Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 49 FRÉTTIR (il i— Morgunblaðið/Kristinn Yann GSM-síma á mbl.is MORGUNBLAÐIÐ á Netinu, Stjörnubíó og Síminn stóðu fyrir leik á dögunum á mbl.is í tilefni frumsýningar á spennumyndinni Illur ásetningur. Veglegir vinn- ingar voru í boði en auk miða á myndina áttu þátttakendur mögu- leika á að vinna bol eða húfu og síðast en ekki síst GSM-síma frá Símanum. Öllum vinningshöfum hefur verið sendur tölvupóstur, en stóra vinn- inginn vann Sigríður Asta Þorgeirs- dóttir (t.h.), sem á myndinni tekur við GSM-síma af Christof Weh- meier, kynningarstjóra Stjömubíós. Færeyskir dagar í Ólafsvík FÆREYSKIR dagar verða haldnir annað árið í röð í Ólafsvík dagana 2.-4. júlí. Dagskráin hefst kl. 14 með opnun markaðar í húsnæði Snæfell- ings. Ki-istinn Jónasson bæjarstjóri flytur ávarp og Lúðrasveitin Snær leikur og þá verður Færeyingur heiðraður. Dorgkeppni verður á bryggjunni fyrir yngri kynslóðina og grillveisla fyrir þátttakendur í boði Sjósnæs, stangveiðifélags Snæ- fellsbæjar. Opið verður í leiktæki fyrir börn og sér björgunarsveitin Sæbjörg um gæsluna. Um kvöldið verður bryggjuball þar sem hljóm- sveitin Bít frá Hellissandi leikur og unglingaball verður í Félagsheimil- inuKlifi. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 10. Þá verða leiktæki fyrir börn opin og mun Hestamannafélagið Hringur leyfa bömum að fara á hestbak á svæði félagsins við Fossá kl. 12. Kl. 11 verður knattspyrnu- leikur milli Víkings Ólafsvík og VB Færeyjum. Þá verður skemmtidag- skrá á hafnarsvæðinu kl. 13 þar sem ýmsir listamenn koma fram, fær- eyskir og íslenskh'. Dansleikur verður í Félagsheimilinu Klifi um kvöldið þar sem færeyska hljóm- sveitin Twilight leikur fyrir dansi. Færeysk messa verður í Ölafsvíkur- kirkju kl. 11 á sunnudeginum. Þar mun sr. Heri Joensen messa. Kór frá Færeyjum syngur og Söngkór Götu og Lorvík. Einnig mun Þor- valdur Halldórsson syngja. Kl. 13 verður skemmtisigling og hátíðinni slitið kl. 14. Kvöldgangan í Viðey FARIÐ verður með ferjunni frá Við- eyjarbryggju í Sundahöfn í kvöld kl. 19.30. Gengið verður eftir veginum, sem liggur eftir háeynni austur á Sund- bakka. „Þar verður ljósmyndasýn- ingin í skólanum skoðuð, en hún geymir margar ágætar myndir, sem tengjast lífinu í þorpinu, sem þarna stóð árin 1907-1943. Síðan verða rústir byggðarinnar skoðaðar, litið inn í Tankinn, félagsheimili Viðey- inga, en síðan haldið áfi'am um suð- urströndina heim að Stofu aftur. Á þessari leið er óvenju margt að skoða. Leitast verður við að halda uppi gamanmálum og söng eftir að- stæðum, segir í fréttatilkynningu. Gangan tekur um tvo tíma og göngufólk er minnt á að hafa góðan búnað. Göngurnar í Viðey eru raðgöngur í fimm áföngum. Sá, sem gengur þá alla, fær gott yfirlit um það sem er að sjá í þessari söguríku eyju og næsta nágrenni hennar. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu og hestaleigan eru opin daglega. Einnig er hægt að fá reiðhjól að láni endur- gjaldslaust. Loks er hægt að fá leyfi til að tjalda í Viðey og það kostar heldur ekki neitt,“ segir í fréttatil- kynningu frá staðarhaldai'a. Sönglög í Seyð- isfj arðarkirkju INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzósópran og Bjarni Þór Jónatansson, píanóleikari, eru næstu flytjendur í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á miðvikudagskvöld 30. júní, kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju. Flutt verða íslensk og bandarísk sönglög, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar Ragnars- son, Kurt Weill og George Gershwin, og lög eftir Enrique Granados. Garðsláttuvélar ÞÓR HF Reykjavík - Akurayrl Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 KIRKJUSTARF