Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORG UNBLAÐIÐ FRÉTTIR ✓ Islenska ríkið var með dómi, sem féll í janúar 1996 og var ekki áfrýjað, dæmt til að greiða manni 4 milljóna króna bætur vegna ólögmætrar ófrjósemisaðgerðar, sem gerð var á honum 18 ára gömlum árið 1973. Pétur Gunnarsson kynnti sér mál mannsins, dóminn og gögn um aðgerðir, sem byggðust á lögum nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt. Bætur vegna ólögmætrar ófrjósemis- aðgerðar ISLENSKA ríkið hefur greitt 45 ára gömlum manni fjögurra milljóna króna bætur vegna ófrjósemisaðgerðar, sem gerð var á honum 18 ára gömlum, og dómstóll hefur dæmt ólögmæta. Aðgerðin var gerð án samþykkis mannsins og á þeirri forsendu að skera ætti hann upp við kviðsliti. Leyfi landlæknis lá fyrir á grundvelli laga nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi tilvikum aðgerðir á fólki til að koma í veg fyrir að það auki kyn sitt en ekki var fylgt ákvæðum laganna um sam- ráð við viðkomandi og að enginn megi gangast undir slíka aðgerð án vitneskju sinnar eða lögráðamanns síns. Hélt uppskurðinn vera vegna kviðslits Sú var ástæða bótaskyldunnar í tilviki mannsins og einnig hitt að hann hafði beinlínis verið leyndur aðgerðinni og látinn halda að skera ætti hann upp við kviðsliti. Foreldrar mannsins skildu árið 1965 en barnaverndaryfirvöld höfðu haft afskipti af barnmörgu heimilinu og m.a. látið gera greindarpróf sem þóttu benda til að hann og fjögur systkina hans væru með greindarvísitölu um 50. Arið 1968 var honum og tveimur systkinum hans komið í fóstur á Vestfjörðum. 1970 yfírtók Barnavemdarnefnd Reykjavíkur for- sjárskyldur og greiðslur til forsjárforeldra frá sveitarfélaginu þar sem foreldrarnir höfðu búið. Bamaverndarfulltrúi sveitarfélagsins lét þess þá getið að gera þyrfti tvö barnanna ófrjó sem fyrst. Síðla árs 1971, þegar maðurinn var 17 ára, sendi bamaverndar- nefnd Reykjavíkur umsókn um vönunaraðgerð á honum, á grand- velli fyrrgreindra laga og var þar til þess vísað að fósturfaðh' hans hefði vakið athygli á að koma þyrfti í veg fyrir að hann yki kyn sitt vegna vanþroska. Arið 1972 var gerð sálfræðileg álitsgerð á manninum, með þeirri niðurstöðu að greindarvísitala hans sé á „debil-stigi“ um 60 en hann standi sig mun betur í verklegum verkefnum en munnlegum og eðlisgreind geti verið nokkuð hærri en þessi árangur segi til um. „Væri hugsanlegt að einhverjar framfarir gætu orðið á næstu áram, enda þótt það sé víst að hann muni funkera sem vangefinn,“ segir í álitinu. „Hann ætti að geta funkerað allbærilega við vernd- aðar aðstæður en nær óhugsandi er að hann geti staðið algjörlega á eigin fótum.“ Á grundvelli álitsgerðarinnar sendi landlæknir sjúkrahúsinu á Isafirði leyfi til aðgerðar, en fósturforeldrar mannsins bjuggu í því héraði. 1973 leggst hann svo inn til aðgerðar, þá orðinn 18 ára og engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að svipta hann lögræði eða skipa honum tilsjónarmann eða talsmann. I sjúkdómsgreiningu læknisins, sem gerir aðgerðina, segir að um sé að ræða hraustan fávita. Sjúkdómsgreining er: „imbicilitas.“ Einnig kemur fram í sjúkraskýrslunni að drengurinn viti ekki til hvers hann kemur á sjúkrahúsið en haldi að til standi að skera hann upp við kviðsliti beggja megin. Sér fyrir sér og fjölskyldu Maðurinn hefur unnið og séð fyrir sér alla tíð, er giftur og hefur tekið þátt í að uppeldi barna eiginkonu sinnar af fyrra hjónabandi. Hann hófst handa um að heimta bætur eftir að granur vaknaði um að ekki hefði verið allt með felldu með „kviðslitsaðgerðina“ árið 1993 þegar honum og eiginkonunni hafði ekki tekist að geta bam. í niðurstöðum dómsins segir að