Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NATO eina yfírvaldið íKosovo Kosovo-Albanar treysta Frelsishernum Pristína, Prizren. Reuters. WESLEY Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, hvatti í gær til þess að flutn- ingi friðargæsluliða til Kosovo yrði hraðað og sagði að ef til vill þyrfti að senda þangað meiri mannafla en ráð hafí verið fyrir gert í fyrstu. Á þeim tæplega hálfa mánuði sem liðinn er síðan fyrstu gæsluliðarnir héldu inn í héraðið hafa um 17 þús- und NATO-liðar verið sendir þangað, en alls er áætlað að alþjóðlegu gæslu- liðarnir í héraðinu verði 55 þúsund. Háttsettir embættismenn hjá NATO sögðu aðgerðirnar hafa farið vel af stað, en þetta væri ekki nóg. „Það eru ekki nógu margir her- menn komnir [til Kosovo]," sagði Cl- ark. Héraðið er um 11 þúsund fer- kílómetrar að stærð, og þótt það sé e.t.v. ekki mjög víðfemt séu NATO-liðarnir þar nú einu, öflugu og óháðu yfírvöldin sem fólk geti snúið sér tÖ. A afskekktari stöðum í héraðinu hafi íbúarnir enn ekki séð einn einasta NATO-liða. Opinberar stofnanir á borð við lög- reglu í héraðinu voru að langmestu leyti mannaðar Serbum, sem nú eru allir á bak og burt og borgaraleg yfir- völd eru því engin. Gæsluliðar NATO og liðsmenn Frelsishers Kosovo (UCK) eru því einu aðilarnir sem íbú- ar er orðið hafa fyrir skakkafóllum eða verið hótað geta snúið sér til. I afskekktari byggðum héraðsins eru UCK-liðar nú einu löggæslu- mennirnir og gæta þeir verksmiðja og annarra mikilvægra staða. Kosovo-Albanar treysta UCK-lið- unum og segja talsmenn NATO að það væri óráðlegt að þeim yrði vikið frá áður en NATO-liðar geti tekið við gæsluhlutverki þeirra. Ekki snerta En eitt erfiðasta verkefnið sem bíður NATO í Kosovo er að fjar- lægja ósprungnar sprengjur sem NATO varpaði á héraðið í loftárás- um sínum, og einnig ósprungnar sprengjur sem serbneskar hersveitir skildu eftir þegar þær yfirgáfu hér- aðið. I gær sprengdu þýskir gæsluliðar átta klasasprengjur sem flugvélar NATO höfðu varpað á búðir Serba í borginni Prizren. Kosovo er morandi í ósprungnum sprengjum, serbnesk- um sprengigildrum og jarðsprengj- um og öðrum vopnum sem UCK kom fyrir. „Farið ekki út fyrir malbikið. Ekki snerta grunsamlega eða aðlaðandi hluti. Ekki fara inn í yfirgefin hús eða byggingar", eru skilaboðin sem blasa við á eftirlitsstöð NATO á landamærum Albaníu og Kosovo. Pyrstu alþjóðlegu gæsluliðarnir sem féllu í Kosovo, tveir breskir sér- sveitarliðar, voru að aftengja virkar klasasprengjur frá NATO þegar þeir og tveir óbreyttir borgarar létust er sprengjan sprakk. „Við fáumst ekki bara við sprengj- ur, við leitum líka í húsum. Við höf- um farið í gegnum tvö sjúkrahús og skóla nú þegar. Þetta tekur langan tíma," sagði Michael Briest, majór frá Berlín, við fréttamenn. „Við er- um of fáliðuð. Of fáir sem geta gert þetta." „Getum ekki búið með þeim" Undanfarna daga hafa nokkrir tugir Serba sem kalla sig „borgara- her" komið í veg fyrir að Kosovo-Al- banar fari inn í þann hluta bæjarins Mitrovica sem er að mestu byggður Serbum. Hafa Serbarnir lýst um þriðjung bæjarins „serbneska hlut- ann", þvert ofan í fyrirmæli NATO. Yfirmenn NATO segja markmið sitt fyrst og fremst vera að forðast árekstra við Serbana í þeirri von að með tímanum minnki spennan. Segja R A L P H L A U R E M Berðu firáetefötin nneð sfcæl med Pofo Spast frá Rafeh Lauiren. ÍFátEatesfcæ! %tepr þegat ke^ptar eru 3 Poto Spart henræerw.- BafcfJE&Hrmi ag sn^rtitasicari %tega þegar ke^ptac* er 2 Ptíto Qpact dömtwörnr. fobúu Ksire,, njjóttu þess að Éa wet ÚL UtsöJtisíaðir- itSrasO, Safrtmt;. &æs&HB, Hygea, Austurstræt:, Laugavegi,. Kringjurini,, Sgurfægm, ILaugaœgi, Uíaa,, Hagkaup Kringiunni. Srnársrnjm. Hafnarrj;.: Aistera,. K'ópaw.: Bjffcgjgn, Afojreyri; Amaró, Afc-gnes' Bjarg Hösawiit: Mfena, fea%..