Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Yfír tuttugu þúsund börn hafa dvalið í skdlabúðunum í Reykjaskóla í Hrútafírði Tímamót er stjórnendur láta af störfum Hvammstanga - Skólabúðir hafa verið reknar á Keykjaskóla frá árinu 1988. Tímaniót urðu þar í vor, þegar hjónin Bjarni Aðal- steinsson og Guðrún Krist.jáns- dóttir luku starfi sínu við skóla- stofnunina eftir áratuga störf og síðustu ár við stjórnun skólabúð- anna. Skólasetur hefur verið á Reykjatanga frá árinu 1931, einn héraðsskólanna, sem reknir voru vítt um landið. Tími þessara skóla leið undir lok og á Reykja- skóla var tekið upp nýtt rekstr- arform árið 1988. Fyrirmyndin var sótt til Norðurlanda, en var löguð að aðstæðum á Reykja- skóla. Þá höfðu þau lijon starfað við skólann allt frá árinu 1963 og Bjarni sem skólastjóri frá árinu 1981. Þau eru bæði Bolvíkingar að uppruna. Er komið var að Reykjaskóla nýlega voru þar um 70 nemendur úr 7. bekk frá Húsavík, af Sval- barðseyri og úr Eyjafirði. Þetta var síðasti starfsdagur Bjarna og hann var beðinn að segja frá reynslunni af skólabúðunum. Hann sagði að í skólabúðirnar hefðu komið um 21-22 þúsund börn á þessu 11 ára t.ímabili. Þrír kennarar starfa við búðirnar, auk skólastjora, en fjórir starfs- menn í eldhúsi og við ræstingar. Börnin koma frá skólum vítt um land, bæði þéttbýli og dreifbýli. Bjarni segir að dvalarkostnað- ur fyrir hvert barn hafi verið 5.500 krónur á viku, þ.e. fyrir fæði og umhirðu. Laun og annar kostnaður er greiddur af rekstr- araðilum skólabúðanna, að veru- legum hluta úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Mörg dæmi eru um að einstök sveitarfélög greiði niður dvalar- og ferðakostnað barnanna og einnig dæmi um að skólarnir standi fyrir frjálsri fjáröflun til verkefnisins. Með börnunum eru alltaf kennarar, sem þekkja vel til hópsins. Börnin koma um há- degi á mánudag og fara um há- degi á föstudag. Færð og veður getur raskað áættunum, en það gerist sjaldan. Byggðasafnið notað til kennslu Dagskrá á skólabúðadögum er fjölbreytt og skiptist í nokkur þema; Bátsferðir og fræðsla tengd þeim, veðurfræði og um- hverfisleiki, Qöruferð, með vinnu á rannsóknarstofu og greiningu fjörudýra og gróðurs, byggða- safhsdvöl, íþróttadagskrá og sundiðkun. Leitast er við að nýta aðstæður á Reykjatanga sem best. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna er á Reykjatanga og er óspart notað til kennslu og fróðleiksmiðlunar. Þar er há- karlaskipið Ófeigur hinn besti vettvangur. Bjarni segir frá sjó- sókn til forna, nýtingu sjáyarafla og lífi fólks á ströndinni. í gömlu baðstofunni segir Guðrún frá mannlífi á heimilum, matarvenj- um og borðsiðum. Hún sýnir úr- vinnslu ullar með tilheyrandi búnaði og segir frá gildi hennar Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson BJARNI Aðalsteinsson skólastjórí framan við bóknámshúsið. GUÐRUN Kristjánsdót I ;ir skýrir ullarvinnslu liðinna tíma í baðstofunni í Byggðasafninu. fyrir allt mannh'f áður fyrr. Þannig eru aðstæður í Byggða- safninu nýttar og áhugi unga fólksins ótvÉræður. I (þróttatúna er leitast við að allir séu með og allir geti unnið. Dagurinn líður, en enginn tími er fyrir iðjuleysi. Eftir kvöldverð er undirbúin kvöldvaka, sem er fyrsta