Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 30

Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTT VIÐHORF HJÁ LANDSVIRKJUN ISAMTALI við Morgunblaðið í fyrradag fjallaði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, um þau álitamál, sem fyrirtækið og stjórnvöld standa frammi fyrir vegna fyr- irhugaðra virkjanaframkvæmda, m.a. norðan Vatnajökuls. Ekki fer á milli mála, að í samtalinu við hinn nýja forstjóra Landsvirkjunar koma fram breytt viðhorf eða að minnsta kosti nýr tónn í umfjöllun um þau vandasömu mál, sem hér eru á ferðinni. I samtalinu segir Friðrik Sophusson m.a.: „Það er auðvitað blindur maður, sem tekur ekki eftir því að tíðarandinn er að breytast. Ég tel það vera fagnaðarefni, að fólk virðist vera miklu betur meðvitað um umhverfi sitt og náttúruna en áður og það er forsenda þess, að við tökum rétt- ar ákvarðanir. Það þarf að vera jafnvægi milli þess annars vegar að varðveita umhverfíð, hvort sem sjónarmiðin þar að baki eru fjárhagsleg eða tilfinningaleg, og hins vegar nýta auðlindirnar. Það ber ekki að gera lítið úr tilfínningum í þessu máli. En það er ekki þar með sagt að þær eigi einar að ráða. Ég er ósáttur við að menn séu að leika sér með gildis- hlaðin hugtök eins og ósnortin víðerni án þess að vita hvað þau merkja.“ Um Eyjabakkalón segir Friðrik Sophusson: „... það væri fásinna að segja, að Eyjabakkalón hefði ekki áhrif á náttúru- farið á svæðinu. Undir vatn fer svæði, sem er tiltölulega vel gróið, a.m.k. miðað við hæð yfir sjávarmáli, en annað mál er að gróðurinn þarna er ekki einsdæmi hér á landi, það er ekki rétt að verið sé að eyðileggja eitthvað, sem hvergi sjáist ann- ars staðar. Ég tel líka, að eftirsjá sé að því að fossaröðin nið- ur Jökulsá í Fljótsdal mun hverfa verulegan hluta ársins. Ég hef á hinn bóginn minni áhyggjur af fuglalífínu á Eyjabökk- um. Þetta er ekki varpsvæði gæsanna heldur svonefnt felli- svæði og ég hef trú á því að heiðagæsin muni færa sig til eins og hún hefur alltaf gert. Lón getur auk þess verið ágætur staður fyrir heiðagæs, þegar hún er að fella fjaðrir. Ég bendi á að varpsvæði heiðagæsarinnar hefur verið að aukast mjög á undanförnum árum hér.“ Þótt þau viðhorf, sem Friðrik Sophusson lýsir í þessu sam- tali, fullnægi ekki ýtrustu kröfum umhverfissinna er engu að síður mikilvægt, að á forstjórastól Landsvirkjunar situr mað- ur, sem sýnir, að hann gerir sér grein fyrir þeirri miklu and- stöðu, sem er í landinu við fyrirhugaðar virkjunarfram- kvæmdir norðan Vatnajökuls. A hinn bóginn er ljóst, að það er ekki á valdi Landsvirkjun- ar að taka ákvörðun um hvort Fljótsdalsvirkjun fari í lög- formlegt umhverfismat eins og eindregnar kröfur eru uppi um. Fyrirtækið hefur samkvæmt gamalli ákvörðun virkjun- arleyfí. Ef breyting á að verða á því verður Alþingi að taka þá ákvörðun. Um það segir Friðrik Sophusson: „I haust verður lokið við skýrslu um niðurstöður rann- sókna á vegum Landsvirkjunar á svæðinu og hún send stjórnvöldum. Þegar skýrslan liggur fyrir geta Alþingi og ríkisstjórn breytt fyrri ákvörðunum sínum ef þeim þykir ástæða til.“ Þetta er auðvitað lykilatriði í framvindu þessara mála. Hins vegar verður að segjast eins og er, að það væri afar óskynsamlegt hjá Alþingi og ríkisstjórn að koma ekki með einhverjum hætti til móts við býsna almennar og eindregnar kröfur um lögformlegt umhverfísmat vegna þessarar virkj- unar. Um það sagði Jón Helgason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, í grein hér í blaðinu sl. laug- ardag: „Það dugar ekki að vísa í gamlar samþykktir og veittar heimildir svo mjög sem öll viðhorf hafa breytzt á síðustu ár- um. Þjóðin hefur nýlega valið sér þingmenn og meirihluti þingsins myndað nýja ríkisstjórn. Það er brýnt að þessir aðil- ar meti málið út frá ríkjandi gildismati og nýrri framtíðarsýn til að draga úr líkunum á því að farið verði út í framkvæmd, sem síðar verði flokkuð sem óbætanlegt slys.