Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sumartónleikar í Skálholtskirkju í 25. sinn Morgunblaðið/Ásdís HELGA Ingólfsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholti, Sigurlaug I. Lövdahl framkvæmdastjóri og sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. Fögur hljómsköpun 011 fyrri met í frum- flutningi verka slegin STÆRSTA og elsta sumartónlist- arhátið landsins, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, hefst á laugar- daginn, en þetta er í í 25. sinn sem hátíðin er haldin. Að þessu sinni verða slegin öil fyrri met í frumflutningi verka á Sumartón- leikum í Skálholtskirkju, en að sögn Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara, sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, verða frumflutt verk Ijórar helgar af þeim fimm sem Sumartónleikarn- ir standa yfir. Að vanda verður boðið upp á tónleika fimm helgar í júlí og ágúst og verður tónleikahald með svipuðu sniði og undanfarin ár. Tónleikar verða á laugardögum kl. 15 og 17 og sunnudögum kl. 15. Erindi sem tengjast tónleikun- um verða flutt í Skálholtsskóla kl. 14 á laugardögurn og kl. 17 alla sunnudaga verður messa með þátttöku tónlistarmanna. Tónlist- arstund á undan messu hefst kl. 16.40 og verða þá flutt atriði úr tónverkum helgarinnar. I öllum messum verður flutt stólvers úr fornu íslensku sönghandriti í nýrri útsetningu Hróðmars I. Sig- urbjörnssonar tónskálds, en til er fjöldi fornra sönghandrita sem nú er verið að draga fram í dagsljós- ið á vegum Collegium Musicum - samtaka um tónlistarstarf í Skál- holti. Sem fyrr er lögð áhersla á fslenska kirkjutónlist, nýja og gamla, auk barokktónlistar. Tryggvi og Snorri Sigfús staðartónskáld I sumar verða staðartónskáld í Skálholti þeir Tryggvi M. Bald- vinsson og Snorri Sigfús Birgis- son. Eftir Tryggva verður frum- flutt messa sem að hluta er sótt í safn íslenskra skiimhandrita og eftir Snorra Sigfús verður frum- flutt kammerverkið „Fegurð ver- aldar mun hverfa" við samnefnt ljóð Hallgríms Péturssonar. Þá verða fluttar nýjar útsetningar Hróðmars I. Sigurbjörnssonar á söngvum úr Hymni Scholares, söngkveri Skálholtssveina, og fleiri sönghandritum. Frá Bretlandi kemur barokk- sveitin Concordia, sem er skipuð þremur gömbuleikurum og orgel- leikara, ásamt kontratenómum Robin Blaze. Enn er ónefndur hinn góðkunni hollenski barokkfiðlu- leikari Jaap Schröder, sem leikur á einleikstónleikum og leiðir sem fyrr Bachsveitina í Skálholti. Þetta mun, að sögn Helgu, vera í sjötta sinn sem Jaap Shröder tekur jiátt í Sumartónleikum í Skálholti. I til- efni af 100 ára fæðingarafmæli Jóns Leifs mun sönghópurinn Hljómeyki flytja trúarleg söngverk eftir tónskáldið og frum- flytja Erfíljóð op. 35. Eins og áður sagði verða tón- leikahelgamar fímm. Tónlistarhá- tíðin verður sett í Skálholtskirkju nk. laugardag, 3. júlí, kl. 15 með ávarpi sr. Egils Hallgrímssonar, sóknarprests. Þá flytur Hrafn Sveinbjamarson sagnfræðingur erindi um Hymni scholares, söng- kver Skálholtssveina, sem gefíð var út 1687 og 1717 og að því loknu munu þau Margrét Bóas- dóttir sópran, Finnur Bjarnason tenór og Hilmar Orn Agnarsson organisti flytja nýjar útsetningar eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson á söngvum úr Hymni scholares og fleiri sönghandritum. Sama dag flytur breska barokksveitin Concordia og Robin Blaze kontra- tenór kammerverk eftir Bach, Buxtehude, Schenck o.fl. og verða þeir tónlcikar endurteknir sunnu- daginn 4. júlí. _ Laugardaginn 10. júlí flytur Arni Heimir Ingólfsson, doktor- snemi f tónvísindum, erindi um Jón Leifs og að því loknu hefjast tónleikar Hljómeykis, sem flytur ásamt Þórunni Guðmundsdóttur sópransöngkonu og hljóðfæraleik- umm trúarleg söngverk eftir Jón Leifs. Síðar sama dag frumflytur