Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 42

Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bergljót Guð- jónsdóttir fæddist á Akureyri 22. nóvember 1953. Hún ólst upp í Keflavík og síðar Reykjavík. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. júní siðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðjón K. Ey- mundsson raf- ~r virkjameistari, f. 12.2. 1924 í Reylqa- vík, og Ragna As- dís Ingólfsdóttir húsmóðir, f. 23.6. 1922 á Grímsstöðum á Hólsfjöllum, d. 16.1. 1983. Seinni kona Guðjóns er Hrafn- hildur Ó. Bjarnadóttir, f. 17.9. 1930. Guðjón og Ásdís eignuð- ust fimm börn og var Bergljót fjórða í aldursröðinni af systkinunum, sem eru: Ingólf- ur Arnar, f. 23.2. 1946, kvænt- ur Susan Guðjónsson, þeirra börn eru Stefán John og Sara Ásdís, fyrir átti Ingólfur Krist- in Kolbein sem er látinn. Ás- ^laug Sif, f. 1.10. 1947, gift Karli F. Garðarssyni, þeirra börn eru Guðjón, Sigríður og Kristján Egill. Kolbrún, f. 6.6. 1952, gift Jóni Sævari Jóns- syni, þeirra dætur eru Lovísa, Katrín, Ásdís og Valgerður Lilja. Hörður, f. 11.7. 1963, í sambúð með Maríu B. Johnson, Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helsthverjastund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fógur, öllerhjálpafþér, í hjarta mér. (Kolbeinn Turaason) Einlægni og trúarstyrkur þessa Ijóðs kom í hugann þegar ég rifja upp síðustu dagana sem Didda mágkona mín lifði. Slíkt var æðru- leysi og andlegur styrkm- hennar þó að ljóst væri að nú drægi að endalokum. Hún ræddi við okkur um hvað gera þyrfti og hvemig hún vildi ganga frá ákveðnum atriðum við fráfall sitt. Það er erfítt að skilja Jjvaðan henni kom sá mikli andlegi styrkur og baráttuþrek, sem við dáðumst alltaf að, því það var frek- ar hún sem var veitandi en þiggj- andi í þeim efnum. Ég kynntist henni Diddu minni fyrst fyrir 33 árum þegar ég kom að heimsækja systur hennar. Mig grunaði að hún hefði ætlað sér að verða á vegi mínum þegar ég kæmi og kanna hver þessi maður væri. Eg man enn glettnislega brosið og spuminguna sem skein úr augun- um um leið og hún hallaði aðeins undir flatt eins margir gera í fjöl- skyldunni. Petta bros er óijúfan- legur hluti af minningunni um hana því það fylgdi henni alltaf hvemig %em henni leið. Seinna sagði hún að ég hefði giskað rétt á og ekki fengið falleinkunn. Þetta var á unglingsár- um Diddu, sem var tápmikil, falleg og glaðlynd stúlka. Eftir gagn- fí-æðapróf fór hún til Bandaríkj- anna sem skiptinemi og hóf svo fljótlega störf hjá Landsbanka ís- lands þar sem hún vann síðan alla tíð, mestallan tímann í skipulags- deild. Ég veit að hún var vel metinn starfsmaður, enda varð ég var við það í samtölum við samstarfsmenn hennar og yfírmenn. Samviskusemi #£!nnar var við brugðið og hún lagði ríka áherslu á að hafa allt sitt á hreinu. Kom það glöggt í ljós vegna mála sem hún leitaði til mín með og þurfti að afgreiða hversu ríka áherslu hún lagði á að ljúka öllum málum eins rétt og kostur var. 22 ára gömul veikist Didda í^ögglega og kom í ljós að orsökin var krabbamein og gekkst hún þeirra synir eru Jökull Freyr og Birkir Fannar. Hinn 8. maí 1976 giftist Bergljót Helga Bergmann Ingólfssyni vél- fræðingi, f. 26.7. 1951, og eignuðust þau einn son, Ólaf Ragnar jarðeðlis- fræðing, f. 18.11. 1976. Foreldrar Helga voru Ingólf- ur Árnason mál- arameistari, f. 4.12. 1921, d. 7.8. 1993, og Guðrún Helga Sigurðsson hjúkrunar- kona, f. 24.6. 1925, d. 26.6. 1952. Seinni kona Ingólfs er Þóranna Þórarinsdóttir, f. 3.10. 1930. Helgi er alinn upp Má föðursystur sinni, Guðrúnu Arnadóttur húsmóður, sem gekk honum í móðurstað, f. 23.9. 1915, d. 3.6. 1993, og manni hennar Ólafi Magnús- syni, kgl. hirðljósmyndara, f. 15.6. 1989, d. 26.11. 