kvöldið unnin af heima- fólki, en hin kvöldin af nemend- um og kennurum þeirra. Oft fyrsta ferðin að heiman Með fjörutíu barna hópi frá Borgarhólsskóla á Húsavík voru kennararnir Margrét Samsonar- dóttir, Guðmundur Friðgeirsson og Sigríður Jónsdóttir. Margrét sagði börn úr skóla súium hafa sótt skólabúðirnar í þessi ellefu ár. Kostir við slíka dvöl væri ótvíræður. Oft væru börn að fara í fyrsta sinn að heiman, dvölin líktist hefðbundinni dvöl á heimavist. Börnin kynntust betur með því að dvelja saman þennan tíma og lærðu að taka tillit til hver ann- ars. Þá væri aðstaða í sumarbúð- unum ágæt og maturinn frábær. Margrét sagðist vonast til að starfsemi skdlabúðanna legðist ekki af þðtt núverandi stjórnend- ur færu af vettvangi. Aðspurður sagði Bjarni að sér fyndist kominn tími t il að hætta störfum á Reykjaskóla. Þau hjón færu af vettvangi með söknuði. Um framtíðina vill hann ekki ræða, en eflaust lætur þessi reyndi skólamaður ekki iðjuleys- ið grípa sig. Ljóst er að þau hjón skilja eftir sig skarð í samfélaginu við Hrútafjörð. Bjarni hefur setið í sveitarstjórn Staðarhrepps um árabil og Guðrún hefur meðal annarra starfa verið kirkju- organisti í Prestbakkasókn. Bjarni sagði að á þessum tíma- mótum væri sér efst í huga þakk- læti til alls samstari'slolks á Reykjaskóla í gegnum tíðina. Finnbogi G. Lárusson hættir eftir 65 ára setu i sóknarnefnd Hellnakirkju Meðhjálpari, hringj- ari, organisti og kórstjóri í áratugi Hellissandi - Með sanni má segja að starfs- ferill Finnboga G. Lárussonar á Laugar- brekku fyrir kirkju sína á Hellnum sé í hæsta máta óvenjulegur orðinn. Finnbogi sat í sóknarnefnd Hellnakirkju í 65 ár og þar af var hann formaður nefndarinnar í 61 ár. Hann lét ekki þar við sitja, heldur var hann safnaðarfulltrúi í 28 ár, meðhjálpari kirkjunnar í 12 ár og hringjari í 28 ár. Á þeim árum sem hann hefur verið í forystu safnaðarins hafa ekki fallið úr nema í mesta lagi tveir héraðsfundir sem hann hefur ekki setið. Afskiptum Finnboga af kirkjulegu starfi í Hellnasókn var ekki lokið með þessu einu. Hann var einn af fyrstu mönnum í Breiðu- víkurhreppi til að eignast harmoniku og undi illa organista og kórleysi kirkjunnar. Því lagði hann á sig að læra sjálfur á harm- oníum og æfa kirkjukórinn með aðstoð Sig- urðar Birkis söngmálastjóra. Þetta gerði hann í 47 ár, sat við hljóðfæri kirkjunnar og stjórnaði söngnum og söng sjálfur með. Þá var hann áður í tíu ár búinn að taka þátt í því söngstarfi sem við kirkj- una var. Stóð fyrir kirkjubyggingu og naut aðstoðar Kjarvals Þar sem Finnbogi var formaður safnaðar- ins kom það í hans hlut að standa fyrir nýrri kirkjubyggingu á Hellnum árið 1945. Er það stórmerkileg saga hvernig honum tókst það með ódýrum hætti og aðstoð Jóhannesar Kjarvals listmálara, vinar síns. En honum fylgdi hann ævinlega á ferðum hans á Snæ- fellsnesi. Hann hefur sinnt þeirri kirkju síðan og hugsað um hana eins og sjáaldur auga síns. Kirkjan og kirkjustæðið á Hellnum er talið eitt það fegursta sem finnst og leggur marg- ur þangað leið sína. Fyrirmynd Hellna- kirkju er að ýmsu leyti kirkjan á Þingeyri við Dýrafjorð sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði. Á þessum langa ferli sínum hefur Finn- bogi þurft