Morgunblaðið - 29.06.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 35^
+ Friðmey (Fríða)
Þorgilsdóttir,
húsmóðir og mat-
ráðskona, áður til
heimilis í Stigahlíð
32, fæddist í Knarr-
arhöfn í Hvamms-
sveit 21. júlí 1908 og
ólst þar upp fram að
unglingsárum en
síðan á Breiðaból-
stað á Fellsströnd.
Hún lést á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 22. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þorgiis
Friðriksson, f. 12.8. 1860, d.
29.1. 1953, og kona hans Hall-
dóra Ingibjörg Sigmundsdóttir,
f. 30.4.1867, d. 28.9.1909.
Dóttir Fríðu og dr. Ástvalds
Eydal, f. 10.11. 1906, d. 26.11.
1984, doktors í hagrænni landa-
fræði og prófessors í landafræði
við ríkisháskólann í San
Francisco, er Auður Eydal, f.
31.1. 1938, leiklistargagnrýn-
andi, gift Sveini R. Eyjólfssyni, f.
4.5. 1938, sijómarformanni
Fijálsrar fjöhniðlunar og út-
gáfustjóra DV. Hann er sonur
Eyjólfs Sveinssonar, f. 6.7. 1909,
d. 3.1. 1945, verslunarmanns í
Reykjavík og k.h., Kristínar
Bjarnadóttur, f. 3.9. 1915, fyrr-
verandi starfsmanns Lands-
Látin er hjartkær tengdamóðir
mín, Fríða Þorgilsdóttir, háöldruð
eða tæplega 91 árs gömul.
Langur ævidagur er á enda runn-
inn.
Fríða var af þeirri kynslóð, sem
upplifði ótrúlegar breytingar í ís-
lensku þjóðlífi. Þegar hún fæddist
yngst fjórtán systkina í byrjun aldar-
innar, voru kröfur og viðmið með allt
öðrum hætti en nú og flestum þótti
nóg að geta brauðfætt sig og sína.
Mörgum þætti með ólíkindum,
hvemig hægt var að komast af með
svo stóran bamahóp, fæða og klæða,
við þær aðstæður, sem þá tíðkuðust.
Þegar hún var rúmlega ársgömul,
andaðist móðir hennar. Elsta systir-
in, Steinunn, þá 18 ára tók við móð-
urhlutverkinu og annaðist hópinn
ásamt föður sínum.
En þrátt fyrir þröng kjör og erfið-
leika var Þorgils staðráðinn í því að
öll börnin skyldu komast til mennta.
Jafnóðum og þau höfðu aldur til fóm
þau tólf böm, sem upp komust í
skóla, eftir að hafa lært undir hans
handleiðslu heimafyrir.
banka íslands. Böm
Auðar og Sveins era
Hrafnhildur, við-
skipta- og tölvu-
fræðingur, en mað-
ur hennar er Espen
Thomming; Eyjólf-
ur, verkfræðingur,
framkvæmdastjóri
Fijálsrar Ijölmiðlun-
ar og útgáfustjóri
DV, Dags og Við-
skiptablaðsins; Hlé-
dís, arkitekt; Sveinn
Friðrik, nemi í við-
skiptafræði við HI;
og Halldór Vé-
steinri, nemi í bókmenntafræði
við HI. Barnabarnabörnin eru
tvö.
Fríða stundaði nám og Iauk
prófum frá Kvennaskólanum á
Blönduósi og var síðar við nám
og störf í Kaupmannahöfn þar
sem hún lærði m.á. konfekt- og
kökugerð. Fríða kom heim til
íslands á miðju ári 1938 og var
síðan búsett í Reykjavík. Hún
var lengst af matráðskona við
stór mötuneyti, m.a. við Land-
spítalann, hjá Olíuverslun ís-
lands og síðast hjá RARIK þar
sem hún starfaði til 1985, eða til
sjötíu og sjö ára aldurs.
títför Fríðu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Og vel dugði þeim heimanámið,
þegar komið var í skólana fyrir
sunnan og norðan. í þann tíð hafði
orðtakið „að ganga menntaveginn“
bókstaflega merkingu, því að á
haustin var farið fótgangandi vestan
úr Dölum suður yfir Bröttubrekku
og allt suður í Borgames, þar sem
tekinn var bátur til Reykjavíkur.
