann hafði
oft lent í margskonar hremmingum
og mannraunum bæði til sjós og
lands, meðal annars skipsskaða.
Hann var hafsjór af fróðleik og
skemmtilegum frásögnum af mönn-
um og málefnum. í frásögn Gríms
urðu löngu liðnir atburðir úr lífi
hans og minni svo ljóslifandi að þeir
hefðu getað átt sér stað rétt nýlega.
Eiginlega fannst mér stundum eins
og við hefðum alist upp á sama tíma
þrátt fyrir tuttugu ára aldursmun.
Svo skýrar voru frásagnir hans þeg-
ar best lét. Ekki flíkaði Grímur til-
finningum sínum við hvem sem var,
en málefni fjölskyldunnar vom hon-
um oft hugleikin. Vann henni allt er
hann kunni, studdi hana með ráðum
og dáð í stóm sem smáu. Grímur
var afar bóngóður maður og jafnan
fús að aðstoða hvem sem var ef eitt-
hvað þurfti með. Leituðu því margir
ráða og stuðnings hjá Grími með
margvísleg mál. Hvort sem um var
að ræða lögfræðileg álitamál,
praktískar aðgerðir eða bókhald svo
eitthvað sé nefnt. Fljótur var hann
að greina kjamann frá hisminu.
Ráðherrar og aðrir stjómmálamenn
áttu hauk í homi þar sem hann var
og leituðu fulltingis hans í ýmsum
málum. Oft leiðbeindi Grímur fólki í
lögfræðilegum álitamálum og rak
hann stundum slík mál fyrir rétti þó
ekki væri hann löglærður á nútíma
vísu. Faðir hans hafði haft mála-
færsluréttindi og starfaði sem mála-
færslumaður á Isafirði í áratugi fyr-
ir daga háskólamenntaðra lögmanna
þar. Einnig tók Grímur að sér að-
stoð við menn og minni fyrirtæki
varðandi gerð skattskýrslna og árs-
uppgjöra. Víðsýni, skörp greind og
eðlislæg réttlætiskennd vísuðu hon-
um veg til margbreytilegra verka.
Þegar leiðir okkar Gríms lágu
fyrst saman var hann hættur til sjós
og farinn að vinna í landi á aðflugs-
radamum. Við sem flugum til ísa-
fjarðar á þeim ámm sem radarinn
var starfræktur munum vel þvflík
bylting það varð til aukins flugör-
yggis að hafa slíkan búnað og hæfan
stjómanda sem gat leiðbeint og
fylgst með framvindu aðflugsins
einkum í slæmu veðri, látið vita af
éljum og annarri úrkomu sem haml-
aði skyggni í nágrenni flugvallarins
og á aðflugsferli flugvélanna. Oft
áttum við flugmenn og farþegar
okkar Grími einum að þakka að að-
flug til ísafjarðar og lending tækist
eins og ráð var fyrir gert.
Eftir að radarinn rann skeið sitt á
enda og var lagður niður hóf Grím-
ur störf í flugtuminum á ísafirði.
Nutum við flugmenn því áframhald-
andi reynslu hans þar. Var það bót í
máli við radarmissinn að fá Gimma í
tuminn því hann var býsna glöggur
að spá í útlit og veðurhorfur. Auk
þess lífgaði hann stórlega upp á
mannlífið á flugvellinum með nær-
vem sinni. Rúman aldafjórðung átt-
um við nærri daglegt samneyti og
samstarf á einn eða annan hátt.
Þrátt fyrir langar vaktir í flugtum-
inum var hann boðinn og búinn
hvenær sem eftir var leitað að nóttu
sem degi að aðstoða og sinna útköll-
um vegna neyðar- og sjúkrafluga
sem vom mjög tíð. Runnu þá oft
saman vaktir og aukaútköll stund-
um sólarhringum saman svo nota
varð hverja kríu til hvfldar. Nú eru
tímar breyttir og aðrir siðir.
Fyrir hönd allra starfsmanna
Flugfélagsins Emis fyrr og síðar
þakka ég samfylgdina og samstarf-
ið. Hvfl í Guðs friði.
Ég sendi Jóhönnu Bárðardóttur,
bömum og fjölskyldum þeirra mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Hörður Guðmundsson.
Vinur minn, lokavegferðin var
erfið en ég veit að þú varst sama
baráttuhetjan og einkennt hafði þitt
fas alla tíð. Þú varst glaður maður
og frásagnargleðin mikil og oft svo
lifandi að líkja mátti við myndband
nútímans. Ég átti því láni að fagna
að vegir okkar lágu saman, bæði í
leik og starfi. Eg kynntist fjöl-
skyldu þinni og starfaði með böm-
um þínum. I sumum barna þinna
ert þú svo Ijóslifandi kominn að
margt mun lifa þig. Ég gæti skrifað
mjög langa sögu og skemmtilega af-
lestrar um þig og sum atvik sem við
áttum saman á lífsins leið. Einu at-
viki gleymi ég aldrei og er oft búinn
að brosa að skemmtigöngu okkar
um götur Honoluluborgar á Hawaii
í janúar 1973. Þá sögu segi ég að-
eins í góðra vina hópi við sérstök
tækifæri.
Það er þannig að sumir menn
skilja bara eftir minningar fullar af
lífi og gleði og þú ert sá vinur vinn
sem alltaf vekur upp glaða hugsun
og minnir á þörf um mikið lífsrými
og frjálsa hugsun sem stundum
flæddi með mælsku þinni og orðum.
Ég mun vafalaust síðar segja frá
einhverju því skemmtilega sem við
upplifðum saman og veit að þá
gleðst þú einnig í öðrum heimi. Nú
kveð ég þig, kæri vinur.
Jóhönnu, börnum ykkar, mökum
þeirra, bömum og barnabömum
votta ég innilega samúð og bið Guð
að veita ykkur öllum styrk.
Guðjón A. Kristjánsson.
GUÐRÚN
BEINTEINSDÓTTIR
+ Guðrún Theó-
dóra Beinteins-
dóttir fæddist á
Vesturgötu 26b í
Reykjavík 12. októ-
ber 1915. Hún lést á
Landakoti í Reykja-
vík 11. maí síðastlið-
inn.
titför Guðrúnar
Theódóru fór fram
frá Fossvogskirkju
föstudaginn 21. maí.
Við systkynin, böm
Ólafs Beinteinssonar
og Sigurveigar Hjalte-
sted, langar að kveðja þig með fá-
einum orðum.
Okkur langar að þakka fyrir þína
miklu glaðværð, þitt góða og milda
skap og þína skemmti-
legu músikhæfileika
sem við höfum fengið
að njóta í gegnum árin.
Við kveðjum þig með
þessum orðum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðs þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
(Vald. Briem.)
Við vottum öllum okk-
ar dýpstu samúð.
Lárus H. Ólafsson, Ólafur B.
Ólafsson, Emib'a Ólafsdóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir og
fjölskyldur.