Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 44

Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BERGLJÓT GUÐJÓNSDÓTTIR > Það hefnr verið sagt að mann- eskjan eignist vinina í æsku en kunningjana síðar á lífsleiðinni. Það eru tæp þrjátíu ár síðan við kynnt- umst. Þá höfðum við tekið þá ákvörðun að fara til Bandaríkjanna í eitt ár og dvelja á heimili hjá bandarískum fjölskyldum. Við vor- um átján ára og að sjálfsögðu fannst okkur við vera mjög þroskaðar stelpur að halda á vit æv- intýranna. Við vissum ekki mikið hvað við vorum að fara út í. Vetur- i(if>n áður vorum við í undirbúnings- vinnu og þar kynntist hópurinn vel áður en haldið var af stað út í hinn stóra heim. Áður en hver og einn úr hópnum hélt til sinnar fjölskyldu eyddum við nokkrum dögum saman á yndislegum skólagarði á austur- strönd Bandaríkjanna. Þama náði hópurinn að hristast mjög vel sam- an og ég man hve erfitt var að kveðja og heilt ár framundan án þess að hittast. Það var þarna sem homsteinninn var lagður að vináttu okkar Diddu. Hún var mun þroskaðri en ég þar sem ég hafði aldrei áður farið að heiman og kom það vel í ljós er við fórum þrjú sam- an í þriggja vikna ferðalag um ^Randarfldn að loknu skiptinemaár- inu okkar. Ferðalagið okkar hófst í Seattle á vesturströndinni og ég gleymi ekki þeirri stund er við vor- um búnar að koma okkur fyrir í rút- unni með nesti og nýja skó og opn- uðum kassa sem mín fjölskylda hafði leyst okkur út með og í honum var fullt af hitaeiningasnauðu sæl- gæti og öðru góðgæti. Við höfðum verið of duglegar að borða ham- borgara og drekka mjólkurhristing ætluðum því að svelta í heilar þrjár vikur til að líta þokkalega út er til íslands kæmi. Það var mikið hlegið að þessu. Fyrsta nóttin var ekki glæsjleg, við gistum á rútu- stöðinni. Eg er þess fullviss að ef foreldrar okkar hefðu vitað þetta hefði okkur verið skipað að koma heim með næstu flugvél. En áíram hélt ferðalagið og í Los Angeles hittum við Palla. Okum með honum til Hollywood og fleiri staða í ná- grenni stórstjömuborgarinnar. Við lentum í ýmsum ævintýrum eins og t.d. þegar Palli var allt í einu kom- inn á móti umferðinni á hraðbraut í Kalifomíuríki. En að skamma hann Palla, það var ekki hægt, hann var a$|/o góður við okkur stelpumar sín- ar. Við héldum áfram ferð okkar í gegnum suðurríkin og komum m.a. við í Texas, Arizona og víðar. Ferðalok hjá mér og Diddu vora hjá frænku minni í Washington DC og mynduðum við hvor aðra við Hvíta húsið og fleiri merka staði. Þrædd- um síðan skemmtistaði borgarinnar að kveldi og skemmtum okkur hið besta. Þetta var lærdómsrík og skemmtileg ferð sem við Didda rifj- uðum oft upp síðustu ár. Síðan komum við heim og héldum áfram skólagöngu og hittumst reglulega eftir ársdvöl erlendis. Giftum okkur, eignuðumst afkvæmi og þá minnkaði sambandið en tók- 'ttm upp þráðinn að nýju nokkram áram eftir að ég flutti heim eftir dvöl erlendis. Ég man er ég sat hjá þér uppi á spítala rétt fyrir síðustu jól og þú spurðir frétta af dætrum mínum eins og þú gerðir alltaf er ég heyrði í þér. Og það varst þú sem varst að hughreysta mig af því að það hafði nú ekki gengið allt eins og það átti að gera hjá mér. Ég sagði: „Didda mín, ég hélt að ég hefði komið hing- að til að hugga þig.