Fríða var glaðlynd og hláturmild
og hélt þeim eiginleikum alla tíð.
Heima í Knarrarhöfn og seinna á
Breiðabólstað gekk hún til allra
verka eins og títt var um ungmenni,
en helst hefði hún viljað sinna um
hestana eingöngu. Hún hafði yndi af
útreiðum og minntist oft gæðing-
anna og skemmtilegu reiðtúranna í
glöðum hópi frændsystkina fyrir
vestan.
Hún var fíngerð og falleg kona,
suðræn í útliti, með brún augu og
tinnusvart hár á yngri árum. Sér til
mikillar armæðu varð hún alltaf kol-
brún á sumrin, en það þótti alls ekki
eftirsóknarvert í þann tíð, því að
konur áttu að vera mjólkurhvítar á
hörand. Þá var ekki annað til ráða en
MINNINGAR
að ganga með heljarmikla skuplu við
útiverkin, og var hún látin slúta fyrir
andlitið til þess áð verjast sólbrún-
kunni.
í Kvennaskólanum á Blönduósi
lærði hún undir handleiðslu góðra
kennara, þar sem fremst fór
menntafrömuðurinn Arný Filippus-
dóttir skólastjóri. Tíminn var nýttur
vel og þarna kynntist Fríða matar-
gerðarlistinni, sem hún átti eftir að
helga starfskrafta sína seinna meir.
En áður en það varð hélt hún á vit
ævintýra og rúmlega tvítug gerðist
hún barnfóstra hjá skipstjórahjón-
unum á Heklunni, sem þá sigldi til
Miðjarðarhafslanda. í dag þykir
ekkert tiltökumál að þeysast vítt og
breitt um heiminn, en við getum vel
gert okkur í hugarlund, hvað þessi
þriggja mánaða sigling til Spánar,
Italíu, Grikklands og Norður-Afríku
hefur verið mikið ævintýri fyrir
unga sveitastúlku á þessum áram.
Fríða talaði oft um hversu stórkost-
legt það hefði verið að standa á
Akrópólis og skynja heimssöguna
greypta í hvítar marmarasúlur hofs-
ins mikla.
Seinna fór hún til Kaupmanna-
hafnar og var þar við nám og störf í
nokkur ár, lærði m.a. konfektgerð og
konditorikúnst. Þar var mikið af
ungu lista- og námsfólki og það var
stíll yfir þeim vinkonunum Nínu
Tryggvadóttur listmálara og Fríðu,
þegar þær spásseraðu um Strauið,
eins og íslendingarnir kölluðu Strik-
ið í þann tíð.
I Kaupmannahöfn eignaðist Fríða
einkadótturina Auði, og hélt heim til
Islands með hana kornunga, þegar
veður tóku að gerast válynd í Evr-
ópu og heimsstríð í aðsigi.
Hún helgaði sig eftir þetta upp-
eldi dótturinnar og lagði allt í söl-
urnar til þess að búa sem best að
henni. Seinna komu barnabörnin
eitt af öðra og alltaf hafði amma
tíma og afgangsorku til að sinna
þeim þrátt fyrir langan og erfiðan
vinnudag.
Hún fylgdist líka glöð og stolt með
því hvernig þau hafa hvert af öðra
aflað sér góðrar menntunar, því að
hún var sama sinnis og Þorgils faðir
hennar: Mennt er máttur.
Eðlislægt glaðlyndi, hjálpsemi og
fórnarlund einkenndu hana til hinstu
stundar. Tengdamóðir mín var mér,
ekki síður en eiginkonu minni og
börnum, sannur vinur frá upphafi
kynna okkar og alla tíð síðan. Þar
bar aldrei skugga á.
Hvíl þú í friði. Friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sveinn R. Eyjólfsson.
Mig langar til að skrifa nokkur orð
í minningu ömmu minnar sem
kvaddi þennan heim að morgni 22.
júní. Amma mín var hornsteinn okk-
ar systkina meðan við ólumst upp.
Alltaf var hún til staðar.
