Morgunblaðið - 29.06.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 29.06.1999, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Djúpavogi - Djúpivogur skart- aði sínu fegursta í orðsins fyllstu merkingu er 410 ára verslunar- afmælis var minnst dagana 17.- 20. júní sl. En það var 20. júní árið 1589 sem Friðrik II. Dana- konungur undirritaði leyfísbréf til handa kaupmönnum frá Ham- borg til að versla á Djúpavogi. Við þennan dag hefur verið mið- að upphaf byggðar við Djúpa- vog. Aður en verslun hófst á Djúpavogi höfðu kaupmenn frá Bremen verslað við Fýluvog í um 80 ár, en þangað var versl- unin flutt frá Gautavík í Berufírði. Saga verslunar á svæðinu er því orðin löng. Það má segja að um sé að ræða „öldung" sem beri aldur- inn með sóma og sennilega hef- ur hann sjaldan verið fegurri en nú og er þó alltaf er verið að fegra hann og prýða. Dagskráin hófst með hefð- bundnum hátíðahöldum 17. júm', en dagskrá þess dags var í hönd- um Ungmennafélagsins Neista, sem heldur upp á 80 ára afmæli sitt á þessu ári. Götuleikhús, íjallkona, spákona, íþrótta- keppni, golfmót, vísnakvöld, kvennakvöld, dansleikir og önn- ur fjölbreytt, dagskrá var á boðstólnum. Hápunktur hátíða- haldanna var sjálfan afmælis- daginn 20 júní. Þá bauð Djúpa- vogshreppur til hátíðarsamkomu í nýjum og glæsilegum húsa- kynnum Hótels Framtíðar, eftir að útilistaverkið „Sjávarminni" eftir Jóhönnu Þórðardóttur hafði verið afhjúpað á Bjargs- túni af Ingimar Sveinssyni, fyrr- verandi skólastjóra. Heiðurs- gestir hátíðasamkomunnar voru þau Hjörleifur Stefánsson arki- tekt, (sonur Stefáns Jónssonar fréttamanns frá Rjóðri) sem er Djúpavogsbúum að góðu kunn- ur, en Hjörleifur sá um arki- tektavinnu við endurbyggingu Löngubúðar. Einnig Elísabet Jökulsdóttir (bamabam séra Jakobs Jónssonar frá Hrauni), sem las frumsamið efni við góð- ar undirtektir gesta. Til stóð að systkini þeirra, þ.e. Kári, bróðir Hjörleifs, og Unnur, systir Elísa- betar, kæmu, en forfölluðust þau á síðustu stundu. En eins og Elísabet Jökulsdóttir komst að orði: „Fyrir tíu áram á 400 ára verslunarafmæli Djúpavogs kom afí minn, séra Jakob Jónsson, hingað og dó í faðmi bróður síns, Eysteins Jónssonar. Því ákváð- um við systur að ráðlegast væri að önnur okkar yrði eftir heima!“ Ólafur Ragnarsson er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi. Morgunblaðið/Hafdís INGIMAR Sveinsson, fyrrver- andi skólastjóri, afhjúpar úti- listaverkið Sjávarminni eftir Jóhönnu Þórðardóttur. GRÓÐRARSTÖÐIN Barri hf. Egilsstöðum. Morgunblaðið/Guttormur Gróðrarstöðin Barri-Fossvogsstöðin hf. Tap í kjölfar samein- ingar gróðrarstöðva Geitagerði - Aðalfundur gróðrar- stöðvarinnar Barra-Fossvogsstöðv*- arinnar hf. var haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, 14. júní sl. Fram kom í skýrslu formanns að sameiningin hefði gengið að vonum og starfsfólk Fossvogsstöðvarinnar hefði staðið sig vel við nýjar og breyttar að- stæður. Framkvæmdastjóri er sem fyrr Jón Kristófer Amarson, með aðsetur á Egilsstöðum. í Fossvogi var Anna María Pálsdóttir ráðin ræktunarstjóri en í barnsburðar- leyfí hennar sjá þær Steinunn Reynisdóttir og Þorgerður Erlings- dóttir um stjórnun stöðvarinnar. Mörg undanfarin ár hefur gróðr- arstöðin Barri hf. verið rekin með verulegum hagnaði. Fram kemur í ársreikningi félagsins að tap varð hins vegar á rekstrinum á síðasta Hvað eiga mörg af helstu fyrirtækjum heimsins sameiginlegt? ári er nam 4,2 milljónum króna. Ein ástæðan