Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 62

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Hörðustu töffar- arnir með beltin spennt“ Grettir Pabbi gamli var vanur aS segja: „Litlir hundar* eru i yap »ð/ ,, * nV ð* k )) Ljóska Hi/ilik f&sinnoJí -Hvtrnig dc tturþti \___pitlo-> kug?! fyoSrtiQ sUmr&ót- Ferdinand Þetta er aðeins fyrsta lotan, Og nú er komin Sjáðu til, Kalli Bjarna, og við erum nú þegar með rigning.. þú verður bara að trúa! núll fjörtíu stigum undir! Frá Ragnheiði Davíðsdóttur: UM miðjan júní eru liðin fimm ár frá þvi skipulegt forvarnarstarf hófst hjá Vátryggingafélagi íslands en fyrsta verkefnið var að setja á markað eina öruggustu bamabíl- stóla sem völ er á í heiminum. Haustið 1994, hófust síðan umferð- arfundir VÍS, „Tökum slysin úr um- ferð“ þar sem fjallað er um afleið- ingar umferðarslysa og hafa þeir fundir verið haldnir reglulega síðan. Á þessum fimm árum hafa 10.000 ungmenni sótt umferðarfundi VIS á yfir 300 fundum. Á fundunum eru sýnd viðtöl við fómarlömb umferð- arslysanna, m.a. ungt fólk sem vald- ið hefur slysi, ökumenn og farþega sem slasast hafa í umferðinni, for- eldra þeirra, skólafélaga og aðra sem um sárt eiga að binda. Þá er fjallað um afleiðingar ölvunarakst- urs, hraðaksturs, bílbeltanotkun, viðhorf ungra ökumanna til umferð- arinnar og fleira. VÍS hefur átt mjög gott samstarf við Félag fram- haldsskólanema en nemendafélög skólanna hafa boðað til umferðar- funda á skólaárinu, þar sem fulltrú- ar VIS hafa mætt, ásamt ýmsum gestum en meðal þeirra em fatlaðir einstaklingar úr SEM-samtökun- um, lögreglumenn og sjúkraflutn- ingamenn. Fundirnir em afar áhrifaríkir og skilja eftir sig sterkan boðskap í baráttunni við umferðar- slysin. Tvisvar í mánuði era síðan haldn- ir umferðarfundir í húsakynnum VIS, Armúla 3, Reykjavík og em þeir opnir öllum ungum ökumönn- um, ökunemum og aðstandendum þeirra. Fundirnir era á dagskrá annað hvert mánudagskvöld og hefjast stundvíslega klukkan 19.30. Auk dagskrárinnar fá þátttakendur að gjöf blaðið Stanz, penna, T-bol og endurskinsmerkispjald á skóla- töskuna. VIS hefúr einnig frá upp- hafi umbunað sérstaklega þátttak- endum umferðarfundanna, sem tryggja eigin bíl hjá félaginu, með því að veita þeim veralegan afslátt af ábyrgðartryggingu. Þau hlunn- indi fá þeir einir sem mæta á fund- ina. Þótt aðaláherslan í forvamastarfi VÍS hafi beinst að ungum ökumönn- um, hefur félagið þó ekki gleymt öðram þjóðfélagshópum. Samfara útleigu á bamabflstólunum hefur VÍS boðið upp á sérhæfð fræðsluer- indi um slysavamir bama og ung- menna hjá félagasamtökum, á leik- skólum og fleiri stöðum, og sérstaka forvarnadagskrá fyrir eldri borgara þar sem fjallað er um slysavarnir, innan og utan heimilis, vatns- tjónsvamir, þjófavarnir og brana- vamir. Nýjasta verkefnið í for- vamamálum VÍS era forvamafund- ir/námskeið með bflstjóram fólks- og vöruflutningabfla þar sem fjallað er um öryggisatriði sem tengjast þeirri atvinnugrein. Þar er meðal annars fjallað um ökurita, hraðatak- markara, ökuhraða, hjólbarða, bfl- belti, tengibúnað og frágang farms, flutning hættulegra efna, farsíma- notkun og fleira. Foreldrar og for- ráðamenn ungmenna á ökunáms- aldri era hvattir til að senda böm sín á umferðarfundi VÍS. Til marks um gildi þeirra er eftirfarandi saga: Ung stúlka snýr sér að undirritaðri í verslun og segir henni að hún hafi mætt á umferðarfund VÍS í menntaskólanum þar sem hún stundar nám. „Jæja, og hvemig fannst þér?“ spurði forvamafulltrú- inn. „Hann hafði mikil áhrif á mig - en það er ekki aðalmálið, því við vin- konumar notum alltaf bflbelti og ökum aldrei of hratt. En hörðustu töffaramir í skólanum, sem aldrei notuðu bflbelti, hafa ekki tekið þau niður síðan fundurinn var haldinn." Þessi orð færðu mér heim sanninn um að VÍS væri á réttri leið í bar- áttunni við umferðarslysin. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, forvarna- og öryggismálafulltrúi Vá- tryggingafélags Islands. Vanhugsuð vinnubrögð Frá Eggerti E. Laxdal: ÞAÐ stendur ekki á því að sekta fólk fyrir smávegis mistök, eins og á sér stað með bflbeltin, því að oft era þau svo klaufalega staðsett, að það er ekki nema fyrir æfða fimleika- menn að læsa þeim. Lásamir nema við rassinn í stað þess að vera ofan- vert á vinstra læri, þar sem til þeirra næst. í mörgum fimmmanna bflum era ekki nema fjögur belti, tvö fram í og tvö aftur í. Þetta rýrir notagildi bíl- anna og er furðuleg ráðstöfun, þessu þarf að breyta. Það er ekki nóg að setja lög, ef ekki er mögu- legt að halda þau og gera löggæsl- una að Grýlu á fólkið, með blokk og penna, til þess að skrá sökudólga í dagbækm- lögreglunnar sem brota- menn, í stað þess að vera fólki til að- stoðar, þegar á þarf að halda. Ég lýk þessu með bílbeltin og sný mér að öðra, sem einnig varðar öku- menn. Við afleggjarann frá Reykjavík, þar sem sveigt er inn á leiðina til Hveargerðis og Selfoss er stærðar skilti, með ýmsum staðanöfnum, en þar sést hvorki nafn Hveragerðis né Selfoss, sem þó era fjölfómustu staðimir. Þetta kemur sér illa fyrir marga ferðamenn og ekki síst út- lendinga, enda aka margir framhjá þessum vegamótum, þegar engin leið er að snúa við á þessum vegi. Þetta þarf að lagfæra og setja nafn Hveragerðis og Selfoss efst á skilt- ið, með stórum stöfum. EGGERT E. LAXDAL, Frumskógum 1, Hveragerði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.