Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 49

Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 49 FRÉTTIR (il i— Morgunblaðið/Kristinn Yann GSM-síma á mbl.is MORGUNBLAÐIÐ á Netinu, Stjörnubíó og Síminn stóðu fyrir leik á dögunum á mbl.is í tilefni frumsýningar á spennumyndinni Illur ásetningur. Veglegir vinn- ingar voru í boði en auk miða á myndina áttu þátttakendur mögu- leika á að vinna bol eða húfu og síðast en ekki síst GSM-síma frá Símanum. Öllum vinningshöfum hefur verið sendur tölvupóstur, en stóra vinn- inginn vann Sigríður Asta Þorgeirs- dóttir (t.h.), sem á myndinni tekur við GSM-síma af Christof Weh- meier, kynningarstjóra Stjömubíós. Færeyskir dagar í Ólafsvík FÆREYSKIR dagar verða haldnir annað árið í röð í Ólafsvík dagana 2.-4. júlí. Dagskráin hefst kl. 14 með opnun markaðar í húsnæði Snæfell- ings. Ki-istinn Jónasson bæjarstjóri flytur ávarp og Lúðrasveitin Snær leikur og þá verður Færeyingur heiðraður. Dorgkeppni verður á bryggjunni fyrir yngri kynslóðina og grillveisla fyrir þátttakendur í boði Sjósnæs, stangveiðifélags Snæ- fellsbæjar. Opið verður í leiktæki fyrir börn og sér björgunarsveitin Sæbjörg um gæsluna. Um kvöldið verður bryggjuball þar sem hljóm- sveitin Bít frá Hellissandi leikur og unglingaball verður í Félagsheimil- inuKlifi. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 10. Þá verða leiktæki fyrir börn opin og mun Hestamannafélagið Hringur leyfa bömum að fara á hestbak á svæði félagsins við Fossá kl. 12. Kl. 11 verður knattspyrnu- leikur milli Víkings Ólafsvík og VB Færeyjum. Þá verður skemmtidag- skrá á hafnarsvæðinu kl. 13 þar sem ýmsir listamenn koma fram, fær- eyskir og íslenskh'. Dansleikur verður í Félagsheimilinu Klifi um kvöldið þar sem færeyska hljóm- sveitin Twilight leikur fyrir dansi. Færeysk messa verður í Ölafsvíkur- kirkju kl. 11 á sunnudeginum. Þar mun sr. Heri Joensen messa. Kór frá Færeyjum syngur og Söngkór Götu og Lorvík. Einnig mun Þor- valdur Halldórsson syngja. Kl. 13 verður skemmtisigling og hátíðinni slitið kl. 14. Kvöldgangan í Viðey FARIÐ verður með ferjunni frá Við- eyjarbryggju í Sundahöfn í kvöld kl. 19.30. Gengið verður eftir veginum, sem liggur eftir háeynni austur á Sund- bakka. „Þar verður ljósmyndasýn- ingin í skólanum skoðuð, en hún geymir margar ágætar myndir, sem tengjast lífinu í þorpinu, sem þarna stóð árin 1907-1943. Síðan verða rústir byggðarinnar skoðaðar, litið inn í Tankinn, félagsheimili Viðey- inga, en síðan haldið áfi'am um suð- urströndina heim að Stofu aftur. Á þessari leið er óvenju margt að skoða. Leitast verður við að halda uppi gamanmálum og söng eftir að- stæðum, segir í fréttatilkynningu. Gangan tekur um tvo tíma og göngufólk er minnt á að hafa góðan búnað. Göngurnar í Viðey eru raðgöngur í fimm áföngum. Sá, sem gengur þá alla, fær gott yfirlit um það sem er að sjá í þessari söguríku eyju og næsta nágrenni hennar. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu og hestaleigan eru opin daglega. Einnig er hægt að fá reiðhjól að láni endur- gjaldslaust. Loks er hægt að fá leyfi til að tjalda í Viðey og það kostar heldur ekki neitt,“ segir í fréttatil- kynningu frá staðarhaldai'a. Sönglög í Seyð- isfj arðarkirkju INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzósópran og Bjarni Þór Jónatansson, píanóleikari, eru næstu flytjendur í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á miðvikudagskvöld 30. júní, kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju. Flutt verða íslensk og bandarísk sönglög, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar Ragnars- son, Kurt Weill og George Gershwin, og lög eftir Enrique Granados. Garðsláttuvélar ÞÓR HF Reykjavík - Akurayrl Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 