Hljómeyki ásarnt hljóðfæraleikur- um fyrrnefnda messu eftir Tryggva M. Baldvinsson og verð- ur hún endurflutt á sunnudegin- um. Helgina 17. og 18. júlí víkja hefðbundnir tónleikar Sumartón- leika fyrir Skálholtshátfð sem þá stendur yfír á staðnum. Þriðja tónleikahelgin hefst laugardaginn 24. júlí með erindi sr. Siguröar Sigurðarsonar vígslubiskups um Skálholt í sögu og samtíð. A tónleikunum á eftir verða flutt kammei’verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, m.a. frumflutt fyrraefnt verk við ljóð Hallgríms Péturssonar. Einsöng syngur Hallveig Rúnarsdóttir sópran. Síðdegis fmmflytja Guð- rún Óskarsdóttir og Kolbeinn Bjamason verk fyrir sembal og flautu eftir Svein Lúðvík Bjöms- son og Hans-Henrik Nordström og verða þeir tónleikar endur- teknir daginn eftir. íslensk kirkjutónlist i' þúsund ár Fjórða tónleikahelgin, sem ber upp á verslunarmannahelgi, hefst með erindi Svavars Hrafns Svavarssonar fornfræðings um kirlyusögu Finns Jónssonar bisk- ups. Yfírskrift tónleika sem þá hefjast er „fslensk kirkjutónlist fom og ný í þúsund ár“. Þar frumflytur Kammerkór Suður- KVIKMYMIIR Kringlubíó, Bfðhöllin, Regnboginn, IVýja bíó Akureyri, IVýja bíó Keflavik DRAUMAHEIMURINN „THE MATRIX“ -Hrk'k Leikstjórn og handrit: Larry og Andy Wachowskí. Framleiðandi: Joel Sil- ver. Kvikmyndatökustjóri: Bill Pope. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Ke- anu Reeves, Laurence Fishburn, Carrie-Ann Moss, Hugo Weaving og Joe Pantoliano. Warner Bros. 1999. VIÐ lifum í draumaheimi sem stjórnað er af tölvum framtíðarinnar sem nota líkama okkar sem orku- gjafa meðan við sofum og okkur dreymir alla okkar tilveru. Ekkert sem við sjáum og heyrum og snert- um og gerum er raunverulégt heldur tilbúningur tölvanna, tölvuforrit. Við erum öll til en heimurinn er ekki eins og við erum látin halda að hann sé. Ef þú einhverntíma vaknar af draumum þínum kemstu að því að þú ert staddur i framtiðinni og heimur- inn hefur farist. Hvort er þá betra að sofa sæl, eins og við gerum auðvitað flest, eða vaka og fást við vandamálin? Keanu Reeves leikur tölvuforritarann Neo sem kemst að því að hann er aðeins rafstraumur á tölvuskermi, ef svo má segja, og þegar honum verður það Ijóst er hann strax kominn í lífs- lands íslensk verk og nýjar út- setningar á gamalli islenskri kirkjutónlist og Guðmundur Sig- urðsson leikur á orgel. Síðdegis sama laugardag leikur svo Jaap Schröder á barokkfíðlu einleiks- verk eftir Biber, Matteis, West- hoff og Bach og um kvöldið leikur Helga Ingólfsdóttir á sembal Goldbergtilbrigðin eftir Bach. Sunnudaginn 1. ágúst leikur Jaap Schröder verk eftir þýska meist- ara og mánudaginn 2. ágúst leik- ur Helga Ingólfsdóttir aftur Gold- bergtilbrigðin. Fimmta og síðasta tónleika- helgin verður 7.-8. ágúst. Hún hefst með erindi Guðrúnar Lauf- eyjar Guðmundsdóttur sagnfræði- nema um Skálholt ssöngva fyrri alda. Á tónleikum að því loknu flytur Bachsveitin í Skálholti ein- leiks- og kammerkonserta eftir Vivaldi. Einleikarar á fíðlu em Jaap Schröder, Lilja Hjaltadóttir, Rut Ingólfsdóttir og Svava Bern- harðsdóttir og Peter Tompkins og Gunnar Þorgeirsson á óbó. Leið- ari er Jaap Schröder. KI. 17 flytur Bachsveitin verk eftir Bach, Sch- melzer, Rosenmuller og Telem- ann og verða tónleikamir endur- fluttir á sunnudeginum. Að venju er aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum Sumar- tónleika í Skálholti ókeypis og boðið er upp á bamagæslu meðan á tónleikum stendur. Hægt er að kaupa veitingar á vegum Skál- holtsskóla á milli tónleika. Tón- leikamir standa í u.