Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐ JUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NOKKRIR valdir bflar af mismunandi stærð fyrir utan Borgartún 21 árið 1956. STARFSMENN, bflstjórar og bflafloti Sendi- bflastöðvarinnar árið 1974 í Borgartúni 21. HILMAR Bjarnason við Chevrolet Suburban mód- el ‘73, skemmtilegasta bfl sem hann hefur átt. Sendibflastöðin hf. 50 ára í dag Otrúlegar breytingar FIMMTÍU ár eru liðin frá fyrsta stofnfundi Sendibflastöðvarinnar hf. en hann var haldinn í Breið- firðingabúð miðvikudaginn 29. júní 1949.1 tilefni afmælisins verður opið hús að Klettagörðum 1, laugardaginn 3. júlí frá kl. 13. Hilmar Bjarnason, einn hlut- hafa Sendibflastöðvarinnar hf., hefur lengstan starfsaldur innan fyrirtækisins en hann hefur ver- ið með frá upphafi. „Ég var með á stofnfundinum, þá 19 ára gam- all,“ segir Hilmar. „Kristján Fr. Guðmundsson, sem er nýlátinn, stofnaði stöðina og byijaði reksturinn heima hjá sér í Skólavörðuholti árið 1948. Þar byijaði ég að keyra hjá honum á eigin bfl. Bflarnir í þá daga voru bara smá horn af tegundinni Bradford, Fordson og Morris en svo stækkaði þetta smátt og smátt,“ segir hann brosandi. Eftir lok heimsstyijaldarinnar fóru eiginlegir sendibflar að tíðkast en áður fóru svo tO allir flutningar fram á opnum vörubif- reiðum. Sendibifreiðirnar voru því nýjung sem margir fögnuðu. Að sögn Hilmars voru hluthaf- ar í Sendibflastöðinni hf. nítján, hver skráður fyrir 200 króna hlutabréfi nema stofnandinn sem átti tvo hluti. Hlutafélagið keypti Sendibflastöð Kristjáns og símanúmerið 5113 fylgdi með. Fyrirtækið náði, sam- kvæmt Hilmari, fljótt að sanna sig og sumir af fyrstu viðskipta- vinunum skipta enn við Sendi- bflastöðina hf. Næstu árin fjölg- aði hluthöfum og nú, 50 árum síðar, eru þeir 78 talsins og eiga samtals hundrað hluta. Breyttir tímar Hilmar segir ótrúlegar breytingar hafí átt sér stað á þessum 50 árum. „Bærinn var þá svo lítill, það var verið að byrja að byggja smáíbúða- hverfin og þar af leiðandi ekk- ert til sem hét Breiðholtið eða Árbæjarhverfið." Hann segir að áður hafi sendibflstjórastarf- ið verið erfiðara. „Þá var ekk- ert plast heldur stál og allt því miklu þyngra. Þá voru heldur engir lyftubflar eða önnur þæg- indi.“ Sendibflastöðin hf. var í upp- hafi staðsett í Ingólfsstræti 11, þar sem nú er Iðnaðarmanna- húsið. Árið 1956 fluttist fyrir- tækið í Borgartún 21 og 1968 var þar byggt nýtt húsnæði undir reksturinn. Á þessum ár- um breyttist símanúmer stöðv- arinnar í 25050 sem hefur verið mjög einkennandi fyrir Sendi- bflastöðina hf. síðan. „Það er auðvitað mikið atriði að hafa gott símanúmer,“ útskýrir Hilmar. Aðspurður um hvernig tilfinn- ing það sé að standa á slíkum timamótum segir Hilmar þessi 50 ár hafa verið ótrúlega fljót að líða þrátt fyrir allt. Sendibflastöðin hf. er nú til húsa að Klettagörðum 1 þar sem starfsmenn eru sex og starfandi bflsljórar 105. Hilmar er ekkert á Ieiðinni að hætta að keyra, „hver vill ekki vinna meðan hann hefur heilsu til?“ spyr hann og bætir við að auðvitað séu sér eins og öðrum settar skorður í þeim efnum. Afmælishátíðin verður í nú- verandi húsnæði Sendibfla- stöðvarinnar hf. þar sem boðið verður upp á kaffíhlaðborð, grillaðar pylsur, Ieiktæki fyrir börnin og fleira. Að sögn Hilmars eru allir hjartanlega velkomnir. Sláttumaður skaddaðist illa á hendi MAÐUR skaddaðist illa á fingri þegar hann fór með hönd sína í sláttuvél í Holtahverfi á laugar- dagsmorgun, auk þess sem aðrir fingur brotnuðu. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og er fingurinn illa og varanlega skaddaður sam- kvæmt upplýsingum vakthafandi læknis. Varkárni þörf við slátt Meiðsli af sama toga eiga sér stað á hverju sumri að sögn lækn- isins og var slysið á laugardag annað þessarar tegundar í vikunni. Hann segir sláttuvélaslysin eins konar sumarboða og brýnir fyrir fólki að fara varlega við meðferð sláttuvéla. Áverkarnir eru í mörg- um tilvikum alvarlegir. Slysin verða yfirleitt með þeim hætti að fólk fer með fingurna í vélina til þess að hreinsa hana en gerir sér ekki grein fyrir því að vélin er í gangi. Missa margir framan af fingrum. Oft gerist það líka að sláttuvélar fara yfir fætur fólks og eru dæmi um að slegið sé ofan af tánum. Alvarlegir áverkar á fæti af þessum sökum eru þó fá- tíðari, þó svo að dæmi séu um ann- að. Fíkniefni