Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 4^ + Ásgeir Þór Ás- geirsson fædd- ist í Reykjavík 31. maí 1924. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir laug- ardaginn 19. júní. Foreldrar Ásgeirs Þórs voru Karólína Sveinsdóttir, f. 14.12. 1895, d. 4.4. 1991, og Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, skrifstofu- stjóri í Reykjavík, f. 9.8. 1897, d. 21.7. 1978. Systkini Ásgeirs Þórs eru Sveinn, f. 1925, Guðmundur, f. 1927, Bragi, f. 1931 og Hrefna, f. 1932. Látinn er Birgir, f. 1929. Dóttir Ásgeirs er Hrönn, Á fögrum stað efst í Laugarásn- um stendur vinalegt og fallegt hús með útsýni til allra átta. Þessu húsi tengjast mínar fyrstu æskuendur- minningar; þarna bjuggu móðurfor- eldrar mínir í rúm 40 ár. Eitt af öðru höfðu börn þeirra horfíð úr foreldra- húsum, uns svo var komið, að amma mín og sá, sem hér er minnst, Ás- geir Þór Ásgeirsson, héldu heimili saman. Ég minnist heimsókna minna þangað frá þessum tima. Sé Ásgeir Þór koma heim frá vinnu sinni, hlusta á fréttir, lesa blöð og loks styðja aldraða móður sína upp stiga, áður en lagst var til hvílu. Ásgeir Þór var rólegur að eðlisfari, jafnvel dulur, og einstaklega heimakær. Hann var afburða greindur og þess- ir eðlisþættir nutu sín vel í aðalá- hugamáli hans, skáklistinni. Enda vann hann til ýmissa verðlauna. Þá vann hann og að ýmsum störfum tengdum skáklistinni, var m.a. for- seti Skáksambands Islands 1957-66. Ásgeir Þór var mikill námsmaður. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1944 og lauk síðan BS-prófi í skipulagsverkfræði frá hinum virta skóla MIT í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum. Mestan starfstíma sinn vann hann sem umferðarverk- fræðingur Reykjavíkurborgar. Eng- an mann þekkti ég lausari við að hreykja sér af verkum sínum eða námshæfíleikum, enda var hann maður mjög hlédrægur. Seinnitíma minningar tengjast erfíðri sjúkdómsbaráttu Ásgeirs Þórs. í heimsóknum mínum til hans töluðum við sem fyrr um lífið og til- veruna, og stjómmal voru þar oftar en ekki á baugi, enda áhugi beggja mikill. Samtöl okkar vom ennfrem- ur ávallt mörkuð reynslu hans og skoðunum. Ég mat mikils greind hans og reynslu og mun lengi minn- ast samtala okkar. Ásgeir Þór eignaðist eina dóttur, Hrönn, med Helgu Pálínu Runólfs- dóttur. Má með sanni segja að dóttirin, ásamt afabömunum tveim og tengdasyninum, hafi verið lífsfyll- ing hans og Ijós í erfiðum veikindum. Blessuð sé minning Ásgeirs Þórs. Ólafur Reynir Guðmundsson. Núna er fjölskylduvinur okkar, Ásgeir Þór Ásgeirsson, allur. Hann og pabbi minn heitinn, Baldur Lín- dal, efnaverkfræðingur, kynntust er þeir vom við nám í sama háskóla í Bandaríknunum á fimmta áratugin- um. Kynntist pabbi þá einnig mömmu heitinni, Amalíu Líndal, sem átti síðar eftir að skrifa um þessa tíma í sígildri landkynningar- bók sinni, Ripples from Iceland, árið 1962. Sagði hún mér seinna að í henni hefði Ásgeir komið við sögu, þótt ekki hefði hans verið getið með nafni. Læt ég þann kafla nú fylgja hér á eftir, í eigin þýðingu: ,Annar þessara ungu manna leigði síðan herbergi hið næsta okk- ur, og tók hann svo til við að skjótast til okkar á öllum tímum til að ræða um heimaverkefnin sín, þar eð bæði f. 7.11. 1964. Móðir hennar var Helga Runólfsdóttir, f. 1933, látin. Maki Hrannar er Sverrir Þ. Sverrisson, f. 9.10. 1965. Börn Hrannar og Sverris eru 1) Eg- ill Össur, f. 3.4. 1988, 2) Helga Rut, f. 27.1. 1993. Ásgeir varð stúd- ent frá Menntaskól- anum í Reykjavík ár- ið 1944 og lauk BS- próf! í skipulags- fræði frá MIT í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1948. Eftir að Ásgeir kom heim frá námi starfaði hann sem verkfræðingur á teiknistofu Skipulags bæja, kauptúna og hann og Baldur voru þá í námi í efnaverkfræði við M.I.T.“ „Hann var þó mjög vingjamlegur, og þegar ég kynntist honum betrn-, uppgötvaði ég að hann var einn af þessum sem hafa til að bera óbeisl- aða forvitni um alla hluti. Ég verð að segja að fátt slíkt fólk hef ég fyrir- hitt síðan ég kom til íslands. Það var raunar hann sem færði mér fyrstu lykt mína af íslandi: Móðir hans hafði sent drengi sínum, sem var haldinn heimþrá, reykt lambalæri...“ „Tókst vini okkar nú auðveldlega að telja konuna sem við leigðum hjá, á að leyfa honum að elda kjöt þetta í eldhúsinu...