Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 + MORGUNBLAÐIÐ WtotQmtMiútíb STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: FRAMKVÆMDAST JÓRI: RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJOREGGIÐ OG ÞJÓÐARVILJINN HINIR ungu ofurhugar, sem sigldu á gúmmíbátum og kajökum um Dimmugljúfur um helgina, hafa unnið mikið afrek. Það er ánægjulegt að fylgjast með því hve ungt fólk stefnir hátt í útivist af margvíslegu tagi og stundar hana af mikilli þekkingu og fagmennsku og leitar aðstoðar erlendra kunnáttumanna ef þörf krefur. Enda aldrei of var- lega farið. Fífldirfska getur verið dýrkeypt. Ferðin um Dimmugljúfur er eitt dæmi um þetta. Fjallgöngur ungra fjallgöngumanna eru annað. Skíðagöngur á jöklum og Suð- urskautslandinu eru enn eitt slíkt dæmi. Leiðangursmenn áttu ekki orð til þess að lýsa fegurð gljúfranna. Lesendur Morgunblaðsins, sem skoðuðu myndir sem blaðið birti í gær, geta þó gert sér grein fyrir að með þessari ferð hefur nýr ævintýraheimur opnazt á íslandi. Þegar sjónvarpsmynd verður sýnd eftir nokkrar vikur eða mánuði fær fólk enn gleggri hugmynd um það sem hér er á ferð. Ferð þessa unga fólks um Dimmugljúfur verður áreiðan- lega til þess að margir munu telja fráleitt að efnt verði til virkjunarframkvæmda sem valdi því að þessi hrikalega náttúra hverfi að verulegu leyti. Það munu ekki síður standa deilur um þetta svæði en önnur sem til umræðu hafa verið. Deilur um það hvort virkja beri hér eða þar eru erfiðar fyrir þetta fámenna þjóðfélag þar sem návígið er mikið. Deilurnar um fiskveiðistjórnarkerfið sýna hve slíkar deilur geta orðið hatrammar í okkar samfélagi. Við þurfum að finna leið til þess að leysa slík deilumál á lýðræðislegan hátt og á þann veg að báðir málsaðilar geti sæmilega við unað. Slík aðferð er til og er þá átt við að þjóðin taki afstöðu til einstakra álitamála í þjóðaratkvæðagreiðslu. I umræðum um hugsanlega aðild Islands að Evrópusambandinu hafa stjórnmálamenn verið sammála um að slíka ákvörðun ætti að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nýjar hugmyndir um auk- ið lýðræði, lýðræði 21. aldarinnar, sem Morgunblaðið hefur ítrekað fjallað um síðustu árin, byggja á því að hinn almenni borgari hafi nú jafngóðan aðgang að upplýsingum og hinir kjörnu fulltrúar í sveitarstjórnum og á Alþingi. Þar með hafi forsendur skapazt fyrir því að þjóðin sjálf taki ákvörð- un um viðkvæm deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það ætti að verða alvarlegt umhugsunarefni að beita þessari aðferð við úrlausn veigamikilla álitamála á borð við þau hvar skuli virkjað eða ekki virkjað og hvernig standa skuli að stjórn helztu auðlinda þjóðarinnar á borð við fiski- miðin. FRUMKVÆÐI HORNAFJARÐARBÆJAR UPPLÝSINGABYLTINGIN, sem orðið hefur með örri þróun tölvutækni og tilkomu Netsins, á eftir að hafa mikil áhrif á samskipti stjórnvalda og almennings. Upplýs- ingalögin, sem sett voru fyrir nokkrum misserum, opna fólki leið til margvíslegra upplýsinga og ef synjað er um upplýs- ingar er hægt að skjóta þeirri afgreiðslu til sérstakrar úr- skurðarnefndar sem tekur afstöðu til þess hvort um trúnað- armál sé að ræða. Nú hefur Hornafjarðarbær tekið forystu um nýja þróun á þessu sviði með þeirri ákvörðun að opna leið að skjalasafni sveitarfélagsins um Netið. Þar með getur hinn almenni borgari kynnt sér þau málefni sem til meðferðar eru og op- inn aðgangur er að. Stjórnsýsla sveitarfélagsins verður opn- ari og gagnsærri en um leið losna starfsmenn sveitarfélags- ins við að afla upplýsinga fyrir fólk sem það getur sjálft nálgast í stofunni heima hjá sér. Þetta er merkilegt frum- kvæði hjá Hornafjarðarbæ sem ástæða er til að veita eftir- tekt. Ákvörðun sveitarstjórnarinnar á Höfn í Hornafirði hefur mikla þýðingu og á eftir að varða veginn fyrir önnur sveitar- félög í landinu og opinberar stofnanir. Ekki er ástæða til að ætla annað en að þessi tilraun gefist vel og þess er að vænta að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið og það sem allra fyrst. Opinn aðgangur borgaranna að slíkum gögnum eykur traust í garð sveitarfélagsins og skilning borgaranna á þeim við- fangsefnum sem fjallað er um á opinberum vettvangi. For- ráðamenn Hafnar í Hornafirði hafa vísað veginn til framtíð- arinnar með þessari merkilegu ákvörðun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu fund með forsætis RÁÐHERRARNER gerðu grein fyrir viðræðum sfnum á fundi með fréttamönnum. Frá vinstri: Kjell Magne Boi Keizo Obuchi, Davíð