Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 4? MINNINGAR KIRKJUSTARF SIGÞRUÐUR JÓNSDÓTTIR + Sigþrúður Jóns- dóttir fæddist á Fagurhólsniýri í Öræfasveit 29. des- ember 1929. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 14. júní síðastliðinn. Hún var jarðsungin frá Árbæjarkirkju 22. júní síðastliðinn. Þegar við á göngu- deild kvenna fréttum lát Sigþrúðar fundum við að einn hlekkurinn í keðjunni okkar var brostinn. Það var í rauninni ekki svo langt síðan hún flutti sig yfir á deild- ina okkar en með hlýleika sínum, gæsku og samviskusemi var hún orð- in okkur svo mikilvæg að okkur fannst að við ættum alltaf að fá að hafa hana hjá okkur. Flestar höfðum við líka kynnst henni þegar hún um árabil vann á sængurkvennagangin- um og vissum því alveg hvaða mann hún hafði að geyma. „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur," kvað Einar Benediktsson og víst er að í návist Sigþrúðar urðum við meiri en við sjálfai-. Eftir eril- saman vinnudag var gott að spjalla við hana og maður fór léttstígari heim. Það spillti heldur ekki að hinn helmingurinn hennar Sigþrúðar, hann Martin, var alveg á sömu bylgjulengd og hún. Ef við þurftum á smið að halda var hann kominn um hæl með sína spaugsemi og gleði og var snöggur að kippa hlutunum í lag. Þau voru mjög samrýnd og það var örugglega gæfa þeirra beggja þegar þau tóku saman og okkur finnst að þau hefðu átt að fá að njóta ævi- kvöldsins saman í sveitinni sinni. Þar áttu þau unaðsreit sem þau höfðu lagt sál sína og vinnu í. Það var Sig- þrúði hins vegar efst í huga hversu heppin hún hafði verið í lífinu, en eiginmaðurinn og fjölskyldan voru henni kærust. Hlæjandi sagð- ist hún taka lúpínuseyð- ið fyrir Martin. Það var heldur ekki hægt annað en dást að æðruleysi hennar þegar hún talaði um sjúkdóm sinn og leit yfir farinn veg. Við kveðjum Sig- þrúði með eftirfarandi erindum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við vottum eiginmanni hennar og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks á 20-A, Lsp. Sigríður Haraldsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. FRIÐGEIR ÞORSTEINSSON + Friðgeir Þorsteinsson fædd- ist í Þorsteinshúsi í Kirkju- bólsþorpi í Stöðvarfirði 10. febrúar 1910. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 31. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stöðvarkirkju 8. júní. Jarðsett var í kirkjugarð- inum Stöð í Stöðvarfírði. Kveðja frá bamabörnum. Elsku afi. Við vorum bara smákrakkar og yngsti bróðir okkar ófæddur þegar við fluttum frá Stöðvarfirði til Vest- mannaeyja árið 1965. Næstu ár á eftir sáum við ykkur ömmu ekki oft en það komu alltaf jólapakkar og stundum fengum við send bláber. ísleifur var eitt sumar hjá ykkur á Arbæ og þegar gaus í Vestmanna- eyjum fór hann með austur og hann var þar hjá ykkur ömmu um vetur- inn. Árið 1974 voru brýmar á Skeið- arársandi opnaðar og þá var að sjálfsögðu farið í sumarfrí austur. Við hlökkuðum mikið til að koma aftur á Stöðvarfjörð og hitta ykkur öll sem vomð fyrir austan. Þetta sumarfrí er í minningu okkar það skemmtilegasta sem við fómm í sem börn, koma á Árbæ og fá rúg- brauðið hennar ömmu. Eftir að amma dó varst þú meira á ferðinni og við hittum þig oftar. Eins og við þekktum þig varst þú alltaf í góðu skapi og stutt í glettn- ina. Þrátt fyrir öll þau störf sem þú sinntir um ævina var útgerðin og sjórinn þér alltaf hugleikinn. Langafabömunum fannst fátt merkilegra en langafi og Þorgeir, sá yngsti í fjölskyldunni, rataði fljótt í nammiskúffuna þína á Hrafnistu. Það var líka í heimsóknunum til þín sem maður hitti frændur og frænk- ur og fékk fréttir af þeim. Þú fylgd- ist alltaf með öllum afkomendum þínum. Við söknum þín, afi, og vilj- um þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Kveðja, Lilja, Isleifur, Elsa, Erlingur Öm og fjölskyldur. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleik- ur á undan. Léttur málsverður eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og íyr- irbænir kl. 18. Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22. í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bibl- íulestur kl. 20. Allir velkomnir. © EGGIÁRN DREIZACK KÚNÍGÚND SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 - S 551 34Ó9 mbl.is + Við þökkum innilega hlýhug og samúð við fráfall ástkærrar eiginkonu, móður, dóttur, stjúpdóttur, systur og mágkonu, ELSU GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Logalandi 28, Reykjavík. Magnús Eiríksson, Stefán Már Magnússon, Andri Magnússon, Magnús Örn Magnússon, Herdís Sigurðardóttir Lyngdal, Guðmundur Jónsson, Svala Thorlacius, Gylfi Thorlacius, Hulda Stefánsdóttir Yodice, John Yodice. TILK YNISIINGAR Afmælishappdrætti Blindrafélagsins 1999 Dregið 16. júní 1999. Vmningar komu á eftirfarandi númer. VW Bora GL 1,6 I, 4 dyra, að verðmæti kr. 1.725.000. 18212 Ferðavinningar að eigin vali til Benidorm, Mallorka og Rimíni m. Samvinnuferðum- Landsýn, kr. 100.000. 175 3368 13453 14686 2457 3529 13683 21698 2882 4942 14554 23072 23258 Flugfarseðlar fyrir tvo til London m. Sam- vinnuferðum-Landsýn, kr. 40.000. 4618 9159 12621 18491 6303 9465 14602 19147 6580 10062 15466 19275 7396 11299 15991 19359 7599 11920 17428 19920 8322 12004 17963 22323 Vöruúttekt í Bónus kr. 10.000. 780 8286 11978 22634 1336 9752 12091 23225 3383 10086 12517 23912 4981 10354 16088 24184 5526 11365 20364 5534 11976 20705 Útimarkaður við Lækjartorg Þróunarfélag miöborgarinnar auglýsir eftir aðilum sem hafa áhuga á að leigja bása í úti- markaði við Lækjartorg. Markaðurinn hefst föstudaginn 25. júní og verður opinn í sumar, föstudaga og laugardaga frá kl. 10.00 til 18.00. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 562 0555. Umsóknirfyrir helgina 25.-26. júní þurfa að berast skrifstofu félagsins ekki síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 24. júní. Einnig er hægt að sækja um leyfi fyrir allar helgar í sum- ar, virka daga frá kl. 8 til 16 á skrifstofu félags- ins en þó ekki síðar en miðvikudaginn áður en leyfið tekur gildi. Þróunarfélag miðborgarinnar, Laugavegi 51,2. hæð, sími 562 0555, fax 562 0551. Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býðurfyrirtækjum, sam- tökum, stofnunum og einstaklingum viðtals- tíma við sendiherra íslands, þegar þeir eru staddir hérlendis, til þess að ræða hagsmuna- mál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Kína, verðurtil viðtals í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 24. júní nk. kl. 9 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Ástralíu, Indónesíu, Japans, Mongólíu, Norður-Kóreu, Nýja-Sjálands, Suð- ur-Kóreu, Tailands og Víetnam. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.