“ Viljayfírlýsing sú, sem undirrituð verður í dag með fulltrú- um Norsk Hydro, táknar ekki að komið sé að úrslitapunkti í þessu máli. Hún felur ekki í sér nokkrar skuldbindingar, sem máli skipta fyrir aðila. Þess vegna markar hún engin tímamót á þessari vegferð. Á hinn bóginn kemst Alþingi ekki hjá því að taka afstöðu til málsins á næstu mánuðum eða misserum. Og þegar að því kemur að Alþingi tekur afstöðu verða þing- menn að hlusta vel á raddir fólksins. Hér getur verið í uppsiglingu eitt mesta deilumál um um- hverfismál frá því Laxárdeilan stóð yfír fyrir rúmum þremur áratugum. Leitarstöð Krabbameinsfélags Islands 35 á Dánartíðni af völdum L krabbameins lækkað u ALMA Þórarinsson, fyrsti yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islam ið 1966. Alma er í neðri röð fyrir miðju. Morgunblaðið/Ásdís KRISTJÁN Sigurðsson núverandi yfirlæknir Leitarstöðvarinnar. Leitarstöð Krabba- --------------7---------- meinsfélags Islands er 35 ára í dag. Af því tilefni fékk Ragna Sara Jónsdóttir Olmu Þórar- insson, fyrsta yfírlækni stöðvarinnar, og Krist- ján Sigurðsson, núver- andi yfirlækni, til þess að líta yfir farinn veg og rifja upp helstu tíma- mót í sögu hennar. LEITARSTÖÐ Krabbameins- félags íslands hóf formlega staiísemi hinn 29. júní 1964 og var ætlað það hlutverk að leita að leghálskrabbameini. Árið 1971 var konum fyrst boðið upp á brjóstaþreifingu og brjóstakrabba- meinsleit í núverandi mynd hófst 1974. Fyrsti yfirlæknir stöðvarinnar var Alma Þórarinsson og gegndi hún því starfi til loka árs 1972, þegar Guð- mundur Jóhannesson tók við sem yf- irlæknir. Alma Þórarinsson segir að viðhorf til krabbameinsleitar af þessu tagi hafi verið blendin fyrstu árin. Einna helst hafi konur í elstu aldurshópun- um verið feimnar við að koma í skoð- un en skoðunin náði fyrsta árið til kvenna búsettra á höfuðborgarsvæð- inu á aldrinum 25-59 ára. Konum voru í stafrófsröð send bréf um þessi mál- efni og var mæting eftir fyrsta kall 50%, en 73% eftir annað kall, segir Alma sem lagði á sig eins árs undir- búning við Radiumhospitalet, Montebello í Osló og Royal Infirmary í Glasgow á frumu- og meinafræði- deild áður en hún hóf störf við stöð- ina. Hún segir að hún hafi verið eini umsækjandinn um stöðu yfirlæknis þegar hún var auglýst en þeir sem réðu í stöðuna hafi verið ánægðir með að hún var kvenmaður, þeir töldu að með því móti yrði auðveldara fyrir konur að koma í slíka skoðun í fyrsta skipti en fyrirmynd að starfsemi stöðvarinnar var fengin frá leitar- stöðvum í Östfold fylki í Noregi þar sem eingöngu kvenmenn tóku frumu- sýni frá leghálsi og skoðuðu konur. Kynningarstarfið gekk vonum framar Að sögn Ölmu breyttist þetta við- horf kvenna fljótlega og mætingin batnaði. Krabbameinsfélagið leitaði jafnframt aðstoðar fjölmiðla til að kynna framkvæmd krabbameinsleit- arinnar. „Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar ég hélt fyrirlestur og sýnd var kynningarkvikmynd um leitina í Gamla bíó. Eg var svo hrædd um að enginn myndi koma svo ég sagði við vinkonur mínar: „Mér finnst leiðinlegt að tala fyrir tómu húsi, svo viljið þið setjast á fremsta bekk!“ En mér að óvörum troðfylltist húsið og þær komust ekki að fyrr en annað kvöldið í röð. Gamla bíó fylltist þrjú kvöld í röð og í dagblaðinu Vísi birtist athugasemd: „Hvernig er hægt að fá fullt hús í Gamla bíó þrjú kvöld í röð þegar eingöngu er um fræðsluerindi að ræða?