Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 34
\ 34 PRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ i Bara hver önnur vinna „En það er kannski það eina sem við get- um virkilega lœrt afreynslunni að grimmd mannskeþnunnar eru engin takmörk sett. “ Langþráð sólin lét loks sjá sig á suð- vesturhominu um helgina, ekki seinna vænna fyrir gegn- blauta höfuðborgarbúa sem hafa það sem af er sumars mátt vita af íbúum norðan lands og austan böðuðum í sól- skini. Skylduverk númer eitt í sólinni var að slá grasflötina sem hafði þrifist vel í votviðri undanfarinna vikna. Þegar hún var orðin snoðklippt og heyið komið í snyrtilegan safnhaug- inn í garðshominu var hugað að grillinu og sessumar settar í garðhúsgögnin. Þar með var allt til reiðu, framundan var reglulegt helgarfrí eins og helgarfrí um hásumar eiga að vera. VIÐHORF Eftir Hðnnu Katrínu Fríðríksen Ég kom mér vel fyrir úti í garði með blaðabunka mér við hlið. Lesturinn hófst á Morgunblaðinu þar sem ein greinin stakk sérstaklega í stúf við fuglasönginn og frið- sældina í íslenskum húsagarði. Um var að ræða endursagt við- tal blaðamanns The Daily Tel- egraph við serbneskan mála- liða úr herheild í Kosovo sem illræmd er fyrir illvirki, pynt- ingar og morð á Kosovo-Albön- um. Það hafði verið á áætlun að dotta í sólinni milli þess sem ég sökkti mér ofan í lestur. Ég átti hins vegar erfitt með að víkja huganum frá hörmungun- um í Kosovo, sérstaklega sat í huga viðhorf hins serbneska málaliða til illvirkjanna sem hann og félagar hans höfðu framið, en fram kom í viðtalinu að hann leit á þau sem hvert annað starf. Málaliðinn vildi græða peninga og í þeim til- gangi slóst hann ásamt þús- undum annarra í hóp óháðra vopnaðra hersveita sem fóru eins og drepsótt um Kosovo. „Ég vildi óska að ég væri eðli- leg manneskja, verkfræðingur eða rafvirki," segir hann. „En það voru ekki mín örlög. Það var Guðs vilji sem réði því hvaða mann ég hef að geyma í dag. Ég er ómenntaður, for- eldrar mínir eru skildir og fað- ir minn er drykkjusjúklingur.“ Ég greip Newsweek. Þar var forsíðufyrirsögnin: „Blóðvell- ir.“ Inni í blaði var fyrirsögn greinarinnar: „Pabbi, þeir eru að drepa okkur.“ Greinin fjall- aði um nær óhugsanleg grimmdarverk serbneskrar herdeildar í litlu þorpi í suður- hluta Kosovo þar sem heilli stórfjölskyldu var útrýmt af mikilli nákvæmni. Söguna sögðu tvær konur, sem lifðu af þegar eiginmönnum þeirra og bömum, foreldrum og systkin- um var slátrað, og nágrannar, sem urðu vitni að grimmdar- verkunum. Mér varð bókstaflega líkam- lega illt við lesturinn og gerði hlé oftar en einu sinni, þurfti hreinlega að safna kjarki til þess að lesa áfram. Það er hart að verða að kyngja því að það eni líklega engin takmörk fyrir því hvað við mennimir getum sýnt hver öðrum mikla grimmd. Næst í blaðabunkanum var The Sunday Times. Þar vakti sérstaka athygli mína viðtal bresks blaða- og sjónvarps- manns, Angusar Macqueen, við fyrrverandi foringja í sovésku lögreglusveitunum sem hafði verið yfirmaður í fangabúðun- um í Síberíu frá árinu 1947 þar til hann fór á eftirlaun. Hann skar sig verulega úr hópi ann- arra öryggisvarða sem mennta- maður