Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 40
440 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGA JÓNA KARLSDÓTTIR + Inga Jóna Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1905. Hún lést 22. júní síðastliðinn á dval- arheimilinu Hlið, Akureyri. Foreldr- ar hennar voruKarl Guðmundur Ólafs- son skipstjóri f. 10.8. 1872, d. 18.7. 1925, frá Bygggarði á Seltjarnarnesi og Sigríður Jónsdóttir, f. 29.8. 1874, d. 7.8. 1959, frá Brekku- koti í Reykholtsdal. Systkini Ingu eru: a) Kar- olína, f. 3.6. 1900, d. 5.2. 1988. b) Guðjón, f. 27.11.1901, d. 15.5. 1966. c) Þorbjörg, f. 3.12. 1903, d. 25.2. 1994. d) Guðrún, f. 20.8. 1907. e) Ólafía, f. 9.5. 1909. f) Bjarni, f. 8.9. 1911. g) Hrefna, f. 18.10. 1914. Inga giftist 13.10. 1937 Guðmundi Karli Péturssyni, yfír- lækni, frá Hallgils- stöðum í Hörgárdal, f. 8.9. 1901, d. 11.5. 1970. Dætur Ingu og Guðmundar Karls eru: 1) Sigríður, kennari í Reykjavík, f. 4.6. 1937. Börn hennar og Friðjóns Guðröðarsonar eru: a) Inga Sólveig, f. 12.9. 1956. b) Hall- dóra, f. 26.11. 1959. c) Sigríður Jóhanna, f. 28.11. 1961. d) Guðmundur Karl, f. 13.5. 1964. Sigríður og Friðjón skildu. Sambýlismaður hennar er Trausti Aðalsteinsson, umsjónarmaður skóla. 2) Mar- grét Guðmundsdóttir, flug- freyja, f. 3.9. 1943, gift Erni Höskuldssyni lögmanni. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Karl, f. 17.2. 1963. b) Valgerður, f. 14.11. 1972. 3) Ragnheiður Þor- björg, verslunarmaður, f. 30.4. 1947, gift Friðriki Páli Jóns- syni, lækni. Börn þeirra eru: a) Jón Pétur, f. 22.9. 1967. b) Ein- ar Karl, f. 4.10. 1968. c) Inga Margrét, f. 5.8. 1971. d) Auður Elísabet, f. 6.5. 1974. 4) Auður, hjúkrunarfræðingur, f. 2.6. 1949. Hún var gift Gunnari Erni Arnarsyni. Sonur þeirra er Guðmundur Ingi, f. 3.12. 1977. Inga fór snemma að vinna fyrir sér og vann ýmis störf. Hún fór ung til Danmerkur og dvaldi þar um tíma. Eftir að hún kom heim settist hún í Hjúkrunarkvennaskóla íslands og lauk þaðan prófí 1936. Hún vann þó aldrei við hjúkrun en giftist og settist að á Akureyri þar sem hún bjó þar til maður hennar lést. Þá flutti hún til Reykjavíkur og var þar í tvö ár en fór aftur til Akureyrar og bjójiar til dauðadags. Utför Ingu Jónu Karlsdóttur fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. júní klukkan 13.30. Fyrstu minningarnar um Ingu tengdamóður mína eru reyndar ein- hverjum árum eldri en okkar íyrstu . iynni. Það mun hafa verið á skóla- hátíð í Menntaskólanum á Akureyri, væntanlega dimission, að ég tók fyrst eftir þeim hjónum. Guðmund- ur Karl var að vanda senuþjófur kvöldsins með sínum líflegu ræðum, fasi öllu og framgöngu og danskúnstum. Það fór minna fyrir eiginkonunni, en myndarleg var hún þar sem hún sat við hlið hans, þá rétt tæplega sextug, silfurhvít á hár og einstaklega glæsileg eldri kona. Hún þótti fegurðardís á yngri árum og ekki allar stúlkur sem ^beðnar voru um að sitja fyrir sem „portrett“ hjá meistara Kaldal. Það hefur væntanlega verið um það bil tveimur árum síðar að ég fór að laumast inn um bakdyrnar á heimili hennar til að ná fundum heimasæt- unnar. Stundum mætti ég frúnni, en var þó jafnan vel tekið. Hún var fædd á Seltjamamesinu, ein af átta systkinum og að þeirra tíma hætti fór hún snemma að taka til hend- inni, svo sem að breiða fisk út til þerris. Væntanlega