Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 11 Foreldrar hans skildu og hann fór vestur í fóstur 9 ára gamall ásamt nokkrum systkinum sínum, en I systkinahópnum voru 7 alsystkini r t ■ -v- -■ ' :.L :’ 1 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fyrirspurn send landlækni BLAÐAMAÐUR hefur sent landlækni eftirfarandi bréf með beiðni um upplýsingar um vönunar- og afkynjunaraðgerðir, sem gerðar hafa verið samkvæmt lögum nr. 16/1938. „Með vísan til 3. greinar upplýsingalaga nr. 50/1996 óskar undir- ritaður eftir aðgangi að upplýsingum um eftirtalin atriði er varða aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið með heimild í lögum er heimila í viðeigandi tilvikum aðgerðir á fólki er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt nr. 16/1938. Hve margar aðgerðir samkvæmt 2. grein laga nr. 16/1938 hafa farið fram frá gildistöku laganna, 13. janúar 1938? Hve margar vönunaraðgerðir og hve margar afkynjunaraðgerð- ir? Hvenær fór slík aðgerð síðast fram? Hve margir karlar og hve margar konur hafa gengist undir að- gerðir? Hve oft hafa systkini gengist undir aðgerðir? Hverjar hafa verið ástæður aðgerða, með tilvísun til ákvæða 3. og 5. gr. ofangreindra laga? Hverjir hafa undirritað beiðnii- um aðgerðirnar; í hve mörgum tilfellum viðkomandi sjálfur, í hve mörgum tilvikum foreldrar eða lögráðamaður? Hve oft hafa barnaverndarnefndir sveitarfélaga eða aðrir opin- berir aðilar undirritað beiðnir eða haft frumkvæði að aðgerð? Þegar frumkvæði hefur komið frá lögráðanda og/eða opinberum aðilum, hvernig hefur verið staðið að öflun samþykkis frá viðkom- andi, sbr. 2. mgr. 7. gr? Hefur nefnd samkvæmt 5. grein laganna sett sér vinnureglur eða hefur verið sett reglugerð samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna. Ef ekki, hvernig hefur verið staðið að mati á hvort skilyrðum 1. og 2. tl. 2. mgr. 5. gr. sé fullnægt? Hvernig hefur verið staðið að upplýsingagjöf til þess sem gengst undir aðgerð um eðli og líklegar afleiðingar aðgerðar? Eru þekkt dæmi þess að einstaklingur hafi gengist undir slíka aðgerð án þess að samþykki hans hafi legið fyrir og/eða án upplýs- inga um eðli og líklegar afleiðingar aðgerðar - hve mörg og á hvaða aldri var viðkomandi? Eru dæmi þess að læknir hafi framkvæmt ófrjósemisaðgerðir eða afkynjanir á grundvelli þeirra sjónarmiða sem lög nr. 16/1938 byggja á án þess að leyfi landlæknis skv. 6. gr. hafi legið fyrir? Hve oft hefur aðila verið skipaður tilsjónarmaður samkvæmt 4. gi-ein laganna? Hvenær var nefnd samkvæmt 5. grein síðast skipuð? Hvenær kom hún síðast saman? Hefur landlæknir synjað umsókn um aðgerð samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laganna - hve oft? Hefur dómsmálaráðheiTa hnekkt slíki'i synjun landlæknis? Liggja fyrir upplýsingar um sveitarfesti þeirra sem gengist hafa undir aðgerðir samkvæmt 2. gr.? Á hvaða sjúkrahúsum hafa aðgerðirnar verið framkvæmdar? Hve margar aðgerðir hafa verið framkvæmdar á hverju sjúkra- húsi? Hve margir læknar hafa framkvæmt aðgerðir af þessu tagi?“ FRETTIR__________ Ég hélt að það væri hægt að treysta honum HANN segir að sig hafi farið að gruna hvers kyns var fyrir um það bil 6 árum þegar þau gátu ekki átt börn, hann og konan háns. Hún átti fyrir börn af fyrra sambandi. Þeim hafði hann gengið í föðurstað og einkum átt gott samband við yngri son konunnar. Þegar hann fór til læknis var sam- bandið farið að versna mikið, konan vildi eiga fleiri börn og var farin að tala um skilnað. Heimilislæknirinn aflaði gagna frá Vestfjörðum og þar kom hið sanna í ljós um aðgerðina, sem gerð var þegar hann var 18 ára. Hann leitaði til þvagfæra- skurðlæknis og gekkst undir að- gerð til að reyna að bæta skað- ann en segir að það hafi ekki tekist þótt ekki sé talið útilokað að hann geti getið barn með tæknifijóvgun. Heilsa konu hans er hins vegar erfið núna og því ekki inni í myndinni að það verði reynt á næstunni. Hvernig brástu við fréttun- um? „Eg var ekki ánægður og ætl- aði fyrst að stúta mér. Mér fannst Iífíð vera búið. En konan mín talaði mig til. Það liðu nokkrar vikur þar sem ég var mjög þungur út af þessu. En svo var það búið.