Morgunblaðið - 27.05.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.05.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg BÁRUJÁRN SKOMMÓÐA Önnu Málfnðar Jónsdóttur. VERÐLAUNALAMPI Dagrúnar Jónsdóttur úr gleri og grjóti. ÞESSA dagana stendur yfir sýn- ing útskriftarnema af hönnunar- braut Iðnskólans í Hafnarfirði. Á sýningunni kennir margra grasa og ímyndunaraflinu hefur víða verið gefin laus taumur, enda segir Þorkell Guðmundsson, .... við hönnunardeildina, að það sé allt mögulegt sem nemendum detti í hug að gera. Verkin á sýningunni eru öll nytjahlutir og segir í fréttatil- kynningu á skólinn leggi áherslu á listræna hönnun og fallegt handverk. Efniviður nemenda er af ýmsum toga en finna má verk unnin úr efnum eins og plasti, gleri, járni og hreindýraskinni. Þá eru verkin af ýmsum stærð- argráðum og gerðum, en á sýn- ingunni má sjá allt frá armbönd- um upp í sófaborð og arinhillu. Veitt voru verðlaun fyrir þijú verkanna, kommóðu Önnu Mál- fríðar Jónsdóttur, lampa Dag- Vorsýning Iðnskólans 1 Hafnarfirði rúnar Jónsdóttur og skál Sæ- bjargar Freyju Gísladóttur. Sagði Þorkell dómnefndina hafa verið undrandi á því hversu marga góða gripi var að sjá á sýningunni. Kommóða Önnu Mál- fríðar er unnin að hluta úr báru- jámi og segir Anna hafa fengið hugmyndina af því að búa í gömlu bámjárnshúsi. Hún hafi endilega viljað finna ný not fyrir efnið og dottið í hug að vinna kommóðu úr járninu. Hún sagð- ist hafa íhugað formið vandlega og því megi sjá bylgjur bám- járasins endurspeglast í formi kommóðunnar sjálfrar. Að sögn Önnu hefur hún fengið góð við- brögð við gripnum, þó sumir iðn- aðarmenn láti í ljós efasemdir þegar hún lýsi efninu. Þorkell Guðmundsson segir viðbrögð við sýningunni hafa verið góð. Þetta sé fjórða sýning- in sem Iðnskólinn haldi og fjöldi fólks hafi komið að skoða þá daga sem sýningin hefur staðið yfír. Þorkell sagði jafnframt að nemendum hefði íjölgaði við deildina sem nú er orðin tíu ára. En 22 nemendur útskrifast í ár. Námið er, að sögn Þorkells, hugsað sem undirbúningur að frekara námi og sagði hann marga hafa lagt leið sína í MHI eða hönnunarnám erlendis að iokinni hönnunnarbraut Iðnskól- ans, auk þess sem sumir leggi út í frekara handverk. Vorsýningu Iðnskólans í Hafnarfirði lýkur sunnudaginn 30 maí. György Sebök held- ur masterclass UNGVERSKI píanó- leikarinn og kennar- inn György Sebök heldur tónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 6. júní og í framhaldi af því verður hann með námskeið (master- class) í píanóleik og kammertónlist dag- ana 7.-11. júm'. Nám- skeiðið er ætlað hljóðfæraleikumm og langt komnum tón- listamemendum auk þess sem námskeiðið er opið til áheymar öllum tónlistanmnendum. Nám- skeiðið er haldið á vegum Félags íslenskra hljómlistarmanna í sal félagsins að Rauðagerði 27. Györgi Sebök fæddist í Ung- veijalandi 1922 og hóf tónlistar- nám 5 ára gamall. Hann var að- eins 11 ára gamall þegar hann hélt sína fyrstu tónleika og 14 ára lék hann fyrsta píanó- konsert Beethovens undir stjóm Ferenc Fricsay. Hann stundaði nám í Franz Liszt akademíunni í Búdapest og meðal kennara hans þar vom Zoltan Kodály og Leo Wein- er. Hann varð pró- fessor í píanóleik við Bela Bartók tónlist- arháskólann í Búda- pest 1949 og árið 1950 var hann sæmd- ur alþjóðlegum verð- launum sem kennd em við Berlín og ungversku Liszt verðlaunin. Hann settist að í Frakk- landi árið 1957 en fór víða, hélt ein- leikstónleika og lék með öllum fremstu hljómsveitum