hefur hún verið rúmlega tvítug þegar hún hélt til Danmerkur og sá þar um heimilis- hald fyrir barónessumæðgur, sem báðar vom ekkjur. „Þær kunnu ekki einu sinni að sjóða kartöflur,“ ^.sagði hún. Ekki var hún þó á þeim tíma sjálf lærð í matreiðslu, en þá var bara að kaupa sér kokkabók og hefjast handa. Eflaust hefur hún þama lagt grunninn að sínum meistaratöktum í matseldinni, því hún var sannkallaður sælkerakokk- ur. Eftir heimkomuna frá Dan- mörku fór hún í hjúkrunarskólann og útskrifaðist þaðan haustið 1936. Það kom þó aldrei til að hún stund- aði það starf, nema sem nemi, því nú tók við hjónaband og húsmóður- störf og flutningur til Akureyrar. Ég held að hún hafi lengi vel saknað höfuðborgarinnar, en tel að hún hafi Blómastofa Friðjfnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. síðar tekið Norðurland í fulla sátt. Kynni mín af Guðmundi Karli vom því miður stutt, því hann féll frá að- eins 68 ára að aldri og mér fannst það kaldhæðni örlaganna að fyrstu kynni mín af spítalastarfinu fékk ég á deildinni hans aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir lát hans. Aðeins rúmu ári síðar tók Inga sig upp og flutti suður. Þá vora allar dæturnar búsettar þar og ættingjar hennar allir. Hún komst þó fljótt að því að þetta var ekki gamla Reykja- víkin hennar og festi hún ekki yndi syðra. Er það til marks um áræðni hennar og kjark að taka sig aftur upp, orðin sjötug, og flytja aftur norður. Kaupa þar íbúð, gera upp og skapa aftur hlýlegt heimili, sem jafnan stóð opið börnum og barna- bömum. Og hún amma á Akureyri var sko ekkert venjuleg. Hún keypti sér aftur „kagga“ og ók um göturn- ar, en stundum læddist upp í hug- ann sjóferðabæn, er gatnamót nálg- uðust. Hún hélt góðri heilsu, reisn sinni og glæsibrag fram í háa elli og það var aðeins síðustu árin að halla tók undan fæti svo einhverju nam. Og lokaorustan var stutt. Það var henn- ar stíll. Hálfvelgja var ekki til í hennar orðabók. Að leiðarlokum er henni þökkuð ómæld hjálp öll okkar búskaparár. Hún hafði lifað langa og viðburðaríka ævi, var södd lífdaga og reiðubúin að leggja upp í ferðina hinstu. Guð blessi minningu hennar. Friðrik Páll. Hveiju sem ár og ókomnir dagar aðmérvíkja, er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson) Merk kona er gengin. Inga Karls- dóttir er kvödd í dag og minnumst við Inner-wheel konur á Akureyri hennar með virðingu og söknuði. Inner-wheel klúbbur Akureyrar var stofnaður 7. október 1975 af eigin- konum Rótarýfélaga á Akureyri og var Inga stofnfélagi. Inga starfaði í klúbbnum af áhuga á meðan kraftar leyfðu og stutt er síðan hún hætti að geta komið á fundi, því hnignandi heilsa kom í veg fyrir að Inga gæti farið ferða sinna sem fyrr. Markmið I.W. er að auka sanna vináttu, efla mannleg samskipti og auka alþjóð- legan skilning. Ólíkar konur á öllum aldri njóta samvista eina kvöldstund í mánuði yfir vetrartímann, tala saman, hlusta, fræðast og skemmta sér. Að kynnast konum í þessum fé- lagsskap er lærdómur sem engri okkar gleymist, þó spor okkar eigi eftir að liggja í ýmsar áttir. Við vott- um fjölskyldu Ingu samúð og kveðj- um heiðursfélaga okkar eins og við ljúkum öllum fundum með I.W. söngnum okkar: Brostu og veröld brosir til þín, blítt syng lag og í þinni sálu sól skín sérhvem dag. Og þó að blási á móti og myrkrið nísti kalt, máttur þinn er sterkur sem læknað getur allt. Brostu, veröld brosir til þín, blíttsynglag. (Höf.