en faðir hans var meðal fjölmargra slíkra sem hafði verið úthrópaður sem „óvinur fólksins" undir lok fjórða ára- tugarins. Faðirinn hafði síðan komist að þeirri niðurstöðu að hag sonarins yrði betur borgið innan kerfisins en utan og hvatt hann til að hlýða kallinu þegar það barst. Tilefni viðtalsins við þennan íyrrverandi sovéska lögreglu- foringja, Danzig Baldayev, vom teikningar sem hann hafði gert í leyni og sýndu lífið í Gúlaginu og meðferðina á föng- unum. Um er að ræða nær tvö hundruð teikningar sem spanna tímabilið frá fyrstu ár- um byltingarinnar fram að miðjum níunda áratugnum þegar Michael Gorbatsjov komst til valda í Sovétríkjun- um. Nú ferðast Baldayev um með teikningarnar, sem em enn einn skelfilegur vitnisburð- urinn um grimmd mannskepn- unnar. Baldayev lagði sig í mikla hættu við að festa þennan vitn- isburð á blað enda lögðu sov- ésk yfirvöld mikla áherslu á að leyna því fyrir umheiminum sem raunverulega gerðist í Gúlaginu. Blaðamaður kemst þó að þeirri niðurstöðu að Baldayev sé ekki maður sem hafi þurft að fela viðkvæmar tilfinningar sínar þar til rétti tíminn kæmi til þess að sýna iðmn og yfirbót, heldur vel upplýstur maður sem gerði sér fyllilega grein fyrir því sem Sovétkommúnisminn gerði fólki og valdi þó þann kost að spila með. „Þið Vesturlandabú- ar emð heppnir. Þið hafði aldrei þurft að ganga í gegnum svona nokkuð og þið getið því ekki skilið þetta. Okkur var innrætt að meðhöndla okkar eigið fólk svona. Við vorum gerðir að villidýmm,“ segir hann. En Vesturlandabúar hafa fengið sinn skammt. Skýrasta dæmið er helför gyðinga í síð- ari heimsstyrjöld. Því sem þar gerðist hefur verið haldið á lofti í hálfa öld undir þeim for- merkjum að menn yrðu að læra af reynslunni. Þjáningam- ar mættu ekki falla í gleymsku, minningin ætti að duga til þess að koma í veg fyrir að slík voðaverk endurtækju sig. En það er kannski það eina sem við getum virkilega lært af reynslunni að grimmd mann- skepnunnar em engin takmörk sett. Við ákveðnar aðstæður emm við fær um hvaða við- bjóðslegu grimmdarverk sem er. IB námNýr kostur í framhaldsskólakerfínu er alþjóðlegt stúd- entspróf sem spannar þrú ár. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hitti umsjónarmann námsbrautarinnar, og einnig tvo nemendur. Alþj óðlegt stúdents- próf á Islandi • IB námið stendur nemend- um til boða í 800 skólum í 100 þjóðlöndum. • 27.000 manns tók sömu prófín víðs vegar um heim- inn sl. vor. Morgunblaðið/Þorkell „NÁMIÐ er skipulagt sem afar yfirgripsmikið tveggja ára nám sem leiðir til alþjóðlegs stúdents- prófs, en hér á landi er boðið upp á eins árs undir- búningsnám fyrir þá sem koma beint úr gmnn- skóla,“ segir Wincie. MENNTASKÓLANUM við Hamrahlíð hefur verið sett á stofn námsbraut á vegum Intemational Baccalaureate Organ- isation, IBO, sem nefnd hefur verið IB. Wincie Jóhannsdóttir er kon- rektor MH og jafnframt IB stallari sem hefur umsjón með brautinni. „Námið er skipulagt sem afar yfir- gripsmikið tveggja ára nám sem leiðir til alþjóðlegs stúdentsprófs," segir hún, „en hér á landi er boðið upp á eins árs undirbúningsnám fyrir þá sem koma beint úr grunn- skóla. Nemendur fara í samræmd próf að loknu náminu og tóku um 27.000 manns sömu prófin víðs veg- ar um heiminn sl. vor. Prófið er þekkt og viðurkennt í háskólum um allan heim, þ.