heims og þekktir urðu kammertónleikar sem hann hélt með Arthur Gmmiaux og Janos Starker. Auk þess lék haiui inn á fjölda hljómplatna. Árið 1962 Flutti Sebök til Bandaríkjanna og kennir nú við tónlistardeild Indiana-háskóla í Bloomington auk þess sem hann kennir í Berlín, Tókýó og Kanada og heldur námskeið víða um heim. Síðan 1974 hefur Se- bök haldið sumaraámskeið í svissnesku fjallaþorpinu Eraen. György Sebök Nýjar bækur • HVALREKI eða kvalræði er ritgerð eftir Jón Kr. Gunnarsson. Undirtitill á baksíðu er Keikó, leiksoppur fáránleikans. Höfundur fjallar vítt og breitt um hvalamál, ekki síst um að- dragandann og sögulegan flutn- ing á Keikó til Vestmannaeyja, segir í fréttatilkynningu. Þó að undirtónninn í ritgerð- JónKr. Gunnarsson inni sé á alvar- legum nótum er slegið á ýmsa strengi. Útgefandi er Bókaútgáfan Rauðskinna. Ritið er 80 bls. og kostar 1.680 kr. Sunnlenskar söngdísir ÚR seríunni „Energia", vasar gerðir úr jámi og gleri eftir Dögg Guðmundsdóttur. Mýkt og harka MYNPLIST Stöðlakot HÖNNUN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Til 30. maí. í STÖÐLAKOTI gefur að líta at- hyglisverða sýningu á hönnun eftir ungan iðnhönnuð, Dögg Guðmunds- dóttur. Dög hefur numið bæði í Mflanó, einni af höfuðborgum hönn- unar í Evrópu, og í Kaupmannahöfn. Þar hefur hún sest að og tekið sam- an við hóp hönnuða sem kallar sig Globus, og hefur IKEA nú nýverið leitað eftir samstarfi við hana. Dögg vinnur aðallega með gler, og á sýningunni er sitthvað sem hún hefur verið að vinna að í gler og með glermuni. Flestir munimir eru úr seríu sem hún kallar „Energia“, og eru vasar sem gerður eru úr jámi og gleri. Innblásturinn sótti Dögg til eldsumbrotanna í Vatnajökli og þeirra hrikalegu andstæðna sem heilluðu menn á sínum tíma, þar sem bráðið jarðefnið braut sér leið í gegnum gjána í jöklinum. Dögg læt- ur blása gleri inn í sívala og ferkant- aða jámhólka, dökka af ryði. Á járn- hólkana hafa verið sagaðar rifur og göt og hefur bráðið glerið þrýst sér í gegum rifumar og gúlpast út um götin. Vasarnir á sýningunni eru út- færðir í ýmsum tibrigðum við þessa einföldu hugmynd. Það er ekki óþekkt að handverksfólk og hönnuð- ir noti saman gler og málm til að tjá andstæður efnis og forms, en Dögg finnur hér einfalda lausn sem býður upp á óvæntar útfærslur. Aðrir munir á sýningunni sýna að hugmyndin að vösunum var engin hending. Dögg sýnir einnig lampa, sem er raðað saman eins og stuðla- bergi, og vegglampa, sem líkjast flugdrekum, þar sem saman fara snjallar hugmyndir og hugvitsam- legar útfærslur. Gunnar J. Árnason TÓNLIST Hallgrímskirkja Kórtónleikar Cantina, stúlknakór Hallgrímskirkju undir stjóm Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, söng erlend og ís- lensk kórlög. Gestur kórsins á tón- leikunum var Stúlknakór Selfoss- kirkju undir stjóm Margrétar Bóas- dóttur. Píanóleikari var Lára Rafns- dóttir og organisti Glúmur Gylfason. Þriðjudagskvöld kl. 20. CANTINA, heitir telpnakór, starfræktur í Hallgrímskirkju. Kór- inn er skipaður aðeins átta stúlkum, og segir sig sjálft að hver og ein þarf að vera afbragðsgóð til að góð- ur árangur náist, þar sem hver ein- staklingur er svo stór partur af heildinni. Gestur kórsins á tónleik- unum var Stúlknakór Selfosskirkju, - um það bil þrefalt stærri og þar af leiðandi einnig öflugri í hljómrænu tilliti. Þótt kóramir hafi verið ólíkir að ytri gerð, áttu þeir ýmislegt sam- eiginlegt, og þar íyrst og fremst góðan og hreinan söng. Kóramir sungu ýmist