fyrir því var verulegur samdráttur í framleiðslu skógar- plantna hjá Barra á Egilsstöðum. Þá var allnokkur kostnaður við sameiningu Barra og Fossvogs- stöðvarinnar á síðasta ári. Viðbót- arrekstrarkostnaður kom til vegna yfirtöku Fossvogsstöðvarinnar frá 1.10. ‘98 en tekjur af þeim rekstri voru litlar. Einnig var hluti þess búnaðar sem Barri keypti af Foss- vogsstöðinni gjaldfærður á síðasta ári. Þá verður að líta til þess að með nýjum lögum um búnaðargjald og reglugerð sem tók gildi 1. jan. 1998 var Barra gert að greiða 2,65% gjald af allri plöntusölu en í fyrri lögum voru skógarplöntur undan- þegnar þessu gjaldi. Alls greiddi Barri um 800.000 krónur í búnaðar- gjöld á síðasta ári. Eigið fé félagsins er bókfært á kr. 65.567.000 sem er hækkun um kr. 13.959.000 frá síðasta ári. Hækkunin kemur til vegna hluta- fjáraukningar við sameiningu stöðvanna. Ræktunarsamningur við Héraðsskóga Gerður hefur verið ræktunar- samningur við Héraðsskóga vegna afhendingar skógarplantna árið 2000. Samningurinn gerir ráð fyrir afhendingu á 930.000 plöntum, enn fremur um afhendingu til Skóg- ræktarfélags íslands á 90.000 plöntum til Landgræðsluskóga árið 2000. Samningur var gerður við Blómaval um leigu á sölustöðinni í Fossvoginum og annast nú Blóma- val alla smásölu á afurðum félags- ins á höfuðborgarsvæðinu. Sala á skógarplöntum utan rækt- unarsamninga hefur aukist veru- lega hjá félaginu í ár. Það kemur til vegna þess að margir þeirra fram- leiðenda sem hafa gert samninga um plöntuframleiðslu fyrir einstök skógræktarverkefni hafa ekki náð að framleiða nægilegt magn plantna eða ekki uppfyUt settar gæðakröfur. Ræktunartækni til að minnka vetrarafföll Allar plöntur komu vel undan vetri. Hjá Barra hefur verið þróuð ræktunartækni til að minnka vetr- arafföll og byggist það m.a. á myrkvun. Þessi vinna og fjárfest- ing hefur borgað sig og eru vetrar- afföll hverfandi, enda hafa stöðv- amar á að skipa starfsfólki með mikla reynslu í ræktun skógar- plantna. í ár er búist við að plöntufram- leiðslan aukist lítillega hjá Barra. Sáð verður tvisvar í húsið og verður það nánst fullnýtt. Hjá Fossvogs- stöðinni verða framleiddar garð- plöntur og skógarplöntur. Gróður- húsin í Fossvogi hafa nú í vor að mestu verið notuð í sumarblóma- ræktun en nú fer trjáplöntufram- leiðslan að taka við, mest birki og reyniviður. Vegna fjarveru Sveins Jónssonar formanns síðasta vetur hefur Jónas Magnússon varaformaður gegnt formennsku á meðan en hann baðst nú undan endurkjöri. Aðrir í stjórn eru Þórður Þórðarson, Broddi Bjarnason, Hlynur Halldórsson og Helgi Bragason. Vann Rim- ini-ferð fyrir fjölskylduna Djúpivogur -1 tengslum við Landsbankahlaupið sem var haldið 15. maí sl. var getraun fyrir alla félaga í Sportklúbbi Landsbankans sem tóku þátt í hlaupinu. Ásta Birna Magnús- dóttir á Djúpavogi vann fyrstu verðlaun sem var ferð til Rim- ini á Italíu í eina viku fyrir hana og alla fjölskylduna á vegum Samvinnuferða-Land- sýnar. Einnig fengu Ægir Guð- jón Þórarinsson frá Neskaup- stað og Sigurveig Sædís Jó- hannesdóttir frá Fáskrúðsfírði aukaverðlaun í sömu getraun. Þess má geta að Ásta Birna var í 1. sæti í Landsbankahlaupinu á Djúpavogi í sinum aldurs- flokki. ÁSTU Birnu var afhent gjafa- bréf í útibúi Landsbankans á Djúpavogi. Það var Regína Fanný Guðmundsdóttir útibús- stjóri sem afhenti Ástu Birnu vinninginn. Djúpivogur 410 ára verslunarstaður „Ber aldurinn vel“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.