Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 29 LISTIR LÚXEMBORG Jóns hátíð Helgasonar í Reykholti Nýtt tón- verk við áður óbirt kvæði Reykholti. Morgunblaðið. HÁTÍÐ var haldin í Reykholti sl. laugardag í tilefni af því, að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar prófessors í Kaup- mannahöfn. Dagskráin stóð yfir frá kl. 11 árdegis til miðnættis, en fyrir henni stóðu, ásamt af- komendum Jóns, Stofnun Árna Magnússonar, Snorrastofa, Fé- lag íslenskra fræða, Mál og menning og Vísindafélag Islend- inga. Fyrst var sungið við leiði Jóns í Gilsbakkakirkjugarði, en þar var búið að koma fyrir legsteini eftir Ólöfu Nordal og voru sam- tals um 100 manns í kirkjugarð- inum. Að því loknu var haldið í Reykholtskirkju þar sem flutt var fjölbreytt dagskrá. Fjölmörg erindi voru flutt og inn á milli skotið tónlistaratriðum, þ. á .m. nýju tónverki eftir Jón Nordal, við áður óbirt kvæði eftir Jón Helgason, Trú mín er aðeins týra. Kórinn Hljómeyki flutti tónverkið við mikinn fögnuð við- staddra sem voru um 250 tals- ins. Var tónskáldinu innilega fagnað við lok flutningsins. Hljómeyki flutti einnig Aldasöng eftir Jón Nordal og afkomendur Jóns Helgasonar lögðu einnig dagskránni til glæsileg tónlistar- atriði. Flestir flytjendur erind- anna höfðu kynnst Jóni í lifanda # Morgunblaðið/Sigríður FRÁ hátíðinni í Reykholtskirkju. lífi og sögðu á skemmtilegan máta frá lífi og starfí fræði- mannsins og skáldsins. Fengu viðstaddir að heyra frásagnir af æsku Jóns í Rauðsgili í Reyk- holsdal, skáldskap hans, starfi Jóns fræðimanns við Árnastofn- un í Kaupmannahöfn og þátt- töku hans í félagslífi Islendinga þar í borg. Um kvöldið gæddu gestir sér á íslenskri kjötsúpu sem Hótel Reykholt framreiddi í nýju hús- næði Snorrastofu við hlið kirkj- unnar. Gafst þá gestum kostur á að skoða sýningu um Jón sem sett hefur verið upp í safnaðar- sal kirkjunnar. Eftir það var samsöngur til miðnættis, sem þau hjónin Þórunn Björnsdóttir og Martin Hunger Friðriksson, sljórnuðu. Búið er að koma fyr- ir ölstofu í Snorrastofu en ekki er búið að fullinnrétta. Skapað- ist mikil stemmning meðal þeirra 120 gesta sem sátu kvölddagskrána, enda sungin lög við texta Jóns Helgasonar en sérstakt sönghefti hefur ver- ið gefið út af þessu tilefni. Vágakórinn syngur á Akranesi FÆREYSKI kórinn Vágakór- inn frá Vágum heldur tónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi annað kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20. A efnisskránni er bæði ver- aldleg og kirkjuleg tónlist, frá Færeyjum og öðrum löndum, þar á meðal frá íslandi. Kórfé- lagar eru 26 og er stjórnandinn Jónvor Joensen. Kvennakórinn Ymur á Akra- nesi mun greiða götu kórsins hér á meðan hann er á Akranesi og er þar verið að endurgjalda heimsókn sem kvennakórinn fór í til Færeyja sumarið 1997, segir í fréttatilkynningu. Móttökuhóf verður í Grundaskóla kl. 18 í dag og lokahóf verður í Rein, Akra- nesi, föstudaginn 2. júh' kl. 20. Umsjónarmaður er Hrönn Jóns- dóttir. Frá upphafi: Besta leiðin til Evrópu Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar með þægilegri og hraðskreiðri þotu. Frá Lúxemborg liggja vegir til allra átta. Keflavík — Lúxemborg Lúxemborg — Keflavík 0.45 6.25 Q Q 22.20 0.D5+1 LUXAIR THE WINGS OF CHANGE www.luxair.lu Nánari upplýsingar og bókanir hjá öllum helstu ferðaskrifstofum. Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á hálendið eða upp í BreiðholterHonda CR-V rétti ferðafélaginn. Honda CR-Ver vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög hagstæðu verðiogsameinarbestukostijeppa ogborgarbíls. Jm*m JLJpJkls* - betri blll Vatnagörðum 24 - Sfmi 520 1100 • www.honda.is Akranes: Bílver sf., sími 431 1985. Akureyrí: Höldur hf, sfmi 461 3000. Egilsstaðír: Bfta- og búvélasalan hf., simi 471 2011. Keflavfk: BG Bflakrínglan ehf., sfmi 421 1200. Vestmannaeyjar: Bflaverkstæðið Bragginn, sfmi 481 1535.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.