Oddsson, Poul Nyrup Rasmussen og Göran Persson. Vilja auka samsi sitt á njrju árþúsi FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna fimm og Keizo Obuchi, forsætisráð- herra Japans, urðu sammála um það á fundi sem þeir áttu saman á Hótel Sögu í gærmorgun að stuðla áfram að góðri samvinnu og vingjarn- legum samskiptum landanna. Sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á fréttamannafundi, sem haldinn var að loknum fundi ráðherranna sex, að komið hefði fram ríkur vilji til að starfa saman að ýmsum þeim verkefn- um sem bíða á nýju árþúsundi. Atburðirnir í Júgóslavíu voru ofar- lega á dagskrá viðræðna forsætisráð- herranna og lýstu þeir áhuga sínum á því að starfa að friðsamlegri lausn Kosovo-deilunnar, sem og annarra álíka þjóðernisátaka í heiminum. Vilja forsætisráðherrarnir sex gjarnan vinna í sameiningu að því að tryggja að tuttugasta og fyrsta öldin verði öld friðar í samfélagi þjóða; veröld þar sem allir íbúar jarðar búa við viðun- andi lífsskilyrði og þar sem tryggt er að hverjum einstaklingi sé kleift að halda mannlegri reisn sinni. Rætt um aðild að öryggisráði SÞ Afvopnunarmál og starfsemi friðar- gæslusveita bar á góma í samræðum þeirra Davíðs, Pouls Nyrups Rasmus- sens, forsætisráðherra Danmerkur, Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, og Paavos Lipponens, forsætisráðherra Finn- lands, við Obuchi og ennfremur ítrek- uðu forsætisráðherrar Norðurland- anna stuðning sinn við að Japan og Þýskaland hljóti fast sæti í öryggis- ráði SÞ. Notaði Obuchi tækifærið á fréttamannafundinum á Hótel Sögu til að þakka þann stuðning. Aðspurður um það hvort Japanir hygðust á^móti styðja óskir Norð- manna og íslendinga um að fá sæti í öryggisráðinu til skemmri tíma svar- aði hann því til að Japanir ættu eftir að taka afstöðu til þess. Hafa þyrfti í huga að ítalir og Tyrkir hefðu einnig sóst eftir sæti í öryggisráðinu. Obuchi kynnti niðurstöður fundar G-8 ríkjanna Obuchi kvaðst gjarnan vilja nota þau tímamót, sem yrðu við lok árþús- unds, til að efna til gagngerrar end- urskoðunar á starfsemi SÞ þannig að jafhvægi væri í starfsemi hinna ólíku stofnana SÞ. Að sögn Obuchis væru slíkar umbætur forsenda þess að SÞ gætu orðið nægilega öflug samtök til að taka með skilvirkum hætti á vandamálum eins og þeim sem dunið hafa yfir í Kosovo. Lýsti Obuchi ánægju sinni með að forsætisráð- herrar Norðurlandanna hefðu sömu sýn og hann á framtíðarhlutverk SÞ. Davíð Oddsson sagði í upphafi fréttamannafundarins í gær að sér og þeim Nyrup Rasmussen, Persson, Bondevik og Lipponen hefði þótt sér- stakt ánægjuefni að fá tækifæri til að ræða við Obuchi nú, svo skömmu eftir mikilvægan fund G-8 ríkjanna, sem haldinn var í Köln um nýliðna helgi. Mun Obuchi hafa kynnt fyrir þeím niðurstöður þess fundar. Jafnframt ræddu ráðherrarnir um ástand efnahagsmála í heiminum og greindi Obuchi starfsbræðrum sínum frá því til hverra bragða Japanir hefðu gripið í þeirri viðleitni að rífa landið upp úr þeim efnahagslega öldudal sem það hefur verið í, og hvernig horfði til í efnahagsmálum almennt í SA-Asíu. Japanir hafa sóst eftir þvl að næsti framkvæmdastjóri UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, verði japanskur. Sagði Da- víð að ísland og Danmörk hefðu á fundi sínum með Obuchi lýst yfir stuðningi við framboð þeirra í emb- ættið. Japanir horfa mjög til Norðurlanda Þetta er í annað skipti sem forsæt- isráðherrar Norðurlandanna eiga sameiginlegan fund með forsætisráð- herra Japans, en sá fyrri var haldinn í Bergen í Noregi í júní 1997. Sam- Morgunblaðið/Arnaldur HÉR sýna listamennirnir Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jöhannsdóttir norrænum gestum vinnu sína, en japanska forsætisráðherrafrúin var ekki með í heimsókninni. SÉRSTÖK dagskrá var skipulögð fyrir eiginkonur norrænu forsætis- ráðherranna og japanska forsætis- ráðherrans í gærmorgun. Heimsóttu þær bæði Listasafn íslands og vinnustofu Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð. Á Listasafni íslands tók Ólafur Kvaran, forstöðumaður safhsins, á Kynntu sér íslenska list móti gestunum og sýndi þeim safn- ið. Að því loknu var haldið í Kópa- vog, í vinnustofu þeirra Sigríðar Jó- hannsdóttur veflistakonu og Leifs Breiðfjörð myndlistarmanns. Leifur kynnti gestunum m.a. stóran gler- glugga fyrir Hallgrímskirkju sem vígja á fyrsta sunnudag í aðventu og Sigríður sýndi kirkjuskrúða fyrir Fella- og Hólakirkju sem hún vinn- ur nú að. 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.