Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðskipti á Netinu arðvænleg Bakslag í stj órnarmyndun Ehuds Baraks í fsrael Likud-flokkurinn tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfí Jerúsalem. Reuters. The Daily Telegraph. LIKUD-flokkurinn í Israel sleit í gær stjórnarmyndunarviðræðum við Verkamannaflokk Ehuds Baraks, verðandi forsætisráðherra, vegna ágreinings um hversu langt skyldi ganga í friðarviðræðum við Sýrlend- inga og Palestínumenn. Búist er við að Barak leggi nú allt kapp á að ná samkomulagi um stjórnarsamstarf við bókstafstrúarflokkinn Shas. Viðræður Likud-flokksins og Verkamannaflokksins hlutu snöggan endi í gær, þegar fulltrúar Likud gengu út af fundi sem hafði aðeins staðið í fimm mínútur, eftir snörp orðaskipti Baraks og Ariels Sharons, formanns Likud og fráfarandi utan- ríkisráðherra. Sharon sagði við fréttamenn að Barak hefði sýnt Likud-flokknum lítilsvirðingu með því að neita honum um fullt ákvörð- unarvald í stjóminni. Barak hafði boðið Sharon embætti fjármálaráðherra, en hann hafnaði kröfum Likud-flokksins um að algert brotthvarf frá Gólan-hæðum yrði úti- lokað í hugsanlegum friðarsamning- um við Sýrland. Likud hafði einnig krafist loforðs um að byggingu hverfa gyðinga í Austur-Jerúsalem, sem er undir stjóm araba, yrði haldið áfram. Sharon sagði að Likud-flokk- urinn sæi enga möguleika á að taka þátt í stjórnarsamstarfi ef þessum kröfum yrði ekki mætt. Samkomulag við Shas sagt í burðarliðnum Talið er að Barak muni nú leggja allt kapp á að ná samkomulagi við bókstafstrúarflokkinn Shas, sem hefur 17 þingsæti og er fylgjandi friðarsamningum við Sýrlendinga og Palestínumenn. Ráðgert var að Barak ætti fund með leiðtogum Shas í gærkvöldi, og stjómmálaskýrendur áttu von á að samkomulag væri í burðarliðnum. Skoðanir em þó nokk- uð skiptar innan Shas-flokksins um samstarf við Verkamannaflokkinn. Andlegur leiðtogi flokksins, Ovadia Yosef rabbíi, hefur kallað Barak „lygara og óþokka“ og neitar að svara símhringingum hans. Barak hefur þegar tryggt sér stuðning þriggja flokka: vinstri- flokksins Meretz, Israel ba-Aliya, sem er flokkur innflytjenda frá Rússlandi, og Trúarlega þjóðar- flokksins, sem er til hægri. Hafa þessir flokkar ásamt Verkamanna- flokknum samtals 47 þingsæti. Hef- ur hann frest til 8. júlí til að mynda ríkisstjóm. Washington. AFP. VERÐMÆTI þess vamings sem keyptur er í gegnum Netið er talið munu hækka stöðugt á næstu árum og nema allt að billjón dollara árið 2003, eða um 74.000 milljarða króna, að því er segir í nýlegri rann- sóknarskýrslu Alþjóðlegu upplýs- ingastofnunarinnar (IDC). I skýrslunni segir að fjöldi þess fólks er verslar í gegnum Netið muni fara úr 31 milljón árið 1998 í 183 milljónir manna árið 2003. Fjöldi viðskiptavina á Netinu árið 2003 er talinn munu nema um 36 prósentum af öllum notendum Netsins þá. IDC áætlar að 65 pró- sent af notendum Netsins eftir fjög- ur ár komi frá öðram löndum en Bandaríkjunum, en árið 1998 komu 56 prósent notendanna þaðan. FRANSKI sjávarfornleifafræðingurinn Franck Goddio kynnir niðurstöður rannsókna franskra vísinda- manna og sýnir mynd sem máluð var af sjóorustunni við Aboukir. GULLPENINGAR sem fundust í flaki L’Orient. Reuters The Daily Telegraph. FLÖK herskipa Napóleóns Frakklandskeisara, sem breski flotinn gjöreyddi í sjóorustu árið 1798, eru nú fundin undan ströndum Egyptalands. Kafarar hafa náð upp þúsundum muna, allt