óþ.) Inner-wheel, Akureyri. Inga Jóna Karlsdóttir, tengda- móðir mín, er látin í hárri elli. Ég minnist hennar fyrst þegar ég var nemandi í Menntaskólanum á Akur- eyri. Var hún ásamt eiginmanni sín- um, Guðmundi Karli Péturssyni, yf- irlækni á Akureyri, gestur á dimission. Þau hjón höfðu ávallt sterkt samband við skólann á meðan Guðmundur Karl lifði. Var hann oft fenginn til þess að þruma yfir nem- endum erindi um holla lifnaðarhætti og óholla. Minnist ég þess m.a. að hann las yfir nemendum á sal eitt sinn um reykingar og öðra sinni um makræði. Kona hans var glæsileg og aristókratísk. Hefur það bæði verið áskapað og meðfætt og hefur hún vafalaust tileinkað sér hið aristókratíska fas og framgöngu er hún dvaldi í Danmörku þegar hún var ung. Þar gekk hún í lífsins skóla. Dvaldi hún þar hjá aðalbornum dömum og lærði danska yfirstéttar- háttu og matargerðarkúnst. Þegar heim kom settist hún í Hjúkranar- kvennaskóla Islands og lauk þaðan prófi. Ekki kom þó til þess að hún ynni við hjúkran þar sem hún giftist Guðmundi Karli og flutti með hon- um til Akureyrar. Hafði hún alltaf löngun til þess að vinna við hjúkrun og er ekki að efa að hún hefði orðið frábær hjúkranarkona. En þá tíðk- aðist ekki að konur ynnu utan heim- iHs og skildu börn sín eftir í umsjá ókunnugra. Það var og hennar skoð- un að svo skyldi það vera. Því ól hún börn sín upp sjálf á sínu eigin heim- ili. A Akureyri hefur hún búið alla tíð utan tveggja ára sem hún bjó í Reykjavík eftir lát manns síns. Hafði henni alla tíð fundist hún vera aðkomumanneskja á Akureyri þar til hún flutti til Reykjavíkur. Hún festi ekki yndi í Reykjavík og flutti því norður aftur. Eftir það var hún ekki í neinum vafa um að hún var Akureyringur. Þar voru vinir henn- ar og vinkonur. Þar hafði hún lifað sitt blómaskeið og þar undi hún sér best. Þar vora spilafélagarnir og spiluðu þær brids á meðan líf og heilsa entist. Var hún komin undir nírætt þegar hún hætti spila- mennsku, aðallega vegna þess að sjónin var farin að gefa sig. Það sem vakti eftirtekt mína þegar ég kynntist Ingu var aðallega þrennt. Eitt var hinn mikli agi sem hún og þau hjón vildu hafa á dætram sínum. Annað var hve frábæran mat hún eldaði. Tókst henni betur til en öllum öðram þó hún væri aðeins að elda hversdagslega rétti. Hið þriðja var hve hún var alltaf vel til höfð enda fór hún í hárgreiðslu einu sinni í viku alla ævi sína, síðast viku áður en hún lést. Ekki var alltaf auðvelt að vera hús- móðir á Eyrarlandsvegi 22 þar sem þau hjón bjuggu allan sinn búskap. Vinnutími Guðmundai- Karls var bæði langur og óreglulegur. Stóð uppdekkað borð oft langt fram á kvöld og beið eftir að húsbóndinn kæmi heim frá vinnu eða frá því að sinna einhveiju af mörgum áhuga- málum sínum. Var hann og iðulega vakinn um miðjar nætur til þess að sinna sjúklingum og má leiða líkum að því að óhóflegt vinnuálag hafi lagt hann að velli fyrir aldur fram. Var andlát hans henni mikið áfall. Hún hélt þó reisn sinni og heimilisins eftir það. Hún lifði viðburðaríku lífi eftir fráfall Guðmundar Karls og ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Dvaldi hún m.a. nokkrum sinnum í Svíþjóð hjá Ragnheiði dóttur sinni og fjölskyldu