Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 50
,í50 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ^ENN EINN REB .NINGUR^ ^XZ 1 *ofe 1 N k *rfá | 5 s *« \* —*S /y iP ¦^ 1 * & fe^L. •i > 4 £ Li^^^s^W^^^v1?^^ -rtW _4^ *^ >^==J^3£z 'í 0 IM ON MY OU)N ONE-YARp LINE ..THE COVNT IS THREE ANPTWO..THE EI6HTEENTH HOLE 15 A PAR FIVE WITH WATERIN FRONT..ONE 5EC0NP LEFT ON THE 5HOT CLOCK..THE FACE-OFF 15 IN OUR ZONE..FORT'«'-LOVE, MATCH POINT... /ANPA5EVEN-TEN ( 5PLIT IN THE VTENTH FRAME.' Ég er stödd í eigin markteig og staðan er 3:2....Átjánda holan er par 5 með glompu fyrir framan...Ein sekúnda eftir á skotklukkunni... Uppgjöfin er okkar megin...Fjörutíu - ást, jöfnunarstig... Ertu f vandræðum með fyrstu spurninguna, herra? Og staðan er sjö - tíu f tfunda ramma! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hver er til- gangurinn? Frá Aðalheiði Jónsdóttur: YFIRLÝSINGAR Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur um að Samfylk- inguna hafi skort heildstæða fram- tíðarsýn o.fl. eru athyglisverðar. Hver er tilgangurinn? Er hún að svara kalli Agústs Einarssonar sem vildi strax eftir kosningar stofna nýj- an stjórnmálaflokk og fá Ingibjörgu Sólrúnu fyrir formann? Var það kannski að mati borgarstjóra til að skaða Samfylkinguna að gefa ekki yfirlýsingu um að hún ætlaði að sækja um inngöngu í ESB eins og hún og mágur hennar sögðust vilja gera og hrópuðu hátt um fyrir kosn- ingar? Ef ég man rétt var það einmitt eftir þetta útspil þeirra sem fylgi Samfylkingarinnar fór verulega að dala. Það voru fjölmargir sem sögðust styðja Samfylkinguna en vilja ekki ganga í ESB. Þetta útspil háttvirts borgarstjóra og Össurs Skarphéðinssonar hafði því gagn- stæð áhrif við það sem þau munu hafa ætlast til. Það eru sem sé ekki allir fúsir til að afsala sér fullveldinu í hendur valdaklíkunnar í Brussel og finnst nú þegar nóg hafa verið gert með EES-samningnum, sem sumir hafa gjarna lofsungið meira en efni standa til, og vesalings ríkisstjórnin margsinnis orðið uppvís að því að vita ekkert hvað hún má gera og hvað ekki. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að landsmálapólitíkin sé henni hugleik- in en hún ætli samt að gegna borgar- stjóraembættinu út kjörtímabilið. En burt séð frá öllu þessu fæ ég ekki séð að samanburðarfræði borgar- stjóra hvað varðar Samfylkinguna og R-listann fái staðist þar sem Framsóknarflokkurinn stóð líka að R-listanum og þá klofnuðu hvorki Kvennalisti né Alþýðubandalag eins og nú gerðist. Enginn er ómissandi, segir ein- hvers staðar, ekki heldur Ingibjörg Sólrún. Það er skoðun mín að Sam- fylkingin nái góðri siglingu án henn- ar forystu og ég fæ ekki betur séð en hún hafi staðið sig vel miðað við að- stæður, þar sem sumir fyrrverandi samherjar sneru sinni kosningabar- áttu einkum gegn henni og reyndu að gera hana tortryggilega. Mér sýn- ist að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir geti þess vegna áhyggjulaus haldið sig á heimalyklunum, það er að segja borgarstjórastólnum, ef henni verð- ur veitt áframhaldandi umboð. Þau ummæli borgarstjóra að Samfylk- ingin hafi rekið neikvæða kosninga- baráttu og dregið upp of dökka mynd af þjóðfélaginu, þar sem ríkis- stjórnin hafi ekki gert nein veruleg mistök, eru vægast sagt furðuleg. Eru það ekki alvarleg mistök eða jafnvel glæpur að skipta þjóðarkök- unni þannig að tugir þúsunda lifa undir sultarmörkum og verða að leita til hjálparstofnana til að geta lifað? Hvar hefúr borgarstjóri verið undanfarin misseri? Hefur hún kannski lifað í fflabeinsturni og hvorki heyrt né séð það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu? Lof- söngur hennar um ríkisstjórnina og gagnrýni á Samfylkinguna benda eindregið til þess. Maður getur að sjálfsögðu látið sér detta í hug að ríkisstjórnarflokkarnir þurfi ekki að kvíða harðri gagnrýni eða kosninga- baráttu næst ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður hið leiðandi afl á vinstri vængnum. Lofsöngur borgarstjóra um ríkis- stjórnina og óeðlileg gagnrýni á Samfylkinguna vekja upp ýmsar spurningar sem ekki verður svarað hér en kannski á háttvirtur borgar- stjóri eftir að svara þeim. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík. Þjóðaratkvæðagreiðslu um atkvæðavægi Frá Guðmundi Rafni Geirdal: SAMKVÆMT fréttum hefur Alþingi nýlega samþykkt lög um kosningar og kjördæmaskipan. Að sjálfsögðu ber að fagna betrumbótum á fyrri skipan og að misvægi í atkvæðum hafi minnkað úr um 3,5 niður í um 1,8. En það þýðir að misvægi er enn við lýði! Hvernig er hægt að sætta sig við það að einn kjósandi hafi at- kvæðavægið 1 og annar 1,8? í öUum félögum er það við lýði að allir hafi sama atkvæðavægi, sama hvort hann sé Jón eða séra Jón. Á grundvelli þess er kosið í stjórn. Hvers vegna á það að vera öðru vísi í þjóð-félagi sem þar að auki státar af því að vera svo lýðræðislegt? Að sjálfsögðu ætti kjósandi á einum stað á landinu að hafa sama rétt og ahnars staðar á landinu. Þetta er spurning um jafnrétti. í 65. grein stjórnarskrárinnar segir: ,Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna." Þarna mætti bæta við: kjósendur skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Kosningaréttur eru ein helstu mannréttindin í lýðræðisríki og fjalla um rétt einstaklingsins til að kjósa ákveðna aðila í stjórn þjóð-félagsins. Fyrst að ekki er tryggt jafnrétti í hinum nýsamþykktu lögum legg ég til að þau séu ekki undirrituð af for- seta Islands, Olafi Ragnari Gríms- syni, sem eitt sinn barðist fyrir hag þeirra sem minna mega sín. Þannig legg ég til að fram fari undirskriftar- söfnun þar sem þessu ójafnrétti er mótmælt. Einnig legg ég til að Ólafur sé hvattur með beinum hætti til að nýta rétt sinn í 26. grein stjörnar- skrárinnar þar sem segir meðal ann- ars: „Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjun- ar með leynilegri atkvæðagreiðslu." GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og fyrrv. forsetaframbjóðandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.