á m. í Háskóla Is- lands.“ Að sögn Wincie stendur IB námið nemendum tO boða í 800 skólum í 100 þjóðlöndum og fer þeim fjölg- andi ár frá ári. Kennslan fer fram á ensku, frönsku eða spænsku og var námið upphaflega ætlað nemendum sem af ýmsum ástæðum þurftu oft að flytjast milli landa. Námsbrautin er ekki skipulögð með eitt einstakt skólakerfi að fyr- irmynd, heldur hefur tileinkað sér kosti fjölmargra. í MH er brautin skipulögð í áföngum og með prófum og einingum og er því samræmd öðrum brautum innan skólans. A IB braut er svipaður tímafjöldi og á öðrum brautum, en fleiri einingar á önn og því talsvert meira vinnu- álag. TOgangurinn með stofnun IBO samtakanna á sjöunda áratugnum var tvíþættur. Annars vegar að byggja upp heOsteypt skólakerfi sem starfaði um allan heim og veitti góðan undirbúning fyrir háskóla- nám. „Hins vegar eins konar al- þjóðahyggja eða hugsjónastefna," útskýrir Wincie. ,Að kenna fólki, sem hefur forsendur tO að stunda akademískt nám, að bera virðingu fyrir margbreytileika heimsins og þeim fjölmörgu þjóðemum sem þar búa og að læra að meta þær mis- munandi leiðir sem hægt er að fara í lífinu.“ Full þörf á alþjóðlegu námi hérlendis Wincie segir að fyrst og fremst hafi þótt spennandi að bjóða upp á nýjan kost í framhaldsskólakerfinu. Það svari kröfum áhugasamra og einbeittra framhaldsskólanema sem stefna á háskólanám. Einnig hafi full þörf verið á því að bjóða upp á nám af þessum toga hérlend- is vegna þess hve margir íslenskir nemendur komi úr erlendum skóla- kerfum. Nokkuð sé um að foreldrar fari utan til náms og því séu mörg böm og unglingar á Islandi alin upp í öðm tungumálaumhverfi en íslensku og séu jafnvel tví- eða þrí- tyngd. Það reynist þeim oft erfitt að standast þær kröfur sem gerðar em til íslenskukunnáttu á stúdents- prófi enda hafa þau ekki jafn góðan málskiln- ing og aðrir nemendur. Hún sagði ýmsa hafa bent menntamála- ráðuneytinu á þennan kost á undanfömum ár- um og í janúar 1996 hafi fiOltrúi samtakanna komið til landsins og kynnt námið fyrir kennumm og fólki úr menntamálaráðuneytinu. „Þetta er hluti af ákveðinni vakn- ingu sem hefur átt sér stað hérlend- is að undanförnu," segir hún. „Ann- ars staðar á Norðurlöndunum hefur um árabO verið skylda að bjóða er- lendum grunnskólanemendum upp á móðurmálskennslu en ekki fyrr en nýverið var þetta tekið upp hér á Is- landi. IB námið er því nokkurs kon- ar angi af þessari nýju stefnu." Jafnframt segir hún að IB námið hafi þótt falla vel að skipulagi MH og í haust sem leið hafi fyrsti nem- endahópurinn hafið nám á IB braut. Meirihluti hópsins hafði þá lokið eins árs undirbúningsnámi í MH, nokkrir komu beint úr skólum er- lendis. Wincie greinir frá því að í IB kerfinu sé námsgreinum skipt í sex flokka sem allir hafa jafn mikið vægi: Móðurmál, erlent tungumál, raungreinar, stærðfræði, félagsvís- indi og valgreinar. Auk þessa er sérkenni IB námsins, sem mikið er lagt upp úr og byggist á þremur þáttum sem Wincie segir nýjung í íslensku