1954. Helgi á einn albróður, Ólaf, og þrjú hálfsystkini samfeðra, þau eru Anna Margrét, Sigríð- ur og Árni. Bergljót starfaði allan sinn starfsaldur hjá Landsbanka fs- lands. Utför Bergljótar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. undir skurðaðgerð. Var það erfíð raun fyrir svo unga stúlku að standa frammi fyrir því að brugðið gæti til beggja vona með bata. Hér hófst sú vegferð sem stóð í tæp 24 ár með hléum þar sem skiptust á aðgerðir, lyfjameðferð og blessun- arleg hlé á milli, en staðan þyngd- ist eftir því sem á leið. Læknum og hjúkrunarliði sem hafa annast hana í gegnum tíðina eru færðar þakkir fyrir allt sem þau gerðu fyr- ir hana og við vitum að allar færar leiðir voru kannaðar og reyndar og að ef þeirra hefði ekki notið við hefði ævi hennar verið verulega skemmri. Að sjálfsögðu hafði þetta áhrif á Diddu okkar og daglegt líf hennar. Það merkilega var samt að hún bar raunir sínar með reisn, kvartaði aldrei, vildi allra síst láta vorkenna sér og lét þetta ekki aftra sér við að takast á við það sem hún vildi gera ef hún mögulega gat. Hún átti óbilandi baráttuþrek sem ekki var hægt annað en dást að. Ég er ekki frá því að persónuleiki hennar hafi skerpst við þessi veikindi. Hún varð ákveðnari ef eitthvað var, viss með hvað henni líkaði og líkaði ekki, vildi helst njóta daganna með þeim sem henni voru kærastir, hlusta á góða tónlist, elda góðan mat, fara í ferðalög, hlúa að og skipuleggja sitt fallega heimili og garð og hafði gott skipulag á öllum sínum hlutum. Henni var illa við að láta tímann fara til spillis og hafði ekki nennu til að hlusta á eitthvert þvaður og lét vita af þvi ef henni mislíkaði það sem sagt var eða gert. Átti það einnig við um menn og málefni, ekki síst um þjóðmál, sem hún var áhugasöm um. Allir sem kynntust henni mátu hana að meiru fyrir hreinskiptnina sem var folskvalaus. Mesta gæfa Diddu var að hitta hann Helga sinn. Hjónaband þeirra hefur alltaf verið mjög farsælt, þau verið samhent, samrýnd og búnast vel, vinföst og vinmörg. Þau hafa einnig átt sameiginleg áhugamál eins og útivist og fjallaferðir. Bæði haft yndi af því að njóta íslenskrar náttúru, enda eru fáir staðir á land- inu sem þau hafa ekki skoðað sam- an. Önnur stóra gæfan þeirra í lífínu er einkasonurinn Ólafur Ragnar, augasteinninn þeirra, sem alla tíð hefur verið þeim gleðigjafí, mesti efnisdrengur og góður námsmaður. Diddu langaði að vera viðstödd út- skrift Óla úr jarðeðlisfræði frá Há- skóla Islands sl. laugardag en því miður tókst það ekki. Hún gladdist í staðinn með honum yfír góðum námsárangri, sagði að það væri heila málið að vita að honum hefði gengið vel, að þessum áfanga væri lokið með miklum sóma, enda stolt af syni sínum. Við í fjölskyldunni höfum alltaf dáðst að því hve Helgi hefur staðið sem klettur við hlið Diddu í veik- indum hennar og liðsinnt henni sem hann mátti og þeir feðgar báðir. Á tímum sem þessum þegar á reynir styrkjast fjölskylduböndin og hún þjappar sér saman um þá feðga til að veita þeim styrk. Gott og sterkt samband hefur alltaf verið á milli systranna, enda leið ekki dagur án þess að þær hefðu samband hvor við aðra og hittust þess utan. Við Helgi höfum líka alltaf náð vel saman og átt sameiginleg áhugamál. Börnin okkar líta hvert á annað sem nán- ast systkini og kynna hvert annað oftar en ekki sem frændbróður eða -systur. Samgangurinn á milli fjöl- skyldnanna hefur því alltaf verið mikill, dagsdaglega, á tyllidögum, í ferðum innanlands og erlendis, heima og heiman og svo mun áfram verða. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúíylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briera) Margt virðist háð tilviljunum í þessu lífi en merkilegt er að þú kvaddir þennan heim á útfarardegi tengdamóður þinnar, sem þú hugs- aðir svo vel um hennar síðustu ár, og ert jarðsett á afmælisdegi móð- ur þinnar sem lést fyrir aldur fram. Ég veit að þú ert komin í faðm þeirra beggja. Didda mín, í hugan- um munum við halda áfram að faðma þig að okkur, biðja þér Guðs blessunar og þakka allt og allt. Minning þín mun lifa með okkur um ókomna framtíð. Megi algóður Guð styrkja Óla, Helga og aðra ást- vini í sorg þeirra. Karl F. Garðarsson. Lokið er langri baráttu við sjúk- dóminn illvíga, krabbameinið. Elskuleg systurdóttir mín, Bergljót, var aðeins rúmlega tvítug er hún fór í fyrstu krabbameinsað- gerðina. Horfurnar voru góðar, en síðar dró aftur ský fyrir sólu. Sjúk- dómurinn tók sig upp á ný. Þá hafði hún kynnst sínum einstaka pilti, Helga Bergmann Ingólfssyni, og giftust þau nokkru síðar. Einka- bam þeirra, augasteinninn Ólafur Ragnar, er mikill efnismaður. Hann brautskráðist jarðeðlisfræðingur frá Háskóla Islands sl. laugardag. Bergljót var um margt óvenjuleg stúlka, fríð sýnum, með falleg dökk augu. Hún var skarpgreind, hafði mjög ákveðnar skoðanir, var með létta lund og óvenjulegt sálarþrek og viljastyrk. Kom það ekki síst fram í erfiðum veikindum hennar. Feðgamir, Helgi og Óli Raggi, og fjölskylda hennar studdu hana alla tíð og á engan er hallað þótt sérstak- lega sé minnst á Áslaugu Sif, systur hennar, sem bar með henni sjúk- dómsbyrðina þungu uns yfir lauk. Elskuleg Didda okkar er leyst frá þrautum. Hún sofnaði inn í sumarsöng fuglanna sem hún hændi að garðinum sínum í Vesturási. Megi góður guð styrkja feðgana og aðra ástvini. Minningin fagra mun ætíð geymast. Hanna Johannessen. Á JÓNSMESSU Jónsmessubjört og blik af sigðgulum degi nóttin ogvexaðþögnum við þreytta brá kliðandi vængir ogkyrrð við nýhertan ljá samt kallar hafið sól eins og dragi til sín þröstur viðjónsmessuþögn sinn kliðandi skóg sína ókomnu daga ánþín. • Matthías Johannessen. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um hana Diddu frænku mína. Mér finnst hún vera enn til staðar, og erfitt er að sætta sig við að hún sé farin, en við huggum okkur við að hún er og verður alitaf hjá okkur og vakir yfir okkur, það eitt veit ég fyrir víst. Það er einnig gott að vita það að hún þarf ekki að þjást lengur, hennar stríði er lokið, baráttu við krabba- mein sem stóð í næstum 24 ár. Ég vildi minnast hennar með örfáum orðum. Didda var einstök kona. Með ein- stakan baráttuanda, það hefðu margir bugast yfir því að greinast með krabbamein svona ungir og í raun aldrei losnað við það þótt góð tímabil hafi komið á milli. En Didda lét ekki bugast, hún hélt sínum bar- áttuanda fram til hins síðasta, þó að hún og allir aðrir hafi vitað hvert stefndi. Didda hafði áhrif á alla sem hún kynntist og flestir minnast hennar sem baráttukonu, ákveðinn- ar, einstaklega góðrai’ og um- hyggjusamrar, nákvæmrar og hæfi- lega stjómsamrar. Hún Didda hefur alltaf verið meira en bara frænka okkar systk- inanna í Safamýri, hún hefur verið okkur nokkm’s konar „mömmu- frænka“. Hún hefur alltaf verið stór þáttur í lífi okkar, verið fastur punktur í tilverunni. Hún hefur alla sína tíð tekið virkan þátt í okkar lífi. Það eru ófáar sumarbústaðaferðirn- ar í Munaðames, Brekkuskóg og Selvík sem hægt væri að tala um. Einnig utanlandsferðir sem við höf- um farið saman og svo jólin og ára- mótin sem við héldum saman þessi síðustu ár. Hún fylgdist alltaf grannt með námi og öðmm atburð- um í lífi okkar. Hringdi alltaf fyrir próf til að óska okkur góðs gengis og svo eftir próf tO að vita hvemig gekk. Meira að segja núna síðustu vikumar þegar hún hefur verið sem mest veik brást þetta ekki. Hún lagði mikla áherslu á að við sinntum náminu. Hún leyfði mér meira að segja að æfa mig að sprauta sig og þó að það hafi stundum gengið brösótt þá hafði hún bara gaman