Sumarkvöld í N eðstakaupstað FYRSTA Sumarkvöldið í Neðsta- kaupstað á Isafirði verður fimmtu- daginn 1. júlí og munu Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Pétur Jónasson þá halda gítartónleika. Sumarkvöld verða í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað nú í sumar líkt og undanfarin fjögur ár, og verða þau haldin á fímmtudögum í júlímánuði. I sumar verður bryddað upp á ýms- um nýjungum, tónlist skipar áfram veglegan sess, þjóðlegur fróðleikur og skemmtileg afþreying í tali og tónum. Dagskráin er, eins og áður, ætluð heimamönnum og ferðamönn- um, íslenskum sem erlendum. Hægt er að setja upp sérstök Sumarkvöld fyrir hópa. Sumarkvöld í Neðstakaupstað verða í Tjöruhúsi öll fimmtudags- kvöld frá 1.-29. júlí. Ráðstefna um vörudreifíngu SAMTÖK verslunarinnar, FÍS, boða til ráðstefnu um vörudreifingu og samkeppnismál þriðjudaginn 29. júní kl. 10-12 í Sunnusal Hótels Sögu. Á ráðstefnunni flytur erindi Espen Gjerde, markaðsstjóri hjá Joh. Johansen í Osló, stærstu heild- verslun og birgadreifingarmiðstöð í Noregi. Espen Gjerde mun skýra frá uppbyggingu vörudreifingar í Noregi með sérstaka áherslu á hlut- verk innflytjenda, segir í fréttatil- kynningu. Einnig flytur erindi Bob Lawrie, sem starfar hjó bresku sam- keppnisstofnuninni. Stjórn samtakanna mun bjóða til fundarins fulltrúum stjórnvalda og fjölmiðla, að öðru leyti er fundurinn einvörðungu opinn félagasmönnum. Safnaðarstarf Sumardagar í kirkjunni EINS og undanfarin ár verða guðs- þjónustur eldri borgara í Reykjavík- urprófastsdæmum hvern miðviku- dag í júnímánuði. Næsta guðsþjón- usta verður í Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 30. júní og hefst hún kl. 14. Guðrún Jónsdóttir læknir prédik- ar og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar íyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffiveiitingar verða á eftir í boði Hallgrímssóknar. Þessar guðsþjónustur eru sam- starfsverkefni ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæma, félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, öldrunarþjón- ustudeildar og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Nánari aug- lýsing um þessar guðsþjónustur eru í öllum kirkjum í prófastsdæmunum og einnig í félagsmiðstöðvum aldr- aðra í Reykjavík og Kópavogi. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund í kirkjunni. Ailir eru velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Lagt verður af stað frá kirkj- unni kl. 11. Hafið nesti með og verið vel búin. Heimkoma kl. 17. Verð kr. 350. Fella- og Hólakirkja. Helgistarf í Gerðubergi ó fimmtudögum kl. 10.30. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr- irbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyr- ir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Rómverjabréfið, lest- ur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn bænastund kl. 20.30. Q^ Q^ Q^ SUMARÚTSALA Öll sumarefni með 40-50% afslætti L Laugavegi 71, sími 551 0424. UTSALA - UTSALA hefst í dag 40-70% afsláttur Dæmi um verð áður nú Peysa m/rennilás 4.200 2.500 Gatavesti 3.900 2.300 Slinky sett (pils + bolnr) 5.700 2.900 Hvítar galiabuxur 4.500 2.600 Hlýrabolir 1.900 500 Dömublússa 3.000 1.800 Tunika m/kraga 2.900 1.700 Sett (buxur + skyrta) 7.000 3.900 Fiíspeysa 3.300 2.000 Flísbuxur 2.700 1.800 Sítt pils 3.000 1.800 KjóU 3.800 1.900 og margt, margt fleira Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 5682870 Sendum í póstkröfu Pallnus & t Eigum fyrirliggjandi margar gerðir af vönduðum pallhúsum fyrir ameríska og japanska pallbfla. Sérstaklega smíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Hringlð eða homið og fáið nánarí upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.