Það var eins og líf hennar snerist
um okkur, fjölskylduna. Annað
heimili okkar var hjá henni í Stiga-
hlíðinni, það var stutt að fara og
alltaf tekið vel á móti okkur. Það
veitti ömmu mikla gleði að gleðja
aðra, bæði menn og málleysingja.
Hennar gildi í lífinu voru falleg, það
segir mikið um hana hvernig hún tók
frá tíma til að útbúa veislumáltíð fyr-
ir kisuna okkar, tók strætó út á
Kvisthaga í þeim tilgangi að gleðja
kisu.
Amma var og verður alltaf stór
partur af okkar tilvera, hún er part-
ur af okkar bernsku, partur af okkur
sem persónum, hún hefur gert líf
okkar ríkara á allan hátt. Hún var
óvenju hjartahlý kona. Eg man
aldrei til þess að hafa séð hana reiða.
Samt gat hún verið ákveðin og stýrði
okkur á réttar brautir.
Allir sem þekktu hana ömmu töl-
uðu vel um hana, og dáðust að jafn-
aðargeði hennar og góðvild.
Arin sem ég var í menntaskóla,
kynntist ég annarri hlið á þér, amma
mín. Þá kom ég til þín í hádeginu, og
oft í lok dags. Við töluðum saman um
lífið og tilverana. Eg fékk innsýn í
þitt líf og þú lagðir mér lífsreglur og
gafst mér styrk. Minningin um þess-
ar stundir er mér jafndýrmæt í dag,
og það var mikilvægt að hafa afdrep
hjá ömmu minni þá.
Síðan fluttist ég til útlanda og hitti
þig aðeins í frium. Það varð að fóst-
um lið að koma við hjá þér í Stiga-
hlíðinni, á leið minni út á Keflavík, til
að kveðja. Þessi síðasta kveðja varð
mér mjög dýrmæt, og í eitt af fáum
skiptum sem þú varst ekki heima, þá
skrifaði ég kort til þín í flughöfninni
til að koma kveðju minni til þín, áður
en ég flaug út í heim.
A þessum áram er ég dvaldist er-
lendis, breyttist margt, þú varðst
veikburða og fluttir úr Stigahlíðinni
upp á Grand. Þar var hugsað vel um
þig. í hvert skipti sem ég kom að
heimsækja þig þá kom einhver úr
starfsliðinu og talaði um hvað hún
amma mín væri yndisleg kona. Ég
veit að allir sem kynntust þér eiga
hlýjar minningar um þig, minningar
sem aldrei gleymast.
Fjölskyldan átti þó jólahátíðina
með þér. Við voram öll svo ánægð
yfir því að heilsa þín leyfði það.
Elsku amma. Nú ert þú farin úr
þessum heimi, þú hefur gefið mér
svo margt, í hjarta mínu mun ég
alltaf geyma minninguna um þig.
Hlédís.
Við bræðumir kveðjum ömmu
okkar í dag með sorg í hjarta. Hún
Fríða amma var einstök mánneskja.
Þegar við hugsum til baka koma upp
hugljúfar minningar.
FRIÐA
ÞORGILSDÓTTIR
JÓN RÖGNVALDUR
JÓSAFA TSSON
+ Jón Rögnvaldur
Jósafatsson
fæddist á Hofsósi í
Skagafirði 19. mars
1936. Hann lést á
Sjúkrahúsi Skag-
firðinga 17. júní síð-
astliðinn.
títför hans fór
fram frá Sauðár-
krókskirkju 26. júní
síðastliðinn.
Bognar aldrei -
brotnar í bylnum stóra
seinast.
nú var að birta og mér
fannst sem Málmey og
Drangey vottuðu hin-
um látna virðingu sína.
Tengdafaðir minn,
sem ávallt var kallaður
Nonni, háði hetjulega
baráttu við krabba-
mein í mörg ár. Það
var bæði þroskandi og
aðdáunarvert að fylgj-
ast með þeirri baráttu
sem einkenndist af
æðruleysi og óbilandi
trú á bata. Hann var í
eðli sínu yfirvegaður
maður og hafði til að
(Steph. G. Steph.)
Þessar ljóðlínur segja meira en
mörg orð. Mér finnst þær eiga vel
við tengdaföður minn, Jón R.
