Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 21 Þorbjörn hf. í Grindavík selur hlut sinn í Bakka á Bolungarvík Nasco eignast allt hlutaféð ÞORBJÖRN hf. í Grindavík seldi í gær hlutabréf í nokkrum félögum, þar á meðal 39,76% hlut í Bakka hf. á Bolungarvík. Kaupandi á eignar- hlutnum í Bakka hf. var Nasco ehf. í Reykjavík, en Nasco hafði keypt 60,24% hlutafjár í Bakka hf. i desem- ber 1998 af Þorbirni og er það því orðið eigandi 100% hlutafjár í Bakka hf. Þorbjöm hf. seldi einnig hluta- bréf í gær í SH, SÍF hf. og Olíufélag- inu hf. og var heildarsöluvirði bréfa í félögunum fjórum rúmar 132 millj- ónir króna. Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða sölu á hlutabréfum síðarnefndu fyrirtækj- anna þriggja væri að verð hefði verið gott, en það væri ekki markmið Þor- bjarnar hf. að eiga hlutabréf í fyrir- tækjum sem ekki tengdust beint rekstri Þorbjarnar hf. Jónas A.Þ. Jónsson, stjórnarfor- maður Bakka hf. og einn eigenda Nasco ehf., sagði í samtali við Morg- unblaðið um ástæður kaupanna að Nasco væri með mikla útgerð í rækjuveiðum á Flæmska hattinum, og Bakki hf. væri og hefði verið stór kaupandi að rækju af þeim. „Nasco selur afurðimar fyrir Bakka gegnum sitt eigið sölukerfi, og er því verið að loka hringnum með kaupunum á þessu fyrirtæki. Við teljum að þama sé um að ræða arðbæra fjárfestingu til langs tíma fyrir Nasco,“ sagði Jónas. I fréttatilkynningu frá Bakka hf. kemur fram að unnið sé að stækkun rækjuverksmiðju Bakka úr þremur vélum í sex, og er gert ráð fyrir að í ágústmánuði verði mánaðarleg af- köst verksmiðjunnar orðin 220 tonn. Gert er ráð fyrir að hagkvæmni verk- smiðjunnar muni aukast verulega við þessar breytingar. Bakki hf. gerir út tvö skip á íslandsmiðum, Óseyri og Sturlu, en fimm skip til viðbótar leggja upp alla iðnaðarrækju sem þau afla á Flæmingjagrunni. PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur Fiskmark- aður Breiða- fjarðar á vaxtar- lista VÞÍ FISKMARKAÐUR Breiða- fjarðar hf. hefur verið tekinn til skráningar á Verðbréfa- þingi íslands og hafa hlutabréf í félaginu verið skráð á vaxtar- lista VÞI. Bréfin verða tekin inn í heiidarvísitölu vaxtarlista og vísitölu sjávarútvegs fimmtudaginn 1. júlí næstkom- andi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Skráð hluta- fé í Fiskmarkaði Breiðafjarðar er kr. 45.000.000 að nafnverði en auðkenni félagsins í við- skiptakerfi Verðbréfaþings er HV/FMB. Fiskmarkaður Breiðafjarðar var stofnaður árið 1992 og rek- ur höfuðstöðvar í Ólafsvík en auk þess eru starfrækt útibú í Stykkishólmi, Grundarfirði, Rifi og Amarstapa. A síðasta ári fóru alls um 19.000 tonn af fiski um markaðinn og stefnir í að magnið verði svipað á þessu ári. Hagnaður á síðasta ári nam 11 milljónum og voru rekstrartekjur 143 milljónir en eigið fé var 76,2 milljónir. Stærstu hluthafar í félaginu eru Faxamarkaður hf. með 16% hlut, Nesver hf. með 4,7% hlut, Tryggingamiðstöðin hf. með 4,6% hlut og Burðarás hf. með 4,5% hlut. Starfsmenn Fiskmarkaðar Breiðafjarðar eru 15 talsins. Fram kemur í fréttatUkynn- ingu að Fiskmarkaður Breiða- fjarðar er 73. félagið sem skráð er á Verðbréfaþingi og það sjötta sem skráð er á ár- inu. Þarftu að skipta um bremsu- klossa? 15% afsláttur —1' ■Nýbýlavegi 4-8 r sími 563 4400 notoðo bílo Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við sa^. Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. Nissan Terrano, árg. 90, 4H 2960, 5g., 5d., svartur, ek Toyota Corolla XL, árg. 94, 1300, ssk., 5d., blár, ek. 71 þ.km. Hyundai Accent GSÍpl árg. 97, 1500, ssk., 3d. rauður, ek. 19 þ.km. Range Rover verÓ 1. 160 þÚS. rr,iQ 87 Renault Megane RT, árg. 97, 1600, 5g., 5d. grænn, ek. 32 þ.km. Renault Clio Sport, árg. 97, 1400, 5g., 3d., blár, ek. 22 þ.km. GMCJimmySCS, árg. 96, 4300, ssk., 5d., rauður, t ek. 46 þ.km, vorter vél, ABS. loftp., skriðst. veró 1.010 þús. Hyundai H-l dísel, árg. 98, 2500, 5g., 4d. grænn, j ek. 22 þ.krtjv MMC Pajero V6, árg. 91,3000, 5g., 5d., hvítur, ek. 102 þ.km,,^- Renault Clio RT, árg. 94, fcl 1400, 5g., 5d., grár, ek. ^v 61 Þkm- Hyundai Accent LS, árg. 98, 1300, 5g., 3d., blár, ek. 16 þ.km. Hyundai Coupe 1.6, árg. 98, 1600, ssk., 2d., rauður, ek. 15 þ.km., vindsk., leðurákl.^ MMC Lancer GLX, árg. 97, 1300, 5g., 4d., grár, S\ ek. 23 þ.km. Hyundai Sonata V6, árg. 97, 3000, ssk.^ 4d., brons, Æ ek. 31 þ.km. S Hyundai Accent LS, árg. 98, VI300, 5g., 3d., blár, ek. 16 þ.km. Renault 19 RTI, árg. 1800, 5g., 4d., rauð ek. 94 þ.km. Honda CR-V, árg. 98, !000, ssk., 5d., svartur, \ ek. 24 þ.km. Renault Laguna RT, árg. 96, 2000, 5g., 5d. grænn, ek. 78 þ.km^ VW Golf, árg. 94, 1400, 5g. 3d., rauður, ek. 82 þ.km. verá 7S0 þús. • Toyota Corolla XL, árg. 96,1300, 5g.,4d., . grænn, ek. 77 þ.km. Hyundai Pony, árg. 93, 1300, 5g., 3d., blár, ek. 24 þ.km. S Grjóthálsi 1, sími 575 1230 verd 490 þús. notaóir bilar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.