að vera í sambandi við sex bisk- upa og starfsmenn þeirra í Reykjavík, fjölda prófasta og hefur orðið flestum prestum prófastsdæmisins gjörkunnugur sem hrifist hafa af ósérhlífnu og fórnfúsu starfi hans. SamsMpti hans við kirkjuna og prestana hafa verið svo náin, og framganga hans virðuleg, að sumir hafa ósjálfrátt orðið til að kalla hann sr. Finnboga á Hellnum og hafa ekki vitað betur. Slíkrar virðingar hefur hann notið innan kirkjunnar. Forsöngvari í kveðjuhófinu Nú hefur Finnbogi látið af störfum enda verður hann níræður í haust. Af því tilefni var honum haldið samsæti á Hellnum á sunnudag og þökkuð löng og mikil störf fyr- ir kirkju og söfnuð. Hófst það með helgi- stund í Hellnakirkju, þar sem Finnbogi gegndi bæði hlutverki meðhjálpara og hringjara og var forsöngvari í þeim sálmum sem sungnir voru að gömlum sið. Að helgi- stundinni lokinni þökkuðu kirkjugestir Morgunblaðið/Ólafur Jens Sig. FINNBOGI G. Lárusson á Laugar- brekku á tröppum Hellnakirkju. Fyrir kirltjii sína og samfélag hefur hann unnið af heilum hug en hann lætur nú af störfum, níræður að aldri, eftir 65 ára setu í sðknarnefnd. Finnboga fyrir störf hans með hlýju og inni- legu faðmlagi á kirkjutröppum. í kaffisamsætinu sem Kristinn Kristjáns- son, kennari frá Bárðarbúð, stjórnaði flutti núverandi formaður safnaðarins, Reynir Bragason á Laugarbrekku, þakkir frá söfn- uðinum og Guðrún Bergmann flutti þakkir frá Snæfellsássamfélaginu á Hellnum. Það er einn af höfuðkostum Finnboga að hann gerir aldrei ágreining við aðra útaf trúmál- um en vinnur traust þeirra og trúnað með vináttu og kærleika. Þannig tilkynnti Guð- rún, um leið og hún afhenti Finnboga gjöf frá samfélaginu í Brekkubæ, að þau hjónin hyggðust vera í sömu kirkju og Finnbogi framvegis og gerast sóknarbörn Hellna- kirkju. Fleiri ræður voru fluttar og Finn- boga færðar gjafir í tilefni þessara merku tímamóta. Hjálpaði mönnum og málleysingjum í veikindum þeirra Störf Finnboga fyrir Hellnakirkju eru að- eins einn þáttur af mörgum í lífsstarfi hans því hann hefur alla sína tíð verið að vinna þessu samfélagi og byggð á Hellnum allt það gagn sem hann hefur getað og raunar gamla Breiðuvíkurhreppi öllum. Jafnframt búskap sínum á Laugarbrekku. Þannig var hann vörslumaður lyfja fyrir héraðslækninn og dýralækninn áratugum saman, sótti námskeið og fékk leiðbeiningar um hvernig ætti að hjálpa mönnum og málleysingjum í veikindum þeirra. Langt lífsstarf Finnboga er því vægast sagt orðið óvenjulegt í hæsta máta og ekki að undra að fólki væru þakkir í huga á Hellnum sl. sunnudag, því enn mætti halda áfram að telja upp hvernig hann hefur lagt sig í líma við að verða samtíð sinni og um- hverfi að liði. Finnbogi var giftur Lóu Fanneyju Jó- hannesdóttur sem studdi mann sinn í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Konu sína missti hann fyrir tveimur árum. Þau áttu ekki börn saman en stjúpsyni tvo 61 Finn- bogi upp, syni Fanneyjar. Eru það Reynir Bragason, bóndi á Laugarbrekku og núver- andi formaður sóknarnefndar á Hellnum, og Helgi Þorkelsson sem búsettur er í Reykja- vík. Þrátt fyrir háan aldur er Finnbogi enn- þá vel ern og við ágæta heilsu tíl líkama og sálar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.