Jósafatsson, sem lést á Sjúkrahúsi
Skagfirðinga að morgni 17. júní. Sá
dagur rann upp bjartari en dagarn-
ir á undan. Þegar ég kom út frá
dánarbeði hans staldraði ég við hið
stórfenglega útsýni frá sjúkrahús-
inu. Ég horfði út á fjörðinn, eyjarn-
ar og Þórðarhöfðann. Allt þetta var
honum svo kært. Veðrið undanfarna
daga hafði verið dumbungslegt en
bera einstaka innri ró, góða dóm-
greind og ríka kímnigáfu. Nonni var
mjög vandvirkur og lærði húsasmíði
á áram áður, þrátt fyrir að hann
veldi sér annan starfsvettvang. Syn-
ir mínir voru mjög stoltir af smiðs-
hæfileikum afa síns. f fyrrasumar
var hafist handa við kofabyggingu á
lóðinni við sumarbústaðinn. Þar var
afi „yfirsmiður" með þrjá og stund-
um fjóra litla aðstoðarmenn sér við
hlið. Litlu aðstoðarmennirnir litu að
sjálfsögðu upp til „yfirsmiðsins"
sem sagaði og negldi að þeirra mati
óaðfinnanlega en gætti þess um leið
að allir fengju að taka þátt í smíð-
inni. Kofabyggingunni er reyndar
ekki lokið og verður afa sárt saknað
í sumar þegar ætlunin er að ljúka
verkinu. Afi átti einnig merkilegan
grip en það var vasahnífur sem
hann kallaði „sýslumanninn" sinn.
Sá vasahnífur er í sjálfu sér ekki
merkilegri en aðrir slíkir hnífar,
nema hvað hann fór einstaklega vel
í höndum eigandans. í hugum
strákanna var hnífurinn eins konar
töfragripur sem oft þurfti að grípa
til.
Tengdaforeldrar mínir, Nonni og
Lilla, byggðu sér sumarbústað á
Flugumýri í Skagafirði, við rætur
Glóðafeykis, þar sem Lilla er fædd
og uppalin. Þar hafa þau dvalið tals-
vert á sumrin og hreiðrað vel um sig
og gróðursett mikið af trjám og
blómum. Þarna era einnig komnir
aðrir bústaðir og hefur skapast
þarna lítið, vinalegt samfélag.
Nonni átti þarna ógleymanlegar
stundir enda oft glatt á hjalla. í
þessu samfélagi var hann mikilvæg-
ur hlekkur og veit ég að þar verður
hans sárt saknað. Nonni starfaði
alla sína tíð við sjómennsku eða við
störf tengd henni. Hann var mikill
veiðimaður í eðli sínu og naut þess
að færa björg í bú. Tengdamóðir
mín sagði að það kæmi alveg sér-
stakt blik í augun á honum á vorin
þegar aðal veiðitíminn væri fram
undan, jafnvel þótt hann væri löngu
hættur sjómennsku nema sér til
gamans og dægrastyttingar. Á
hveiju sumri var það fastur liður
hjá Nonna að fara í laxveiði með
Braga bróður sínum. Það var ávallt
mikið tilhlökkunarefni hjá honum
að fara í slíkar ferðir. Þeir bræður
náðu einstaklega vel saman í þess-
um veiðitúram og skipti þá ekki höf-
uðmáli hvernig veiddist. Þeir nutu
þess að dvelja úti í náttúrunni við
veiðar í félagsskap hvor annars. í
fyrrasumar fóru þeir í ógleyman-
lega veiðiferð í Laxá í Kjós sem
Nonni hafði mjög gaman af. Það var
hans síðasta veiðiferð. I skotveiði-
ferðum fór hann ekki endilega hratt
yfir en mér er sagt að oft hafi hann
þó skotið flesta fuglana. Á áram áð-
ur hafði hann rjúpnaveiði að at-
vinnu, samhliða sjómennskunni.
Hann hafði yndi af því að veiða
rjúpu og dvelja í faðmi fjalla. Hann
stundaði þetta áhugamál sitt í mörg
ár eftir hann veiktist. Það að geta
gengið til rjúpna var honum mjög
mikilvægt og mikil áskoran í þeirri
baráttu sem hann háði. Nú þegar
þeinri baráttu er lokið langar mig til
að þakka fyrir allai' góðu stundirnar
sem era okkur mjög mikils virði og
fyiir þær eram við ákaflega þakk-
lát. Mig langar einnig til að þakka
Nonna fyrir allt það sem hann gerði
fyrir strákana mína, alla smíðatím-
ana, ferðirnar á „rallíveginn“ og
„draumaveginn“ sem svo vora
nefndir af þeim.