af og sagði að það gengi betur næst. Hún og Helgi kölluðu sig trúlofun- areftírlitíð og komu reglulega í heimsókn tíl að athuga með okkur systkini í okkar sambúðum. Ósjald- an lagði hún línumar um hvemig maður ættí að haga sér, eins og að fara aldrei að sofa ósátt, virkja hvort annað og vera góð hvort við annað. Þegar ég eyddi einu ári í París þá gerðum við með okkur samning að skrifa hvor annarri eitt bréf í mánuði, það stóð og mun bet- ur því ekki gat ég hugsað mér að heyra í fólkinu í Vesturási bara einu sinni í mánuði. Það sem ég minnist Bergljótar helst fyrir er hve góð hún var, hún sagði iðulega hvað hún væri rík að eiga okkur, hvað við væram yndis- BERGLJOT f GUÐJÓNSDÓTTIR leg, hélt í höndina á manni, strauk manni og kvaddi ávallt með kossi og faðmlagi. Hún kallaði mig Síu sína og Kristján EgO bróður Aglur. Ég mun sakna þess að fá ekki að heyra sagt Sía mín. Við eram rík að hafa átt hana Diddu. Didda lagði alltaf mikla natni í aOt umhverfi sitt. Á heimili hennar var úthugsað hvar hver hlutur átti að vera og aOtaf svo hreint og fínt. Hún var Ustakokkur og aldrei af- þakkaði maður matarboðin hennar, það var aUtaf öraggt að maður fengi góðan mat. Garðurinn hennar er einnig lýsandi dæmi, þar er úthugs- að hvar hver planta á að vera og svo steinamir sem þau Helgi náðu sér £. Diddu var mjög umhugað að þessir þættír væra í lagi. Þegar hún var veik en eitthvað þurfti að gera í garðinum lét hún það ektó aftra sér heldur tóáraði það sem þurfti þótt hún væri með verki. Mér er einnig minnisstætt þegar hún var í lyfja- meðferð ‘97, þá eldaði hún þennan dýrindis kalkún og hreindýrakjöt eins og henni einni var lagið á sum- ardaginn fyrsta. Didda var mikUl náttúruunnandi og naut sín best í ferðalögum upp um fjöll og fimindi með Helga, Óla og öðram félögum. Henni var mikið í mun að halda náttúranni óspjaU- aðri. Það pirraði hana mikið að sjá drasl á víðavángi. Mér varð einu sinni á að henda tyggjóbréfi á jörð- ina. Það fauk heldm- betur í hana frænku mína og hef ég aldrei síðan látið mér detta í hug annað en að henda rasU í raslafötur. Didda og Helgi hugsuðu líka vel um fuglana sína sem koma ár eftir ár á vetuma í matarleit tO þeirra. Það hafa aUtaf verið keypt ógrynni af fuglafóðri handa smáfuglunum í Vesturási á vetuma. Núna í vetur þegar Didda var orðin veikari þá kom ég tíl hennar tO að fara með henni í búð. Hún var með mikinn bjúg á fótun- um og komst ekki nema í eina skó, inniskóna sína. Hún lét sig samt hafa það að labba úti í snjónum tO að gefa fuglunum. ÓU hefur verið okkur systkinum eins og bróðir. Ég man að Hanna frænka fór með okkur að sjá Dýrin í Hálsaskógi. Þá hafði kona verið að fylgjast með okkur og tók mig taU. Hún spurði hvort þetta væri bróðir minn því ég hafði verið að passa upp á hann. Ég gat ekki öðra svarað en að hann væri ekki alveg bróðir minn heldur frændbróðir minn. Það er ÓU og mun alltaf vera. Ég mun aUtaf hugsa vel um Óla eins og ég gerði í leikhúsinu forðum, því lofaði ég þér, Didda mín, og ætla að standa við það. Helgi, ÓU og þú haf- ið aUtaf verið hluti af okkur í Safa- mýrinni og það mun aldrei breytast, við eram ein fjölskylda. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, ogvemdarefalaust. Hann mun þig miskunn krýna. M mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Þýð. B. Halld.) Ég bið góðan guð, sem Didda hef- ur alltaf trúað og treyst á, að varð- veita Helga og Öla í sorg þeirra og söknuði. Einnig mömmu, afa og aðra ástvini. Krossinn sem þú barst aUtaf um hálsinn og vildir að ég eignaðist mun ég bera stolt um ókomna tíð. Við hittumst á himnum. Þín Sigríður Karlsdóttir (Sfa). Okkur langar til þess að minnast okkar kæra frænku með þessum sálmi: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.