Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 55 r
Thx
DIQiTAi
ATH. Mono forsýning ó Oo kl. 1 1.
Ath! NEXUS forsýning verður
á „The Thirteenth Floor" (ffá
framleiðendum „ID4" &
„Godzilla") og „Cube" þann
l.júlíkl. 11 [Stjörnubíó.
Miðar bara seldir í Nexus
VI, Hverfisgötu 103.
Stærsta grínmynd allra tíma
MAONAÐ
BÍÓ
/DD/
SIMI
551 6500
l.iiutciivcai 04
ALVÍRU BIÖ! mpolby
STAFRÆNT STÆRSTA ijaldid MB>
HLJÓÐKERFI í I I_l X
ÖLLUIVISÖLUM!
Stærsta grínmynd allr tíma
M I K E M Y E R S
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 5, 7, 9
og 11. B. i. 12
4
www.austinpowers.com
30 ár frá Stonewall-uppreisninni
Morgunblaðið/Sverrir
VEÐRIÐ lék við áhorfendur og unga fólkið sleikti
ís á meðan skemmtikraftar nutu súi á sviðinu.
A LAUGARDAGINN var þess
minnst víða um heim að þrjátíu ár
eru Iiðin siðan samkynhneigðir
gerðu uppreisn gegn ofsóknum
iögreglumanna í New York. Upp-
reisnin er nefnd eftir barnum Sto-
newall þar sem lögreglumenn
stunduðu að berja homma og lesb-
íur þar til upp úr sauð. Sá atburð-
ur er talinn marka upphaf rétt-
indabaráttu samkynhneigðra um
heim allan.
A Ingólfstorgi var hópur fÓlks
saman kominn og hlýddi á dag-
ÖSSUR Skarphéðinsson hlýddi á
ræður í tilefni dagsins.
Hátíð
samkynhneigðra
á Ingólfstorgi
DRAGDROTTNINGAR voru
meðal áhorfenda.
skrá í tilefni dagsins. Selma
Bjömsdóttir og Páll Óskar
Hjálmtýsson sungu, en auk þess
lék hljómsveitin Sigur Rós lög af
nýútkomnum geisladiski. Össur
Skarphéðinsson og Kolbrún Hall-
dórsdóttir þingmenn héldu ræður
og leikarar úr söngleiknum Rent
fluttu atriði. Einnig skemmti
draghópurinn „Working Girls“
viðstöddum. Blíða var í borginni
og hátiðarhöidin tókust mjög vel,
að sögn Klöm Bjartmarz, vara-
formanns Samtakanna ‘78.
KOLBRÚN Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs, hélt ræðu.
JÓN Þór Birgisson, söngvari
Sigur Rósar, með fiðlubogann í
hendinni.
PÁLL Óskar var í essinu sínu.
MYNDBÖND
Spilað af
lífí og sál
Hilary og Jackie
(Hilary and Jackie)
Drama
★★★Ví2
Framleiðandi: Andy Paterson og
Nicholas Kent. Leikstjóri: Anand
Tucker. Handritshöfundur: Frank
Cottrell Boyce. Kvikmyndataka: Da-
vid Johnson. Tónlist: Barrington
Pheloung. Aðalhlutverk: Emily Wat-
son, Rachel Griffiths, James Frain,
David Morrissey, Charles Dance. (125
mín.) England. Myndform, 1999.
Bönnuð innan 12 ára.
ÞETTA er sannsöguleg mynd
sem segir frá ævi Jacqueline Du
Pré, sem var heimsfrægur sellóleik-
ari og sambandi hennar og systur
hennar og bróður,
Hilary og Piers,
höfundum bókar-
innar „A Genius in
the family“ sem
myndin er byggð
á. Myndin sýnir
hvemig Jackie
þrjóskaðist til
þess að verða
snillingur á sellóið eftir að móðir
systkinanna hafði skammað hana og
sagt að til þess að geta eytt tíma
með Hilary, sem var þá frægur
flautuleikari, þyrfti hún að verða
jafn góð og hún. Nokkrum árum
síðar heldur Jackie síha fyrstu tón-
leika í Wigmore-tónlistarhöllinni og
fær Stradivarius Davidoff frá leyni-
legum aðdáanda.
Emily Watson á þessa mynd þótt
aðrir leikarar standi sig mjög vel.
Hún er Jaequeline Du Pré af lífi og
sál og með minnstu handahreyfing-
um og augnaráði gefur hún áhorf-
endum betri innsýn í þennan merki-
lega persónuleika en nokkur önnur
leikkona gæti gert. Það er henni að
þakka að þetta er ekki bara góð
mynd heldur frábær mynd.
Ottó Geir Borg