það hafi verið andstætt ákvæð- um og tilgangi laganna sem um ræðir að leita ekki afstöðu eða samþykkis mannsins til aðgerðarinnar og beinslínis leyna hann henni: „Um er að ræða stórfellt brot á sjálfsákvörðunarrétti hans og mannréttindum, sérstaklega þegar til þess er litið að hann var fullra 18 ára er aðgerðin var framkvæmd, sjálfráða og ekki lengur að lögum háður eftirliti barnaverndarnefndar Reykjavíkur,“ segir þar. Ennfremur segir: „Við mat á bótaskyldu ber að líta til þess að bamavemdarnefnd Reykjavíkur fór fram á aðgerðina án vitundar og samþykkis stefnanda og á grundvelli gagna sem samkvæmt framansögðu vora ekki fullnægjandi að lögum til þess að heimila slíka aðgerð. Verður því talið að stefndi Reykjavíkurborg beri bótaábyrgð gagnvart stefnda vegna aðgerðarinnar. Þá verður talið að stefndi fjármálaráðherra vegna ríkisins beri einnig bótaábyi’gð gagnvart stefnanda vegna aðgerðarinnar þar sem landlæknir gaf út leyfi til aðgerðarinnar á grandvelli gagna, sem vora ófullnægjandi. Þá liggur fyrir að læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á stefn- anda gerði það án þes að upplýsa stefnanda um eðli og afleiðingar aðgerðarinnar og án þess að leita samþykkis hans, svo sem að framan greinir. Ber stefndi Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði því einnig bótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna aðgerðarinnar.“ Oljósar kröfur og reikul hugtakanotkun INIÐURSTOÐUM dómsins, sem kveðinn var upp í máli mannsins, er m.a. fjallað um þær óljósu skil- greiningar og óljósu kröfur sem gerðar hafi verið um sönnun til þess að leyfi til vönunaraðgerða af þessu tagi færu fram. Fyrst var gert greindarpróf á manninum þegar hann er á 8. ári og telur sálfræðideild skóla þá að hann sé „debile“. Vitnisburðurinn er eftir- farandi: „Hann er um þrem árum á eftir meðalaldri með almennan greindar- þroska og er því meðal getumeiri barna sem teljast debile. Málfar hans er mjög lélegt og vanþroska, e.t.v. veldur uppeldi og umhverfi þar talsverðu. í framkomu er hann smá- barnalegur og ber með sér nokkra félagslega vanhirðu. [Honum] myndi henta best skólaganga í sérskóla fyr- ir debile börn, hann er enn ekki les- þroska og ætti að vera í leikbekk fyr- ir seinþroska börn (Höfðaskóla). Ef [hann] er í almennum barnaskóla er skynsamlegt að seinka honum um 1-2 ár. í júlí 1971 skoðar héraðslæknisinn á ísafirði manninn vegna yfirvofandi ófrjósemisaðgerðar og skráir hjá sér að að hann sé vangefinn frá fæðingu. „Sú niðurstaða er órökstudd og eng- in heilsufars- og sjúkrasaga er rakin í aðgerðarumsókninni og ekki er þar getið neinna skoðana hvorki læknis- fræðilegra né annarra,“ segir í dóm- inum um þetta mat læknisins. I mars 1972 gengst hann undir skoðun hjá sálfræðingi sem kemst að þeirri niðurstöðu að greindarvísitala hans sé „á debile stigi, grv. 60“ Hann stendur sig mun betur í verklegum verkefnum en munnlegum, eðlis- greind gæti verið nokkuð hærri en þessi árangur segir til um,“ segir sálfræðingux-inn. Ályktun hans er þessi: „Hann ætti að geta funkerað allbærilega við verndaðar aðstæður en nær óhugsandi er að hann geti staðið algjörlega á eigin fótum.