Þetta seinasta ár var Nonna
Amma var sífellt að passa upp á
okkur. Við gátum alltaf treyst á að
ef við kíktum í heimsókn var borið í
okkur allskyns góðgæti. Setningin:
„Viljið þið ekki meira, strákar mín^
ir?“ hljómar í huganum þegar við
minnumst gestrisni hennar. Við gát-
um hreinlega gleymt okkur hjá
ömmu, horft á sjónvarpið eða bara
spjallað. Hún sagði okkur oft
skemmtilegar sögur frá því er hún
var ung stúlka í Dölunum. Amma
spilaði líka við okkur þegar við vor-
um litlir. Hún var svo góð sál að hún
gætti þess oftar en ekki að við ynn-
um hana, sama þó hún þyrfti að
svindla til að tapa. Þar var henni
rétt lýst, svo hjartahlý, gætti þess
alltaf að allir væra ánægðir. Nafnið
sem henni var gefið við skírn, Frið-*""
mey, átti svo sannarlega við hana.
Fríða amma var alltaf mjög já-
kvæð og oftast brosti hún, sama
hvað bjátaði á. Hún hélt upptekn-
um hætti, brosti og gantaðist við
okkur fram undir andlátið. Okkur
leið alltaf vel í návist hennar. Hún
lagði sig alla fram við að kenna
okkur að meta allt það góða og fal-
lega sem lífið býður upp á, útgeisl-
un hennar var engu lík. Flestar
minningar sem við eigum um ömmu
hníga að einstakri skapgerð hennar
og fórnfýsi. Þó aðeins sé hægt að
nefna dæmi um þetta í stuttri grein
hafa allir sem þekktu hana kynnst
þessu.
Hvíl þú í friði, elsku amma. tír
Sveinn Friðrik og Halldór
Vésteinn.
Mig langar að minnast hennar
Fríðu vegna þess að ég bar mikla
virðingu fyrir henni og einnig vegna
þess að Fríða var ekki mikið í sviðs-
ljósinu, a.m.k. ekki út á við. Hún
kærði sig ekki um það. Hún lék
samt stórt hlutverk í fjölskyldunni
þar sem hún minnti alla á það sem
skipti máli í lífinu. Hún var gagn^
rýnin en alltaf jákvæð og lífsglöð.
Fríða var einstaklega þakklát kona
og nægjusöm. Hlátur hennar var
einlægur og hlédrægni hennar kom í
ljós ef ég hældi henni fyrir glæsi-
leika sinn. Hún var af þeirri kynslóð
sem þurfti að hafa fyrir lífinu og
vissi hvað þurfti til að komast af
með fullri reisn. Sem hún og gerði á
sinn hógværa hátt.
Það era eingöngu skemmtilegar
og jákvæðar minningar sem koma
upp í hugann þegar ég minnist
Fríðu. Hún var eins og kjölfesta í
skipi og ávallt til siaHTar en alltaf á
hraðri siglingu. Fríða var glæsileg
kona sem ég mun ávallt minnast og
ég þákka fyrir að hafa átt þess kost
að kynnast henni. v'
Ég votta Auði Eydal og fjölskyldu
samúð mína.
Sturlaugur St.
mjög erfitt. Alltaf var hann þó tilbú-
inn að takast á við ný vandamál án
þess að kvarta eða bera raunir sínar . Jj
á torg. Sér við hlið hafði hann dug-
mikla og sterka konu sem hefur . f
stutt hann dyggilega í gegnum árin. '
Elsku Lilla mín! Guð styrki þig
um ókomna tíð. Megi minningin um
góðan mann styrkja þig í missi þín-
um. \;
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans, *.
og fljúgðu á vængjum morgunroðans,
meira að starfa guðs um geim.
(Jón4as Hallgr.)
Ingibjörg Rósa Friðbjömsdóttir.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 4 j
Allan sótarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/