hennar en þar var Friðrik Páll við framhaldsnám. Barnabörn Ingu era ellefu. Hafa þau alltaf átt innhlaup hjá ömmu sinni og sum dvalið hjá henni lengur en skemur. Fyrir það ber að þakka. Það er nú orðið langt síðan maður nokkur, fótstór mjög, kom í heim- sókn til Margrétar dóttur hennar og fór úr skónum í forstofunni. Bað hún dóttur sína að biðja piltinn næst þegar hann kæmi að reisa skíðin sín upp við vegginn. Var hún oft síðan með stríðni í þessum dúr við mig og kunni ég því vel. Kom okkur vel saman og mun ég ávallt minnast hennar, eins og hún var á blóma- skeiði ævi sinnar, sem glæsilegrar og stoltrar konu sem ávallt bar höf- uðið hátt, hvað sem á gekk. Guð blessi minningu Ingu Karls- dóttur. Orn Höskuldsson. Vinkona mín, Inga Karlsdóttir, hefur kvatt þetta jarðlíf, eftir langa og farsæla göngu. Mig langar til að kveðja hana með nokkram fátækleg- um orðum og þakka henni vináttu, sem aldrei bar skugga á. Það var árið 1948 á sólríkum degi í ágúst, eins og þeir gerast bestir í Eyjafirði, að ég kynntist henni fyrst. Bjarni bóndi minn var þá um sex mánaða skeið aðstoðarlæknir hjá Guðmundi Karli, manni Ingu, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. A þessum dýrðardegi ætluðu frí- múrarar ásamt eiginkonum sínum í árlega beijatínsluferð sína í Fnjóskadal og Guðmundur hafði boðið okkur að vera með þeim hjón- um í bíl þeirra, því í þann tíð áttu læknakandídatar ekki bfla. Ég kveið sannast sagna heldur fyrir þessu ferðalagi, þekkti ekki nokkra mann- eskju í hópnum, sem aftur á móti þekktist mæta vel innbyrðis. Svo hafði einhver frætt mig á því, að yf- irlæknisfrúin þætti frekar stíf og sein til að kynnast. En reynsla mín varð allt önnur. Inga var eins og sól- in sjálf, vermdi mig inn að hjartarót- um. Hún heimtaði að við væram þeirra gestir og borðuðum þeirra nesti með þeim, listilega smurt brauð, pönnukökur og kaffi. Hún tók mig með í bestu berjalautirnar og þegar kom að kvöldverðinum í Vaglaskógi og fólk fór að blandast, sá hún til þess, að ég drægi mig ekki út í horn í óframfærni minni, heldur dró mig með í gleðskapinn. Eftir að við settumst að á Akureyri 1950 þróaðist kunningsskapur okkar hjóna við þau hjón upp í dýrmæta vináttu, sem stóð æ síðan, þau voru okkur í senn sem foreldrar og vinir. Inga átti góða ævi. Hún átti frá- bæran mann og fjórar elskulegar dætur. En það var ekki auðvelt að vera í sporanum hennar. Hún gat aldrei vitað hvenær bóndi hennar kæmi heim í matinn, stundum var klukkan orðin tvö þegar hann kom í hádegismat, ef hann þá kom, og far- in að ganga ellefu þegar hann kom í kvöldmatinn. Síminn hringdi á nóttu sem degi og sumarfrí var yfirleitt aldrei hægt að ákveða, fyrr en rétt þegar hægt var að grípa það. En Ingu haggaði ekkert. Hún beið með matinn eða henti einhverjum flíkum í tösku þegar frídagar buðust fyrir- varalaust. Á henni hvfldi líka uppeldi dætra hennar og stjórn heimilis- haldsins. Þegar fór að hægjast um, læknum fjölgaði og bömin urðu sjálfbjarga, gafst meiri tími til tómstunda. Þá var það, að við fjórar læknakonur fundum upp á því að spila brids kvöldin sem karlarnir vora á fund- um í læknafélaginu einu sinni í mán- uði. Brátt hættum við að binda okk- ur við þessa fundadaga og spiluðum bæði oftar og lengur og var Inga mikil spilakona langt fram yfir átt- rætt. Margar skemmtilegar