þ.b. klukku- stund. Dagskrá Sumartónleika í Skálholti er að fínna á slóðinni www.kirkjan.is/sumartonleikar. hættu. Dráparar á vegum móður- tölvanna elta slíka menn uppi og eyða þeim. Hann kemst í kynni við Morfeus, sem Laurence Fishburn leikur, uppreisnarmann sem brotið hefur hlekki hugar og náð aftur sinni eigin vitund og getur ferðast um tölvuforritið, sem við köllum okkar daglega líf, ásamt litlum hópi upp- reisnarseggja. Þeim er annt um Neo af því hann er sá útvaldi, maðurinn sem mun leiða mannkyn úr ógöngun- um. Draumaheimurinn eða „The Mat- rix“ eftir þá bræður Andy og Larry Waehowskí („Bound") er sjaldgæft fyrirbrigði í nútíma hasarmynda- gerð. Það er í raun og sann hægt að velta henni fyrir sér löngu eftir að henni er lokið. Hún er rík af svo mörgu. Hún er innihaldsrík, hug- myndarík, rík af skemmtigildi, myndrænum útfærslum sem margar hverjar eru hinar kostulegustu, rík af hasar og svo mætti áfram telja. Hún er sennilega besti framtíðar- tryllir sem komið hefur síðan Tor- tímandinn 2 var á dögum, hröð, spennandi, skemmtileg og frjó. Það er svo allt of sjaldan sem maður verður var við hugsandi menn á bak TQ]\LIST Hallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Schola cantorum flutti íslenska og er- lenda trúartónlist undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sunnudagurinn 27. júní, 1999. TÓNLEIKAR Schola cantorum, undir stjórn Harðar Askelssonar, í Hallgrímskirkju s.l. sunnudags- kvöld voru frábærir. Fyrir utan sér- lega góðan söng var sterk helgistemning ríkjandi sem var inn- sigluð í upphafi tónleikanna með gregoríönsku tónlesi, „Gleðjist, þér réttlátir" og þar eftir kom Exultate Deo eftir Alessandro Scarlatti. Þá tók við lúthersk kirkjutónlist, þrír sálmar eftir Johann Hermann Schein, síðan gregoríanskur hymni með tónlesi og aðrir þrír sálmar, einnig eftir Schein. Katólsk-lúth- erska kafla tónleikanna lauk með Cantate Domino eftir Hans Leo Hassler og gregoríönskum hymna og andstefi. Gergoríönsku hymn- arnir og andstefín voru sungin á ís- lensku, er með sárafáum undan- tekningum féll mjög vel að áherslu- skipan íslenskunnar og voru fluttir mjög fallega, ýmist af karla- eða kvenröddum sér. Andstæðan við þennan stefjabundna runusöng, sí- endurtekið einfalt stef, var kontra- punkturinn hjá Schein (1586-1630) en þessi forveri J.S. Bachs í Leipzig var, ásamt Samuel Scheidt og Hein- rich Schiitz, mótandi um lútherska kirkjutónlist og auk þess mjög gott tónskáld, samdi tónlist sem enn í dag er viðfangsefni þeirra kóra er leggja sig eftir að flytja gamla kirkjutónlist. Sálmarnir eftir Schein, sem era sérlega fögm- tónlist, nokkuð þó samlitir í stíl og vinnubrögðum, vora mjög fallega sungnir. Með einni undantekningu, nefnilega Ex- ultate Deo, eftir Poulenc, voru við- fangsefni tónleikanna eftir hlé ís- lensk-ensk tónverk eftir Hörð Askelsson,_ Jónas Tómasson, Jón Hlöðver Áskelsson og frumflutt verk eftir ensk-íslenska tónskáldið Oliver Kentish, við 25. sálminn, „Turn thee unto me“. Fyrsti ís- lenski sálmurinn, „Syng drottni nýj- an söng“, eftir Hörð, er góð tónsmíð sem er skýr í formi og raddskipan við hasarmyndir eins og þessar, menn sem leggja sig fram við hvert tæknilegt smáatriði og vita hvernig á að búa til bíó. Þeir bræður era sann- arlega í þeim hópi. Myndin er líka frumleg á sinn hátt þótt ekki séu allar hugmyndirnar á bak við hana frumlegar. Hugmyndin um Draumaheiminn er kannski flók- in en hún er ómótstæðileg og gefur möguleika á mörgum og skrautleg- um útfærslum, sem ekki verður bet- ur séð en Wachawskíbræður nýti sér til fullnustu. Maður tráir öllu sem þeir segja manni, maður trúir þess- ari veröld sem þeir skapa og öllu því sem gerist innan hennar, maður trá- ir á Draumaheiminn og að hann geti verið til og að innan hans sé allt mögulegt. Stundum minnir Draumaheimur- inn á tölvuleik sem er ekki óeðlilegt miðað við um hvað hún fjallar og hef- ur myndatakan talsvert með það að gera. Þeir bræður hafa fundið upp aðferð