“ Og ég satt best að segja veit ekki svarið við því, en býst við að það hafi verið forvitni fólks sem dró það þangað,“ segir Alma. Að sögn Ölmu greiddu konur ekk- ert gjald fyrir skoðun íyrstu tvö starfsárin þai' sem litið var á að um kynningu væri að ræða. Á þriðja starfsári greiddu þær hins vegar fimmtíu krónur fyrir skoðun sem samsvaraði tæplega 25% af kostnaði við skoðunina. Rekstur Leitarstöðv- arinnar var á þessum árum fjármagn- aður með tekjum frá happdrætti Krabbameinsfélagsins, frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, gjöfum, áheitum og minningarkortum. Leit hefst á landsbyggðinni Að sögn Ölmu var starfslið stöðvar- innar ekki fjölmennt fyrstu árin. „Fyrstu tvö árin vorum við ekki mörg þarna í kjallaranum á Suðurgötu 22 en eftir þau bættist við af starfsfólki. Andinn á stöðinni var hins vegar al- veg yndislegur. Við vorum allar fullar af ákafa að reyna að standa okkm- og áfjáðar í að þetta skyldi ganga,“ segir Alma um samstarfið við hinar kon- urnar á stöðinni en tekur fram að frá upphafi hafi Ólafur Jensson, sérfræð- ingur í blóðmeina- og frumurann- sóknum, stai’fað sem ráðgefandi sér- fræðingur Leitarstöðvarinnar. Síðar bættist fleira starfsfólk í hópinn, m.a. sérfræðingar í kvensjúkdómum sem sáu um sýnatöku, rannsóknir og með- ferð sjúkdóma. Árið 1968 var hafinn undirbúningur vegna fyrirhugaðra skoðana á landsj byggðinni og hófust þær árið 1969. I kynningarátakinu ferðuðust Bjarni Bjarnason læknir og formaður K.í. og Jón Oddgeir Jónsson fræðslufulltrúi félagsins víðsvegar um landið, fluttu fræðsluerindi og sýndu kynningar- kvikmynd. Hvöttu þeir menn og kon- ur til að stofna nýjar deildir krabba- meinsfélaga og á árunum 1968-1971 voru stofnuð 17 ný aðildarfélög víða um landið. Ekkert gjald var tekið fyr- ir skoðun frumusýna utan af landi, segir Alma. Hún lét af störfum sem yfirlæknir árið 1972 en allt frá upp- hafi hefur Leitarstöð Krabbameinsfé- lags Islands haldið áfram að auka þjónustu sína og eru stöðugildi við hana um 35 auk fjölda lækna sem starfa við skoðun og sýnatöku. í september árið 1982 tók Kristján Sigurðsson við starfi yfirlæknis leitar- stöðvarinnar eftir að Gunnlaugur Geirsson fyrrverandi yfirlæknir frumurannsóknarstofu Krabbameins- félagsins hafði borið ábyrgð á rekstri hennar um nokkurra mánaða skeið eftir sviplegt fráfall Guðmundar Jó- hannessonar yfirlæknis. Kristján er yfirlæknir Leitarstöðvarinnar enn í dag og segir hann nokkra atburði standa upp úr frá því hann tók við stöðunni. Nýgengi fallið um 60% „Ég myndi segja að helstu tímamót í rekstri stöðvarinnar hafi verið þegar verksamningur við heilbrigðisráðu- neytið var gerður árið 1988, en fyrir þann tíma var rekstur stöðvarinnar ótryggur. Þetta bitnaði meðal annai-s á viðskiptavinum okkar sem þurftu að greiða mismunandi gjald eftir því hvar þær voru búsettar á landinu," segir Kristján. Árið 1988 var Leitarstöðinni tryggður starfsgrundvöllur með fyrr- nefndum samstarfssamningi. Samn- ingurinn var gerður í kjölfar þess að sýnt hafði verið fram á óyggjandi ár- angur leitarstarfsins en á upphafsár- um leitarinnar voru uppi efasemd- arraddir um gagnsemi hennar. Fyrir þessi tímamót neitaði Trygginga- stofnun ríkisins að greiða fyrir leitar- starfsemina þar sem um fyrirbyggj- andi starfsemi væri að ræða, en ekki meðferðarstarf. Stofnunin greiddi eingöngu fyrir frumustrok sem tekin voru hjá konum sem leituðu eftir skoðun vegna einkenna. „Margir gera sér alls ekki grein fyrir því hversu mikilvægt þetta starf í raun og veru er,“ segir Kristján. Starfsemin hefur frá upphafi beinst að því að fækka nýjum tilfellum af leghálskrabbameini og lækka dánar- tíðni sjúkdómsins. Yfirvöldum þótti að upplýsingar um ótvíræðan árangur starfsemi stöðvarinnar lægju fyrir við gerð samningsins en hann mátti greina á tölum um nýgengi sjúkdóms- ins og dánartíðni af völdum hans. í dag hefur dánartíðnin lækkað um 75% frá því að leitarstarf hófst og hef- ur nýgengi hans fallið um 67% á sama tímabili. Við upphaf leitar voru ný- gengi og dánartíðni vaxandi og hefur verið áætlað að ef dánartíðnin hefði vaxið með sama hraða frá 1967 og fram til 1989 hefðu um 90 fleiri konur látist af völdum sjúkdómsins á því tímabili. Að sögn Ki’istjáns hefur hvergi í heiminum, að Finnlandi undanskildu,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.