Morgunblaðið - 29.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.06.1999, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Miklar breytingar hjá sjávariítvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum Eignasala og samein- ing í öflugt fyrirtæki STJÓRNIR Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal, Gunnvarar hf. og Ishús- félags Isfírðinga hf., sem er dóttur- félag Gunnvarar hf., hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samein- ingu félaganna. Nýja fyrirtækið verður með öflugri sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins en kvóta- staða þess verður 13 til 14 þúsund þorskígildistonn. Þá samþykkti stjóm sjávarútvegsfyrirtækisins Básafells hf. á Isafirði í gær að selja skip, aflaheimildir og fast- eignir fyrir að minnsta kosti 1,5 milljarða króna til að minnka skuldir félagsins og styrkja stöðu þess. íslandsbanki hf. - F&M er þátt- takandi í sameiningu félaganna og keypti í gær 18,85% hlut í Hrað- frystihúsinu hf. og 67% hlut í Gunn- vöru hf. Með kaupum á þessum hlutum fær íslandsbanki - F&M tæplega 40% eignarhlut í hinu sameinaða fé- lagi en hefur þegar selt af þessum bréfum er nemur 20% eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Kaupendur að þeim hluta eru að jöftiu Þormóð- ur rammi - Sæberg hf. og Ránar- borg ehf. sem er félag í eigu Þor- steins Vilhelmssonar. Eftir standa um 20% í eigu Islandsbanka - F&M sem stefnt er að því að selja síðar meir. Einar Valur Kristjánsson, stjóm- arformaður H raðfrystihússins í Hnífsdal, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að sameining fyrr- nefndra fyrirtækja væri í takt við þá þróun í sjávarútvegi að skapa stærri og öflugri fýrirtæki. Til hagræðingar verður vinnsla bolfisks sameinuð á einn stað í húsi Hraðfrystihússins hf. og starfsfólki þar fjölgað. Fiskvinnslu verður því hætt í húsi íshúsfélagsins hf. Einar Valur sagði að öllu starfsfólki Ishús- félagsins í landvinnslu hefði þegar verið sagt upp störfum en hluta þess starfsfólks verður á næstu vik- um boðið að starfa hjá Hraðfrysti- húsinu. Stefnt er að því að ljúka sammna fyrir 1. september næstkomandi og að félagið fari á aðallista VÞÍ fyrir áramót. Heildarskuldir Básafells vom 5.459 milljónir króna 28. febrúar sl. og er stefnt að því að lækka skuld- imar og breyta rekstrinum. „Við munum leggja meiri áherslu á land- vinnslu og minni áherslu á sjó- vinnslu,“ sagði Svanur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Básafells, við Morgunblaðið í gær. ■ Verður með öflugri/20 ■ Meiri áhersla/22 íslandskort úr sandi Athygli vakin á öryggis- málum í umferðinni Flateyri. TVO hundruð fermetra stórt Is- landskort var myndað í sand við Holt í Önundarfirði á laugardag og inn á það voru settir krossar, 751 talsins, sem tákn fyrir þá sem látist hafa í umferðarslysum á landinu frá árinu 1966. Hugmyndin að íslandskortinu kviknaði í sandkastalakeppni sem haldin var í Holti fyrir ári. Þar var Júh'us Ólason, núverandi umferðar- öryggisfulltrúi Vestíjarða, staddur ásamt fjölskyldu sinni sem þátttak- andi. Hann ætlaði að móta Vest- firðina í keppninni en hætti við þar sem verkefnið hefði tekið of langan túna og mótaði þess í stað mynd af öryggisbeltum í bflum. Júlíus ákvað þá að þróa hug- myndina og búa til stórt Islands- kort til að vekja athygli á umferð- aröryggismálum á táknrænan hátt. Árið 1966 hófst nákvæm skráning á banaslysum í umferðinni á Is- _ landi og Júhus ákvað að setja á Is- landskortið kross fyrir hvem ein- stakling sem látið hefúr lífið í um- ferðinni á þessum túna. Þeir eru 751 og af þeim notuðu 263 ekki bfl- belti. Til að undirstrika það vom þeirra krossar í öðmm lit og einnig var bflbelti „strengt" yfir Islands- kortið. Júhús fékk í lið með sér ung- lingadeildir Slysavamafélags Is- Iands á Vestfjörðum til að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Upphaflega stóð til að gera þetta í fyrra en vegna kuldatíðar var hætt við. r - i; $4 .S■' ■ - r'A- - p- " ,s. .