skólakerfi: rannsóknarrit- gerð, þekkingarfræði og nokkuð sem nefnist SLS, eða skapandi hugsun, líkamsrækt og starf í þágu annarra. Nemendum er skylt að takast á hendur frumrannsókn á tOteknu efni í námi sínu og skrifa um það nálega 4.000 orða rannsóknarrit- gerð. Með slíku verkefni er nem- endur gefið tækifæri til að grand- skoða efni sem þeir hafa sérstakan áhuga á. Jafnframt kynnast þeir sjálfstæðri rannsóknarvinnu og að- ferðum við ritgerðasmíð af því tagi sem háskólar gera kröfu um. Þekkingarfræðin er þverfagleg skyldunámsgrein sem ætluð er til að örva gagnrýna hugsun um þekk- ingu almennt og þá reynslu sem nemendur öðlast utan skóla og inn- an. Henni er ætlað að þroska sjálf- stæða hugsun sem byggist á því að greina á rökrænan hátt þær stað- reyndir sem nemendur standa frammi fyrir bæði í námi og al- mennt. Með SLS er ýtt undir mikilvægi þess sem gerist utan skólans. Með því að skylda nemendur í þátttöku í SLS er staðfest mikOvægi annars lærdóms en eingöngu bóklegs og þeirra námsþátta er lúta að fræði- mennsku. A þann hátt er myndað mótvægi við tOhneigingu sumra nemenda til að einblína um of á bók- námið. Með þátttöku í skólakór, svo eitthvað sé nefnt, íþróttum og störf- um í þágu annarra er ungt fólk hvatt tO þess að deOa kröftum sín- um og hæfileikum með öðrum um leið og það lærir að bera umhyggju fyrir samfélaginu. Gengur vel að fá kennara til að kenna á ensku Næsta haust munu 18 nemendur hefja nám á öðru ári. Af þeim er þriðjungur sem hefur dvalið hluta skólagöngu sinnar erlendis og einn útlendingur. Á fyrsta ári eru 20 nemendur að koma úr undirbún- ingsnámi. Þriðjungur þeirra lærði að hluta tO erlendis og tveir þriðju koma úr grunnskóla, þar af einn út- lendingur. Að auki koma u.þ.b. sex nemendur frá útlöndum. Wincie segir það mjög misjafnt eftir skólum og löndum hvert hlut- fall erlendra og innlendra nemenda sé. Sums staðar eru nær eingöngu erlendir nemendur en annars staðar er það mjög blandað. Hérlendis, líkt og annars staðar á Norðurlöndun- um, kemur meginhluti IB nemend- anna hina hefðbundnu leið úr grunnskóla en hefur valið þennan kost af ýmsum ástæðum, m.a. þeim að þegar í Háskóla Islands er komið er í mörgum greinum nauðsynlegt að lesa meginhluta námsefnisins á ensku. „I ljósi þess að Menntaskólinn við Hamrahlíð er eini framhaldsskólinn á Islandi þar sem mögulegt er að búa sig undir háskólanám án þess að hafa fullt vald á íslensku," segir Wincie, „er tekið við tvenns konar umsækjendum. Annars vegar ís- lenskum nemendum sem hafa náð verulega góðum árangri í grunn- skóla, hafa tileinkað sér góðar námsvenjur og sýna fram á að þeir hafa nauðsynlegan áhuga, þroska og mótuð framtíðaráform til að takast á við krefjandi nám á er- lendri tungu. Hins vegar erlendum nemendum eða þeim sem dvalið hafa langdvölum erlendis, stefna að háskólanámi og virðast eiga erindi í það en hafa litla möguleika á að uppfylla kröfur íslensks stúdents- prófs vegna lítillar kunnáttu í ís- lensku.“ Nánari upplýsingar um IB námið má finna á heimasíðu Menntaskól- ans við Hamrahlíð á Netinu á slóð- inni http://rvik.ismennt.is/~ham
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.