- KrísinK. Véscrnartnaevisr- Selfoss: Seifessapáeek. Kefte/ik. Srnart JARÐSPRENGJUR Haldið inn í Kosovo með A varúð * Yfirmenn NATO vilja hreinsa jarðsprengjur úr vegum og þorpum áður en flóttafólki er leyft að snúa aftur. Flykkist fólkið aftur til héraðsins verður hreinsunarstarfið óvinnandi ; J 4 *.. fc -v x Bandarískir og breskir vopna- sérfræðingar gegna iykilhlutverki. SPRENGJUHREINSUN DSkriödrekar hreinsa veginn inn á svæðið með plógum og einskonar „þreskiþúst". HBráðabirgðastikur afmarka hreinsaö svæði. Fólk skal halda sig innan þeirra. OSjúkraskýli og bækistöðvum komið upp á hreinsaða svæðinu. QLeitaö í jörðinni með beittum stöngum, málmleitartækjum og merkt jafn óðum og leit er lokið. Þetta gengur hægt, eða um einn metra á mínútu. _ 80.000 jarðsprengjur Júgóslavar áætla að hersveitir sínar hafi komið fyrir 80.000 jarðsprengjum. Sprengjurnar geta verið virkar í allt að hundrað ár. BHermenn í brynjum og sérþjálfaðir hundar leita í byggingum. pl Varúðarmerkjum er ¦¦ komið fyrir á sprengju- svæðum sem verða hreinsuð síðar. SPRENGJUGERÐIR Flestar jarð- sprengjurnar í Kosovo eru júgóslavnesk framleiðsla, en sumar sóvésk smíð frá því í seinni heims- styrjöld. Skriðdrekasprengjur Draga 45 metra 20 cm Hermannasprengjur Draga 30 metra 10 sm Lítil niður- grafin Hæl sprengja: sprungur ef vír, tengdur við hana, er snertur. 13 sm ÍTlOsm Stökksprengja: skýst upp í loftið og springur ef hleypt er af henni. LEE HULTENG/KRT NATO-liðarnir hlutverk sitt fyrst og fremst vera að draga úr spennu. En fréttamaður AP sagði hana fara vaxandi fremur en hitt, og hefði bænum eiginlega verið skipt upp. „Þetta verður eins og í Beirút," var haft eftir einum Serbanna sem heftu för Albananna inn í hinn svonefnda „serbneska hluta" bæjarins. „Hérna verður græna línan." I bænum Grace fóru Kosovo-Al- banar ránshendi um serbnesk heim- ili, sem höfðu verið yfirgefin, og kveiktu í þeim. „Við kveikjum í hús- unum þeirra svo að þeir geti ekki snúið aftur," sagði ungur Albani. „Við getum ekM búið með þeim. Annaðhvort fara þeir eða við förum." Ummæli Romanos Prodis um evruna valda uppnámi Italir gætu þurft að draga sig út úr EMU Mílanó, London, J'.-nís. AFP. GENGI evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðils ellefu Evrópusam- bandsríkja (ESB), féll nokkuð seinnipart mánudags eftir þau ummæli Romanos Prod- is, fyrrverandi forsætisráð- herra ítalíu og væntanlegs for- seta fram- kvæmdastjórnar ESB, að ítalir gætu þurft að úr Efnahags- og Evrópu (EMU). Evran tók hins vegar nokkuð við sér að nýju í gær eftir að Prodi dró úr vægi orða sinna. Á fundi með forstjórum ítalskra lyfjafyrirtækja í Mílanó á mánudag sagði Prodi að ítalar yrðu að taka „róttækar ákvarðanir" ef þeir ætl- uðu sér að halda áfram aðild að EMU. Voru þessi orð hans túlkuð þannig að hann útilokaði ekki að Italía drægi sig tímabundið út úr Prodi draga sig út myntbandalagi EVRÓPA EMU. Ollu ummælin miklu upp- námi á fjármálamörkuðum og urðu þess valdandi að gengi evrunnar féll að nýju eftir nokkra hækkun í síðustu viku. „Við höfum haft mjög lága verð- bólgu, eða, einungis um tvö pró- sent," sagði Prodi á fundinum, „en hjá samkeppnisaðilum okkar í Evr- ópu hefur vöruverðshækkun ein- ungis numið einu prósenti. Haldi sú þróun áfram, að kostnaðaraukn- ing okkar og annara ESB-ríkja helst ekki í hendur munum yið ekki geta haldið áfram aðild að EMU." Prodi bætti því við að evran gæfi sannarlega frábær tækifæri en að án „róttækra ákvarðana" gæti hún reynst ítölum sem myllusteinn um háls. Undarleg ummæli í ljósi þeirra fórna sem ítalir hafa fært Eftir að gengi evrunnar hafði fallið nokkuð, í kjölfar ummæla Prodis, tók gjaldmiðillinn við sér að nýju, ekki síst þar sem Japans- banki hélt áfram að kaupa mikið magn af evrum. Jafnframt hjálpaði það nokkuð til að Prodi dró seinna úr vægi orða sinna þegar hann sagðist einungis hafa verið að vitna í orð Tommasos Padoa-Schioppas, fulltrúa Italíu í framkvæmdastjórn Evrópubankans (ECB). Skaðinn var hins vegar skeður og ekki tókst að ná gengi evrunnar á það stig sem verið hafði. Audrey Child-Freeman, hag- fræðingur í London, sagði um- mæli Prodis heldur undarleg, ekki síst í ljósi þeirra fórna sem ítalir hefðu fært til að geta verið með í EMU frá byrjun. Bætti Child- Freeman því við að vegna þessara fórna tryði enginn því að ítalir myndu hrökklast úr EMU á næst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.