Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 15 Nýjung í veislu- þjónustu Bautans Morgunblaðið/Kristj án GUÐMUNDUR Karl Tryggvason, matreiðslumaður á Bautanum, við grillvagninn þegar hann var kynntur fyrir fréttamönnum og ýmsum öðrum í síðustu viku. Heill grís var m.a. grillaður í vagninum, ásamt öðru, í tilefni dagsins. Jón Sturla Jónsson fylgist grannt með. VEITINGAHÚSIÐ Bautinn hefur keypt sérstakan grillvagn, sem hægt er að festa aftan í bíl og ferðast með hvert sem er, og býð- ur því upp á grillþjónustu með öðru sniði en hingað til. A matseðli sem Bautinn hefur kynnt kennir margra grasa, bæði er boðið upp á kjöt og fisk af ýmsu tagi. Alls kyns salöt og annað meðlæti fyigir svo með. Að sögn Stefáns Gunnlaugsson- ar veitingamanns eru þeir Bauta- menn tilbúnir að mæta nánast hvert sem er með vagninn í eftir- dragi, svo fremi veislugestir séu 50 eða fleiri. Veisluþjónusta fyrir- tækisins hefur mjög undið upp á sig síðustu ár. Bautinn hefur séð um veislur fyrir allt að rúmlega 1.000 manns, m.a. í íþróttahöllinni á Akureyri 16. og 17. júní fyrir júbflanta og nýstúdenta frá MA, og við ýmis önnur tækifæri. Baut- inn hefur einnig Laxdalshús og Gamla Lund til afnota fyrir veisl- ur og nú um mánaðamótin tekur fyrirtækið við veisluþjónustu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Af grillvagni Bautans er boðið upp á þrjá matseðla; á þeim fyrsta, þar sem verðið er 1.400 kr. á mann, er sjávarréttapastasalat í þúsundeyjarsósu, glóðarsteiktar þýskar pylsur, grillaður kjúkling- ur og glóðarsteiktar marineraðar grísasneiðar. A seðli, þar sem verðið er 1.600 kr. á mann, er ferskt sumarsalat með sólþurrk- uðum tómötum, lauk, fetaosti, ólíf- um og appelsínudressing, grillað- ur kjúklingur, grillað lambalæri á teini og glóðarsteiktur, piparleg- inn steinbítur eða lax. Og á þriðja seðlinum, þar sem verðið er 1.900 kr. á mann, er að finna græn- metispastasalat, sjávarréttasalat, grillaðan kjúkling, heilsteiktan grís eða lamb á teini og glóðar- steiktan sítrónuleginn lax. Með- læti með öllu fyrrnefndu eru bak- aðar kartöflur, kartöflusalat, hrásalat, tvær tegundir af grilldressingu, brauð og smjör. Fyrir börn er svo einnig boðið upp á hamborgara og pylsur. Þungir bensínfætur HELGIN var með rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri að öðru leyti en því að hún hafði töluverð afskipti af ökumönnum sem voru með heldur þungan bensínfót. Frá sl. föstudegi og fram undir kvöld í gær voru 44 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri og næsta nágrenni og þar af 13 á sunnu- dagskvöld. Gunnar Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni, sagði að nokkuð margir ökumenn hefðu verið teknir í Öxnadalnum. Hann sagði að töluvert hafi dregið úr hraðakstri innanbæjar á Akureyri og væri best hægt að sjá það í lægri slysatíðni. Búsáhöl Plastílát á góðu verði Ru bbermaid _ PLASTVÖRUR _ HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 íþróttir á Netinu ^mbl.is ALLTy\f= eiTTHXSÆÐ AÍÝT7 KYNtLÓÐASKIPTI í ÚTtVKTARFATNAÐI rennilás í hlið, listi yfir lokast með smellum listi lokast með frönskum lás ermalíning með frönskum lás Allir saumar límdir 66N SEXTÍU OG SEX NORÐUR Glæsilegur nýr útivistarfatnaður. Bætt útfærsla og enn betri efni. íslenskur fatnaður fyrir íslenskar aðstæður. EfíitrfMÍt 2ja laga öndunarefni Entrant Gll XTH (húðað), er nýjasta efnið í Entrant-línunni. Vatnshelt öndunarefni með mjög lágri rakaþéttingu. í Entrant Gll XTH eru tveir mismunandi polyurethan þættir sem tryggja uppsogs áhrif er svipar til hárpípukrafts. Innra lag efnisins drekkur hratt í sig svita og flytur hann í ytra lagið þar sem hann dreifist hratt og gufar upp. Þétting er einstaklega lág. Entrant Gll XTH hefur líka til að bera vatnsvörn sem er öflug án þess að þægindunum sé fórnað. Entrant Gll XTH efnið kemur í veg fyrir þvala og kuldahroll og tryggir um leið öfluga vatnsvörn. Lerki jakki hetta í kraga styrkingarefni á öxlum vasi með rennilás Einir buxur styrkingarefni á hnjám renndir innan á vasar í jökkum Hekla jakki flís í kraga styrkingarefni á öxlum og olnbogum Verslanir 66°N : Skúlagötu 51 • Faxafeni 12 • Akureyri Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.