Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 27 Engin sátt um Drumcree-göngu Óraníumanna í Portadown á N-írlandi Gæti haft áhrif á neyðarvið- ræður um friðarsamninginn Belfast. Reuters. SU ákvörðun sérstakrar nefndar, sem starfar á vegum breskra stjórn- valda, í gær að banna göngu Óraníu- manna næstkomandi sunnudag í gegnum hverfi kaþólskra í bænum Portadown á Norður-írlandi setti mark sitt á neyðarviðræður sem fram fóru í Belfast um lausn á deilu um afvopnun öfgahópa og myndun heimastjórnar. Óttast menn nú mjög að Óraníumenn reyni að þvinga sér leið niður Garvaghy-götu þrátt fyrir bann yfirvalda, og að til harðra átaka muni koma. Vonast hafði verið til að sátt næð- ist um Drumcree-gönguna en það hefði getað bætt mjög andrúmsloft í fundarsölum stjómarbygginga við Stormont-kastala í Belfast þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, lögðu allt kapp á að fá stríðandi fylkingar til að sættast á málamiðlun í afvopnunardeilunni áð- ur en frestur til þess rennur út á mið- vikudag. Takist ekki að finna lausn í dag eða á morgun er næsta víst að friðarsamkomulagið frá því í fyrra sé runnið út í sandinn. Jafnframt gætu átök við Drumcree um næstu helgi orðið til þess að vargöld gengi í garð að nýju á N-írlandi af fullum krafti. Sambandssinnar hafa fram að þessu neitað að setja á laggimar heimastjórn með aðild Sinn Féin, stjómmálaarms írska lýðveldishers- ins (IRA), nema IRA byrji afvopnun fyrst. Einhver teikn vom að vísu á lofti um það í gær að David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulsters (UUP), gæti verið tilbúinn til að sætt- ast á að Sinn Féin fái að taka sæti sín í heimastjóm en einungis ef IRA- menn viðurkenndu að þeim beri að af- henda vopn sín fyrir maí á næsta ári. Óvíst er að IRA hlíti slíkum tilmælum og jafnframt fullyrtu heimildarmenn The Belfast Telegraph að stigi Trimble þetta skref myndu félagar í UUP undireins reyna að fella hann úr leiðtogaembættinu. Skýrslu de Chastelains beðið með óþreyju Nokkrar vonir höfðu vaknað, um að árangur myndi nást í þessum neyðarviðræðum, á föstudagskvöld þegar Blair og Ahern tókst að fá leiðtoga stríðandi fylkinga til að fall- ast á þrjú atriði sem viðræður í þess- ar viku myndu gmndvallast á. I fyrsta lagi staðfestu deilendur stuðning sinn við að heimastjóm allra flokka yrði sett á laggirnar, þeir stað- festu það ákvæði friðarsamkomulags- ins frá því í fyrra sem kveður á um að öfgahópar skuli hafa lokið afvopnun fyrir maí á næsta ári, og loks gáfu þeir alþjóðlegri nefnd undir stjóm Kanadamannsins Johns de Chastela- ins hershöfðingja fullt umboð sitt til að stýra afvopnun hópanna. Framhald viðræðnanna, sem nú standa yfir í Belfast, gæti einmitt ráðist af skýrslu þeirri sem de Chastelain leggur fyrir í dag, en þar mun Kanadamaðurinn leggja mat á það hvort hann telji líklegt að IRA og aðrir sambærilegir öfgahópar hyggist í raun og vem afvopnast í samræmi við ákvæði friðarsam- komulagsins. Sé niðurstaða hans sú að hann telji IRA líklegan til að standa við þetta ákvæði friðarsamkomulagsins myndi það hjálpa vemlega til í þeim við- ræðum sem nú fara fram. Að sama skapi yrði það mikið áfall ef de Chastelain kæmist að þeirri niðu- stöðu að hvað sem liði öllum friðar- sáttmálum hefði IRA alls ekki í hyggju að láta vopn sín af hendi. alain miklis Grikkland Papadopou- los látinn Aþcna. AP. GEORGE Papadopoulos, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Grikk- landi á áranum 1967-73, lést af völdum krabbameins á sjúkrahúsi í Aþenu á sunnudag, áttræður að aldri. Papadopoulos stjórnaði landinu með harðri hendi frá valdaráni hersins 21. apríl 1967 þar til í nóv- ember 1973 þegar Dimitrios Ioannidis, yfirmaður herlögregl- unnar, steypti honum af stóli. Stjórn hins síðamefnda féll í júlí 1974 þegar misheppnað valdarán á Kýpur varð til þess að Tyrkir gerðu innrás í eyjuna. Papadopoulos var dæmdur til dauða fyrir landráð eftir að lýðræði var komið á en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Stjórn Grikklands ákvað að leysa hann úr haldi af mannúðarástæðum í des- ember 1990 en hætti við það vegna háværra mótmæla almennings og stjórnarandstæðinga. Síðustu þrjú árin dvaldi hann undir strangri ör- yggisgæslu á sjúkrahúsi vegna hrörnunarsjúkdóms. Ákafur andstæðingur kommúnisma Papadopoulos, sem fæddist í suðurhluta Grikklands, gegndi her- þjónustu í síðari heimsstyrjöldinni og barðist með þjóðernissinnum gegn kommúnistum í grísku borg- arastyrjöldinni 1946-49. Hann gat sér orð fyrir að vera ákafur and- stæðingur kommúnisma og sakaði eitt sinn Richard Nixon, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, og tvo þriðju bandarískra þingmanna um að vera kommúnistar. Þegar Papadopoulos var ákærð- ur fyrir landráð árið 1975 neitaði hann að bera vitni og sagði aðeins: „Látum söguna dæma gerðir mín- ar.