“ Hann komst í samband við Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmann, sem tók að sér að reka bótamál vegna aðgerð- arinnar. „Það var logið að mér þegar þessi aðgerð var gerð. Það var sagt að ég væri með kviðslit. Ég var búinn að vera með verki í kviðnum og bónd- inn, sem ég var hjá, sagði mér að það ætti að gera við kviðslit. En það var lygi. Hann notaði tækifærið. Ég hef alltaf hatað kallinn fyrir þetta og kenni hon- um um þetta. Hann átti að stoppa þetta af en gerði það ekki. Hann fór með mig á spítal- ann og sagði mér að ég væri kviðslitinn. Ég hélt að það væri hægt að treysta honum en það var ekki hægt.“ Hann segir að bóndinn hafi verið dáinn og bóndakonan ósjálfbjarga sjúklingur þegar hann komst á snoðir um aðgerð- ina og því hafi hann aldrei getað látið þau heyra álit sitt á fram- komu þeirra í sinn garð og systkina sinna. „Þetta gerði hann við okkur þrjú systkinin, hann og bamavemdaryfirvöld og læknamir á Isafirði." Fjórði bróðirinn var í fóstri annars staðar. Hann segir að líka hafi átt að gera þetta við þann bróð- ur sinn en fólkið sem hann bjó hjá kom í veg fyrir að aðgerðin færi fram. Af hveiju var þetta gert við Þig? „Ja, nú veit ég ekki, það get ég ekki sagt til um.“ Foreldrar hans skildu og hann fór vestur í fóstur 9 ára gamall ásamt nokkmm systkin- um sfnum, en í systkinahópnum vora 7 alsystkini. Hann var fyrst á öðmm bæ þar sem hann þekkir enn fólk og hefur góð tengsl við það en fór sfðan að hinum bænum þar sem rekið var fósturheimili fyrir allmörg börn frá uppflosnuðum heimil- um. Hann segir að almennt hafi illa verið komið fram við sig á heimilinu og hann og önnur börn þar hafi verið barin. Hugsar hann mikið um að- gerðina enn í dag? „Nei, ég hugsa ekki mikið um þetta núna en þegar ég geri það er ég bitur og sár. Ég er ekki búinn að sætta mig við þetta og geri það sennilega aldrei.“ Hann hefur unnið frá því hann lauk bamaskóla og hefur unnið ýmis verkamannastörf víða um Iand. Hann hefur verið hjá núverandi vinnuveitanda í nokkur ár og hefur aldrei þekkt atvinnuleysi eða annað en það að vinna fyrir sér, að sögn. Systur mannsins einnig greiddar bætur Ymist með grv.45 eða 75 EINS og fram kemur í viðtal- inu við manninn hér á opn- unni voru sams konar aðgerðir gerðar á tveimur systkinum hans. Ragnar Aðalsteinsson hefur einnig farið með mál syst- ur hans og eru atvik þar að mörgu leyti hliðstæð. Barnaverndarnefnd Reykja- víkur hafði frumkvæði að að- gerðinni, sami sálfræðingur og gerði mat á bróður hennar gerði sálfræðilega rannsókn á systur- inni og komst að þeirri niður- stöðu að óhætt væri að fullyrða að út frá greindarstigi hennar væri útilokað að hún gæti orðið fær um að standa á eigin fótum eða borið ábyrgð á og alið upp börn. Hins vegar geti hún „fún- kerað“ allvel við verndaðar að- stæður. Samkvæmt greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar hefur greindarvísitala konunnar þama, í mars 1972, verið talin á „imbecil“-stigi, eða 45 stig. I máli systurinnar liggur hins vegar fyrir önnur álitsgerð gerð árið 1975 þegar annar sálfræð- ingur gerði á henni greindar- próf. Samkvæmt því var greindarvísitala hennar 75 stig. I september 1972 sendi land- læknir yfirlækni og héraðs- lækni á Isafirði leyfi til vönunar stúlkunnar og var aðgerð gerð á henni í nóvember 1972 af sama lækni og vanaði bróður hennar í janúar 1972 án þess að hún vissi hvað til stæði. Hún var þá fullra 16 ára. í lækna- skýrslu stendur: „Aðg. var gerð undir yfirskini að um botn- langabólgu væri að ræða og X veit ekki sjálf að hún hefur ver- ið steriliseruð.