Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 42
M2 ÞRIÐJUDAGUR 29. JIJNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir mín og amma, HELGA A. CLAESSEN, Grandavegi 47, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 27. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni föstu- daginn 2. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helga K. Bjarnason, Leifur Björn Dagfinnsson, Hlfn Bjarnadóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- dóttir, systir og mágkona, RAGNA ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR, Hálsaseli 38, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 19. júni, verður jarðsungin frá Selja- kirkju í dag, þriðjudaginn 29. júní, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimaþjónustu Karítasar og Krabbameinsfélag íslands. Jón S. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Helga Kristín Jónsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, Kristín S. Kvaran, Einar B. Kvaran. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR fyrrv. bóksali, » sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðviku- daginn 23. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 10.30. Sigríður Sigurðardóttir, Kjartan Björnsson, Áslaug Jóhannesdóttir, Einar Már Jóhannesson, Sigurborg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR ÞÓRHILDAR BJARGAR JÓNASDÓTTUR, Kirkjubraut 16 Innri Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A-7, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og starfsfólki St. Jósefsspítala fyrir mjög góða umönnun. Eyjólfur Kr. Snælaugsson, Jónas H. Eyjólfsson, Björg Baldursdóttir, Vilhjálmur Kr. Eyjólfsson, Þórlfna Ólafsdóttir, Eyjólfur Ævar Eyjólfsson, Helga Guðmundsdóttir, Þórey Eyjólfsdóttir, Auðunn Þ. Almarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÖNNU DANÍELSDÓTTUR, Kirkjubraut 6, Akranesi. a Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun og alúð í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Júlfusson, Sigrún Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Björgvin Eyþórsson, Viðar Gunnarsson, Hafdís Sigurþórsdóttir, Daníel Gunnarsson, Hrefna L. Valsdóttir, fvar Gunnarsson, Bjarney Pálsdóttir, Dröfn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR KRISTRÚNG. SIGURÐARDÓTTIR + Kristrún G. Sig- urðardóttir fæddist á Háfshóli í Djúpárhreppi 19. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna María Jóakimsdóttir, f. 7. sept. 1882, d. 9. jan. 1972, og Sigurður Sigurðsson bóndi á Háfshóli og Borgar- túni í Þykkvabæ, f. 14. maí 1887, d. 8. júní 1954. Systkini Kristrúnar voru: 1) Sigurjón, f. 26. des. 1923, d. 1. febrúar 1926. 2) Siguijón Óskar, f. 8. maí 1927, býr í Reykjavík, kona hans er Anna Hildiþórsdóttir og eiga þau fimm börn. 3) Dagmar Hlíf (uppeldissystir), f. 10. ágúst 1933, d. 12. júní 1989. Hinn 16. júlí 1955 giftist Kristrún Guðmundi Vihjálms- syni, línumanni, f. 20. mars 1915, d. 16 september 1985, frá Hamri í Gaulveijabæjarhr. Foreldrar hans voru Helga Þorsteinsdóttir, f. 11.4. 1878, og Vihjálmur Guð- mundsson, f. 26.3. 1880. Þau eru bæði látin. Böm Kristrúnar og Elskuleg tengdamóðir mín Kristrún Sigurðardóttir eða Dúna eins og hún var kölluð af ættingum sínum hefur kvatt okkur. Það var í ársbyrjun 1995 að ég sá Kristrúnu fyrst, en nokkru síðar varð hún tengdamóðir mín og við bjuggum saman húsi í tæplega þijú ár. Mikið hefði ég viljað kynnast Guðmundar em: 1) Anna Sigrún, f. 19.3. 1953, búsett í Mos- fellsbæ, eiginmaður Friðrik V. Halldórs- son, böm þeirra: Elma Rún, viðskipta- fræðingur, f. 4.7. 1975, sambýlismað- ur Eyjólfur Öm Snj- ólfsson, nemi. Ágúst Ingi, f. 15.5.1984, og Davíð Öm, f. 15.5. 1984. 2) Vilhjálmur Helgi, f. 23.2. 1956, bifreiðastjóri í Reykjavík. 3) Hug- rún, f. 20.12. 1962, búsett í Reykjavík, eiginmaður Halldór Þ. Sigurðsson, hans böm em Hjalti og Sandra. Kristrún gekk í barnaskóla Þykkvabæjar og síðan fór hún í húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Kristrún vann við ýmis búskap- arstörf hjá foreldurm sínum og á saumastofu í Þykkvabæ. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur var hún húsmóðir og bjó allan sinn búskap í Kleppsholtinu. títför Kristrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kristrúnu fyrr, því hún var svo góð og fróð kona. Oft var gott að skreppa upp tíl tengdó og tengdó kom niður til okkar, það var margt snætt og rætt, þar áttum við margar góðar stundir. Þegar ég kom í fjöl- skylduna var það fyrsta sem Kristrún gerði að bjóða mér austur í Háfshól í Dúpárhreppi í Þykkvabæ LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. Íi S.HELGASON HF I STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN MAGNÚSSON fyrrverandi yfirhafnsögumaður, áður til heimilis á Sporðagrunni 10, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík miðviku- daginn 23. júní, verður jarðsunginn frá Ás- kirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.30. Margrét Sigurðardóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurðsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS THORLACIUS. Sérstakar og innilegar þakkir færum við starfs- fólki á Skógarþæ fyrir góða umönnun í veik- indum hans. Edda Thorlacius, Árni Ólafur Thorlacius, Magnþóra Magnúsdóttir, Anna Thorlacius, Guðmundur G. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. á hennar æskuslóðir og naut hún sín vel þar og fræddi mig um staðinn. Þeir voru ófáir sunndagsbfltúr- arnir sem við fórum saman niður í bæ, ásamt bömunum mínum sem hún reyndist sem besta fósturamma og ekki mátti gleyma að fá sér ísinn. Síðast fómm við saman á hvíta- sunnudaginn austur á Kambabrún að sjá yfir Suðurlandið, sem henni þótti svo vænt um. Kristrúnu fannst gaman að ferð- ast, hún hafði ferðast víða um landið sitt. Fyrir fjómm mánuðum var hún við brúðkaup okkar. Attum við góða stund saman á nýja heimilinu okkar. Kristrún greindist með krabba- mein í byrjun aprfl. Hún andaðist 19. júní á Landspítalanum. Guð styrki börn hennar og fjöl- skyldur þeirra í þessari sorg. Minning um góða móður, tengda- móður og ömmu lifir. Halldór Þ. Nú þegar lengstur er sólargang- ur og jörðin skartar sínu fegursta kveður Kristrún þetta jarðneska líf. Hún var stór hlekkur í fjöl- skyldunni, gift honum Gumma, móðurbróður mínum, og vom sterk tengsl á milli fjölskyldna okkar. Mörg sporin átti ég á heimili þeirra í Efstasundið. Eftir að Gummi dó fækkaði ekki heimsóknum mínum þangað og Kristrún kom alltaf með útbreiddan faðminn á móti mér. I veikindum mannsins hennar sá ég best hvað í Kristrúnu bjó. Það vom tvö mjög erfið ár sem hann var veikur, en hún stóð eins og klettur við hlið hans. Með aðstoð bama þeirra gat hann verið heima í faðmi fjölskyldunnar þar til yfir lauk. Kristrún var mjög fróð og minnisgóð og var afar gaman að sitja og ræða við hana um meiin og málefni og ættir margra gat hún rakið. Sveitinni sinni, Þykkvabæn- um, unni hún mjög og fannst gam- an að geta skroppið þangað austur á sólbjörtum sumardögum, líta á jörðina sína og hitta gamla vini. Ég á eftir að sakna Kristránar sárt, hún var mér svo kær, en ég er glöð yfir því að hún þurfti ekki að þjást mikið og kvaddi með reisn. Ég gleðst líka yfir öllum góðu minningunum sem ég á um hana. Ég og fjölskylda mín þökkum Kristrúnu þann kærleik og góðvild sem hún sýndi okkur alltaf og hún verður ljós í lífi okkar. Sigurjóni, bróður hennar, og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigrún, Villi, Hugrán og fjölskyld- ur. Ég bið Guð að styrkja ykkur í sorginni og þerra tár þeirra sem gráta góða konu. Minning Kristránar lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Helga Marteinsdóttir. Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir stutta en hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár en minningarnar um þig munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð geymi þig, elsku amma. Þín Eima Rún. m Legsteinar Lundi v/Nýbýlaveg 80LSTEINAK 564 3555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.