til þess að fi-ysta persónu í stökki og skipta um sjónarhorn með því að keyra myndavélina í hálfhring áður en þeir halda áfram með hasar- inn. Fólk berst í lausu lofti, það svíf- ur um, byssukúlurnar skilja eftir sig og var nokkuð vel sunginn. Líklega er hljómgun kirkjunnar óþæg hröð- um tónlínum, eins og einnig mátti heyi’a í einum af sálmunum eftir Schei,n en þessa gætti nokkuð í a- hluta sálmsins, eftir Hörð. „Drottinn er minn hirðir“, eftir Jónas Tómasson, er að mestu í „tón- lesformi" og sungið nær ávallt ein- raddað; einföld tónsmíð.sem í með- föram Schola cantoram var fallega mótað tráartónles. „Turn thee unto me“, eftir Oliver Kentish, er áhrifa- mikil tónsmíð, erfið til söngs, sem allt þar til í lokin var sanfærandi í flutningi Schola cantoram. ,/Tignið Drottin", eftir Jón Hlöðver Áskels- son, er sterk tónsmíð og er sálmur- inn „Drottinn, heyr þú bæn mína“ rammaður inn í breytilega útfært andstef, „Tignið Drottin", sem styrkti form verksins og skapaði sjálfum sálminum afmarkað rými er vann gegn endurtekningunni og gaf verkinu skýrt afmarkað og áhrifa- mikið form. Raddferlið og hljómskipanin í öll- um íslensku verkunum er sambland af hefbundnum aðferðum og því sem kallað er útvíkkun á hinni tónölu skipan, sem birtist í „hljómþýðum" ómstreytum, er helst urðu sterkar í verkinu eftir Kentish. Þessi aðferð einkenndi tónlistina við lok síðróm- antíska tímans og markar upphaf modernismans, svo sem heyra má í afburðafögram kórverkum, eftir Jo- hann Nepomuk David, og eftii’ að modemisminn náði hámarki, með alls konar hljóðtilraunum, hefur tón- boginn hnigið til upphafsins og jafn- vel svo að teknar hafa verið upp að- ferðh’ sem eiga rætur sínar í upphafi fornkirkjulegrar tónlistar, Ambrosi- usar kirkjuföður og Gregors mikla. Þessum afburða góðu tónleikum lauk með gleðisöngnum, Exultate Deo, eftir Poulenc, skemmtilegu verki sem var fallega flutt. Söngstíll- inn hjá Schola cantoram á mjög vel við barokk- og nútímatónlist. Kórinn er samstilltur, syngur af kunáttu og öryggi, með töluverðum tilþrifum í styrk og tilfinningu fyrir hinu tráar- lega innihaldi verkanna, undir lif- andi stjórn Harðar, er naut sín ein- stakleg vel í hæferðugri tónlist sem er að nokkra vegna mikillar endur- ómunar HaUgrímskirkju og kórinn kann orðið að nýta sér til fagurrar hljómsköpunar. öldur í loftinu og það er jafnvel hægt að stoppa þær á flugi. Wachawskíbræður hafa víða orðið íyiir áhrifum. Tölvuleikir hafa þegar verið nefndh’, hasai’blaðamenningin kemur einnig við sögu, sumir ramm- arnir eru eins og klipptir út úr hasai’- blaði, og nýlegar og eldri myndir koma upp í hugann. Við þekkjum áhrifin frá Hitchcock þegar Keanu Reeves, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, þarf að klifra út á gluggasyllu skýjakljúfs; við höfum séð svartklæddu útsendarana með sólgleraugun áður í Mönnum í svörtu; tölvumar lögðu heiminn í rást í Tor- tímandanum eftir James Cameron. En bræðurnir, sem gerðu hina gjöró- líku svörtu glæpakómedíu „Bound“ á undan þessari, notfæra sér það sem á undan er komið á nýjan og skapandi hátt og gera úr samkrullinu slípaðan og sleipan og, á einhvem undarlegan hátt, sexí framtíðarti’ylli. Reeves er fæddur í hlutverk Neo og hefur ekki verið ábyggilegri síðan hann lék í „Speed“. Laurence Fis- hburne eykur alltaf við myndirnar sínar og er hinn trausti leiðtogi hér. Bræðurnir setja Carrie-Ann Moss í íðilþröngan leðurfatnað og ekki að ástæðulausu. Aðrir leikarar passa mjög vel inn í tölvuforritið. Reeves verður að brjóta hlekki hugar til þess að bjarga lífi sínu og sigra Draumaheiminn. Áhorfandinn þarf að gera það líka og þá verður ánægjan margföld. Arnaldur Indriðason Jón Ásgeirsson Hlekki brýt ég hugar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.