“ Verðir í fangelsi Papadopoulos sögðu að hann hefði aldrei iðrast valdaránsins og haldið því fram til dauðadags að hann hefði bjargað Grikkjum frá kommúnisma. Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins full- yrti þó að Grikkjum hefði ekki staf- að hætta af kommúnistum. Nefndin sagði einnig að herfor- ingjastjórnin hefði látið pynta fanga og brotið gegn mannréttind- um þjóðarinnar. Þúsundir Grikkja voru fangelsaðar, sendar á af- skekktar grískar eyjar eða flæmd- ar í útlegð erlendis á valdatíma herforingjastjórnarinnar. Vart séð fyrir endann á 11 mánaða borgarastríði Friðarviðræður út um þúfur í Lýðveldinu Kongú Lusaka. Reuters, AP. Reuters SNURÐA hljóp á þráðinn í viðræð- um um frið í Lýðveldinu Kongó í gær og varð að fresta viðræðunum eftir aðeins um hálfa klukkustund. Miklar vonir höfðu verið bundnar við ráðherraviðræðurnar, er miða að því að binda enda á borgarastyrjöld sem geisað hefur í Kongó í tæpt ár. Ekki var Ijóst síðdegis í gær hvenær við- ræður ráðherranna myndu hefjast að nýju. Aðild að viðræðunum er hófust í Lusaka, höfuðborg Zambíu, í gær- morgun eiga utanríkis- og varnar- málaráðherrar þeirra fjórtán ríkja sem eiga aðild að Þróunarsambandi sunnanverðrar Afríku og Rúanda, Úganda, Kenýa og Líbýu. Markmið viðræðnanna er að ræða drög að friðarsáttmála. Eftir 30 mínútur kváðust fulltrúar Kongó og helstu bandamanna þeirra, Zimbabwe, vera ósáttir við nokkur atriði í drögunum. Talsmaður eins af uppreisnarmannahópunum í Lýð- veldinu Kongó sagði hins vegar að sáttmáladrögin væm viðunandi. Herir að minnsta kosti sex Afríku- ríkja hafa dregist inn í átökin í Lýð- veldinu Kongó, sem áður hét Zaire. Hafa Zimbabwe, Angóla, Namibía og Chad veitt stuðning forseta landsins, Laurent Kabila, sem hefur átt undir högg að sækja. Úganda og Rúanda hafa stutt uppreisnarmenn, er hafa stór svæði í austur- og norðurhluta Lýðveldisins Kongó á valdi sínu. Ráðherrarnir sögðu í Lusaka í gær að tvíhliða viðræðum yrði haldið áfram, þrátt fyrir að formlegar við- ræður hefðu farið út um þúfur, og vonir stæðu til þess að allir aðilar færa að ræða saman á ný áður en langt um liði. BBC greinir frá því að í drögun- um, sem ræða átti í gær, sé kveðið á um að vopnahlé hefjist 3. júní; friðar- gæslulið verði kallað til; erlendir herir hverfí á braut og uppreisnar- menn afvopnist. Munu fulltrúarnir, sem gengu af fundi í gær, ekki hafa getað sætt sig við stofnun eftirlits- nefnda sem fylgjast myndu með því að staðið væri við friðarsamninga, og einnig hafi þeir verið verið ósáttir við að komið yrði upp stofnunum sem myndu leita eftir viðræðum við upp- reisnarmenn. Klofningur meðal uppreisnarmanna Það vai- með stuðningi stjórnvalda í Rúanda og Úganda sem uppreisn- armenn í Lýðveldinu Kongó, er köll- uðu sig Lýðræðisbaráttu Kongó, hófu aðgerðir gegn stjórn Kabila í ágúst á síðasta ári. Markmið þeirra var að leggja allt landið undir sig. Hefur uppreisnai-mönnum hvorki tekist að vinna hernaðarsigur né öðl- ast viðurkenningu sem pólitískt afl. Deilur hafa risið milli Rúanda og Úganda um hvernig best sé að styðja við bakið á uppreisnarmönnum. Klofningur hefur orðið innan raða þeirra, og hafa þeir nú í raun skipast í tvær fylkingar. Kabila hefur átt undir högg að sækja. Hann hefur engum her á að skipa, og hefur haldið völdum í Lýð- veldinu Kongó fyrir tilstuðlan bandamanna sinna í Angóla, Namib- íu, Chad og Zimbabwe. Hefur mest munað um stuðning síðastnefnda ríkisins. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur sagst vilja styðja við sjálfstæða ríkisstjórn sem hafi orðið fyrir árás byltingarafla, en stuðningurinn hefur ekki verið Ka- bila að kostnaðarlausu og hefur for- setinn afsalað sér gífurlegum náma- réttindum og veitt annars konar fjárhagslega tryggingu til að halda í bandamenn sína. Hersveitir Zimbabwe hafa undan- farið orðið fyrir miklu mannfalli og talið líklegt að Mugabe myndi kalla menn sína til baka. Til þess hefur þó ekki komið. En sökum annarra áfalla, sem Kabila hefur orðið fyrir, gæti afstaða Mugabes breyst skyndilega. Ekki síst eftir að Kabila tapaði svæðum sem á em demanta- námur. LAURENT Kabila (t.v.) og Ro- bert Mugabe héldust í hendur þegar Kabila kom í heimsókn til Zimbabwe í síðustu viku. ÚNSAN Aðalstræti 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.