Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 33
+ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 3% stisráðherra Japans Morgunblaðið/Jim Smart •ne Bondevik, Paavo Lipponen, starf simdi komulag náðist þá um að efna til sam- eiginlegrar ráðstefnu um öldrun og var sú ráðstefna haldin í ágúst 1998. Lýstu ráðherrarnir í gær ánægju sinni með hvernig til tókst og fógnuðu því að í október á þessu ári mun verða haldin ráðstefna í Tókíó þar sem sam- starf þjóðanna á þessu sviði er enn aukið. Obuchi kvaðst í gær mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að koma til íslands fyrstur japanskra forsætisráðherra og sagði ennfremur að fundur sinn með forsætisráðherr- um Norðurlandanna hefði verið einkar gagnlegur, enda litu Japanir svo á að samfélög Norðurlandaþjóðanna væru að mörgu leyti fyrirmyndarsamfélög og að Japanir teldu sig geta lært mik- ið af Norðurlandabúum. Hrósaði hann Norðurlandaþjóðunum sérstaklega fyrir hversu mikill árangur hefði náðst í tilraunum til að tryggja jafnrétti kynjanna. Viðræður forsætisráðherranna Keizo Obuchi og Davíðs Oddssonar íslandskynning í Japan og sendiráð í undirbúningi Á FUNDI forsætisráðherra Japans og íslands, Keizo Obuchi og Davíðs Oddssonar, í Höfða í gærmorgun var meðal annars rætt um opnun sendi- ráða í löndunum, íslandskynningu sem halda á í Japan á næsta ári, við- skipti landanna og tvísköttun. ís- lendingar hefja á næsta ári undir- búning að opnun sendiráðs íslands í Japan og Japanar hyggjast opna fljótlega upplýsingaskrifstofu á ís- landi. Davíð Oddsson forsætisráðherra kvaðst í samtali við Morgunblaðið ánægður með viðræðurnar, náðst hefði að koma inn á mörg mál en nokkur þeirra hefði þó orðið að geyma. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um viðskipti landanna. „Fyr- irkomulagið á utanríkisviðskiptum þeirra er þannig að þau eru mikið kvótabundin og skriffinnska mikil og við vildum nota tækifærið til að óska eftir því að dregið yrði úr slíkum þáttum og viðskipti landanna auð- velduð. Það var tekið vel í það þótt vissir þættir séu ekki kvótabundnir eins og til dæmis í fisksölunni," sagði Davíð Oddsson. Um opnun sendiráða sagðist Da- víð hafa skýrt starfsbróður sínum frá því að ísland myndi hefja á næsta ári undirbúning að opnun sendiráðs í Japan árið 2001. „Sem svar við því hafa þeir ákveðið að opna hér fljótlega upplýsingaskrif- stofu og að auka viðveru sendiherra síns hérlendis en aðsetur hans er í Ósló." Japanar hafa lýst áhuga sínum á því að sérstök íslandskynning verði í landinu á næsta ári. „Þetta er að frumkvæði þeirra og þeir myndu sjá um skipulagningu en þeir vilja líka fá íslensk stjórnvöld til þátttöku," sagði Davíð og segir þetta mjög já- kvætt framtak. Ósk um tvísköttunarsamning endurnýj'uð Um tvísköttun sagði Davíð að endurnýjuð hefði verið beiðni frá síðasta ári um tvísköttunarsamning landanna sem svarað var á þann veg að lönd stæðu nú í biðröðum eftir slíkum samningum við Japana. Davíð sagði Japana gjarnan vilja gera slíkan samning við íslendinga en þar væri m.a. farið eftir hversu mikil viðskipti landa væru og því kæmi ekki að íslendingum alveg í bráð. Davíð Oddsson sagði að þótt nokkur mál hefðu orðið útundan á fundi þeirra í gærmorgun myndi hann hugsanlega geta nefnt einhver þeirra í óformlegu spjalli við Keizo Obuchi í kvöldverðarboði í gærkvöld en síðan hefði aðstoðarmönnum jap- anska ráðherrans einnig verið af- hent minnisblöð um ýmis atriði varð- andi samskdpti landanna. Hann sagði fund þeirra tveggja alltaf hafa verið ráðgerðan sem hluta af íslandsheim- sókn japanska forsætisráðherrans; jafhframt því sem hann ræddi við forsætisráðherra Norðurlandanna hefði alltaf verið gert ráð fyrir við- ræðum við ráðherra gestgjafalands- ins á sama hátt og var í Noregi fyrir tveimur árum. Davíð Oddsson kvaðst að lokum mjög ánægður með viðræðurnar við japanska forsætis- ráðherrann. Morgunblaðið/Jim Smart NORRÆNU forsætisráðherrarnir og sá japansM sátu hádegisverðarboð forseta íslands í gær. Fyrir miðri mynd eru Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, og Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, og forsetanum á vinstri hönd er Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en á hægri hönd Obuchi er frú Ástríður Thoraren- sen, eiginkona Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Samvinnan öðrum þjóðum fyrirmynd FORSÆTISRÁÐHERRAR Norð- urlandanna og Japans sátu há- degisverðarboð forseta Islands að Bessastöðum í gær eftir að ráðherrarnir höfðu átt viðræðu- fundi fyrir hádegi. Eftír hádegi héldu norrænu ráðherrarnir í Reykholt en japönsku forsætis- ráðherrahjónin til Þingvalla. + Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ræðu sinni við hádegisverðinn, að aukin sam- vinna Japana og Norðurlanda- búa væri öðrum þjóðum fyrir- mynd. Þótt þjóðirnar væru fjar- lægar ættu þær það sameigin- lega markmið að gera lýðræði og mannréttindi að hornsteini í al- þjóðasamvinnu á 21. öldinni. „Við stefnum að því markmiði að gróska og jöfn tækifæri verði möguleg konum jafnt sem körl- um og að stýra og viðhalda við- skiptum og efnahagsstefnu þannig að allir megi njóta góðs af," sagði forsetinn meðal ann- ars. Morgunblaðið/Arnaldur DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra tdk á móti Keizo Obuchi á tröppum Höfða Iaust fyrir klukkan 9 í gærmorgun. VIÐ komuna í Höfða rituðu forsætisráðherrarnir nöfn sín í gestabók hússins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstióri fylgdist með. RÁÐHERRARNIR heilsast yfir borðið áður en viðræður þeirra hefjast. Morgunblaðið/Þorkell JAPANSKI forsætisráðherrann, Keizo Obuchi, hitti Japana búsetta á ís- landi síðdegis í gær áður en hann hélt til Þingvalla. Heimsókn Obuchi lýkur fyrir hádegi HEIMSOKN Keizo,Obuchi, forsætis- ráðherra Japan, til íslands lýkur fyrir hádegi í dag og er brottför hans ráð- gerð frá Keflavíkurflugvelli klukkan 11. Hann mun fyrst heimsækja Al- þingi og Árnastofnun. Klukkan 9:05 mun ráðherrann koma að Alþingishúsinu og tekur Halldór Blöndal, forseti Alþingis, á móti honum og kynnir honum starf- semi þingsins. Klukkan 9:30 er ráð- gert að ráðherrann komi í Árnastofn- un og þar mun Vésteinn Olason, pró- fessor og forstöðumaður stofnunar- innar, sýna honum nokkur handrit. Eftir hálftíma viðdvöl heldur ráðherr- ann síðan til Keflavíkur og af landi brott klukkan 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.