frá beyglaðri fallbyssu og gnægð af gullpeningum, til beinagrinda nokkurra Frakka, sem létu lífið í árás Nelsons flota- foringja. Hópur franskra visindamanna, sem fann flökin og rannsakað hefúr minjarnar, kynnti niður- stöður sínar í hafnarborginni Alexandríu í Egyptalandi á sunnudag. Þar komu saman af- komendur Nelsons og Napóleóns, þau Anna Tribe og Louis-Napole- on Bonaparte-Wyse, og sögðu þau tíma til kominn að grafa stríðsöxina. Ein frægasta sjóorusta sögunnar Bardaginn við Aboukir-flóa, um 14,5 kflómetrum austan Alex- andríu, er ein frægasta sjóorusta sögunnar, og þar vann Nelson flotaforingi einn af fræknustu sigrum sínum. Floti Napóleóns kastaði akker- um í Aboukir-flóa íjúlí árið 1798, og þaðan réðust, keisarinn og her hans inn í Egyptaland. Franski flotinn iá undan ströndinni með- an á herförinni stóð. Bretar höfðu haft lyósnir af því að Frakkar ætluðust eitthvað fyrir í Norður-Afríku, og Nelson hafði leitað frönsku herskipanna á Miðjarðarhafi í nokkrar vikur, áður en hann rakst loks á þau í Aboukir 1. ágúst. Nelson ákvað að gera árás tafarlaust, þrátt fyr- ir að myrkur væri að skella á, en það jók hættu á þvi að skjóta á eigin skip og að sigla í strand. Miðað við herstyrk hefðu sig- urlíkur Frakkanna átt að vera meiri. I flota Nelsons voru aðeins 13 skip með 74 byssum og eitt skip með 50 byssum, auk þess Nílarfloti Napóleóns fundinn sem mörg skipanna höfðu laskast verulega í óveðri skömmu áður. Frakkar höfðu hins vegar 13 skip með 120 byssum og þijú skip með 80 byssum. Einnig höfðu þeir fjórar freigátur, þijú fall- byssuskip og ótal byssubáta, og auk þess rammgert virki á Aboukir-eyju, sem nú heitir Nel- son-eyja. En yfirmaður franska flotans, Francois-Paul Brueys d’Aigailli- ers aömíráll, hafði gert stór mis- tök er hann létti akkerum á grynningum við ströndina, þar sem nær ógerningur var að veij- ast. Um 1,5 kflómetrar voru á milli flotans og strandarinnar. Brueys gerði sér ekki grein fyrir því að kilir bresku herskipanna ristu grynnra en þeirra frönsku, og gátu þau því siglt bak við franska flotann. Árás breska flotans kom Bru- eys algjörlega að óvörum, enda var árásin gerð úr annarri átt en hann hafði átt von á. Þar að auki var vindáttin óhagstæð Frökk- um. Skip Nelsons náðu fljótt að króa franska flotann inni, og þrátt fyrir meiri herstyrk átti hann ekki möguleika. Er nokkuð var liðið á kvöldið sprakk stolt franska flotans, flaggskipið L’Orient, í loft upp, en það er frægt atvik í hernaðar- sögunni. Yfir 800 menn fórust með skipinu, sem hafði þrjú dekk og vó 2.700 tonn. OIli sprengingin svo miklu uppnámi að bardaginn stöðvaðist í tutt- ugu mínútur. Eldtungur og reyk- ur frá sprengingunni voru sjáan- leg alla leið til Alexandríu. Samuel Grant, sem var bryti á breska herskipinu Golíat, sagði síðar að sprengingin hefði verið „dapurlegasta en jafnframt feg- ursta sýn sem ég hef nokkurn tíma séð“. Bardaganum lauk um klukkan þijú um nóttina. Tvö frönsk her- skip náðu að flýja en Bretar hertóku eða eyðilögðu öll hin. 200 ára gömul „yósmynd“ Frönsku vísindamennirnir hafa nú fundið það sem eftir er af flaki L’Orient á um 30 metra dýpi. Franck Goddio hjá Evr- ópsku sjávarfornleifafræðistofn- uninni, sagði fréttamönnum að ýmsir munir úr skipinu hefðu fundist, þar á meðal stýrið. Sagði hann það sannkallaða meistara- smíð, 11 metra langt og um 15 tonna þungt, þakið kopar. I kop- arinn er grafið nafnið