Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITHTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR.MEÐ VSK Lá við árekstri á -* Kennedy- flugvelli LITLU munaði að árekstur yrði milli Boeing 757-þotu Flugleiða og Boeing 747-þotu frá Air Franee á Kennedy-flugvelli í Bandaríkjunum um klukkan eitt í fyrrinótt. Málsat- vik eru til skoðunar hjá bandarísk- um flugmálayfirvöldum. Að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Flugleiða, eru málsatvik þau að Flugleiðaþotan var í flugtaki frá Kennedy-flugvelli þegar vél frá Air Franee var ekið 7J(yfir flugtaksbrautina framan við Flugleiðavélina. Að mati flugstjóra Flugleiðaþotunnar var nálægð vél- anna meiri en eðlilegt getur talist. Einar sagði að flugstjórinn hefði látið flugumferðarstjómina á vell- inum vita um atvikið strax eftir flugtak og síðan hefði hann haldið áfram fluginu til Islands. Einai- sagði að umferðarstjórn á flugvöllum væri algerlega í höndum flugumferðarstjórnar á hverjum stað hvort heldur væri um að ræða j*..akstur á brautum, flugtak eða lend- ingu. Stjórnendur Flugleiðavélar- innar hefðu í flugtakinu farið í einu og öllu að fyrirmælum flugumferð- arstjórnarinnar. Málsatvik yrðu rannsökuð af bandarískum flug- málayfirvöldum. ---------------- Fyrsta skipið að nýjum bakka FYRSTA skipið sem leggst að bryggju til uppskipunar við nýja bryggjukantinn er væntanlegt í dag. Framkvæmdir við nýja hafn- arsvæðið hafa staðið yfir í rúmt ár ^pg er verið að taka í notkun fyrsta hluta svæðisins. Skipið sem væntanlegt er í dag er með 6.000 tonn af graníti sem notað er í malbik. Búist er við að það leggist að bryggjunni um níu- leytið, en skipið heitir Reksnes og er gert út af norsku skipafélagi. Morgunblaðið/RAX Greiddar bætur vegna ólögmætrar ófrjósemisaðgerðar Gerður ófrjór, en sagl að gera ætti að kviðsliti ÍSLENSKA ríkið hefur greitt 45 ára gömlum manni fjögurra millj- óna króna bætur vegna ófrjósemis- aðgerðar, sem gerð var á honum 18 ára gömlum, og dómstóll hefur dæmt ólögmæta. Sams konar aðgerðir voru gerðar á tveimur systkinum mannsins, að óafvitandi, á árunum 1972 og 1973. Manninum var sagt að skera ætti hann upp við kviðsliti en syst- ur hans að hún væri með botn- langabólgu. Foreldrar systkinanna höfðu skilið. Barnaverndaryfirvöld höfðu haft afskipti af heimilinu og höfðu látið gera greindarpróf, sem fcóttu benda til þess að systkinin væru þroskaheft. Bæði maðurinn og systir hans sjá fyrir sér sjálf og eru í sambúð. Þriðji bróðirinn er búsettur erlendis. Aðgerðirnar voru gerðar að frumkvæði bamaverndaryfirvalda eftir ábendingar heimilisföður á fósturheimili þar sem systkinin voru vistuð. Þær byggðust á heim- ild í lögum um að leyfa í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt en þau lög voru sett árið 1938. Til árs- ins 1974 var allt að 751 slík aðgerð framkvæmd hér á landi, langoftast á konum. í niðurstöðum héraðsdóms, þar sem aðgerðin á manninum er talin ólögmæt og stórfellt brot á mann- réttindum hans og sjálfsákvörðun- arrétti, er sett fram gagnrýni á óljósar kröfur til aðgerða af þessu tagi í lögunum, og vinnubrögð þeirra lækna og sálfræðinga sem skoðuðu manninn og heimiluðu að- gerðina. ,Af gögnum málsins má ráða að sumir þeirra aðila sem um málefni stefnanda fjölluðu hafa talið" að greindarvísitala hans væri um eða neðan við 50. Má í því tilviki vitna til framangreindra bréfa frá barna- verndamefnd [... ] svo og sjúk- dómsgreiningarinnar „Imbicilitas“ (greindarvísitala lægri en 50) er hann lá á Fjórðungssjúkrahúsi ísa- fjarðar vegna nefndrar aðgerðar. Þessar ályktanir eru ekki studdar þeim sálfræðiathugunum sem fyi-ir liggja,“ segir í dóminum. Kennir fóstur- föðurnum um í samtali við Morgunblaðið segist maðurinn, sem í hlut á, kenna heimilisföðurnum á fósturheimili þar sem hann var vistaður um að aðgerðirnar voru gerðar á þeim systkinum. Bróðir þeirra hafi verið vistaður á öðrum stað, og fólkið sem hann bjó hjá hafi komið í veg fyrir að sams konar aðgerð væri gerð á honum. ■ fslenska ríkið/10-11 Bláa lónið að fyllast HINN nýi baðstaður Bláa lónsins hefur nánast verið fylltur af vatni, en enn vantar þó um 20 sentímetra upp á að vatnið verði í þeirri hæð sem það á að vera. Að sögn Gríms Sæmundsens, framkvæmdastjóra Bláa lónsins, verður baðstaðurinn opnaður al- menningi í næstu viku. Grímur sagði að framkvæmd- um væri ekki alveg lokið, en sagðist búast við að verktakinn lyki vinnu sinni um helgina. Eftir það mun starfsemin verða flutt og um helgina verður tekið á móti ferðamannahóp, en um nokkurs konar æfingu verður að ræða, því finpússa þarf rekstrar- og þjónustukerfin áður en stað- urinn verður opnaður fyrir al- menning. Að sögn Gríms fer það eftir vatnsbúskapnum á hveijum tíma hvort kísilsvæðið verður ofan eða neðan vatns, en hann sagði að meira vatn ætti eftir að safnast norðan megin nýju baðaðstöð- unnar. ------♦-♦-♦---- Hafa ekki endnrnýjað samstarfs- samning MIKIL óvissa ríkir um áframhald- andi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands. Heil- brigðisráðuneytið hefur ekki end- urnýjað samstarfssamning við Leit- arstöðina sem hún hefur byggt starfsemi sína á síðastliðin ellefu ár. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Kristján Sig- urðsson, yfirlækni Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands, í dag. „Við höfum frá 1988 tvisvar sinn- um gert samstarfssamning til fimm ára við heilbrigðisráðuneytið. Gengið var frá þeim báðum með að minnsta kosti sex mánaða fyrir- vara. í dag erum við samningslaus. Síðasti samningur rann út um síð- ustu áramót og það er alger nýlunda að ekki sé búið að undir- rita samning þegar liðnir eru sex mánuðir af árinu. Rekstur stöðvarinnar í mikilli óvissu Rekstur stöðvarinnar er því í mikilli óvissu og er það farið að há verulega allri starfsemi og ákvarð- anatöku. Við höfum margoft vakið athygli ráðuneytisins á þessu og höfum við margítrekað óskir okkar um að samningurinn verði endur- nýjaður og margsinnis hefur verið farið yfir samningsdrög, og í það farið ómældar vinnustundir allra aðila,“ segir Kristján. Kristján segir það eindregna ósk starfsmanna leitarsviðs Krabba- meinsfélags íslands að ráðherrar heilbrigðismála og fjármála beiti sér í þessu máli, svo íslenskar kon- ur fái áfram notið þess öryggis sem starfsemi stöðvarinnar og verk- samningur ráðuneytisins hafa veitt þeim undanfarin ár. ■ Dánartíðni/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.