“ Læknirinn sem framkvæmir að- gerðina í upphafi árs 1973, þegar hann er orðinn fullra 18 ára segir í skýrslu að um sé að ræða „hraustan fávita“. Fram kemur að maðurinn viti ekki sjálfur til hvers hann kemur á sjúkrahúsið en haldi að skera eigi sig upp við kviðsliti. Sjúkdómsgrein- ing læknisins er: „Imbicilitas." Ómarkviss hugtakanotkun í dóminum í máli mannsins er vakin athygli á hinni ómarkvissu hugtakanotkun, sem einkennir ferlið sem rakið var að ofan, og þær ómarkvissu kröfur sem gerðar eru í lögum um að heimila í viðeigandi til- vikum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt. Kaflinn í dóminum er eftirfarandi: „í fylgiskjali með frumvarpi til laga nr. 16/1938, sem samið var af Vil- mundi Jónssyni, þáverandi land- lækni, kemur fram að fávitar eru taldir þeir sem hafa vitkvóta 50 og þar fyrir neðan, en fólk með vitkvóta 50-70 hafi verið kallað hér á landi fá- ráðlingar eða andlegir fáráðlingar. í frumvarpinu er það talið með fávit- um. Reyndar eru skilgreiningar í fylgiskjalinu óljósar og á reiki um þessi atriði, m.a. er tekið fram varð- andi niðurstöður vitprófa um fávita- hátt „að þeir sem hafa vitkvóta 50 og þar fyrir neðan ... bera að jafnaði utan á sér fávitaháttinn, svo að alþýða manna villist sjaldnar en hitt á því og kallar slíkt fólk fávita.“ í lögunum eru hins vegar notuð hugtökin fáviti og fávitaháttur án nánari skilgreiningar. I gögnum málsins kemur fyi'st fram í bréfi frá barnaverndarnefnd [...] dags. 19. janúar 1968 að „(fjögur barnanna) hafa haft greindarvísitöl- una rétt um 50, þ.e. niðri á mörkum þess að vera fávitar." í bréfi frá sama aðila frá 12. janúar 1970 kemur m.a. fram að „börn þessi munu öh vera á mörkum debile-imbecile“.“ I Sjúki-askrá Fjórðungssjúkrahússins á Isafirði vegna legu stefnanda 24. janúar til 3. febrúar 1973 er sjúk: dómsgreining hans „Imbicilitas". í framburði [... ], sálfræðings, kom fram að skilgreiningar á þeim orðum sem væru notuð við greindarmat að imbecile svaraði til greindaivísitölu 25-49 en debile svaraði til gi-eindar- vísitölu 50-69. Á þessum mælikvarða er 100 meðalgreind. Af gögnum málsins má ráða að sumir þeirra aðila sem um málefni stefnanda fjölluðu hafa talið að greindarvísitala hans væri um eða neðan við 50. Má í því tilviki vitna til framangreindra bréfa frá barna- verndarnefnd [... ] svo og sjúkdóms- greiningarinnar „Imbicilitas“ (greindarvísitala lægri en 50) er hann lá á Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar vegna nefndrar aðgerðar. Þessar ályktanir eru ekki studdar þeim sál- fræðiathugunum sem fyrir liggja. I greinargerðinni frá 27. desem- ber 1972 kemur fram um stefnanda að hann sé „... meðal getumeiri barna sem teljast -“debile“. f sál- fræðiathuguninni frá 4. mars 1972 kemur ft'am að starfhæf greind stefnanda „... reynist á debile stigi grv. 60. Hann stendur sig mun betur í verklegum verkefnum en munnleg- um, eðlisgreind gæti verið nokkuð hærri en þessi árangur segir til um.“ Á þeim tíma er sálfræðirannsóknin var gerð var stefnandi í vinnu í frystihúsi [... ]. Þegar litið er til þess, að mat á greind stefnanda var mismunandi og skilgreiningar á hugtökunum fáviti og fávitaháttur í fylgiskjali með frumvarpi til laga nr. 16/1938 eru á reiki, ekki voru til staðar fyi-ir að- gerðina fullnægjandi rannsóknar- gögn um stefnanda, hvorki læknis- fræðileg né sálfræðileg og heldur ekki sýnt að stefnandi gæti ekki framfleytt sér var ekki réttlætanlegt að framkvæma á honum vönunarað- gerð á grundvelli b-liðar 2. tl. 2.mgr. 5. gr. laga nr. 16/1938. Þá hafa stefndu [Reykjavíkurborg, ríkið og Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði] ekki sýnt fram á að neinar rannsókn- ir eða rök hafi verið fyrir hendi áður en aðgerðin fór fram, sem sýnt hafi fram á að gild rök hafi legið til þess að stefnandi hafi borið í sér kyn- fylgju sem líkindi vora til að kæmu fram á afkvæmi hans með þeim af- leiðingum, sem nánar er lýst í a-lið ákvæðisins,“ segir í niðurstöðukafla dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp af héraðsdómurun- um Eggerti Oskarssyni og Ingi- björgu Benediktsdóttur og Tómasi Zoéga, geðlækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.