sem skipið bar fyrir frönsku byltinguna, Le Dauphin Royal. Þá hafa fundist siglingatæki skipsins, sverð, pípur, skór og tó- baksdósir, auk þúsunda bókstafa úr prentvél, sem Napóleón notaði til að prenta áróðurssnepla. Mik- ill fjöldi gullpeninga fannst einnig í flakinu, en þeim hafði Napóleón stolið í herferð sinni til Möltu. Goddio sagði að sér hefði mest komið á óvart hve flakið var stórt. Hann sagðist telja að tvær sprengingar hefðu orðið í skipinu en ekki ein, þar sem mið- hluti skipsins, 23 metrar, væri í heilu lagi. Sagnfræðingar hafa ekki síst glaðst yfir fundi sjókorts, þar sem sjö akkeri sjást dreifð um bardagasvæðið. Skipin höfðu verið skorin frá festingunni eftir að L’Orient varð alelda, skömmu áður en það sprakk. „Kortið er eins og 200 ára gömul ljósmynd af stöðu skipanna rétt fyrir sprenginguna," sagði Goddio. London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur fallist á að vera í forystu herferðar stjórnmálamanna úr öllum flokkum fyrir „Bretlandi í Evrópu“, éftir að skipuféggjendur herferðarinnar breyttu afstöðu sinni til samræmis við afstöðu ríkis- stjórnar Blairs. Greindi talsmaður forsætisráðherrans frá þessu í gær. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, Stephen Byers, tjáði breska ríkisút- varpinu, BBC, að Blair hefði ein- ungis getað lýst stuðningi við her- ferðina vegna þess að „Bretland í Evrópu“ hefði lagað markmið sín að markmiðum stjórnarinnar. „For- sætisráðherrann gat ekki stutt Bretland í Evrópu þegar það sagði bara göngum í myntbandalagið strax,“ sagði Byers. Blair er í grandvallaratriðum sagður hlynntur aðild að evrunni, hinni sameiginlegu Evrópumynt. Stefna hans sé sú, að búa Bretland Blair leggur „Bret- landi í Evrópuu lið undir aðild að evranni, sem yrði þó háð samþykki í þjóðaratkvæða- greiðslu, eftir næstu þingkosn- ingar og ef til- teknum efna- hagslegum skilyrðum verður full- nægt. Pólitískir andstæðingar Blairs og Verkamannaflokksins, íhaldsflokk- urinn, segja evraaðild ekki koma til greina næstu tíu árin, fyrr en sýnt hafi verið fram á að evran virki. Fyrrverandi ráðherra Ihalds- flokksins, Michael Heseltine, fram- mámaður meðal Evrópusinna, staðfesti að skipuleggj endur herferðarinnar „Bretland í Evr- ópu“ hefðu breytt afstöðu sinni til þess að fá Blair til þátttöku. Heseltine og Kenneth Clarke, ann- ar fyrrverandi ráðherra Ihalds- flokksins, höfðu áður neitað að leggja herferðinni lið, nema því að- eins að Blair tæki þátt í henni. Heseltine var spurður hvers vegna skipuleggjendur herferðar- innar hefðu breytt afstöðu sinni og EVRÓPA^ sagði hann málefnið varða hags- muni landsins alls og þess vegna væri nauðsynlegf að forsætisráð- herrann leggði því lið. ,;Hin sameiginlega ni.vnt 'og aðild okkar að henni ætti umfram allt að vera þáttur í tilraunum okkar til að fá Evrópu til að færast í þá átt sem við viljum. Það er að segja til meiri áherslu á framkvæði, færri reglu- gerða og minni stýringar á efna- hagslífinu," sagði Heseltine. Forsprakki „Bretlands í Evrópu" er Marshall lávarður, forstjóri breska flugfélagsins British Airwa- ys, og er herferðin studd af fram- mámönnum úr öllum helstu stjóm- málaflokkum. Herferðin var talin vera farin að einangrast, þar eð talið var að Blair myndi ekki vilja lýsa stuðningi við hana í kjölfar af- hroðs Verkamannaflokksins í nýaf- stöðnum kosningum til Evrópu- þingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.