“ „Já, Edda mín, tð gerir þú með því að leyfa mér hughreysta þig.“ Þú lést mig vita hve ánægð þú varst með nýju íbúð- ina sem ég var flutt í, sagðir alltaf: „Edda mín, ég er svo glöð yfir að sjá hvað þér líður vel á nýja staðn- um.“ Þú varst dugleg, jákvæð og barst mikla umhyggju fyrir öðram. Ég ætla að gera mitt besta til að ®íca þig til fyrirmyndar. Þú varst líka alveg sérstaklega þakklát. Ég man er ég færði þér stöku sinnum kökur, þá var eins og ég væri að gefa þér gull og græna skóga. Didda min, að hafa fengið að um- gangast þig hefur gert mig að mun jákvæðari manneskju. Ég er þakk- lát yfir ,4itla“ saumaklúbbnum sem þú, Dída og ég höfum haft undan- farin ár. Perlur era sjaldgæfar en þú ert ein þeirra. Megi ljósið skína á eiginmann þinn og einkasoninn. Þín Edda. Maður er manns gaman. Á stór- um vinnustað vinna oftast margir, fólkið kemur og fólkið fer, kunnug- leg andlit heilsast og brosa hvert til annars og lengra nær það ekki. En svo ber við stöku sinnum við samtal, að kunningsskapur og vinátta kviknar, vinnufélagar finna til sam- eiginlegra áhugamála, eiginleikar beggja blandast og andrúmið á vinnustaðnum verður gleðilegra sem svo aftur fæðir af sér skemmti- legri og áhugaverðari afköst. Þessi áhrif hafði Bergljót á mig. Áhuga- mál okkar lágu saman og kynni mín af henni gerðu mig að betri mann- eskju. Við fráfall hennar langt um aldur fram býr þakklæti í huga mínum fyrir að hafa fengið að kynnast henni og umgangast hana. Að leiðarlokum þykir mér við hæfi að kveðja hana með litlu vísu- orði eftir Halldór Laxness: Því er mér síðan stírt um stef, stæri mig lítt af því sem ég hef, því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús. Helga, Olafi Ragnari og öðrum aðstandendum votta ég mína inni- legustu samúð. E!ín Björk Bruun. Mig langar að minnast hennar Beggu eins og ég kallaði hana alltaf með örfáum fátæklegum orðum. Við unnum saman í sex ár og þar að auki hafði hún leyst mig af í sumar- fríi mörgum árum áður og héldum við alltaf sambandi upp frá því. Begga var traust og ábyggileg manneskja, sannur vinur vina sinna. Alltaf var hún tilbúin að taka þátt í gleði þeirra og sorgum, gefa góð ráð eða stappa í þá stálinu ef þess þurfti með. Veikindi sín ræddi hún af æðraleysi og var alltaf full vonar. Lífinu lifði hún svo sannarlega lif- andi. Elsku Helgi og Óli, þið eigið minningamar um þessa góðu, hjartahlýju, einlægu konu. Megi góður Guð styrkja ykkur og leiða í sorginni. Deyrfé, deyjafrændr, deyrsjalfretsama. En orðstírr, deyr aldrigi, hveimssérgóðangetr. (Úr Hávaraálura) Erla. Það var þungbært að lesa tO- kynningu um lát Bergljótar Guð- jónsdóttur. Ég kynntist Bergljótu fyrir um tíu árum, eða um það leyti sem ég hóf störf í byggingadeúd Landsbankans. Fljótlega heyrði ég af Bergljótu sem áður hafði unnið í byggingadeúdinni, en flutt sig um set yfir í aðra deúd. Hún var sögð tveggja manna maki til verka og með eindæmum trúr og hæfur starfsmaður. Leitað var til Bergljót- ar um að koma aftur tú starfa í deúdinni, sem hún gerði. Sannaðist þá þvílíkur öndvegis starfsmaður og manneskja Bergljót var, bæði skipulögð og afkastasöm. Hún hafði ákveðnar skoðanir og hikaði ekki við að koma á breytingum sem henni þóttu tú góðs. Bergljót var hlý og góð manneskja og nærvera hennar