fund- ust á Akranesi MAÐUR var tekinn með fíkniefni á Akranesi undir morgun á laugar- dag. Talið er að um amfetamín hafi verið að ræða en magn þess var lítið að sögn lögreglu. Lögreglan hafði afskipti af manninum þar sem hann var á göngu um bæinn. Hann var færður til yfirheyrslu en hefur verið látinn laus. Bflvelta við Gljúfurá ENGINN meiddist þegar jeppi fór út af afleggjaranum frá Veiðihús- inu við Gljúfurá síðastliðið föstu- dagskvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi valt bíllinn og hafnaði á hvolfi fyrir utan veg. Þrír menn voru í bílnum sem er stórskemmd- ur og var fjarlægður af vettvangi með kranabfl. BRADFORD, Morris, Fordson, Austin og fleiri bflategundir í Ingólfsstræti 11 árið 1949. j Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Helgasyni fyrir hönd Landverndar: „I umfjöllun í forystugrein Morg- unblaðsins 27. þ.m. um opið bréf til iðnaðar- og umhverfisráðherra um virkjun Jökulsár í Fljótsdal sem birtist í Morgunblaðinu 26. þ.m. hef- ur því miður gætt þess misskilnings að þar sé krafist þess sem nefnt hef- ur verið „lögformlegt umhverfis- mat“ og talið er að taki tvö ár. Hingað til hefur verið unnið að þessu máli samkvæmt gildandi lög- um. I bréfinu er hins vegar bent á að Landsvirkjun sé að ljúka gerð skýrslu, sem sagt hefur verið að unnin sé með sama hætti og um væri að ræða skýrslu samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Umfjöllun um hana á sambærilegan hátt og segir í þeim lögum, mætti þá ljúka á fyrri hluta næsta árs, þ.e. að fela Skipulagsstofnun að fjalla um hana og gefa kost á að gera athuga- semdir við hana. Með þessari ábendingu er verið að leggja áherslu á að ekki sé verið að eyða tímanum í að deila um vinnubrögð við að taka ákvörðun, heldur fyrst og fremst lögð áhersla á að gera sér grein fyrir því hvað vinnst og hvað tapast með fyrirhug- uðum framkvæmdum, bæði hvað snertir náttúru og mannlíf. Án þess að fá það fram verður umræðan ómarkviss, því að ekki nægir að segja að gera eigi hlutina einhvern veginn öðru vísi. I þessu viðkvæma og erfiða máli hlýtur að verða að ræðast við eins og kostur er á grundvelli staðreynda og þekkingar til að reyna að finna þá niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við.“ Aths.ritstj.: í grein Jóns Helgasonar, sem birtist hér í blaðinu sl. laugardag segir m.a.:“Mat á umhverfisáhrifum Eyjabakkalóns með sambærilegum hætti og kveðið er á um í lögum nr. 63/1993 kann að leiða í ljós að þessir valkostir séu betri leiðir en sú sem stjómvöld og Landsvirkjun fylgja nú. Landvernd skorar á umhverfis- og iðnaðarráðherra að beita sér fyr- ir því að slíkt mat fari fram og virkj- unarleiðir valdar í ljósi þess.“ Þessi orð Jóns Helgasonar er ekki hægt að misskilja. Athugasemd hans nú má hins vegar skilja á þann veg, að hann vilji að umhverfismat fari fram með eðlilegum hætti en kærufrestir verði styttir. Það má vel vera, að í þeirri leið sé fólgin ákveð- in málamiðlun á milli andstæðra sjónarmiða. Landsmót harmonikuunnenda haldið á Siglufírði HARMONIKULEIKARAR halda landsmót á Siglufirði um lielgina, en á annað hundrað harmonikuleikarar sýna þar afrakstur vinnu sinnar og spila fyrir mótsgesti, sem verða líklega hátt í 1.000 talsins. LANDSMÓT Sambands ís- lenskra harmonikuunnenda verður haldið á Siglufirði um helgina og er búist við hátt í 1.000 gestum á staðinn í tengsl- um við mótið, en tónleikar verða haldnir víða um bæinn á meðan á mótinu stendur. Að sögn Sigrúnar Bjarnadóttur, formanns SIH, hefst mótið formlega á morgun með aðal- fundi aðildarfélaganna, sem eru 19 talsins, en lýkur á Iaugardag með dansleik. Búist við 1.000 gestum „Á landsmótinu eru félögin að sýna afrakstur vinnu sinnar og spila hvert fyrir annað,“ sagði Sigrún. „Það ríkir mikil eftir- vænting núna því þetta er há- punkturinn hjá flestum harmon- ikuleikurum." Auk allra íslensku harmoniku- leikaranna, sem verða á annað hundrað talsins á staðnum, munu rússneskir tvíburar sýna snilli sína á Iaugardaginn klukkan fjögur. Landsmótið nú er hið sjöunda í röðinni, en þau hafa verið haldin á þriggja ára fresti frá því SÍH var stofnað árið 1981. Sigrún sagði að landsmótin hefðu, í gegnum tíðina, verið stórar upp- ákomur og að á síðasta lands- móti, sem haldið hefði verið á Laugalandi, hefðu gestir verið 1.000 talsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.