saman eða hvor í sínu lagi, og stundum var kórunum skipt í minni hópa, og einnig sungu sex stúlkur úr báðum kórum einsöng við undirleik Láru Rafnsdóttur. Efnisskráin var blönd- uð, madrigalar og mótettur, íslensk og útlend þjóðlög, norræn lög, þýsk rómantík, íslensk lög, negrasálmar, söngleikjamúsík, dægurlög og fleira. Það fór ekki á milli mála þegar sameinaðir kórarnir hófu upp raust að hér voru úrvalskórar á ferð. Engum sögum fer af því hve mikið kórarnir hafa æft saman, en þeir voru sannarlega vel samstilltir og stúlkurnar þrjátíu sungu algjör- lega einum rómi. Hljómur kórsins var mikill og þéttur, klingjandi hreinn, með sindrandi háa sóprana á toppnum og hljómmikla alta á botninum. Milliröddin pottþétt. Það var einskær unun að hlusta á söng stúlknanna. í fýrsta hluta efn- isskrárinnar sem samanstóð af ís- lenskum þjóðlögum og kórlögum voru þjóðlagið Gloria tibi og sálm- urinn Til þín, Drottinn frábærlega fallega sungin, af mikilli tilfinningu og músíkalskri dýpt. Kórarnir sungu einnig hvor í sínu lagi, en sameinuðust aftur nokkrum sinn- um. Cantina kórinn söng einn nokkur lög. Kórinn söng með afbrigðum hreint og fallega, þótt vissulega væri hann hljómminni en stóri kór- inn. Ef eitthvað er hægt að finna að söng Cantina kórsins, er það að hann mætti syngja meira út, og leyfa hljómnum að óma og lifa - ekki halda aftur af honum. Með svona frábærar stelpur sem allar eru auðheyrilega miklar söngpípur ætti þetta að vera leikur einn. Bestu lög kórsins á öðrum hluta efnis- skrárinnar voru Alleluja eftir Alessandro Constantini og Ljúfur ómur eftir Bortniansky, sem sann- arlega er ekki síðra í útsetningu fyrir bjartar raddir en í vinsælli út- setningu fyrir karlaraddir. Stúlknakór Selfosskirkju söng einnig einsamall. Kórinn er einstak- lega góður og hefur á að skipa úr- valsröddum. Þar var gengið hreint til verks, og hvert lagið af öðru sungið músíkalskt og fallega. Það var áberandi hvað núansar í inn- komum og í endaatkvæðum hend- inga voru vel æfðir og kórinn hund- rað prósent samtaka. Það þarf mik- inn aga, þjálfun og einbeitingu til að gera þetta jafnvel. Spænska endur- reisnarmótettan Tanquam agnus eftir Vittoria var skínandi góð í flutningi kórsins og einnig Jubilate Deo eftir Agazzari, þar sem stúlkur úr tíunda bekk sldpuðu tvo minni kóra sem sungust á við hinn hluta kórsins. Það yrði löng runa að telja allt það upp sem fallega var gert á þess- um indælu tónleikum. Það er þó ekki hægt annað en að minnast á söngkonumar sex sem stóðu upp einsamlar og sungu við undirleik Láru Rafnsdóttur á píanó. Þar gat að heyra hvern úrvals efnivið þær Bjamey Gunnlaugsdóttir og Mar- grét Bóasdóttir hafa í kómm sínum. Þarna sungu þessar frábæra stúlk- ur af mikilli einlægni og músíkölsku næmi, - allar efnilegar. í tónleikalok sungu kórarnir sam- an negrasálminn Go down Moses feikna vel, sem og aukalagið Maí- stjörnuna, og fór vel á því að meðan kórinn söng síðamefnda lagið bratu kvöldgeislar maísólarinnar sér leið inn í salinn um örmjóa gluggana og slógu töfrabirtu á söngdísimar sunnlensku. Bergþóra Jónsdóttir Tónleikar í Stykkis- hólmskirkju KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópransöngkona, Jóhann Stef- ánsson trompetleikari og Bi-ynhildur Ásgeirsdóttir pí- anóleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Allessandro Scarlatti, Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Handel, Henry Purcell og Aldrovandini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.