Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR framkvæmd stefnu Mnna opnu dyra,“ sagði Yin í samtali við Morg- unblaðið. Sagði hann sig vera hing- að kominn að þessu sinni til að skjóta frekari stoðum undir sam- starf beggja þjóða á sviði heilbrigð- ismála. Teljum okkur geta lært af íslendingum „íslendingar búa meðal annars yfír góðri reynslu af heilbrigðislög- gjöf og fjármögnunaraðferðum heilbrigðisþjónustu. Við teljum okkur geta lært af þessari reynslu," sagði Yin. Mikil þróun hafi átt sér stað í heilbrigðismálum í Kína frá því lýðveldið var stofnað, einkum á síðustu tveimur áratugum. „Við bú- um líka yfir margs konar reynslu á heilbrigðissviðinu, sem gæti komið öðrum þjóðum vel. Það er von okk- ar að samstarf þjóðanna geti orðið til að styrkja enn frekar þau svið þar sem hvorri þjóð fyrir sig hefur tekizt vel upp, og til að bæta úr veikleikum." Þá sagðist Yin teija að hér á Is- landi væru auk opinberra aðila fyr- irtæki og rannsóknastofnanir á sviði heilbrigðismála sem gætu lagt mik- ilvægan skerf til uppbyggilegs sam- starfs þjóðanna á þessu sviði. Islenzka erfðagreiningu hf., sem ráðherrann heimsótti í gærmorgun, sagði hann gott dæmi um slíkan að- ila. Kínverjar gerðu sér grein fyrir þeim sérstöku aðstæðum hér á landi sem sköpuðu áhugaverð skilyrði fyrir rannsóknum á erfðamengi mannsins. En í Kína væru einnig aðstæður sem hentuðu vel til slíkra rannsókna, þótt með öðrum hætti væri. Almennt mætti fullyrða að rann- sóknir á borð við þessar, sem fara fram í alþjóðlegri samkeppni og vonast er til að skili afurðum sem meira eða minna öll heimsbyggðin ætti að hafa áhuga á, eigi sér betri árangurshorfur með því að eiga að- gang að samstarfi við stór lönd á borð við Kína. Yin Dakui, aðstoðarheilbrigðisráðherra Kína, í íslandsheimsókn HIÐ stóra þróunarland Kína getur lært ýmislegt af hinu litla en þróaða landi Islandi, og öfugt. Þetta segir Yin Dakui, aðstoðarheilbrigðisráð- herra Kína, sem í morgun lauk þriggja daga heimsókn sinni hingað til lands. A meðan á heimsókn ráðherrans stóð var gengið frá sameiginlegri bókun um eflt samráð og samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála. Var þetta gert á fyrsta formlega fundi kínversk-íslenzku samstarfs- nefndarinnar á sviði heilbrigðis- mála, sem fram fór við Geysi í Haukadal á sunnudaginn, en þessi nefnd starfar í samræmi við sam- eiginlega viljayfirlýsingu sem und- irrituð var af heilbrigðisráðherrum beggja þjóða í apríl 1997. I bókuninni er sérstaklega getið um sex svið, sem báðar þjóðir lýsa yfir vilja til að skiptast á upplýsing- um og eiga samstarf á, þar á meðal eru fjármögnunai'kerfi heilbrigðis- þjónustu, nálastungulækningar og lyfjarannsóknir, einkum er lúta að náttúrulækningaplöntum. Hin þrjú eru kvensjúkdóma- og fæðinga- læknisfræði, bólusetningarrann- sóknir og loks öldrunarþjónusta. Yin, sem sjálfur er lungnasér- fræðingur og varaforseti kínverska læknasambandsins, segir lækninga- aðferðir svo sem nálastungur og náttúrulækningar eiga sér þúsunda ára hefð í Kína; nútímalækninga- tækni hafi íyrst borizt til Kína fyrir Morgunblaðið/Þorkell YIN Dakui, aðstoðarheilbrigðisráðherra Kína, (þriðji f.v.), og fylgdarliö hans áttu m.a. fund með Kára Stef- ánssyni, forstjóra Islenzkrar erfðagreiningar, á meðan á heimsókninni stóð. 100 árum. Þótt mikil þróun hafi átt sér stað í Kína á þessu sviði á síð- ustu áratugum séu hinar fomhefð- bundnu lækningaaðferðir enn í heiðri hafðar; tii dæmis sérhæfðu sig sex kínverskir læknaháskólar í nálastungulækningum. A dagskrá ráðherrans og fylgdar- liðs hér voru meðal annars heim- sóknir á nokkrar deildir Borgarspít- alans í Reykjavík og í húsnæði ís- lenzkrar erfðagreiningar, þar sem Yin átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins. „Kínastjóm er nú að hrinda í Stefnt að efldu sam- ráði um heilbrigðismál Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Arekstur vegna framúraksturs U mfer ðarhnútur í Grafarvogi Alþjóðleg danskeppni á Ítalíu Islenskt par í úrslitum Alassio. Morgunblaðið. GÓÐUR árangur náðist hjá ís- lenskum dönsuram á fyrsta degi alþjóðlegrar danskeppni sem hófst i Alassio á Ítalíu sl. laugardag. Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg gerðu sér lítið fyrir og dönsuðu sig inn í úrslit í keppni í rúmbu í flokki Unglinga II og end- uðu í 6. sæti. Tuttugu og tvö pör frá ýmsum löndum vom skráð í keppnina en sigurvegararnir vom frá Slóveníu. I flokki Unglinga I náðu Hrafn Hjartarson og Helga Bjömsdóttir þeim góða árangri að komast í 14 para undanúrslit í standard-döns- um. Þrjátíu og fjögur pör voru skráð í keppnina og náði ítalskt par fyrsta sætinu. Keppmn mun standa yfir í eina viku. ÞRIGGJA bíla árekstur varð um klukkan 14 í Grímsnesi í fyrradag, þegar ökumaður reyndi framúrakst- ur á Biskupstungnabraut. Ekki urðu alvarieg meiðsli á mönnum, en tals- vert tjón á bifreiðum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi ók fólksbifreið fram úr annarri, en í sömu svipan var vörafiutningabifreið ekið inn á Biskupstungnabraut og rakst fólks- bíllinn á hana. Um talsvert harðan árekstur var að ræða og í fyrstu var talið að kalla yrði til tækjabíl slökkviliðsins, en áð- ur en til þess kom tókst að losa öku- mann fólksbifreiðarinnar. Hann var fluttur til rannsóknar á Landspítala, en meiðsli hans reyndust ekki vera alvarleg. UMFERÐARÖNGÞVEITI mynd- aðist í Grafarvogi á laugai'daginn var þegar umferð yfir Gullinbrú var stöðvuð. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjarvík, að tengingar á nýju brúnni hefðu stað- ið yfir og því óhjákvæmilegt að loka tímabundið fyrir umferð úr Grafar- voginum. Hún hefði verið stöðvuð frá klukkan 19 á föstudaginn til klukkan 17 á laugardaginn en um- ferðarhnútur hefði myndast tíma- bundið um miðjan laugardaginn. Margir óánægðir vegfarendur höfðu samband við Morgunblaðið og sögðu að aftstýra hefði mátt öng- þveitinu með aðvöranarskiltum í hverfum um að brúin væri lokuð. Um það segir gatnamálastjóri: „Við reyndum að merkja eins og kostur var, að okkur fannst, en því miður getum við aldrei merkt þannig að hver einasti bílstjóri verði þess var. Skilti vora sett upp á þremur eða fjórum stöðum vel áður en komið var að brúnni og reynt að beina um- ferð annað. Einnig var þetta ræki- lega tíundað í útvarpi umferðar- ráðs,“ segir Sigurður. Hann segir einnig að reynt hafi verið að hafa lokunina á heppilegum tíma en hún hafi ekki verið auglýst í blöðum þar eð veður geti oft haft áhrif á fram- kvæmdair þegar unnið er að mal- bikun. Gatnamálastjóri segir nokkuð víst að erfiðleikar skapist þegar loka þurfi götu með jafn miklum umferðarþunga og Gullinbrú. Að- spurður sagði hann að líklega þyrfti að loka aftur fyrir umferð um Gull- inbrú síðar í sumar. „Þá myndum við reyna að standa svipað að því og nú,“ segir hann en bætir við að sjálfsagt sé að skoða hvort standa megi betur að merkingum og stað- setningu skilta. PORSCHE verður sýndur í Listasafni Islands á fímmtudagskvöld. Porsche sýndur í Listasafni Islands ÞÝSKI bílaframleiðandinn Porsche gengst fyrir kynningu á Porsche-sportbflnum í Lista- safni Islands á fimmtudags- kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem bifreið er sýnd í Listasafni ís- lands. Við þetta tækifæri verð- ur kynntur íslenskur umboðsað- ili Porsche. Á níunda tug Porsche-bif- reiða eru til hér á landi og hef- ur áþreifanlega vantað þjón- ustuaðila fyrir þessa tegund bif- reiða. Bfllinn sem sýndur verð- ur í Listasafni íslands er af gerðinni 911 Carrera 4 og Box- ster. Hann er með 300 hestafla vél og drifi á öllum hjólum. Þá er hann með „tiptronic“ sjálf- skiptingu sem gerir ökumanni kleift að handskipta honum einnig með tökkum í stýri. Fyrsti bfllinn sem bar Porsche nafnið, Porsche 356/1, var smíðaður árið 1948. Arið eftir var síðan kynntur kappakstursbfllinn Cisitalia. Hann var með tólf strokka vél með tvær forþjöppur, 385 hest- afla. Enn skelf- ur við Grímsey JÖRÐ tók að skjálfa við Grímsey á njan leik síðdegis í gær. Jarðskjálftahrinan sem hófst skömmu fyrir klukkan þrjú norður af Tjörnesi held- ur áfram og jókst reyndar aftur skömmu fyrir klukkan sex. Klukkan 18:06 varð stærsti skjálftinn til þessa, 3,6 á Richter-kvarða. Upptökin eru sem fyrr um 30 km austsuðaustur af Grímsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.