KIRKJUSTARF Sumarkvöld í N eðstakaupstað FYRSTA Sumarkvöldið í Neðsta- kaupstað á Isafirði verður fimmtu- daginn 1. júlí og munu Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Pétur Jónasson þá halda gítartónleika. Sumarkvöld verða í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað nú í sumar líkt og undanfarin fjögur ár, og verða þau haldin á fímmtudögum í júlímánuði. I sumar verður bryddað upp á ýms- um nýjungum, tónlist skipar áfram veglegan sess, þjóðlegur fróðleikur og skemmtileg afþreying í tali og tónum. Dagskráin er, eins og áður, ætluð heimamönnum og ferðamönn- um, íslenskum sem erlendum. Hægt er að setja upp sérstök Sumarkvöld fyrir hópa. Sumarkvöld í Neðstakaupstað verða í Tjöruhúsi öll fimmtudags- kvöld frá 1.-29. júlí. Ráðstefna um vörudreifíngu SAMTÖK verslunarinnar, FÍS, boða til ráðstefnu um vörudreifingu og samkeppnismál þriðjudaginn 29. júní kl. 10-12 í Sunnusal Hótels Sögu. Á ráðstefnunni flytur erindi Espen Gjerde, markaðsstjóri hjá Joh. Johansen í Osló, stærstu heild- verslun og birgadreifingarmiðstöð í Noregi. Espen Gjerde mun skýra frá uppbyggingu vörudreifingar í Noregi með sérstaka áherslu á hlut- verk innflytjenda, segir í fréttatil- kynningu. Einnig flytur erindi Bob Lawrie, sem starfar hjó bresku sam- keppnisstofnuninni. Stjórn samtakanna mun bjóða til fundarins fulltrúum stjórnvalda og fjölmiðla, að öðru leyti er fundurinn einvörðungu opinn félagasmönnum. Safnaðarstarf Sumardagar í kirkjunni EINS og undanfarin ár verða guðs- þjónustur eldri borgara í Reykjavík- urprófastsdæmum hvern miðviku- dag í júnímánuði. Næsta guðsþjón- usta verður í Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 30. júní og hefst hún kl. 14. Guðrún Jónsdóttir læknir prédik- ar og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar íyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffiveiitingar verða á eftir í boði Hallgrímssóknar. Þessar guðsþjónustur eru sam- starfsverkefni ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæma, félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, öldrunarþjón- ustudeildar og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Nánari aug- lýsing um þessar guðsþjónustur eru í öllum kirkjum í prófastsdæmunum og einnig í félagsmiðstöðvum aldr- aðra í Reykjavík og Kópavogi. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund í kirkjunni. Ailir eru velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Lagt verður af stað frá kirkj- unni kl. 11. Hafið nesti með og verið vel búin. Heimkoma kl. 17. Verð kr. 350. Fella- og Hólakirkja. Helgistarf í Gerðubergi ó fimmtudögum kl. 10.30. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr- irbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyr- ir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Rómverjabréfið, lest- ur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn bænastund kl. 20.30. Q^ Q^ Q^ SUMARÚTSALA Öll sumarefni með 40-50% afslætti L Laugavegi 71, sími 551 0424. UTSALA - UTSALA hefst í dag 40-70% afsláttur Dæmi um verð áður nú Peysa m/rennilás 4.200 2.500 Gatavesti 3.900 2.300 Slinky sett (pils + bolnr) 5.700 2.900 Hvítar galiabuxur 4.500 2.600 Hlýrabolir 1.900 500 Dömublússa 3.000 1.800 Tunika m/kraga 2.900 1.700 Sett (buxur + skyrta) 7.000 3.900 Fiíspeysa 3.300 2.000 Flísbuxur 2.700 1.800 Sítt pils 3.000 1.800 KjóU 3.800 1.900 og margt, margt fleira Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 5682870 Sendum í póstkröfu Pallnus & t Eigum fyrirliggjandi margar gerðir af vönduðum pallhúsum fyrir ameríska og japanska pallbfla. Sérstaklega smíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Hringlð eða homið og fáið nánarí upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.