„'m-.' Morgunblaðið/Egill Egilsson ÍSLENSKU þátttakendumir ganga inn á leikvanginn. Heimsleikar Special Olympics Góður keppnisandi meðal þátttakenda Norður-Karólínu. Morgunblaðið. HEIMSLEIKAR Special Olympics standa nú sem hæst í Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um, þar sem 37 íslenskir kepp- endur eru meðal 7.000 keppenda á leikunum. I gær fór m.a. fram keppni í fijálsum íþróttum og knattspymu og á sunnudag var keppt í sundi, borðtennis, keilu og í fleiri greinum. Special Olympics eru íþrótta- samtök þeirra sem eru þroska- heftir eða eiga við námsörðug- leika að stríða. Á Paul Derr-leikvanginum í Raleigh keppti hluti íslenska hópsins í gær í frjálsurn íþrótt- um og utan við bæinn fór fram knattspyrnumót með þátttöku íslenska liðsins. Liðsmenn fs- lenska hópsins hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi, svo tekið hefur verið eftir, að forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefúr fylgt löndum sfnum til keppni og hvatt þá til dáða. Hápunktur leikanna var svo í gær, þegar alþjóðlegi þjálfarinn og aðalsfjama leikanna, Araold Schwarzenegger, sýndi hug sinn í verki frá því á laugardag er hann tjáði forsetanum hversu ánægður hann væri með þátttöku íslensku keppendanna. Við Paul Derr-leikvanginn hafði verið komið upp tjaldi þar sem fara átti fram fimdur æðstu stjórnenda Special Olympics og þjálfara á leikunum. Er allir höfðu komið sér fyrir inni í tjaldinu, sem var vandlega gætt af öryggisvörðum, kom Amold Schwarzenegger sérstaklega út úr tjaldinu og tók á móti nokkmm íslenskum kepp- endum með forseta sínum, faðm- aði keppenduma að sér og hældi þeim á hvert reipi fyrir dugnað og eljusemi. Lína ehf. semur um nettengingu í gegnum raforkukerfí Stóreykur flutnings- getu og fastlínutengingu London. Morgunblaðið. FULLTRÚAR hins nýja fjar- skiptafyrirtækis Línu ehf., sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, und- irrituðu í gær samning við breska fyrirtækið Nor.Web um netteng- ingu 100 fyrirtækja og heimila í Reykjavík í gegnum raforkukerfí Orkuveitunnar en tenging af þessu tagi mun bjóða upp á mun meiri flutningsgetu og hraða en nú þekk- ist með til dæmis ISDN-tengingu. Samningurinn var undirritaður í London í sýningarhúsnæði Nortel, sem er eitt stærsta símafyrirtæki heims og á Nor.Web ásamt veitu- fyrirtækinu United Utilities, en í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að Nor.Web hefur þróað aðferð til gagnaflutninga um raforkukerfi sem verið hefur í tilraunarekstri í nokkrum borgum Evrópu undan- farin misseri. Mun samningur Nor.Web við Línu ehf. vera sjöundi samningur fyrirtækisins af þessu tagi. Að sögn Helga Hjörvar, for- manns verkefnastjómar Línunnar, felst í samningnum að Nor.Web sér Línunni fyrir útbúnaði og þekkingu til að unnt sé að veita 100 heimilum og smærri fyrirtækjum í Reykjavík þá tengingu sem hér um ræðir og er stefnt að því að verk- efninu verði lokið fyrir jól. Mun þessi fyrsti áfangi kosta um 350 milljónir króna. Sé litið til lengri tíma er það hins vegar ætlunin að öll heimili á raforkuveitukerfi Orkuveitunnar geti notað þessa þjónustu. Helstu kostir nettengingar gegn- um raforkukerfi eru að sögn Helga þeir að með því fæst mjög mikil flutningsgeta og hraði. Þannig verður flutningsgeta þeirrar teng- ingar sem komið verður á í Reykja- vík upphaflega 1000 kb á sekúndu, sem bera má saman við 128 kb flutningsgetu ISDN-tengingar. Þá er hér um fastlínutengingu að ræða sem þýðir að notendur verða ávallt tengdir og þurfa ekki að nota sím- ann til að ná sambandi við Netið. Auk þessa má nefna að tenging um raforkukerfið er hönnuð með gagnaflutning í báðar áttir í huga, þ.e. bæði til notenda og frá þeim. Banaslys í Grafarvogi SJÖ ára drengur, Viðar Þór Omarsson, lét lífið í Grafarvogi á laugardaginn þegar fólksbifreið var ekið á hann. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík varð slysið klukkan 15:30 á Fjallkonuvegi við Foldaskála. Drengurinn var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild. Sérblöð í dag * 3^ 3ll.remiW.bU. • — IkiniiU “ Heimili 1 FASTEIGIMIR ►FYRIRHUGUÐ stórbygging við Smáratorg í Kópavogi er meðal efnis í Fasteignablaðinu í dag. I Markaðnum er fjallað um tilboðsgerð við íbúðarkaup og í Smiðjunni um grillofn í garðinum. Aðrir þættir eins og Lagnafréttir eru á sinum stað. ; KR-ingar í toppsætið ; á Ólafsfirði/B6 ! Heimamaðurinn sigraði á i ! Arctic 0pen/B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.