“ Seinna átti Ásgeir eftir að koma við sögu tímarits þess er Amalía gaf út á íslandi á árunum 1968-1970, og nefndist 65 Degrees: Icelandic Life. A Reader’s Quarterly. Aðstoðaði hann hana þá við innheimtu auglýs- ingakostnaðar, í sjálfboðavinnu. Ásgeir átti það einnig til að skrifa lesendabréf í dagblöð og þá gjaman undir dulnefni. Man ég eftir einu slíku, í D.V. kringum árið 1982. Var hann þar að skopast með tilsvör er- lendra ferðamanna sem hann hafði sjávarþorpa til ársins 1951. Hann var verkfræðingur Metcalfe-Hamilton-byggpngar- félagsins á Keflavíkurflugvelli 1951- 52 og starfaði hjá Wyatt C. Hedricks, Architects & Engineers-ráðgjafarfyrirtæk- inu á _ Keflavíkurflugvelli 1952- 55. Ásgeir var umferðar- verkfræðingur Reykjavíkur- borgar frá 1955-1994 og starf- aði síðast hjá Bflastæðasjóði Reykjavíkurborgar. Ásgeir gegndi Ijölmörgum félags- og trúnaðarstörfum og var heið- ursfélagi Skáksambands ís- lands. Hann var gjaldkeri Tafl- félags Reykjavíkur um tíma og forseti Skáksambands íslands 1957-66. Þá var hann farar- stjóri á Ólympfuskákmótið í Leipzig 1960. Asgeir var vara- maður fyrir Reykjavíkurborg í Umferðarráði á árunum 1969-84. Útför Ásgeirs Þórs fer lram í dag, 29. júní, frá Fossvogs- kirkju klukkan 13.30. verið að sýna myndastytturaar í Reykjavík en er þeir komu að Aust- urvelli varð einum þeirra að orði eitthvað á þessa leið: „En hver er þessi sperrti maður sem gnæfir þama yfir, og gleymst hefur að setja nafnspjald á fótstallinn hjá?“ Er ég hafði orð á þessari grein við Ásgeir, gekkst hann hróðugur við henni og sagði að hún hefði verið skrifuð undir því dulnefni sem hann notaði helst nú um stundir. Á þessum árum, sem og fyrr og síðar, fylgdist Ásgeir jafnan af áhuga með blaðaskrifiim mínum, svo sem kjallaragreinaskrifum mínum í D.V. og Ijóðum mínum í Lesbók Morgunblaðsins, og hugsaði ég oft gott til glóðarinnar að ræða við hann um þessi mál þegar við hittumst á förnum vegi. Á síðustu ámm sínum var Ásgeir félagi okkar 1 Vináttufélagi Islands og Kanada, og einn af endurskoð- endum þess. Gerðust honum þá all- mjög hugleikin örlög sumra þeirra forfeðra sinna, er höfðu mátt flosna upp og halda á brott frá íslandi til Vesturheims, á öndverðri öldinni sem leið. Tryggvi V. Líndal. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUÐMUNDSSON, fyrrv. forstjóri vélsmiðjunnar Kletts hf., Hrafnistu Hafnarfirði, áður Austurgötu 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn miðvikudaginn 30. júní kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Fríkirkjuna njóta þess. Minningarspjöld Fríkirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars og Blómabúðinni Burkna. Ólöf E. Gísladóttir, Ólafur Sigurðsson, Hildur Gísladóttir, Úlfar S. Hreiðarsson, Ágústa Gfsladóttir, Magnús S. Jónsson, Auður Gísladóttir, Halldór V. Halldórsson, Sigrún Gfsladóttir, Ármann Eiríksson, Gylfi Már Hilmisson, María Dolores, barnabörn og langafabörn. t Eiginmaður minn, faðir, bróðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓRSSON, loftskeytamaður, Kaplaskjólsvegi 51, andaðist I Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 28. júní. Guðný Bjarnadóttir, Rósa Guðný Jónsdóttir, Guðrún Lilja Halldórsdóttir, Anna Halldórsdóttir Ferris, barnabörn og barnabarnabörn. ÁSGEIR ÞÓR ÁSGEIRSSON + Elsku litli drengurinn okkar, VIÐAR ÞÓR ÓMARSSON, Lautasmára 24, Kópavogi, lést af slysförum laugardaginn 26. júní. Ómar Þórhallsson, Aðalheiður Jóhannesdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA SVANLAUGSDÓTTIR, Stórholti 14, lést að morgni sunnudagsins 27. júní á öldrunardeild Landspítalans. Jarðarförin verður auglýst síðar. Svanlaugur Magnússon, Ragnheiður Magnúsdóttir, Friðgeir Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, ARI G. ÍSBERG lögfræðingur, Tómasarhaga 11, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 27. júní. Halldóra Kolka ísberg. Hi + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 12, er lést á hjúkrunarheimili aldraðra Víðinesi, sunnudaginn 20. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. júní kl. 13.30. Unnur Jörundsdóttir, Ágúst Guðmar Eiríksson, Ingveldur Valdemarsdóttir, Grétar Nökkvi Eiríksson, Þorgerður Arnórsdóttir, Guðmundur Ingi Eiríksson, Reynir Arnar Eiríksson, Anna G. Árnadóttir og aðrir aðstandendur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÓSKAR ÞORKELSSON fyrrverandi verkstjóri, Brekkustíg 11, Sandgerði, lést á dvalarheimilinu Garðvangi, föstudaginn 25. júní. ____________________ Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu Sandgerði laugardaginn 3. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Fanney Sæbjörnsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA BJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin miðvikudaginn 30. júní kl. 15.00 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Nfna Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir, Þorvaldur Einarsson, Guðrún Gísladóttir, Júlíus Rafnsson, Helga Gísladóttir, Richard Faulk, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.