hafði bætandi áhrif á aOa. Erfitt var að trúa því að Bergljót ætti við alvarlegan sjúkdóm að stríða sem þjáð hafði hana frá því hún var komung kona, - svo vel bar hún sig. Bergljót var góður vinur sem sárt verður saknað. Ég votta eiginmanni hennar, syni, ættingjum og vinum mína innúegustu samúð. Friðrik Öm Weisshappel. Samferðamenn okkar verða hluti af lífshlaupi okkar. Þar verða sumir eins og gengur eftirminnOegri en aðrir. Eiginleikar manna, lífsviðhorf og viðmót era mismunandi. Ég hafði starfað nokkuð lengi með Bergljótu þegar ég varð þess áskynja að hún gekk með erfiðan sjúkdóm, sjaldgæfan sjúkdóm og hafði barist við hann lengur en nokkur annar Islendingur. Mér fannst skaphöfn hennar koma vel fram í starfi. Hún var hlý og vin- samleg í viðmóti, ævinlega túbúin að brosa ef eitthvað skolaðist tú. Hún var glögg á skjöl og reikninga, las á milli línanna og sá oft það sem fór framhjá mér. I samtölum við hana kom fram hversu sterka rétt- lætiskennd hún hafði, var að eðlis- fari sanngjöm og hafði samkennd með samborguram sínum. Hún fylgdist vel með sviptivind- um og skyndúátum þjóðfélagsins, góður og traustur samstarfsmaður, samviskusöm, greind. Minnisstæð- ar era stundir yfir kaffiboúa þegar hlé var frá annríkinu, glaðlegt og hlýlegt viðmót, snjallt álit eða skoð- un á mönnum og málefnum, aútaf með á nótunum hvert sem málefnið var. Mér fannst hún einn af þessum starfsmönnum sem aUt gera, vita hvar allt er og það er eins og allt stoppi ef þeir eru ekki við. Þannig var Bergljót. Orðræður við hana gátu verið auðgandi. „Brandur af brandi, brennur uns branninn er,“ segir í Hávamálum. „Funi kveikist af funa.“ Þannig verka samferða- menn okkar á hugsanir okkar og viðhorf. Ég held að henni hafi lengi verið Ijóst hvert stefndi. Með æðraleysi tók hún því sem að höndum bar. Það var eins og hugur manns fyOt- ist helgi að sjá hvemig og með hvaða hugarfari hún tókst á við ör- lög sín. Þegar þau hjón Helgi og Bergljót heimsóttu okkur í Rauða- gerði fyrir nokkra hafði sjúkdómur- inn sett mark sitt á Bergljótu. Eigi að síður gekk hún fram með gleði og góðan vilja og óhrygg. Ég virti hana fyrir mér þetta kvöld og gat ekki annað en dáðst að henni. Mér fannst eins og hún hefði ákveðið að gleðjast yfir hverri þeirri stund sem Guð sendir okkur og njóta hennar. Bergljót er horfin langt um aldur fram. Nú er komin nótt. Eftir lifir minningin. Þeir hijóta að teljast hafa lifað lífi sínu vel sem hafa hag- að því þannig að minningin um þá styrkir og eflir þá sem eftir lifa. Ég sé hana fyrir mér í kaffitíma í Landsbankanum, glaðværa, æðra- lausa, ræða af þekkingu um málefni dagsins og varpa fram snjöllum at- hugasemdum og skoðunum. Þannig mun hún lifa í minningu okkar sem störfuðum með henni. Eiginmanni hennar og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðm. G. Þórarinsson. í dag er kvödd samstarfskona mín og vinkona tú margra ára. Ég minnist Bergljótar með djúpri virð- ingu og hlýhug en jafnframt með þakkiæti fyrir það sem hún hefur kennt mér með þrautseigju sinni og æðruleysi. Við, fyrrverandi samstarfskonur úr skipulagsdeOd Landsbankans, höfum undanfarin ár átt margar notalegar samverastundir á heimú- um okkar. Þannig höfum við fylgst hver með annarri. Á þessum stund- um fengum við