“ Konan hefur verið í sambúð og komst að því um líkt leyti og bróðir hennar hvers eðlis var og að hún gæti ekki átt börn vegna aðgerðarinnar. I máli hennar var samið án dóms um hliðstæðar bætur og bróður hennar voru dæmdar. í máli þriðja systkinisins hef- ur ekki verið leitað bóta en sá bróðir er búsettur erlendis. 751 aðgerð frá 1938-1975? IDÓMSMÁLI mannsins var lögð fram greinargerð úr heilbrigðis- skýrslum ársins 1985, þar sem fjallað er um ófrjósemisaðgerðir. Þai' kemur fram að allt að 751 aðgerð hafi verið gerð á grundvelli laga nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, sem koma í veg fyrir að það auki kyn sitt, hafi verið gerðar frá 1938-1975. Mark- miði laganna er í þessari greinargerð lýst sem tvíþættu; annai-s vegar að koma í veg fyrir fæðingu gallaðs af- kvæmis og hins vegar til að létta fá- vitum og sjúklingum lífsbaráttuna. Konur í langflestum tilvikum Þama kemur ennfremur fram að frá 1938-1962 hafi verið fram- kvæmdar 420 aðgerðir, á grundvelli laganna. Árið 1963 var 71 leyfi veitt en ekki er þess getið hve margar aðgerðir fóru fram. Á árunum 1964-1970 voru veitt 118 leyfi og 100 aðgerðir framkvæmdar. Árin 1971-1974 voru framkvæmdai' 160 aðgerðir vegna laga nr. 16/1938. Með hliðsjón af óvissu um fjölda að- gerða árið 1963 hafa þær mest get- að orðið 751 frá 1938-1974. Líklegt virðist að í yfii'gnæfandi fjölda tilvika hafi aðgerðir af þessu tagi verið framkvæmdar á konum. Þannig kemur fram að frá 1938-1962 hafi verið veitt 488 leyfi á grundvelli laganna og framkvæmd- ar 420 aðgerðir. Af leyfunum 488 hafi 426 verið vegna vönunar, þar af hafi verið um að ræða 11 karla og samkvæmt því 415 konur. Ríkar kröfur Samkvæmt lögunum hefur mun- urinn á aðgerð sem framkvæmd var að lögum og aðgerð eins og þeirri, sem framkvæmd var á systkinum á Isafirði, verið eftirfarandi: Umsókn hefur borist frá viðkom- andi eða foreldrum eða lögráða- manni ef viðkomandi hefur verið undir 16 ára aldri eða sviptur lög- ræði eða frá tilsjónarmanni ef við- komandi hefur verið „geðveikur eða fáviti“, svo vísað sé í orðalag lag- anna. Hafi verið um að ræða geð- veikan mann eða „fávita" hefur landlæknir átt þess kost að krefjast þess að viðkomandi væri skipaður sérstakur tilsjónarmaður. Sérstök nefnd hafði það hlutverk að meta allar umsóknir af þessu tagi og samkvæmt lögunum mátti aðeins veita leyfi til vönunar að gild rök lægju til þess, að viðkomandi bæri í sér „að kynfylgju það, er mikil líkindi séu til, að komi fram á afkvæmi hans sem alvarlegur van- skapnaður, hættulegur sjúkdómur, andlegur eða líkamlegur, fávitahátt- ur eða hneigð til glæpa, eða að af- kvæmi hans sé í tilsvarandi hættu af öðrum ástæðum, enda verði þá ekki úr bætt á annan hátt. b. Að viðkomandi sé fáviti eða varanlega geðveikur eða haldinn öðrum alvarlegum langvarandi sjúkdómi og gild rök liggi til þess, að hann geti ekki með eigin vinnu alið önn fyrir sjálfum sér og af- kvæmi sínu.“ Á landlækni hvíldi skylda til að rökstyðja leyfisveitingar. Læknum var ekki heimilt að framkvæma að- gerðar af þessu tagi nema sam- kvæmt skriflegu leyfi landlæknis. „Ekki má framkvæma aðgerð samkvæmt lögum þessum gegn vilja viðkomanda, eða, ef hann hefur á engan hátt vit fyrir sjálfum sér vegna æsku, geðveiki eða fávita- háttar, þá ekki gegn vilja lögráða- manns hans eða tilsjónarmanns," segir í 7. grein laganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.