minningar á ég líka frá mannfagnaði með þeim hjónum. Það vora skemmtanir með „stfl“ yfir. sér, síðkjólar og kjólföt, sameiginlegt borðhald með skála- ræðum og dunandi dansi langt fram á nótt. Þar nutu Inga og Guðmund- ur Karl sín vel og þurftu sannanlega ekki áfengi til að verða hrókar alls fagnaðar. Eftir að Inga missti mann sinn 1970, flutti hún til Reykjavíkur, þar sem dætur hennar og fjölskylda bjuggu. En svo miklu ástfóstri hafði hún tekið við Akureyri og Eyjafjörð, að hún undi hvergi hag sínum nema þar. I þrjú ár þraukaði hún í Reykjavík, en þá tók hún sig upp og flutti aftur norður. Þar bjó hún sér fallegt heimili og tók upp fyrri hætti, fór í fuglaskoðunarferðir eins og hún hafði gert með manni sínum, spilaði brids við okkur vinkonur sín- ar, fór í berjamó á haustin og naut fegurðar móður náttúra. Dætur Ingu bjuggu tímabundið á Akureyri og var það henni mikill gleðigjafi og þó ekki síður barna- börnin. Allar dæturnar hugsuðu af alúð um móður sína, heimsóttu hana og vora í stöðugu sambandi við hana alla tíð, svo hún var aldrei einmana, þó að þær væru fjarri, enda átti hún góða vini á Akureyri. Inga Karlsdóttir var falleg og höfðingleg kona. Tengdafaðir minn sagði í spaugi, að hún mundi vera Neferdite Egyptalandsdrottning endurborin, svo væri hún lík mynd- unum af henni. Með þeirri lfldngu vil ég enda orð mín og þakka Ingu langa og ljúfa vináttu. Dætrum hennar og fjölskyldum sendum við hjónin okkar hlýjustu kveðjur. Bergljót Rafnar. Hún kom til Akureyrar með eig- inmanni sínum, Guðmundi Karli Péturssyni yfirlækni, og vakti strax athygli fólks. Hún var glæsileg kona, há, beinvaxin og bar sig fal- lega, alltaf vel klædd og hárið snyrt. Hún var ein af þessum konum, sem settu svip á Akureyri á unglingsár- um mínum, en það tók nokkurn tíma fyrir heimafólk að kynnast Ingu. Hún var, eins og stundum er sagt, ekki allra en mikill og góður vinur vina sinna. Hún var mjög glaðsinna í góðra vina hópi og vinir hennar munu seint gleyma skemmtilegum hlátri hennar, sér- stæðri rödd og kímni í augunum þegar hún var í blóma lífsins. Und- irrituð var í þeim hópi og margir úr fjölskyldunni, sem áttu þessi hjón að, og mér sýndi hún mikla vænt- umþykju og tryggð til æviloka. Þeg- ar ég fór til Englands í stríðslok, hafði hún skrifað systur sinni Þor- björgu, sem þar bjó og var gift enskum manni. Þau hjón Þorbjörg og Russel Jessop reyndust mér eins og bestu foreldrar, þegar ég þurfti á að halda. Inga lifði langan dag, var orðin 93 ára og ekki hægt annað en að þakka. Dætur þeirra hjóna urðu vinkon- ur mínar, sérstaklega sú elsta, Sig- ríður, en rödd hennar heyrist oft frá Fréttastofu útvarpsins. Foreldrarn- ir sáu ekki sólina fyrir þessu fallega stúlkubarni. Ég var á þeim árum heimagangur á Eyrarlandsveginum og mig minnir, að ég hafi kennt heimasætunni að lesa, það hefir hún að minnsta kosti sagt mér. Þjár dætur komu síðar, Margrét, Ragn- heiður og Auður, sem allar hafa fengið í arf mikið af glæsileik móður sinnar og fengið að njóta hennar óvenju lengi. Inga unni mjög dætr- um sínum og afkomendum öllum. Þeim eru sendar einlægar samúðar- kveðjur og með þessum fáu orðum kveð ég Ingu Karlsdóttur og þakka henni langa og góða vináttu og tryggð. Blessuð sé minning hennar. Anna Snorradóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.