tækifæri tú að rifja upp gamlar minningar frá því við unnum saman, gátum rætt um lífíð og túveruna og síðast en ekki síst ræktuðum við vináttuna. Þessar samverastundir era mér mikús virði nú þegar ég kveð kæra vin- konu. Kæra feðgar, Helgi og Ólafur. Ég sendi ykkur innúegar samúðar- kveðjur. Hvfl þú í friði, vinkona. Kristrún Guðmundsdóttir. Það vora dökku augun og fifllorð- inslegt yfirbragðið sem fyrst vakti athygli mína, síðan era liðin 28 ár. Við kynntumst í hópi ungmenna sem hittumst reglulega veturinn 1970-71 til að undirbúa ár, fjarri fjölskyldum okkar, sem skiptinem- ar. Á þessum fundum var tfl þess ætlast að aflir tækju þátt í umræð- um og viðruðu skoðanir sínar. Eins og gengur um unglinga vora fram- lögin misjöfn bæði að magni og innihaldi. Didda var ein þeirra í hópnum sem töluðu ekld oft en hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og kom því frá sér á þann hátt að tekið var eftir, hún vakti að- dáun mína og líklega var þar komið yfirbragðið sem mér fannst fuúorð- inslegt. Ég áttaði mig á því með tímanum að þetta yfirbragð var þroski sem er ekki öúum gefinn. í gegnum margra ára veikindi var það hún sem alltaf var gefandinn og sú sem hughreysti. Þegar ég spurði um líðan hennar var hún fljót að svara því til að þetta væri allt á réttri leið en hafði meiri áhuga á að frétta af stelpunum mínum og fjöl- skyldunni. Þegar ég dáðist að dugnaði hennar svaraði hún því til að það væri ekki mikið því hún ætti svo góða að, bætti því svo við að enginn ætti betri eiginmann en hún, það hefði Helgi sýnt með því að standa sem klettur við húð henn- ar í erfiðum veikindum. Minninga- brotin koma fram í hugann eitt af öðra. Kaffísopi í eldhúsinu í Hraun- bænum þar sem mamma Diddu tók þátt í spjaúi okkar, þá var stutt í hláturinn. Helgi kominn tú sögunn- ar og ástin og væntumþykjan skein af andútum þeirra. Sumai-bústaða- ferðir í Þrastaskóg. Ferðir í Hval- fjörðinn þegar Helgi var í „olíu- stoppi“ og Bjami á „frívakt". Brúð- kaup Helga og Diddu, þar er mér Didda sérstaklega minnisstæð, glæsileg var hún þar sem hún sat við húð föður síns og brosti fram til kirkjugesta, þá tindraðu dökku augun. Barn á leiðinni. Litú glókoll- urinn Óú Raggi sem hlaut í vöggu- gjöf það besta frá báðum foreldr- um, verðskuldað stolt þeirra beggja. Matarboðin í Krammahól- unum, þau vora árviss í hverju jóla- fríi þann tíma sem við Bjami bjuggum erlendis. Alltaf voru böm- in höfð með og Didda sá til þess að þeim var gert jafn hátt undir höfði og fullorðna fólkinu. Við Bjami fluttum heim, við tók langur vinnu- dagur og í amstrinu fækkaði sam- verustundunum. Við héldum þó alltaf sambandi og undanfarin ár höfum við Didda ásamt Eddu úr skiptinemahópnum hist reglulega hver heima hjá annarri eða á kaffi- húsum og deilt sorg og gleði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig þlessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Helgi og Óú, ég og fjöl- skylda mín sendum ykkur, Guð- jóni, Áslaugu og öðram ættingjum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Vigdís. Núna er þrautaganga þín á enda, elsku Didda. Ganga sem er búin að vera löng og erfið þrátt fyrir stutta ævi. Okkur langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir vináttu þína og ánægjustundir á liðnum