Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 35’
Skemmtileg-
ur hópur
„I FYRSTU var námið ny'ög erfitt og margir
nemendur voru við það að gefast upp, segir
Erna Sif Amardóttir, 17 ára IB-nemandi, sem
lokið hefur fyrsta ári á IB-braut og árs undir-
búningsnámi. „Það var algjörlega ný reynsla
að hafa allt námsefni á ensku og mun erfiðara
en ég hafði búist við. Þó hefur það vanist og er
nú orðið viðráðanlegt."
Að hennar sögn var breytingin við að hefja
IB-námið að loknu undirbúningsnáminu tölu-
vert meiri en viðbrigðin við að fara úr grunn-
skóla í framhaldsskóla. „Undirbúningsnámið
er algjörlega nauðsynlegt fyrir þá sem eru að
koma beint úr grunnskóla. Þar em gerðar allt
of litlar kröfur og sumir nemendur þurfa að
sitja aðgerðarlausir stóran hluta skóladags-
ins.“
Morgunblaðið/Kristinn
„HRAÐARI yfirferð
yfir námsefnið er
kostur fyrir þá sem
vilja leggja það á
sig,“ segir Ema Sif.
• UPPLÝSINGATÆKNIFRÆ
ÐI er ný námsbraut sem spann-
ar þrjú og hálft ár í Tækniskóla
Islands. Þar er megináhersla
lögð á tölvu- og rafeindatækni,
forritun, stjórnunar- og rekstr-
arfræði. Námið er hugsað fyrir
iðnaðarmenn af rafiðnaðar- og
tölvusviði, að viðbættu námi úr
frumgreinadeild, eða fyrir stúd-
enta af tæknibrautum, eðlis-
eða náttúrufræðisviði. Kostur
er ef nemendur hafa starfs-
reynslu á sviði tölvu og rekst-
urs, að viðbættu námi úr frum-
greinadeild.
Upplýsingatæknifræði er m.a.
fólgin í verkefnavinnu þar sem
nemendur læra að vinna saman í
Upplýs-
ingatækni-
fræði í TÍ
3-5 manna hópum. Þessi vinna
er tengd faglegri kennslu þar
sem nemendur öðlast þekkingu
og færni í að þróa, framleiða og
nota upplýsingakerfi í fyrirtækj-
um. Þeir öðlast sérfræðiþekk-
ingu á hönnun og rekstri þess
búnaðar sem á að vera fyrir
hendi í framleiðslu- og þjónustu-
fyrirtækjum, ásamt því að fá
þjálfun í gæðastjórnun og
ákvarðanatöku. Námið er sam-
kennt með rafmagnstækni fræði
fyrstu þrjú misserin. Ákveðnar
áherslur eru næstu misserin á
eftir, t.d. á tölvutækni, gæða-
stjórnun og lokaverkefni er á
sjöundamisseri.
Að loknu námi fá nemendur
nafnbótina upplýsingatækni-
fræðingur B.Se. eftir 105 eininga
nám. Yfirleitt eru fimm áfangar
á misseri og vegur hver áfangi
þrjár einingar.
Magnús Matt híasson, deildar-
stjóri í rafmagnsdeild, hefur um-
sjón með þessari nýju braut í TÍ
en frestur til að sækja um hana
rennur út á næstu dögum.
„Ástæðan fyrir því að ég valdi
þetta nám var sú, að það er betri
undirbúningur fyrir háskóla en
hið hefðbundna stúdentspróf, fyrst
og fremst vegna þess að námsefni
og kennsla er öll á ensku en einnig
vegna þess að í IB þarf maður að
tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð í
námi líkt og tíðkast í háskóla. I há-
skóla eru jafnframt flestar náms-
bækur á ensku og er ég því injög
fegin að fá tækifæri til þess að að-
lagast kennsluháttum háskóla nú,
í stað þess að verða fyrir áfalli á
fyrstu öim í háskóla eins og flest-
ir.“
Hún segir það sömuleiðis ávinn-
ing við námið að því sé hægt að
ljúka á þremur árum. „Hraðari yf-
irferð yfir námsefnið, eins og um
er að ræða í IB-náminu, er kostur
fyrir þá sem vilja Ieggja það á
sig,“ segir hún, ákveðin á svip.
„Eitt hið skemmtilegasta við
námið er að hópurinn er svo
skrautlegur," heldur Erna áfram
og brosir. „Nemendur koma víðs
vegar að með mjög ólíkan bak-
grunn. Systkini frá Kanada voru í
heimsókn í eina önn og strákur frá
Mongólíu hefur stundað nám með
okkur í vetur.“ Hún kveður það
einnig jákvætt að ákveðinn
bekkjakerfisbragur sé á náminu.
„Þetta er eins konar bekkjakerfi
innan áfangakerfisins. Það er af-
skaplega gott að geta haldið hóp-
inn án þess þó að vera með sama
fólkinu í öllum kennslustundum. í
sumum tímum erum við með öðr-
um nemendum í M.H. og kynn-
umst því einnig skólasystkinum
okkar utan IB-hópsins. Svo er að
sjálfsögðu blandaður samsöfnuður
í frímínútunum."
Erna er einn þriggja IB-fulltrúa,
sem svo kallast. Þeir eru tengiliðir
milli nemenda og kennara og sjá
t.a.m. um að koma athugasemdum
á framfæri. Hún segir að í upphafi
vetrar hafi sumir kennarar verið
óvissir um hvemig hátta ætti
kennslu í samræmi við þær kröfur
sem gerðar em í IB-náminu.
„Kennsluhættimir em aðrir en
kennarar eiga e.t.v. að venjast , því
mikil áhersla er lögð á sjálfstæða
vinnu ncmenda. Fulltrúarnir
fengu nokkrar kvartanir frá nem-
endum vegna þessa og komum við
þeim til skila. Nú er orðin mjög
góð sátt, því búið er að greiða úr
flestum þeim vandamálum sem
upp komu,“ segir hún.
Fulltrúamir sjá einnig um að út-
vega öðmm nemendum upplýsing-
ar um þá háskóla sem óskað er
eftir. „Einn fulltrúanna er búinn
að hafa samband við fjölmarga há-
skóla víðs vegar um heim til þess
að fá senda til okkar upplýsinga-
bæklinga. Margir IB-nemendanna
ætla sér að fara utan í háskóla og
því er hagkvæmt að geta nálgast
upplýsingar um ýmsa skóla hér
lyá okkur,“ útskýrir hún.
Aðspurð segir Ema félagslífið
vera gott. „Við tökum þátt í fé-
lagslífinu í M.H. eins og aðrir nem-
endur en auk þess höfum við okk-
ar eigin uppákomur. Við fómm í
sumarbústað yfir eina nótt í vor
og tókst sú ferð með eindæmum
vel. Við héldum einnig lærdóms-
maraþon, stunduðum heimanám í
heilan sólarhring samfleytt í skól-
anum í vor. Þetta var gert í fjár-
öfiunarskyni því okkur langar svo
að fara saman i utanlandsferð
þegar náminu lýkur að ári.“
og utanhússklæðningar í miklu úrvali. Allar gerðir festinga
ál og stál með gæðastaðal ISO 9001.
Royale
Ármúla 16 • 108 Reykjavík • Sími 533 1600 • Fax 533 1610
ASETA
*