Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mikil spenna vegna Rauðsíðumálsins: Dauðaleit að „bjargvætti" fyrir Þingeyri "'MI sm« ,Viö erum afar áhyggjufull og erum aö reyna allt sem hægt er til DABBI sagði ekki ég, Dóri sagði ekki ég, Tanni sagði ekki ég og bra, bra sagði ekki ég o.s.frv. Byrjar vel í Vopnafírði ARNAR Gauti Markússon með nokkra fallega úr Langá, m.a. maríu- fískinn sinn sem var 7 punda, dreginn á Breiðunni. Veiði hófst með miklum ágætum í Vopnafjarðaránum Selá og Hofsá, en veiðiskapur hófst á báðum stöð- um á laugardagsmorgun. Annars virðist sem mestur þrótturinn sé úr veiðiskap í ám norðanlands á sama tíma og göngur eru að herð- ast í ám á Vesturlandi. Þannig veiddi „Fjaðrafokshollið“ 38 laxa á fyrsta degi í Norðurá og í Laxá í Kjós segja menn göngurnar nú minna á það sem fyrir augu bar metveiðisumarið 1988. Líkt í nágrannaánum A hádegi í gær var 21 lax kom- inn á þurrt í Selá að sögn Katrínar Huldar í veiðihúsinu Hvamms- gerði. 13 laxar veiddust á laugar- daginn er veiði hófst, fjórir til við- bótar veiddust á sunnudaginn og í gærmorgun bættust fjórir í hrúg- una. Sagði Katrín meðalþyngdina vera um 13 pund og stærsti laxinn var rétt rúm 16 pund. í Hofsá var keimlíkt í gangi, 9 laxar veiddust fyrsta daginn, átta til viðbótar á sunnudaginn og í gærmorgun bættist svo einn við, eða alls 18 laxar, að sögn Friðþjófs Magnússonar, umsjónarmanns við Hofsá. Líkt og í Selá er allur lax- inn stór, þeir stærstu upp í 17 pund. „Þetta er virkilega gott og þetta er eingöngu á flugu. Það er búið að banna spúninn núna,“ bætti Friðþjófur við. Miklar göngur Smálax virðist vera að ganga af miklum krafti í ýmsum ám á vest- anverðu landinu. í Laxá í Kjós er að sögn mikill lax að ganga og orð eips og „mergð“ hafa verið notuð. „Ég hef ekki séð annað eins og á svæðinu frá Kvíslafossi og niður úr. Það er hreinlega mergð af laxi og ég man ekki einu sinni eftir að hafa séð þvílíkt kraðak sumarið 1988. Svo eru einhverjir hundrað laxar í Laxfossi og allir pyttir og pollar þaðan og niður í Kvíslafoss eru líka fullir af físki. Það væri ekkert mál að taka hérna 30 laxa á vakt,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem hafði skyggnt ána. Ásgeir Heiðar leigutaki sagði jafn- framt að laxinn væri ólmur, eirði ekki og gengi hratt upp ána. I gær voru 150 laxar komnir á land en sú tala mun breytast hratt úr þessu. Það er sama sagan víðar, t.d. í Norðurá þar sem „fjaðrafoksholl- ið“ er nú við veiðar. Ingvi Hrafn Jónsson sagði að fyrsta daginn hefðu veiðst 38 laxar og hann væri meira og minna „krakandi í hala- lús“. „Mér þykir laxinn koma óvenjulega stór og fallegur úr haf- inu í sumar og það er í samræmi við það sem Hafró hafði sagt okk- ur,“ bætti Ingvi við. Tíu aflasælustu árnar 1) Þverá/Kjarrá...............530 2) Norðurá ...................400 3) Blanda.....................275 4) Grímsá ....................170 5) Laxá í Kjós ...............150 6) Víðidalsá .................118 7) Laxá í Aðaldal.............100 8) Miðfjarðará.................90 9) Langá ......................80 10) Vatnsdalsá ................78 Þess ber að geta, að ekki fengust tölur úr Laxá á Asum sem kann að eiga heima á listanum. Þá er talan úr Blöndu frá sunnudagskvöldi, en aðrar frá hádegi í gær. Tölur úr Norðurá og Laxá í Aðaldal byggjast á áætlun kunnugra þar sem veiði- bækur eru fleiri en ein. Aðrar tölur sem upp komu við könnun á aflabrögðum voru t.d. Ytri Rangá með 35 laxa og Laxá í Leir- ársveit með 43 laxa. Norrænn fundur um landbúnað Erfðaefni og hollusta matvæla Fyrir skömmu var haldinn á Álandseyjum fund- ur Norræna ráðherra- ráðsins á sviði landbúnað- armála. Fundinn sátu þrír fulltrúar frá Islandi og var fjallað um mörg sameiginleg verkefni Norðurlanda en aðalá- hersla lögð á tvenn mál- efni; varðveislu erfðaefnis nytjaplantna og húsdýra og erfðaefni skógar- plantna og heilbrigði og hollustu matvæla. Dr. Bjöm Sigurbjömsson, ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu, sem er erfðafræðingur að mennt, var einn þriggja fulltrúa Islands og stjóm- aði fundunum. Hann var spurður hvað varðveisla erfðaefnis nytja- plantna hefði að segja fýrir t.d. íslenskan landbúnað? „ísland tók þátt í stofnun Nor- ræna