árum. Það eru liðin meira en 25 ár frá því að við kynntumst, þú að vinna í skipulagsdeild Landsbankans og við í lögfræði- deildinni innar á ganginum. Við náðum strax vel saman og áttum saman frábæran tíma. Við fórum síðan allar ólíkar leiðir í lífinu, við sem þetta skrifum hurfum til ann- arra starfa en þú hélst áfram í Landsbankanum. Þrátt fyrir það hélst samband okkar og vinátta alla tíð og sambandið varð meira og nánara eftir því sem árin liðu. Það var ekki síst þér að þakka. Við höfum fylgst með veikindum þínum sem áttu sér yfír 20 ára sögu og við munum aldrei gleyma hve sterk þú varst og hvað þú mættir örlögum þínum af miklu æðraleysi. Eitt áfallið tók við af öðra og þjáningar þínar voru meiri en hver meðalmanneskja getur staðið undir. En þú lést ekki bugast, varst alltaf jákvæð, von- góð og miðlaðir öðrum af styrk þínum. Við munum sárt sakna þín, en minningin um góða, jákvæða og sterka vinkonu mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Elsku Helgi, Óli Raggi, Áslaug og aðrir fjölskyldumeðlimir, miss- ir ykkar er mikill. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þuríður Magnúsdóttir, Vilborg Lofts. Okkur langar til að minnast vin- konu okkar, hennar Diddu, eins og við kölluðum hana alltaf. Nú er hún fallin frá, eftir u.þ.b. aldar- fjórðungs baráttu við krabbamein. Flestar okkar kynntust henni einmitt um það leyti, sem hún greindist með krabbamein, og því höfum við þekkt þessa frábæra konu á meðan hún hefur háð sína baráttu, með æðruleysi, styrk og jákvæðu viðhorfi. Barátta hennar var sem betur fer ekki samfelld. Hún átti góða tíma inn á milú og alltaf var von. Hún kenndi okkur margt og vakti okkur oft til um- hugsunar um ýmis mál, sem verða á vegi okkar mannanna, þar sem hún var mjög raunsæ og sagði alltaf meiningu sína. Didda var fagurkeri mikill. Hún eignaðist fallega muni, hafði yndi af persónulegum hlutum, sótti list- sýningar og tónlistarviðburði. Nú þegar við útum til baka er efst í minningunni ferðin okkar til Dubún árið 1990. Eftir að sú hug- mynd fæddist í saumaklúbbnum, að fara saman til útlanda, stóð bankastarfsmaðurinn Didda vörð um ferðasjóðinn okkar, þ.e. ferðin varð að veraleika. Við skemmtum okkur óstjómlega vel saman. Við kunnum vel að meta alvöru írskt kaffi á góðri stund. Eftirminnileg er ferð okkar um borgina eftir kaffikvöld fram á nótt. Einkaleið- sögn í rútu, þar sem við voram heldur framlágar og gátum sjálf- um okkur kennt um syfju og kulda. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur Didda ekki alltaf komist í sauma- klúbb. Seigla hennar var ótrúleg og aðdáunarverð. Hún mætti vel það sem af er þessu ári. Við nutum þess að hafa hana með okkur og hún naut þess örugglega að vera með okkur, enda frábær sauma- klúbbur. Eitt af því sem við .gerð- um skemmtilegt var að halda vorfagnað. Við gerðum eitthvað skemmtilegt á einum degi vor hvert og enduðum á því að halda grillveislu með eiginmönnunum. Frá þeim stundum eigum við margar skemmtúegar minningar sem við eram þakklátar fyrir. Nú er komið að leiðarlokum. Við þekktum frábæra konu og þökkum fyrir að hafa átt samleið með henni. Helga vini okkar og Ólafi Ragn- ari vottum við okkar dýpstu sam- úð. Saumakiúbburinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.