genabankans lyrir nytja- plöntur árið 1979 og í norrænu samstarfi hefur verið safnað miklum efnivið af íslenskum nytjaplöntum sem komið er fyrir í genabankanum. En Norræni genabankinn er staðsettur í Alnarp í Svíþjóð. Þar til fyrir stuttu var forstjóri genabankans Sigfús Bjamason og núverandi stjómarformaður er dr. Áslaug Helgadóttir, deildarstjóri á RALA Kynbætur á nytjaplönt- um þar á meðal nýju kornaf- brigðin sem íslenskir bændur eru farnir að rækta byggja á erfða- efni sem varðveitt hefur verið í genabankanum. Þess má geta að Danir sögðu frá því á fundinum að hænsnarækt í Danmörku hefði verið orðin hálfgerður verk- smiðjurekstur, byggð á sérstak- lega kynbættum hænum til verk- smiðjuíramleiðslu, en háværar kröfur hefðu verið um að ala hænur upp í náttúrulegu um- hverfi og væri nú verið að aðlaga danska hænsnarækt að þeim sjónarmiðum. Sögðu Danir að þetta hefði verið óframkvæman- legt ef erfðaefni gömlu hænsna- stofnanna hefði ekki verið varð- veitt í genabankanum." - Hvað fleira kom fram á fund- inum? „I fyrsta lagi var samþykkt á fundinum að leggja höfuðáherslu á samstarf Norðurlandanna, þar með talið Færeyja, Grænlands og Álandseyja, á varðveislu erfðaefnis nytjaplantna, húsdýra og auk þess erfðaefnis trjágróð- urs. Var bent á að varðveisla erfðaefnis og aðgangur að því væri undirstaða að aukinni fram- leiðni plantna og húsdýra. Það er um leið undirstaða að framförum í matvælaframleiðslu alls heims- ins, en búist er við að tvöfalda þurfi matvælafram- leiðslu heimsins á næstu 30 árum.“ - Hvað kom fram um hollustu og heil- brigði matvæla? „Það kom fram að Norðurlönd- in eru meðal þeirra þjóða sem hafa náð mestum árangri í holl- ustu og hreinleika matvæla. Þeir hafa barist gegn notkun fúkka- lyfja og vaxtarhvetjandi efna og reynt eftir megni að draga úr notkun illgresis- og skordýra- lyfja. Hneykslismálin í matvæla- framleiðslu sem orðið hafa í Evr- ópu á síðustu árum voru rædd. Þar á meðal var rætt um kúarið- una í Bretlandi, svínapestina í ►Björn Sigurbjörnsson er fædd- ur 18. nóvember 1931 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og varð búfræðingur frá Hvanneyri 1952. Hann lauk kandídatsprófi í landbúnaðarvís- indum frá háskólanum í Manitoba 1956. Magistersprófí frá sama háskóla lauk Björn 1957 og síðar doktorsprófi frá Cornell-háskólanum í New York í Bandaríkjunum. Björn starfaði fyrst við atvinnudeild Háskóla Is- lands á sviði jurtakynbóta, síðan varð hann forstöðumaður jurta- kynbótasviðs hjá Alþjóðakjam- orkustofnuninni (IAEA) í Vínar- borg í sameiginlegri deild henn- ar með FAO og sfðan aðstoðar- forstjóri sömu stofnunar til 1974. Þá varð hann forstjóri RALA til 1983. Eftir það var hann for- stjóri sameiginlegrar deildar FAO IAEA til ársins 1995 er hann varð ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Björn er kvæntur Helgu Ingibjörgu Pálsdóttur húsmóður og eiga þau eina dóttur, Unni Steinu lækni. Hollandi og núna síðast dioxin- hneykslið í Belgíu. Auk þess höfðu menn miklar áhyggjur af útbreiðslu salmonellu- og campylobacterbaktería í húsdýr- um. Samþykkt var tillaga íslands um að halda á næsta ári fund þeirra ráðherra á Norðurlöndum sem fjalla um fæðuöryggi, til þess að ræða alla keðjuna - frá jarðveginum til neytandans. Þetta kallast á Norðurlandamál- um: Fra jord til bord - á íslensku heitir þetta: Frá haga (og hafi) til maga. í Danmörku og Svíþjóð fer sami ráðherra með öll málefni varðandi fæðu en á Islandi og í Noregi fara þrjú ráðuneyti með þessi mál. Á fundinum var einnig rætt um þá skyldu hvers þjóðrík- is að sjá til þess að þegnar þessir hafi nóg að borða af hollri fæðu. Lögð var á það áhersla að þessi sjón- armið fengju að ráða í þeim viðræðum um alþjóðaviðskipti með matvæli sem munu hefjast í lok ársins í Seattle. Auk þess var á fundinum samþykkt tillaga íslands um að halda á Is- landi árið 2001 ráðstefnu Norður- landaþjóðanna um landbúnað sem til yrði boðið nágrannaríkj- um í vestri, þ.e. Skotlandi, ír- landi og austurfylkjum Kanada. Yrði sú ráðstefna haldin í sam- vinnu við Landbúnaðarsamtök norður-heimskautaþjóða, en for- seti þeirra er Þorsteinn Tómas- son, forstjóri RALA.“ Norræni genabankinn mikilvægur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.